Morgunblaðið - 07.12.1968, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 07.12.1968, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. DES. 1968 11 Nýju húsgögnin í veitingasölu m Borgarinnar. Ný húsgögn í veitinga sali Hótel Borgar NÚ ERU hartnær fjórir áratugir frá því aS Hótel Borg tók til starfa. Á þessum tima hefur að sjálfsögðu margt breytzt, þannig að þurft hefur að betrumbæta og endurnýja hótelið á margan hátt. Undanfarið hafa núverandi eigendur unnið að því Iið fyrir lið, og má heita að nú sé farið að sjá fyrir endann á því verki. Sama er að segja um veitinga- salina, en á þeim hafa orðið miklar endurbætur í seinni tíð. Nýjasta og veigamesta breyt- ingin varð nú í vikunni, er ný húsgögn voru fengin í alla veit- ingasalina, sem breyta útliti sal- anna mjög. Eru þetta bólstruð húsgögn af vönduðustu gerð, yfirdekkt með frönsku „goblin‘‘- ofnu áklæðL Þess má geta, að í síðasta mán uði var ráðin ný hljómsveit til að leika í danssölum Hótel Borg ar. Er það hljómsveit Ólafs Gauks ásamt Svanhildi. Hefur verið góð og mikil aðsókn að Borginni frá því hin nýja hljóm sveit tók að leika þar fyrir dansi. Kammerkórinn á æfingu Kammerkórinn í Háteigskirkju KAMMERKÓRINN og Musica da Camera halda jólatónleika sína í Háteigskirkju dagana 8. og 10. desember kl. 8.30. Aðgöngu- miðar fást við innganginn og hjá söngfólki. Stjómandi kórsins er Ruth Magnússon. Kammerkórinn kom fyrst fram á Norrænu tónlistarhátíðinni, í september 1967. Síðan hélt hann tónleika í Háteigskirkju í fyrra, ásamt Liljukómum og Musica da Camera. Hann hefur tvisvar komið fram í sjnóvarpi og nokkmm sinnum í útvarpi, og flutt alls um 100 tónverk, innlend og er- lend. Kórinn samanstendur af áhuga fólki, sem vill syngja sjálfu sér til ánægju og að eigin sögn, helzt fleirum. í Musica da Camera, eru þeir Jósep Magnússon, Gísli Magnús- son, Þorvaldur Steingrímsson og Pétur Þorvaldsson. I kórnum em átján manns. Á dagskránni verða kórlög, kammerlög og jólasöngvar eftir erlenda höfunda. Elisha Kahn leikur með kómum á píanó. Musica da Camera fiytja tríó- sónötu í c-moll eftir J. J. Quantz og sónötu í a-moll eftir Handel. Einsöng fljrtja Guðrún Tómasdóttir og Ruth Magnússon. HELLU - RANGÁRVÖLLUM Söluþjónusta — Vöruafgreiðsla ÆGISGÖTU 7. — Símar 21915—21195. Tvöfalt einangrunargler framleitt úr úrvals vestur- þýzku gleri. — Framleiðsluábyrgð. LEITIÐ TILBOÐA — Eflið íslenzkan iðnað. — Það eru viðurkenndir þjóðar- hagsmunir. Myndlist um landið — Sýning í Borgarnesi nú stendur yfir. Allar myndir á sýningunni em til sölu og hafa ruokkrar myndir selzt. EINS og áður hefur komið fram er það ætlun forráðamanna GALERIEs 96 að kynina mynd- list, einnig ut»n Reykjavíkur. Um næstu helgi verður ophuð málverkasýning í Hótel Borgar- ness á vegum GALERIEs 96. Sýn ingin verður opnuð á föstudag, en lýkur á sunnudagskvöld. Meðal þeirra listamanna, sem eiga verk á þeirri sýningu em: Jón Engilberts, Kjartan Guðjóns son, Eiríkuir Smith, Bragi Ás- geirsson, Veturliði Gunnarsson, Ágúst F. Petersen, Benedikt Gunnarsson, Gunnar S. Magnús- son, Einár Hákonarson o.fl. Eftir áramót roun CALKRIE 96 standa fyrir sýningum víðar um land, ekki er enn að fullu ákveðið hvar næ9ta sýning verð uí haldin. Myndlistarsalurinn GALERIE 96 að Laugavegi 96, Reykjavík hefur nú verið opin í 10 daga. Hefur verið mjög góð aðsófcn að sýningu þeirri á verkum ís- lenzkra myndlistarmanna sem Jolnfundur Vorboðons Sjálfstæðiskvennafélagið Vorboði, Hafnarfirði, heldur jóiafund í Sjálfstæðishúsinu, sunnudaginn 8. desember kl. 20.00. Fundarefni: Sýnikennsla, skemmtiatriði, jólahappdrætti, kaffiveitingar. Allar Sjálfstæðiskonur velkomnar. STJÓRNIN. VERZLUNARFÚLK ATHUGIÐ Yfirvinnugreiðslu í desember Samkvæmt kjarasamningi Verzlunarmannafélags Reykjavíkur við vinnuveitendur ber að greiða alla vinnu sem fer fram yfir dagvinnutíma með eftir- nætur- og helgidagakaupi. Hjá afgreiðslufólki í öllum verzlunum nema söluturnum greiðist eftirvinna frá kl. 18 til 20, nema föstudaga frá kl. 19—20. Næturvinna greiðist frá kl. 20. Hclgidagavinna greiðist frá kl. 12 á hádegi alla laugardaga. Ef vinna hefst fyrr en kl. 9 að morgni, hefst yfirvinna þeim mun fyrr. Geymið auglýsinguna. Verzlunarmannafélag Reykjav'ikur J0N HELGAS0N VERISLANDS • • BORN JÓN HELGASON hefur nú á nýjan lefk tek- ið upp þráðinn, þar sem fyrr var frá horfið, er lauk útgáfu á ritinu fslenzkt mannlif fyrir sex árum. Birtist hér fyrsta bindi nýs rit- verks, sem höfundur hefur gefið nafnið Vér íslands böm og fiytur efni af sama toga og fslenzkt mannlíf: listrænar frásagnir af íslenzkum örlögum gg eftirminnilegum at- burðum, sem reistar eru á traustum, sögu- legum grunni og ítarlegri könnun margvís- legra heimilda. Jón Helgason sameinar á fágætan hátt listræn tök á viðfangsefni sfnu og visindaleg vinnubrögð I öflun og með- ferð heimilda. Hann „fer iistamannshöndum um efni sitt, byggir eins og listamaður af þeim efnivið, sem hann dregur saman sem vfsindamaður," eins og dr. Kristján Eldjárn komst að orði í ritdómi um íslenzkt mannlff.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.