Morgunblaðið - 07.12.1968, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 07.12.1968, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐHO, LAUGARDAGUR 7. DES. 1968 "Últglediandi H.f. Arváfcur, iReykjawiíe. Franafcvæmdaatjóri Haraldur Sveinsson. Œtitsfcjóraí Sigurour Bjarniason: ití& Viguir. Matitihías Joihannesslen. Eyjólfur Konráð Jónssoo. BiMjórnarfullteúi Þorbjöm Guðtaundssoib Fréttætjóri Björn JöhannsHHJ. Augiýsiihgiafsifcjöri AÖmá'Garðar. Krisfcinssoin. Rttstjórn ©g aígr'eiðsla Aoalstræti 6. Sími 1'0-100. Auglýsingair Aðiaflsfcæ'fci 6. Sími 22-4-tH>. Asfcriiftargjald fcr. 130.00 á mánuði innantands. í lausasjölií kr. 10.00 eintabið. EFLING IÐNAÐAR í Tndanf arið hef ur mikið ver- *-* ið rætt um stóriðju og eflingu iðnaðar hér á landi. Forystumenn iðnaðar hafa marglýst því yfir að aðgerðir ríkisstjórnarinnar hafi treyst samkeppnisaðstöðu íslenzks iðnaðar og er þess að vænta að gróska færist í hann á næstu mánuðum. Á sama tíma og hlutur sjáv arútvegsins hefur verið rétt- ur og hlúð er að iðnaði, bein- ist hugurinn enn einu sinni að stóriðju og framtíðarþróun í þeim efnum hér á landi. Fiestir virðast nú orðið sam- mála um mikilvægi álbræðsl- unnar og Búrfellsvirkjunar fyrir íslenzkt atvinnulíf og þarf ekki um það mál að ræða. Ungur vísindamaður, dr. Vilhjálmur Lúðvíksson, hélt nýlega fyrirlestur um stór- iðjuframkvæmdir og þá eink- um sjóefnavinnslu. Hann hef- ur í ágætri grein hér í blað- inu fyrir nokkru bent á nauð- syn þess að flýta rannsóknum í sambandi við nýtingu orku- linda okkar, eins og kostur er, því að svo stórstígar fram- farir hafa orðið í beizlun kjarnorku til raforkufram- leiðslu, en kjarnorkan mun í framtíðinni verða skeinuhætt ur keppinautur þeirrar orku, sem við höfum yfir að ráða. í fyrirlestri þessum benti hinn ungi vísindamaður t.d. á, að ef rannsóknir leiði í ijós að hagkvæmt muni að nýta möguleikana á Reykjanesi til sjóefnavinnslu, mætti, svo að dæmi sé tekið, með um 170 þús kílóvatta aflstöð fram- leiða útflutningsverðmæti, sem gætu numið allt að 70 milljónum dollara á ári. Þess- ar útflutningsvörur yrðu unn ar í saltverksmiðju, magnesí- umverksmiðju, klór- og víti- sótaverksmiðju og pvc.-plast- verksmiðju. Til samanburðar má geta þess, að útflutnings- verðmæti íslendinga á sl. ári námu 4.300 millj. króna á þá- verandi gengi og í álverk- smiðjunni mun þurfa 60 þús. kílówatta afl til að framleiða útflutningsverðmæti að upp- hæð 15 milj. dollara, en í slíkri verksmiðju vinna um 300 manns. Lauslega áætlað mundi sjóefnaverksmiðjusamsteypa eins og sú, sem að framan getur, kosta milli 80—90 milljónir dollara og ætti hún, ef allt gengi vel, að borga sig á tiltölulega skömmum tíma. í slíkum verksmiðjum mundu vinna um 900 manns- Það er að vísu ekki stór hópur og mundi engan veginn geta tekið við nema örlitlu broti af þeirri fólksfjöldaaukningu, sem búast má við hér á landij en hins vegar getur fram- leiðsla slíkra verksmiðja orð- ið undirstaða almenns efnaiðn aðar í landinu, sem gæti haft verulega þýðingu í atvinnu- lífi okkar, bæði í sambandi við smáiðnað og stóriðju. Stóriðjuframkvæmdir hafa tilhneigingu til að hlaða utan á sig og opna nýjar leiðir, sem ekki blöstu við áður. Norð- menn byggðu sinn iðnað fyrir hálfri öld á því forskoti, sem þeir höfðu í vatnsaflinu, en nú eru þeir farnir að fram- leiða ammoníakáburð úr vetni, sem framleitt er úr jarðolíu í stað rafklofningar á vatni, og þurfa því ekki lengur að nota það forskot, sem ódýr raforka veitti þeim í byrjun. Ef við vinnum að því nu þegar að leggja sterkar undirstöður undir stóriðju okkar í framtíðinni, ætti einn ig að blasa við okkur svipuð framtíðarsýn og forystumenn Norðmanna höfðu að leiðar- Ijósi á sínum tíma. Auðvitað verðum við að fara að þessu máli öllu með fullri gát og nauðsynlegt er að leggja mikla áherzlu á að undirbúningsrannsóknir verði sem beztar og horfzt verði í augu við alla erfiðleika, þann ig að við rösum ekki um ráð fram. En ekki mega erfið- leikarnir heldur verða til þess að draga úr okkur kjark. Við fyrstu sýn virðast t.d. mögu- leikar á því að unnt væri að flytja út salt til Norðurlanda, því að þau flytja inn mikið saltmagn, Svíar einir 800— 900 þús. tonn á ári, og ættum við að geta orðið samkeppnis- færir á því sviði. Með verk- smiðjusamsteypu eins og að framan greinir, mundum við að öllum líkindum framleiða um 25 þús. tonn af kalíi á ári, og er það ekki mikið magn, t.d. aðeins brot af því sem Norðurlöndin flytja inn ár- lega af þessu efni til áburðar. Þannig er ástæða til að láta fara fram ítarlegar rannsókn- ir á sjóefnavinnslu hér á landí. Hér ætti að geta risið upp fjölþætt stóriðja og efna- iðnaður, sem gæti komið á nauðsynlegu jafnvægi í at- vinnulífi okkar. Að því verð- ur að stefna með varúð — en þó ákveðni. Enda þótt sjávarútvegurinn sé undirstöðuatvinnuvegur okkar, verðum við einnig að horfa til annarra átta. Einn af fremstu fiskifræðingum okk- ar hefur bent á að sóknin í fiskistofna á íslandsmiðum Sarvig fékk Ijóðskáldaverðlaun DANSKA ljóðskáldið, Ole Sar vig, fékfc nýlega dönsku ljóð- skáldaverðlaunin. Það er menntamálaráðuneytið sem veitir þau samkvæmt tillögu Rithöfundasambandsins. Verð launin nema nú fimm þúsund dönskum krónum. í greinar- gerð segir, að Sarvig fái verð- launin vegna frumlegra og frjórra viðhorfa til vandamála nútímans, sem endurspeglast í kveðskap hans. Sarvig flutti stutt ávarp eftir að hann hafði tekið við verðlaununum og sagði meðal annars: „Fyrir tuttugu og fimm ár- um vor.um við þrír rithöfund- ar spurðir að því í útvarpsvið- tali, hver væri afstaða okkar til skáldskapar. Ég man, að einn sagði: Skáldskapur er dáð. Annar sagði: skáldskapur er fegurð og sá þriðji — og það var ég, sagði: Skáldskap- ur er veru'leikinn. Ég hef stað- ið við þessa skoðun siðan qg ekki hvikað frá henni. . Jackie vinsæfust með Dönum SKOÐANAKÖNNUN, sem dansba vikublaðið Hjemmet hefur látið framkvæma leiðir þau sannindi í ljós, að Jacqu- eline Onassis þykir sú kona sem hvað mest ástæða er til að dá og virða. Eiginmaður hennar Johns sálugi Kennedy reyndist, að mati danskra, „mest spennandi karlmaður aldarinnar." Meðal annarra sem mikilla vinsælda njóta eru þeir Churc hill, Nielg Bohr, Aibert Schweitser, Robert Kennedy, Martin Luther King, Ein- stein, Dirch Passer, Danny Kay og Preben Uglebjarg. Af þessum eru aðeins tveir enn á lífi, þeir Dirch Passer og Danny Kaye. í kvennahópnum voru þess- ar vinsælastar næst á eftir Jackie, Clara Pontoppidan, Helen Keller, Madame Curle, Sofia Loren, Bodil Koök, Lis Möller, Karen Blixen, Jose- fine Baker, Marylyn Monroe, Margrét danaprinsessa, Anna megi varla meiri vera, og yfir leitt megi ekki búast við að sóknaraukning í íslenzka fiskistofna hafi í för með sér aukinn afla. Við verðum því á næstu árum að beina sjón- um okkar að nýjum miðum, nýjum viðfangsefnum- AÐ HIKA ER SÁMA OG TAPA Við stöndum á tímamótum- Við höfum hafizt handa um stóriðju hér á landi, ekki verður aftur snúið. En nú þýðir ekki að hika. Orkulind- ir okkar verður að nýta á mjög skömmum tíma. Raf- orkuverð frá kjarnorkuver- um fer sífellt lækkandi og Jackie vinsælust kv«nna með Ðönum. María Grikkjadrottning, Greta Garbo og Marlene Dit- rich. þau munu senn uppfylla þær vonir, sem við þau voru bundnar að þessu leyti fyrir 20 árum, þegar beizlim kjarn- orkunnar hófst. Vísindamenn eru að leysa vandamál í sam- bandi við notkun hennar til friðsamlegra þarfa, og hafa þeir bent á, að eftir 10—15 ár verður verð á raforku, fram- leiddri í kjarnorkuverum, orðið það sama eða jafnvel lægra en raforkuverð vatns- fallsvirkjana okkar við beztu aðstæður. Við þurfum ekki að fara í grafgötur um, að reistar verða kjarnorkurafstöðvar sem næst sjálfum markaðs- svæðunum, þegar sá tími kem ur. Þá verður samkeppnisað- staða okkar langt frá því sú sama og hún er nú — og for- skotið sem við höfum, að engu orðið. Þá var einnig kallað hverja Danir teldu meirkustu og slyngustu stjórnmálamenn sína og í þeim hóp var aðeins ein kona, Lis Möller Bauns- gaard, forsætisráðherra, var þar efstur á blaði, síðan komu þeir Poul Möller, Aksel Lar- sen, H. C. Hansen, Per Hækk erup og Jens Otto Krag. Astsælastur rithöfunda reyndist vera H. C. Andersen, númer tvö Selma Lagerlöf og síðan koma Morten Korch, Karen Blixen, Kaj Munk og Klaus Rifbjerg. Þá var að því spurt hvert menn gætu helzt hugsað sér að flytja ef þeir þyrtftu að yf- irgefa Danmörku. Þá kemur í ljós að Svíahatrið stendur ekki eins djúpum rótum og búizt var við, þar sem lang- flestir kusu Svíþjóð, síðan kom Noregur, England og þá Sviss. Enginn aðspurðra kvaðst hafia áhuga á að búa í Austur-Evrópuríki. Helveg Petersen, menntamálaráðherra afhenti Ole Sarivig verðlaunin. J í umræðum okkar um upp- byggingu iðnaðar hér á landi megum við ekki missa sjónar á þessum staðreyndum. Að hika er sama og tapa. Það er skylda okkar að leggja fram fé til undirbúningsrannsókna og búa svo að vísindamönn- um okkar að þeir geti unnið störf sín eins og bezt verður á kosið. Þekking þeirra er dýr mætur varasjóður. Við eigum að nota hann. Með því getum við bezt skilað landinu í hend ur þeirra kynslóða, sem eiga að erfa það, byggja og hlú að því. Við eigum að leggja grundvöll að öruggari hag- vexti í framtíðinni með því að nýta orkulindirnar, áður en þær verða ósamkeppnis- hæfar sem undirstaða að orku frekum iðnaði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.