Morgunblaðið - 07.12.1968, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 07.12.1968, Qupperneq 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. DES. 1968 - EFTA Framhald af bls. 5. arlega í hugum ful'ltrúa EFTA- lanidanna, þegar umsókn íslamds kom fyrst til umræ&u. EFTA-löndin eru nú raun- verulega 8 aS tölu. I>au eru Bretland, Danmörk, Noregur, Svíþjóð, Sviss, Austurríki, Port úgal og Finnland, sem að vísu er aukaaðili en tekur raunveru- lega fullan þátt í starfi EFTA. Meginstuðningur við umsókn okkar mun koma frá Norður- löndunuim. Velvild þeirra í okk- ar garð er einstök og enginn vafi er á því, að þeim er mjög í mun að umsókn okkar nái fram að ganga. Fulltrúar Norðurland anna í EFTA-ráðinu munu því án alls efa leggja sig alla fram um að greiða fyrir okkar mál- stað og útvega okkur, sem allra bezt kjör. Sú mikla velvild í okkar garð, sem ég kynntist hjá fulltrúum Norðurlandanna í Genf fyrir nokkrum dögum hef- ur endanlega sannfært mig um, að þátttaka okkar í norrænu samstarfi er öru'gglega þýðingar- mesti þáttur í starfi okkar á al- þjóðavettvangi og að því fé er ekki á glæ kastað, sem til þess samstarfs er lagt af okkar hálfu. Ég hef einnig sannfærzt um, að það er fráleitt að leggja niður sendiróðin í Osló og Stokkhólmi vegna þess, að það stöðuga sam- band, sem skapast með því að hafa fasta fulltrúa í þessum löndum hefur ómetanlega þýð- ingu fyrir okkur á úrslitastund- um eins og varðandi umsókn okkar að EFTA nú. Aðalerfiðleikamir verða tví- mælalaust í sambandi við fisik- útflutning okkar til Bretlands. Bretar eiga nú í margvíslegum erfiðleikum með sjávarútveg- sinn og fiskiðnað og m.a þess vegna hafa þeir sett sérstakan kvóta ó ininflutning frystra fisk- flaka fríá öðrum EFTA-Iönd- um, þ.e. Noregi oig Dan- mörk. Bretar munu vafalaust hafa tilihneigiinigu til þess að segja sem svo, að þessi kvóti.verði að standa óbreyttur og að verði fsland aði'li, verði helztu fram- leiðendur frystra fiskflaka inn- an EFTA að koma sér saman um árlega skiptingu þessa kvóta sín á milli. Það eykur enn á erf- iðleikana í sambandi við þetta atriði, að sá ráðherra í brezku ríkisstjórninni, sem fer með mál- efni EFTA, Antihony Crosland, er þingmaður fyrir Grimsby og er þess vegna undir enn meiri þrýstingi frá umbjóðendum sín um varðandi inniflutninig sjóvar- afurða til Bretlands. Ix>ks er rétt að við gerum okkur grein fyrir því, að Svisslendingar hafa að ýmsu leyti lykilaðstöðu í EFTA. Þegar ágreiningur kemur upp milli EFTA-landanna eru það oft orð svissnesku fulltrúanna, sem hafa úrslitaþýðingu um af- greiðslu mála. Það er ánægjulegt til þess að vita fyrir okkur fslendinga, að þeir fulltrúar okkar, sem vafa- laust munu taka mestan þátt í þessum samningaviðræðum, þeir Þórfhallur Ásgeirsson og Einar Benediktsson, njóta mikils trausts og álits, bæði meðal starfsmanna EFTA í Genf og einnig í hópi sendifulltrúa EFTA landanna í Genf. Sú afstaða til helztu samninigamanna okkar mun tvímiælalaust verða miálistað okkar til góðs í samningaviðræð unum. Að lokum er rétt að benda á, að það hefur mikla þýðingu fyr- ir okkur að skapa aukinn skiln- ing á okkar málum og okkar að- stöðu meðal þeirra manna, sem munu sitja andspænis fulltrúum fslands við samningaborðið í Genf. Það er t.d. hægt að gera með því að leggja tiþ að einn samningafund- urinn verði haldinn í Reykja- vík, þannig að samnimga- menn EFTA-ríkjanna hafi að- stöðu til þess að kynnast ís- landi af eigin raun. Einnig kæmi vel til greina að bjóða hingað Cokkrum blaðamönnum frá EFTA löndunum. í því sambandi skilst mér, að hyggilegast væri að bjóða hingað nokkrum svissnesk um blaðamönnum. Annars vegar vegna þess sem fyrr segir, að Svissland hefur lykilaðstöðu í EFTA og hins vegar vegna þess að sendifulltrúar allra EFTA- landanna lesa svissnesku blöð- in og mundu því þegar í stað kynnast viðhorfum svissnesku bíaðanna eftir dvöl fulltrúa þeirra hér á landi. Vafalaust mun menn greina I mjög á um það hér á landi, þeg- ' ar þar að kemur hvort hyggi- * legt sé, að ísland gerist aðili að EFTA. Hin neikvæða eða a.m.k. mjög varfærna afstaða, sem margir stjórnmálamenn og ýmsir aðrir hafa þegar tekið til máls- ins er aðeins eitt dæmi af mörg- um um það, hversu einangraðir við íslendingar erum að mörgu leyti frá þeim straumum, sem fara um Evrópu. En reynsla allra EFTA-landanna af sam- starfinu innan EFTA hefur ver- ið mjög jákvæð og þess vegna er fyrirfram engin ástæða tiT að ætla að það sama geti ekki átt við um okkur. Og hver efast um það nú, að íslenzkt atvinnu- og efnahagslíf þarf mjög á sterkri vítamínssiprautiu að halda, ef okkur á að takast að halda til jafns við aðrar þjóðir um bætt lífskjör á komandi árum og áratugum. Styrmir Gunnarsson. VELJUM ÍSLENZKT HÚSBÓNDASTÓLLINN DPIÐ TIL KL. FRÚARSTÓLLINN 4 í DAG Það er smákrókur í Síðumúlann, en það er krókur, sem borgar sig. Næg bílastæði. OPIÐ TIL KL. 4ÍDAG er bezti hvíldarstóllinn á markaðinum. Það má stilla hann í þá stöðu, sem hverjum hentar bezt, auk þess nota hann sem venju- legan ruggustól. CAMLA KOMPANÍIÐ HF. Síðumúla 23, sími 36500. ÍSLENZKAN IÐNAÐ er einstaklega þægilegur, við alls konar hannyrðir. Það má snúa sér í honum og rugga. CAMLA KOMPANÍIÐ HF. Síðumúla 23, Reykjavík, sími 36500.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.