Morgunblaðið - 07.12.1968, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 07.12.1968, Blaðsíða 13
MORGUNBLADIÐ, LAUGARDAGUR 7. DES. 1968 13 Ævintýri í óbyggöum Indriði Úlfsson. Leyniskjalið. Saga um tápmikla drengi. Skjaldborg sf. Akureyri, 1968. ÞESSA bók leggur eniginn dreng- ur frá sér, fyrr en lestrinuim er lokið. Samt hefst sagan í mjög hversdagslegu umífoverfi; sögu- hetjan sefur. En klukkan á nátt- borðinu vekur drenginn ekki aðeins til að ilýta sér í vorprófið, heldur einndg til að leika aðal- blutverk í óvæntri, og hraðri atburðanás, fyrst heima í þorp- inu, síðan uppi í óbyggðuim, þar sem drengurinn er í vegavinnu um sumarið. Einmitt þennan sama skóladag gerist atvik, sem feilir ljótan grun á drenginn. Hann veit að vísu, að þeir, sem þekkja hann bezt, treysta náð- vendni hans afdráttarlaust, en hann veit lika um gruTi og I umtal hinn. Það veldur honium sársauka. ' í sumardýrð öræfanna uppi undir IMaskarði gleymast þessi' leiðindi, og vegna skarpskyggni sinnar og snarræðis varðandi skriðuna hefst Broddi raunar, hátt yfir lágkúrutegan þjófnaðar-} grun. En hver er þá hdrmi seki? . Hvernig hvarf penKgafveski I Kalia á krákunni? í sögulegri veiðiför komast Broddi og Daði vinur hans á sporið að stærra rnáli. Þeir geta að vísu ekki áttað sig á leyni- skjalinu, sem þeir finna í veiði- kofanum, en það vekur hjá þeim ævintýraþrá og rannsoknareðii leynilögreglumannsins. Og nú gerist atburðarásin afanhröð og æsileg. Ýtunni hans Lása hefir verið ekið í fen, svo að aldir verða að yfirgefa vinnuibúðirnar um hánótt til að bjarga henni, Morguninn eftir eru peningarnir, sem áttu að ganga til að greiða verkamönnunum kaup, horfnár úr harðlæstum peningskápnuim, nótt til að leita hellisins, þar og drengirnir laumast burt uim sem þeir telja þjófana hafa falið þýfið. Þeir sýna mikla dirfsku, en iþjófarnir reynast slaegir og ófyrirleitnir. Drengirnir ginnast inn í hellinn og grípa þar í tómt, en þjófarnir velta steini fyrir munnann og loka rannsóknar- mennina inni. Ég má ekki spilla ánsegju ungra lesenda með bví að rekja efnið nánar. Höfundi hefir tek- izt að lýsa með fáum dróttum aðalpersónum sögunnar, verk- stjóranum afa, Lása á ýtunnd, Maríu ráðskonu, sem aðeins einn fær að lokum að kyssa á nef- broddinn, og svo Daða halta, sem veröur vinur Brodda og þátt- takandi í ævintýrum hans. Sagan er um börn og ætluð börnum. Þeim mun þykja hún s"kemmtileg. Fullorðnuim kann að finnast tilviljunin smella furðu þægilega inn í hina æs- andi atburðarás, t. d. hve auð- velt drengjunum veitist að finna járnfleinastigann, sem liggiur niður að heHinuim, en enginn í sveitinni virðist haía vitað um, hvorki hellinn né stigann. En STOna gengur það í skemmtileg- um sögum og jafnvel stunduwi í lífinu sjáLfu. Höfundi er létt um fnásögn og mál hans lipurt víðast hvar. Ef hann vill að full- orðnir hlusti um lei^, þegar hann segir börnum sögurnar sínar, þarf hann að temja sér sparsemi á notkun tiiviljunar, ef eðJilegt samlhengi atburðanna nœgir eitt sem fraimvinduafl sögunnar. Prófarkalestur mætti vera betri, en stafvillur eru samt ekki verri en svo, að auðvelt er að lesa í málið. Lögreglustjórinn nefnir Brodda Bjarnason, en mér skiLst að faðir hans heiti Björn. Á bls. 18 hefir óskilalína slæðzt inn. Það væri sparðatíningur aö minnast á fleira. Bókin er ágæt- lega prentuð, á góðan pappír og í snotru bandi. Myndir Bjarna Jónssonar eru sönn bókarprýði og gera aldt sögu siviðið ásýnilegt. Ég held, að mörgum dreng muni þykja Leyniskjalið skerrwntileg lesning. Matthías Jónasson. Nýr bíll Fiat 125 Berlina, módel 1968 er til sölu af sérstökum ástæðum. Dimmrauður, glæsilegur bíll, 100 hestöfl, 4ra dyra. Gangur af snjódekkjum fylgir. Gott verð og greiðshiskilmálar. Upplýsingar í síma 8-26-05 kl. 1—3. Jólabasar verður haldinn í Barnaskóla aðventista, Ingólfs- stræti 19, sunnudaginn 8. desember kl. 2 e.h. Alls konar munir til jólagjafa; bækur, jólakort, kökur, Komið og gerið góð kaup. Allur ágóði rennur í barnaskólasjóð. Basarnefndin. Opeleigendur athugið, Ný varahlulaverzlun OpelbÚðÍn SÍ. Nýbýlavegi 10 -- Sími 42325 býður yður þjónustu sína. Opelverkslæðið iM..r m-M+ á sama stað býður fullkomna viðgerðaþjónustu. Þorsteinsson. Snorri FERÐIN FRA Sigfússon llT>lH"KnKTT minningar 4w VEUUM iSLENZKT , . ¦. ¦:¦¦¦ .¦ ¦¦ SltOIIÍ SiCffcÍ4<lOH FERÐIN FRX BREKKU Endurminningar höfundar frá æsku- og uppvaxtar- árum, námsárum heima og erlendis og fyrstu starfs- árum. Breið og litrík frásögn, iðandi af fjölbreyti- legu mannlífi, þar sem m. a. koma við sðgu margir þjóðkunnir menn. Höfundur þessarar bókar er löngu þjóðkunnur sem forustumaður í uppeldis- og skólamálum og af ýmsum öðrum stðrfum (félags- og athafnalífi, mik- ilsmetinn skóiastjóri um langt skeið, síðan náms- stjóri og loks frumkvöðull og fyrsti stjórnandi spari- fjársöfnunar skólabarna. Það er bjart yfir þessari bók, eins og höfundinum sjálfum. Og hinum ótalmörgu vinum hans og góð- kunningjum um land allt mun án efa verða það óblandin ánægja að eiga þess nú kost að verða förunautar hans f ferðinni frá Brekku, sem orðin er löng og giftudrjúg. IÐUNN Skeggjagötu 1 símar 12923, 19156 3/a og 4ra herbergja íbúðir í Breiðholtshverfi Höfum til sölu 2ja, 3ja og 4ra herb. íbúðir, sem seljast tilbúnar undir tréverk og málningu og sameign að mestu frá- gengin. í sumum tilfellum er hægt að f á íbúðirnar fokheldar með tvöföldu gleri og miðstöðvarlögn, og sameign að mestu frágenginni. íbúðarstærðin er frá 60 — 108 ferm. Verð á íbúðunum tilbúnum undir tréverk og málningu frá 550 — 850 þús. Verð á íbúðunum, fokheldum með tvöföldu gleri og miðstöðvarlögn og sameign frágengin, frá kr. 500—750 þús. íbúðirnar verða tilbúnar í júní og september 1969. Beðið eftir öllu húsnæðismálaláninu og er miðað við að greiða 100 þús. við samning og aðrar greiðslur samkomulag. Teikningar liggja fyrir á skrifstofu vorri. TRYGGINGAR OG FASTEIGNIR Ooið tíl kl. 5 í daQ Austurstræti 10 A 5. hæð. r ,.,•-•, ~. Sími 24850 — Kvöldsími 37272.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.