Morgunblaðið - 05.12.1968, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 05.12.1968, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. DES. 1908 Aðdragandi og fsróun MIKLAR vonir eru bundn- ar við það, að senn geti hafi/.t í París raunhæfar samningaviðræður um frið í Vietam, en samkomulag hefur nú tekizt um, að all- ir deiluaðilar, þ-e. sendi- nefndir frá Suður-Vietam, Bandaríkjunum, Norður- Vietnam og Þjóðfrelsis- hreyfingunni svonefndu, stjórnmálaarmi Vietcong, taki þátt í viðræðunum. Engu að síður virðast ýms viðkvæm formsatriði óleyst enn, þannig að enn þá kann að líða einhver tími, áður en raunveruleg að friðarviðræður geti hafizt. Vonast er til, að fyrsti sameiginlegur fund- ur sendinefndanna verði á miðvikudaginn kemur. Hér á eftir verður rakin þróun þessara mála á þessu ári. Friðarviðræðurnar verða áreiðanlega mjög ofarlega á baugi í fréttum á næst- unni. Allir friðelskadi menn hljóta að óska þess, að þær beri árangur. Laugardaginn 31. marz sl. flutti Johnson Bandaríkjafor- seti tímamótaræðu, en með henni má senmileiga telja, að sá aðdragandi hafi haf izt, sem leitt hefur til sannnimgavið- ræðnanna í París nú. í ræðu sinni lýsti fortsetinn því yfir m.a., að hann myndi ekki gefa á sér kost til endurkjörs sem forseti. Þá sagði forsetinn, að loftárásir yrðu strax stöðvað- ar á NorðuT-Vietnam, nema á birgðaflutninga ands'tæðing amna í grenmd víð Mutilaua beltið og væri von sín, að þetta leiddi til tafarlausra samningaviðræðna. Kvaðöt Jöhnson hafa skipað þá Aver ell Harriman og Llewellyn Thompson sérlega fulltrúa sína með umboði til þess að byrja samningaviðræður, hvar og hvenær sem væri . Johnson kvaðst biðja og vona, að Hanoistjórmin tæki ræðu hans eins og hún væri flutt: sem einlægan og einarð legam friðarboðlskap. „Ég vona, að eitthvert kvöldið snúist fréttirnar ekki um nýja bardaga í því hrjáða landi, Suður-Víetnam, heldur um menn, sem seztir eru við samn ingaborð til að semja frið í Vietniami", sagði Johnson. Víðast hvar var ákvörðun Johrtsons fagnað og stjórn- málasérfræðingar viirtust á einu máli um, að Hanoistjórn in gerði sig seka um alvarleg afglöp, ef hún sinnti í emgu ræðu Johnsons. Hinn 4. apríl sl. igerðist svo það, að tilboð kom frá leið- togum Norður-Vietnam um að ræða við fulltrúa Banda- ríkjastjórnar um algara stöðv un loftárása á N-Vietnam, sem þá yrði undanfari að friðarviðræðum millli land- anna tveggja. YfMýsimg, sem fól í sér þetta tilboð, var les- in upp í Hanohrbvarpimu. Þar voru endurteknar fyrri ásak- anir á hendur bandaríislku stjórninni og sagt að tilboð Johnsons forseta uim verulega taikmörkun loftárása á N-Viet nam væru „fals" eitt, en engu að síður væri Hanoistjórnin fús til að ræða við Banda- ríkjamenn um algera stöðvun loftárása og þá fyrst gætu frið arsamningar hafizt. Eftir þetta stóð hins vegar í löngu istappi um stað fyrir hugsanlegar friðarviðræður. Stjórn N-Vietnam stakk upp á Phnom Penih í Kambodiu eða Varsjá í Póllandi, en bandaríka stjórnin vísaði þessum tillögum á bug, en stakk í þess stað upp á Nýju Delhi, Rangoon, Vientiane o.fl. stöðuim. UNDIRBÚNINGSVIÐRÆÐ- UR HEFJAST í PARÍS. Loks 3. maí sfl.. komust stjórnir N-Vietnaints ag Banda ríkjanna að samkomulagi um, að undirbúningsviðræður um frið í Vietnam skyldu haldn- ar í París. Tilkynnti Hanoi- stjórnin, að hún væri reiðu- búin að hefja viðræður þar 10. maí um „skiilyrðislausa stöðvuin loftárása á Norður- Vietnam og hvers konar hern- aðaraögerðir gegn landinu — og síðan önnur mál þar að lút andi, er varði hagsmuni beggja aðila". Skömmu síðar var skýrt frá samþykki Banda ríkjastjórnar u»m París sem fundarstað. Þá samþykkti stjórnin í Suður-Víetnam, að viðræðurnar færu fram í Par- ís. Fregn þessari var víðast tekið með mikill ánægju; U Thant, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðia'nina, sagði, að þetta væri bezta frétt, sem sér hefði borizt um árabil og stjórnir rí'kja Vestur-Evrópu ]étu í ljós ánægju og vonir Xuan Thuy, formaður sendinefndar Norður-Vietnam i friðar- viðræðunum í París, sést hér ásamt frú Nguyen Thi Búih, sem er formaður sendinefndar Þjóðfrel.sishreyfingarinnar í Suður-Vietnam, en það er pólitískur armur Vietcong. Mynd þessi var tekin við komu Nguyen Thi Binh til Parisar. Averell Harriman, formaður bandarísku sendi- nefndarinnar í friðarviðræð- unum í París. um, að jákvæður árangur myndi nást í viðræðunum. Ljóst var hins vagar, að frið- arsamningarnir kynniu að taka langan tíma. AðaiMulltrú- ar ríkjanna í þessum undirbún imgsviðræðum voru skipaðir þeir Avereli Harriman af hálfu Bandaríkjastjórnar og af hálifu Norður-Vietnam- stjórnar, Xuan Thuy, fyrrum utanríkilsráðherra og nýskip- aður ráðhema án stjórnardei'ld ar. Er samkomwlaig náðist um fundars'taðinn var náifcvæm- lega mánuður liðinn frá því að Hanoistjórnin svaraði já- kvætt tilboði því, er Banda- rí'kjaforseti hafði lagt fram 31. marz um friðarviðræður og taikmörkun loftár'ása á N- Vietnam, jafnframt því sem hann lýsti því yfir, að hann mynidi ekki verða í framboði í forseta'koningum þeim, sem fTamunda'n voru. Samningaviðræður fulltrúa Bandaríkjanna og Norður- Vietnam hófusit síðan 13. miaí. Þær byrjuðu þó ekki veL Báðir aðilar sökuðu hinn um ofbeldiststefnu og árásarað- gerðir í Vietnam og Harri- man sagði, að Hainoi-stjóm- in hefði ekki dregið úr hern- aðaraðgerðum sínuim þar í landi, þrátt fyrir ákvörðun Bandaríkjaforsetia um tak- mörkun loftárása ag biðu Bandaríkjamenn enm eftir því, að Norður-Vietnamar kæmu til móts við þá. Xuan Thuy sagði, að al- menningsálitið í heimimum og einnig innan Bandaríkjanna hefði fordæmt aðigerðir Lyndon B. Johnson Bandaríkjaforseti flytur ræðu sína 31. marz sl. þar sem hann tilkynnti stöðvun loftárása á Norður- Vietnam. Bandaríkjamainna í Vietnam og því hefði Johnson forseti séð Síg tiilneyddan að lofa stöðvun loftárásanna. Viðræðurnar komust þann- ig í sjálfheldu að nýju og hélzt isvo mónuðum saman. Norður-Vietnamar reyndu að knýja Johnson forseta til þess að gera emn frekari tilslak- anir í styrjöldinni og fyrir- skipa stöðvun allria árása á Norður-Vietnam, en Banda- ríkjastjórn Teyndi að fá Hanoi-stj'órnína til þess að koma fram með tilslakanir og takmarka liðsf'lutniniga til Suður-Vietnam. Þá settu Ba'ndiaríkiin það að skilyrði eninfremur, að bæði Vietcong og Saigon-istjórnin ættu aðild að umræðum um framtíð Suður-Vietnam, en á það vildi Hanoi-stjornin ekki faLl- ast. Þegar líða tók á okbóber- Nguyen Cao Ky, varaforseti Suður-Vietnams. Ahrifa hans mun gæta mikið í samningaviðræðunum. mánuð tóku vonir manna að glæðast um, að tekið væri að rofa tiil í aamniingaiviðræðun- um. Bardagar í Suður-Viet- nam tóku að réna og var það talið geta bemt til þess, að Norður-Vietnamar væru fús- ari til að draiga úr 'hernaðar- aðgerðum og skæruliðar lögðu megináherzlu á að treysta stjórn sína á þeim svæðum, sem þeir höfðu á sínu valdi, Þá benti margt til þess, að Saigon-stjórnin, sem verið hafði andvíg stöðvun loft- árása, væri ti'lleiðanlegri en áður til þess að ljá því máls, að Vietcong fengi a<5 taka þátt í Parísarviðræðunum. ÖLLUM ÁRÁSUM Á N-VIETNAM HÆTT Föstudaginin 1. nóvember sl. tilkynnti Johnison Banda- ríkjaforseti, að öllum loft- árásum á Norður-Vietnam yrði hætt frá og með kl. 13 sama dag (ísl. tími). Kvaðst forsetinn hafa tekið þessa ákvörðun í samráði við helztu sérfræðin'ga sína í hermálum og ríkisstjórnir allra þeirra landa, sem berðust við hlið Bandaríkianna í Vietnam í þeirri trú, að þessi ráðstöfun gæti stuðlað að friðsamlegri lausn Vietnamdei'lunnar. Sagði forsettinn, að Vietcong yrði einnig boðið að taka þátt í friðarviðræðunum, en þar með komust tilnaunirnar til þess að binda enda á styrj- öldina á nýjan grundvöll. Sagði forsetinn, að þegar hefði nokkur framför átt sér stað í samkomullagsátt og ýmislegt benti tiil þess, að Hanoi-stjórnin væri reiðubú- in til viðræðna um áþreifan- leg atriði. Tók forsetinn það fram, að öllum sprenigjuárás- um á Norður-Vietnam, loft- árásum, stórskotaárásum og árásum herskipa yrði hætt. Stjórn Suður-Vietnams lét hins vegar stvo ummælt, að ákvörðun Johnsons forseta um algera stöðvun loftárása hefði verið tekim einhliða. Var talið, að Nguyen Van Thieu forseti hefði allt fram á síðustu stund barizt með oddi og egg gegn því, að loft- árásirnar yrðu stöðvaðar. Lýsti Thieu því síðan yfir daginn eftir, að etjórnin í Saigon myndi ekki taka þátt í friðarviðræðunum í París, ef NLF, þ.e. Þjóðfrelsishreyfing in svonefnda, sem er pólitísk- ur armur Vietcong, fengi að senda fulltrúa til friðarvið- ræðnanna. Sama dag tilkynnti stjórn Norður-Vietnams, að hún myndi taka þátt í friðarvið- ræðum, þar aem fulltrúar Saigonstjórnarinnar og NLF ættu fulltrúa. í tilkynnkugu Hanoi-stjórnarin'nar var hins vegar engin dul dregin á það, að Norður-Vietnam vildi halda áfram baráttunni, unz unninn væri endanlegur sig- ur. Frú Nguyen Thi Binh, for- maður sendinefhdar Þjóð- frelsishreyfingarinnar í frið- arviðræðunum kom siðain til Parísar 4. nóvemiber sl., en stjórn Suður-Vietnam sat enn Frunbald á bla. 19

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.