Morgunblaðið - 07.12.1968, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 07.12.1968, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐH), LAUGAHDAGUK 7. DES. 1068 SVEINN KRISTINSSON SKRIFAR UM: KVIKMYNDIR Hafnarbíó Hér var hamingja mín. (I was Happy Here) Ensk mynd LeikstjÓTi: Desmond Davis Þetta er afar hugþekk og á- hrifamikil kvikmynd, þótt efnis- þráður hennar sé ekki margbrot inn. Hann fjallar í sem stytztu máli um írska stúlku, sem bregð ur sér til London í tilbreyting- ar skyni, en skilur umnusta siinn eftir heima. í London kynn- ist hún ungum lækni, sem sæk- ist mjög eftir ást hennar, og þar sem hinn írski unnustu hennar hefur látið undir höfuð leggjast að koma á eftir henni til London, svo aem ráðgert hafði verið, þá fer svo að lokum að hún gift- ist lækninum. — Lítil hamingja fylgir þó þeirri giftingu. Læknirinn er kald- lyndur og hrokafullur og tekur miðlungi mikið tillit til konu sinnar. Hún missir barn sitt ó- fullburða, og verður það ásamt fleiru til þess að minma hana á „hvar hamingja hennar var". — Á jólum verður þeim hjónum al- varlega sundurorða, og spyr læknir hana spotzkur, hvers vegna hún hverfi ekki heim í dá- semdirnar á írlandi. Konan tek ur hann á orðinu, hleypur út og léttir ekki för sinni, fyrr en hún kemur til heimabæjar síns á frlandi. Hún hittir fyrrverandi unnusta sinn og hefja þau leiki upp á gamlan kunningsskap, við sendna ströndina. Hún gælir við þá sjálfsblekkingu, að allt sé sem áður þeirra í millum, var þetta ekki sama ströndin, sömu sandhólmarnir, allt hið ytra um- hverfi sem áður var? Já, meira að segja kráreigandinn, hann Hogan gamli kunningi þeirra, hafði ekkert breytzt. En leit hennar að liðinni æfi er dæmd til að mistakast. Fyrr- verandi unnusti hennar var nefnilega venjuleg mannleg vera en ekki draumaprins á blárri strönd, bíðandi endalaust eftir týndri ástmey sinni ... f mynd- arlok horfir unga stúlkan út á sjóinn, sem féll af órjúfandi tryggð upp að hinni sendnu strönd. Hún hafði brotið allar brýr að baki sér, og þegar Ho- gan gamli býður henni að hvíla sig á fornfálega, en vina- 'lega hótelinu hans, þá biður hún uim stundarfrest, til að mega enn um hríð njóta útsýnis yfir hið fagra landslag, þar sem ham ingjudraumar æsku hennar fæddust. Sérkennilegri tækni er beitt við gerð þessarar myndar, og má með nokkrum sanmi segja, að söguþræðirnir séu að formi til tveir, svo mjög beitir höfundur „flash back" kvikmyndun. Hin- ar tíðu „skiptingar" milli fortíð ar og nútíðar eru listilega svið- settar og áhrifamiklar. Unga stúlkan er komin aftur til írlands, er myndin hefst og rek ur þar þau ár, sem hún dvaldi í London. Atburðarásin er rakin fremur hægt og kvikmyndavél- inni leyft að dvelja við hluti, sem virðast ekki beinlínis koma efninu við. Hins vegar vekja þeir ákveðin hughrif, sem falla vel að heildarsvip myndarinnar, en hann einkennist af róman- tízkum þokka og angurværð, þó án óþarfa væmni. — Hinar fögru landslagssenur búa yfir nánast ljóðrænum töfrum og falla þann ig vel að öðrum uppbyggingar- þáttum myndarinnar. — Er ástæða til að mæla sérstak- lega með kvikmynd þessari. S. K. ÖLAFUR SIGURÐSSON SKRIFAR UM: KVIKMYNDIR Tónabíó Hnefafylli af dollurum (A fistful of dollars) Þessi mynd er um marga hluti sérstök og kemur manni mjög skemmtilega á óvart. Sérstaklega kemur hún þeim á óvart, sem sáu sýnishorn úr henni, sem gaf greinilega til kynna að um væri að ræða óvenjulega andstyggi- lega kvikmynd, fulla af blóði og misþyrmingum. OPEÐ I DAG TIL KLUKKAN 16 AXMINSTER Grensásvegi 8 — Sími 30676. ANNAÐ EKKI uMmamMMmmmMMmMMmMmMMmsm argus auglýsingastofa A\ lílIKn^lK Lifandi saga liðinna atburða /VlvJlI I ICII í máli og myndum. ÖLDIN SAUTJANDA árin 1601-1700 ÖLDINÁTJÁNDA III árín 1701-1800 ÖLDIN SEM LEID III árin 1801-1900 ÖLDIN OKKAR III árin 1901-1950 Alls 7 bindi. „Aldirnar" eru tvímælalaust vinsælasta ritverk, sem út hefur komið á íslenzku, jafncftirsótt af kon- um sem körlum, ungum sem öldnum. Þær eru nú orðnar sjö bindi, og gera skil sögu vorri í samfleytt 350 ár í hinu lífræna formi nútíma fréttablaðs. Samanlögð stærð bókanna samsvarar nálega 4000 venjulegum bókarsíðum. Myndir eru hátt í 2000 að tölu, og er hér um að ræða einstætt og mjög fjölbreytt safn ftlenzkra mynda. Eignist „Aldirnar" allar, gætið þess að yður vanti ekki einstök bindi verksins, sem er alls sjö bindi. Verðið er hagstætt nú, en senn líður að nýjum endurprentunum einstakra binda og hækkar þá verðið. MJÖG HAGSTÆÐIR AFBORGUNARSKILMÁLAR IÐUNN Skeggjagötu 1 símar 12923, 19156 mmMMMMMMMmmmmMMMMMMMMm Það er að vísu rétt, að hún er full af blóði og manndrápum, en það er ekki það sem einkenn- ir myndina. Hún einkennist miklu fremur af skarpri kímni og mjög sterkum stíl leikstjór- ans, sem minnir helst á gömlu „cowboy" myndirnar frá Holly- wood, með hetjum eins og John Wayne og Cary Cooper. Ekki er myndin þó kópía af þessum myndum, enda verka þær mjög barnalega á nútíma- mann. Eftir Shane og High Noon hafa cowboy myndir ekki orðið þær sömu. Sagan segir frá ókunna mann- inum, sem kemur ríðandi inn í mexikanskt þorp, þar sem ríkir vopnaður friður milli manna Rojo fjölskyldunnar og Baxter fjölskyldunnar, sem búa sín í hvorum enda á þorpinu. Clint Eastwood sezt aS í hótelinu í miðju þorpinu og byrjar aS ota þeim hvorum á móti öðrum, með alls kyns brögðum, til þesB að verða sá eini sem eitthvað græð- ir. í leiðinni gerir hann svo góð- verk. Þess má geta ,að eikíki eru hetj- ur hvítþvegnar og banditbar ó- lýsanlega illir. Bandittar eru að vísu ólýsanlega illir, en svolít- ið vantar á gæði góðu mann- anna. Clint Eastwood gerir að vísu góðverk, með því að sam- eina sundraða fjölskyldu, en honum er sama þó að nokkrir menn týni lífinu, ef hann græð ir á því. Annar góður maður í myndinni er líkkistusmiðurinn, sem hefur nóg að gera. í hvert sinn, sem einhver er drepinn, sem er með mjög stuttu millibili, núir hann hendur sínar og hopp ar af kæti. Mynd þessi er ein sú fyrsta af nýjum iðnaði innan kvik- myndanna aem eru cowboy- myndir framleiddar á ftalíu. Er það nú orðinn mjög stór iðnað- ur og almennt lélegur. Leikstjór inn var brautryðjaincli og heitir Sergio Leone, en eklki harðari brautryðjandi en svo, að hann notaði nafnið Bob Robertson í titlum myndarinnar. Það er margt við þessa mynd, sem er ekki fyllilega að mínu skapi, og því með nokkurri tregðu að ég verð að viðurkenna að ég skemmti mér vel. Ástæða er til að minnast á tón liat eftir Dan Savio, sem er mjög vel gerð. Hefur hún verið gefin út á plötu og virðist ætla að verða metsöluplata. HÁRGREIÐSLUMEISTARAFÉLAG ÍSLANDS HELDUR SKEMMTUN á morgun, sunnudag að HÓTEL SÖGU kl. 3—4 og kl. 9—1. UNGLINGASKEMMTUN: ! HÁRGREIÐSLUSÝNING: Hárgreiðslusýning. Danssýning (Dansskóli Sigvalda). SÁLIN leikur Danssýning (Dansskóli Sigvalda). Einsöngur. Ragnar Bjarnason og hljómsveit leika til kl. 1.00. HVER ABGÖNGUMIÐI GILDIR SEM HAPPDRÆTTISMIÐI Miðar seldir í anddyri Súlnasals frá kl. 13.30.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.