Morgunblaðið - 05.12.1968, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 05.12.1968, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. DES. 1908 17 ik Þjark um tilhögun triðarráðstetnu ik Tito vill ekki aðstoð Bandaríkjanna ft Aukin áhrif Vestur-Þýzkalands FRIÐARUMLEITANIR í Viet- nammálinu eru að þokast á lokastig, þótt samkomulag eigi enn langt í land. Eftir mánað ar þref hefur Saigon-stjórnin fallizt á að senda fulltrúa til friðarviðræðnanna í París gegn loforði frá Bandaríkjastjórn um, að þeir gegni „forystuhlut- verki" í öllum umræðum um framtíð Suður-Vietnam. En bú- ast má við miklu þjarki um til- högun friðarráðstefnunnar, þar sem Norður-Vietnamar og Þjóð frelsisfylking Viet Cong viður- kenna ekki Saigon-stjórnina og Saigon-stjórnin viðurkennir ekki Þjóðfrelsisfylkinguna sem sjálf- irnar „samsteypustjórn" í Suð- ur-Vietnam. Til þess verður að fá samþykki fulltrúa Saigon- stjórnarinnar. Það eina sem Saigon-stjórnin hefur raunverulega haft upp úr andstöðu sinni gegn Parísarvið- ræðunum er, að erfitt er að halda því fram, að hún sé al- ger leppstjórn Bandaríkja- manna eins og kommúnistar gera. Saigon-stjórninni er Ijóst, að Bandaríkjamenn eru að draga úr stríðsþátttöku sinni og að stjórn Nixons mun reyna að finna leið út úr stríðinu. Þess vegna er það aðaltakmark Sai- gon-stjórnarinnar að draga brott störfum suður-vietnömsku nef ndarinnar í París. Saigon-stjórnin hefur áskilið sér rétt til að hætta þátttöku sinni í viðræðunum ef árásum á vopnlausa svæðið og ógnarað- gerðum gegn íbúum Suður-Viet- nam verði haldið áfram, enda hafa Bandaríkjamenn sett svip- uð skilyrði fyrir stöðvun loftár- ásanna á Norður-Vietnam. Sam- komulag Bandaríkjamanna og Norður-Vietnama um að draga úr stríðsrekstrinum er mjög ó- Ijóst, og því þarf lítið út af að bera til þess að upp úr viðræð- unum slitni. Almennt er spáð löngu þjarki Fulltrúar Norður-Vietnams ogViet Congs í Parísarviðræðunum (talið frá vinstri); frú Nguyen Thi Binh, fulitri'ii Þjóðfrelsisfylkingar Viet Cong, Le Duc Tho, sérlegur ráðunautur samninga- nefndar Hanoi-stjórnarinnar, og Xuan Thuy, formaður norður-vietnömsku samninganefndarinn- stæðan samningsaðila. Hinar raunverulegu viðræður geta ekki hafizt fyrr en að loknum við- ræðum um tilhögun ráðstefnunn ar: hlutverk það, sem sendi nefndirnar gegna, sætaskipan við samningaborð, hvernig sendi- nefndunum skuli stjórraað (eru þær tvær eða fjórar?) og ýmis smærri atriði. Samkomulag langt undan Ekki horfir vænlega um sam- komulag á friðarráðstefnunni. Thieu, forseti Suður-Vietnam, hefur tilkynnt, að fulltrúar Sa- igon-stjórnarinnar haldi ekki til Parísar tQ þess að komast að samkomulagi, heldur til að sýna góðan vilja sinn og sannreyna góðan vilja Hanoi-stjórnarinn- ar. Talsmaður Viet Cong í Par- ís lýsti því yfir, að Saigon-stjórn in væri ekki fulltrúi neins held- ur „þræll" bandarískra hús- bænda. En fréttaritari banda- ríska blaðsins Washington Post bendir á, að hvorki Norður-Viet nam né Viet Cong hafi dregið í efa forsendurnar fyrir þátttöku Saigon-stjórnarinnar í viðræðun um, enda sé ljóst að kommún- istar vildu fyrir hvern mun að Saigon-stjórnin tæki'þátt í við- ræðunum en sjálf vildi hún það ekki. N-VIETNAMAR ÞOLINMÓDIR Thieu hefur þráazt við vegna þess, að honum er ljóst að Par- ísarviðræðunum getur aðeins lyktað á þann veg, að dregið verður úr völdum stjórnar hans. Þess vegna hafa Norður-Viet- namar og Viet Cong sýnt mikla þolinmæði til þess að ná yfir- lýstu markmiði: að koma á lagg- flutning Bandaríkjamanna sem mest á langinn. Það var engin tilviljun, að Nguyen Cao Ky varaforseta, einum ósveigjan'leg asta leiðtoga Suður-Vietnam, var falið að hafa „eftirlit" með í Parísarviðræðunum, og munu báðir aðilar halda uppi miklum áróðri fyrir má'lstað sínum. Á meðan verður áfram barizt á víg vellinum, og þar verða úrslit- in ef til vill knúin fram þegar allt kemur til alls. Hinir bjart- sýnustu vona, að Norður-Viet- namar telji hagsmunum sínum bezt borgið með því að draga úr stríðsrekstrinum og fá þar með framgengt skjótum brottflutn- ingi bandaríska liðsins. Saigon- stjórnin vill draga brottflutning á langinn eða búa að minnsta kosti svo um hnútana, að sam- komulag í Parísarviðræðunum bindi ekki enda á tilvist henn- Heræfingar í Rúmeniu? TITO Júgóslavíuforseti kom á óvart með því að lýsa yfir því á blaðamannafundi á laugardag, að hann teldi landi sínu ekki stafa hætta af utanaðkomandi ár ás og að hann hefði tilkynnt bandarísku stjórninni, að engin þörf væri á aðstoð til að verja landið. Vitað er, að síðan Rúss- ar réðust inn í Tékkóslóvakíu hafa Júgóslavar gripið til víð- tækra ráðstafana til að efla varnarviðbúnað sinn og jafnvel farið þess óformlega á leit að Bandaríkjamenn veiti óbeina tryggingu fyrir aðstoð ef Rúss- ar ráðast á landið. Síðan hefur Tito margoft varað Rússa beint eða óbeint við því að ráðast inn í Júgóslavíu, seinast einum degi fyrir b'laðamannafundinn. í raun og veru fékk Tito trygg ingu fyrir aðstoð á ráðherraíundi NATO í Briissel fyrir skemmstu þegar Dean Rusk utanríkisráð- herra lýsti yfir því að Banda- ríkjamenn mundu ekki halda að sér höndum, ef Rússar gripu til íhlutunar í Austurríki, Júgóslav íu eða Rúmeníu. Nú hefur Tito reynt að draga úr þeim ugg, að Rússar kunni að láta til skarar skríða gegn Rúmenum, og lýst yfir því, að hann viti ekki til þess að Varsjárbandalagið muríi halda heræfingar í Rúmeníu í vor, en að sjálfsðgðu verði það gert, ef Rúmenar fallist á það, þar sem þeir séu aðilar að bandalaginu. Afstaða Bandaríkjamanna Stjórnniálafréttaritarar vilja þó ails ekki útiloka þann mögu leika, að heræfrhgarnar verði haldnar í Rúmeníu með þátttöku sovézkra hersveita, því að mönn um er enn í fersku minni hlið- stæð þróun fyrir innrásina í Tékkóslóvakíu í sumar, þegar Varsjárbandalagið efndi til um- fangsmikilla heræfinga í land- inu sjálfu og meðfram landa- mærum þess. Fréttir, sem virðast Tito marskálkur: aðvarar Rússa en haf nar bandarískri aðstoð. vera áreiðanlegar benda l'íka til þess, að á hermálafundi, sem haldinn var fyrir nokkrum dög um í Búkarest undir forsæti Jak ubovskys marskálks, yfirmanns herafla Varsjárbandalagsins, hafi verið ákveðið hvenær her- æfingarnar skuli fara fram, og telja flestir að það verði í vor eða snemma í suroar (sumir telja að það verði jafnvel fyrr). Þegar þrálátur orðrómur var á kreiki um yfirvofandi innrás Rússa í Rúmeníu í september, sá Johnson forseti ástæðu til að vara sovézka ráðamenn við af- leiðingunum, sem fylgja mundu í kjölfar slíkra aðgerða, og öðru hverju hefur þessi kvittur gosið upp aftur. Ceusescu, forseti Rúm eníu, hefur enn ítrekað, að Rúm- enar geti ekki fallizt á þá kenn- ingu, að sameiginlegir hagsmun- ir valdablakkar kommúnista verði að ganga fyrir hagsmun- um og þar með fullveldi hinna einstöku ríkja. Mikilvægt er tal ið, að það var júgós'lavneska fréttastofan Tanjug sem fyrst skýrði frá ræðunni, sem átti greinilega við ástandið í Tékkó- slóvakíu." Á ráðherrafundinum í Briiss- el lýsti Rusk síðan yfir því, að Framhald á bls. 23. Björgvin Kristjánsson, Bolungarvík: Svona skaltu vera, Kalli minn MIKIÐ hefur verið skrifað um kjördæmisráðstefnu Alþýðubanda lagsins á Vestfjörðum, sem hald in var 7. sept. s.l. Nú síðast 29/10 skrifar Karvél Pálmason í Morg- unblaðið, mér skils't það vera svar til Halldórs Ólafssonar á ísafirði. En á ísafirði er gefin út opna af blaði og er hún kölluð Vestfirðingur, opnunni er ritstýrt aif Halldóri þessum. Etoki veit ég hvað lesendur Morgunr>l. hafa skilið af þessuim skrifum Karvels, því varla er hægt að ætlast til að allir lesi kiomima-opnuna frá fsafirði. Svo vildi til, að ég var einn af þeim sem „eltu" KarveL eins og Halldór orðar það, í skriifuim sínum. Hann skrifar ófhróður um Karvel, ékki er mitt að svara Javí. En ég get ekki komizt hjá að taka eftir,. hve námfús Hall- dór er á vinnubrögð, því nú er þetta orðinn eldri maður. En það var einmitt uim þetta leyti sem við heyrðum það í fréttuim, að Rússar ásökuðu einn mikillhæfasta stiórnmálaimann Téktoa um samstarf við nasizta, sögðu að Ihann ætti þeiim líf sitt að launa. Maður, sem sat mörg ár í fangelsaim þeirra!!! Rússar báðu manninn afsök- unar síðar. FÉKK LÚBVÍK GÆSAHÚÖ? Nú hætti ég að gera að gaimni mínu. Ég veít ósköp vel, að Hall- dór var ekki að lœra þessi vinnu- brögð núna. Allskonair óhróður uon menn, og svik við þjóðir, er algengt orðið að bei'tt sé, af þeim stjórn- arvöldum, sem Halldór dáir. Sú aðferð var orðin margireynd af komimú'nistuim löngu áður en Ungverjar og Tékkar fundu fyrir henni. Útvarpsfréttir segja frá því, að Lúðvík Josiefsson vilji etoki for- mennsiku í Alþýðuibandalaginu, skyldi honum ekki vera bötnuð gæsahúðin, sem hanm fékk við innrás Rússa í Tékkóslóvakíu? Eða er hann hræddur við Sósia- lista veiruna, sem Allþbl. er búið að taka? Ekki sikyldi ég lá honum það. HALLDÓR DEILIR A KARVEL Halldóri finnst Karvel ebki að sínu skapi í hreppsnefnd Hóls- hrepps. Mér skilst þó, að það versta sem honum þykir að hon- ÍUm, sé að aðrir, sem í hreppsnefnd Hólshrepps eru, skuli geta unnið með honuim og hann með þeiim. Mér skilst helzt á þessum skrifum Halldórs, að ef Karvel sæktí ráð sín til hans, þá tnyndi hann segja: Þú átt að vera á móti öllu, sem þar kemur fraim, hvort sem það er gott eða slæmt, bara á rnóti, þá koma hiniir óánægðu til okkar, alltatf er nóg af þeim, og þá ertu kornimi, Kalli minn.! En Karvel er ekki kornmún- isti, og hefur aldrei verið, svo ekki er skrítið þótt Halldóri líki ekki hans háttalag. Ekki er maður þessi ánægður með veíkalýðsmálin í Bolungar- vk, eða stjórn Karvels á þeím, en þar er hann eikki einn á bati, því ég hef ekki hitt neinn, sem þakkað hefur, hvorki Karvel né nokkrum öðrum af þekn, sem hafa NENNT að sinna félagsmál- um. Þetta almenna áihugaleysi á fé- lag&máluim er meinsemd, sem Bolungarvik hefua- ekki farið varhluta af. Það er meinsemd, sem ofstækisfullir og frekir kormmúnistar hafa einmitt stór- grætt á. Það er rétt hjá Halldóri, að óánægju vaktí það hjá mör.g- uma, að ekki skyldi vera kosið hér í Bolungarvík síðast, þegar aknennt yar gengið til sveitar- stjórnarkösninga. Einn af þeim óánægðu var ég. En Halldór er Isfirðingur, og var því ekki á opnum hreppsnefndarfundi, sem haldinn var í Bolungarvík, þar sem þessar raddir komu fram, þar tók til miáls Ólafur Halldórs- son, og mælti hann með því að kosið yrði, en hóf mál sitt þó ,með því, að votta þeiim, sem i hreppsnefnd voru, sitt fyllsta traust, og það svo að oddvitinn, Jónatan Einarsson, stóð upp óg þakkaði Ólafi traustið, sem hann sýndi hreppsnefndinni, og kvað þá ekki vafa leika á hvaða lista Ólafur hefði kosið, ef kosn ingar hefðu farið fram. Svo það er ekki eins skrítið og Halldór vill meina, að Ólafur Halldórsson skyldi vera einn af þeim sem „el'bu" Karvel. SÓSÍALISKT LÝBRÆÐI Kommúnista ófreksjan heftii' sýnt á sér andlitið, nú með stuttu millibili, Ungverjaland og Tékkó slóvakia. Framhald á bls. 25

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.