Morgunblaðið - 08.12.1968, Side 1

Morgunblaðið - 08.12.1968, Side 1
48 síður (Tvö blöð) 275. tbl. 55. árg. SUNNUDAGUR 8. DESEMBER 1968 Prentsmiðja Morgunblaðsins. HITTAST JOHNSON OG KOSYGIN? Jólasveinarnir taka nú að ferðbúast úr fjöllunum og skeiða niður í byggð. 1 Reykjavík eru marglitar ljósaskreytingar komnar við helztu verzlunargötur og jólaklukkan góða, sem árum saman hefur sett svið á miðbæinn, er komin upp, að þessu sinni í Austurstræti þar sem hún nýtur sín mætavel eins og myndin sýnir. (Ljósm. Mbl. Ól. K M.) Washin.gton, 7. des. AP. BLAÐAFULLTRÚI Johnsons, Bandaríkjaforseta sagði í gær, að ekkert væri hæft í því að þeir ætluðu að hittast að máli, John- son og Kosygin forsætisráðherra Sovétríkjanna, áður en Johnson lætur af embætti forseta. Brezka útvarpið sagði þó í morgun, að báðir aðilar væru áfjáðir í að úr slíkum fundi yrði. Myndu þeir þá væntanlega ræða leiðir til að draga úr vígbúnaðarkapphlaup- inu, svo og eftirlit með smíði eldflauga. Það fylgdi fréttinni, að það væru sérstaklega Sovétmenn s«m legðu kapp á að úr fundinuim yrði, þar sem gtjórn Sovétrí'kj- anna er þeirrar skoðunar, að Nixon verði harðari í afstöðu sinni til Sovétríkjanna heldur en Johnson. Finch verður heil- brigðistnálaráðherra Búizt við að Nixon birti ráðherralista og stefnuyíirlýsingu í næstu viku Henry Jackson, öldungadeild- arþingmaður, hefur verið nefnd ur sem væntanlegur varnarmála ráðherra, en aðrir eru þeirar skoðuna, að Nixon muni óska eftir að Clifford gegni embætt- inu áfram. Hvað viðkemur em- bætti fjármálaráðherra hefur David Rockefeller, bankastjóri Chase Manhattan Bank, verið nefndur sem líklegur, en David er bróðir Nelsons Rockefellers, sömuleiðis hafa heyrzt nöfn þeirra David Kennedy stjórnar- formanns í Þjóðbanka Tllionois og William McChesney Martin, bankastjóra bandaríska seðla- bankans. New York 6. des. NTB. BÚIzT ER við því, að Richard Nixon, muni í næstu viku til- kynna hverjir taka sæti í ríkis- stjórn hans í janúar, og að stefnuyfirlýsing stjórnar hans verði birt í höfuðdráttum. Staðfest hefur verið að Robert Finch,dómsmálaráðherra í Kali- forníu hafi verið skipaður heil- brigðismálaráðherra, og er það er um með vissu, hver muni eina ráðherrastaðan sem vitað gegna. Enn er rætt um hver muni verða utanríkisráðherra og þeir tveir sem þykja sennilegastir, eru þeir Douglas Dillon, fyrr- verandi fjármálaráðherra og To mas Dewy, ríkisstjóri sem hefur verið tvívegis frambjóðandi við forsetakosningar. Einnig hefur verið rætt um William Scranton, sem væntanlegan utanríkisráð- herra og er hann nú á ferða- lagi um Austurlönd nær í erind um Nixons. Dnnskt sknld ætlnr nð leysn Vietnnm-mnlið — með því að teikna sporöskjulagað borð Kaupmannaíhöfn 7. des. AP. DANSKA sikáldið, Piet Hein, sem einnig er þekktur vísinda frömuður og þúsundþjala- smiður lýsti því yfir í dag, að bann gæfi hér með kost á sér til að leysa dei'lurnar um samningaiborðið á Parísar- fundunum. Hann býðst til að S-Vietnnmnr í Porís í dog Saigon, 7. des. NTB. AP. ÞJÓÐÞING Suður Vietnaim sam- þykkti formlega í dag, að send skyldi nefnd til Parísarfundanna. Áttatíu af 101 þingmanni greiddi atkvæði með tillögunni. Snemma í rnorgun lagði sendinefndin sivo að stað flugleiðis frá Saigon og er búizt við að hún verði komin til Parísar árla sunnudagsmorg- uns. Ky varaforseti er með í för- inni, en hann er sérlegur ráðu- nautur nefndarinnar. Hvorki Van Thieu forseti né Ky, vildu segja noflckuð við brott förina. teikna sporöskjulagað borð sem ajfni í einu vetfangi alla misklíð. Hein saigði í Kaupmanna- höfn í dag, að slíkt borð myndi leysa þann vanda sem við hefur verið að glíma, og aJlir þátttakendur muni þá vel við una. Jólagleði ó Scorpios Aþenu, 7. desember, AP. ARISTOTELES og Jacqueline Onassis munu eyða jólunum á eynni Scorpios, ásamt börnum frúarinnar, foreldrum hennar og nokkrum nánustu vinum. Tals- maður Olympic flugfélagsins gríska, sem Onassis á, sagði að fjölskyldan myndi koma með einkaflugvél frá New York til Aþenu og halda þaðan til eyjar- innar. Talsmaðurinn neitaði að segja nákvæmlega til um hvenær þau kæmu til Aþenu, eða með hvaða Framhald á hls. 27 NYR GERFIHNOTTUR — A að kanna sólkerfí, stjörnuþoku og gasmyndanir á öðrum hnöttum Kennedyhöfða, 7. desember, AP. BANDARÍKIN skutu upp gerfi- hnetti með ellefu stjörnukíkjum innanborðs, í morgun. Hlutverk hans er að aðstoða við stjömu- skoðanir og jafnvel hjálpa til við að finna svar við spurningunni um uppruna heimsins. Þetta er þyngsti og fullkomnasti rann- sóknahnöttur sem Bandaríkin hafa skotið á loft, og stjörnufræð ingar vænta sér mikils af honum. Það var Atlas-Centaur eldflaug sem notuð var til að koma honum á brauit umhverfis jörðu, í 768 kílómetra hæð, og gekk það aJlt mjög vel. Þar sem gerfilhnöttur- inn er fyrir utan gufuhvolf jarð- ar fær hann óhindrað útsýni jrfir himingeiminn og mynd sú sem sést í stjörnuikíkjumum er jafn- Tel Aviv, 7. desember, AP ÍSRAELSKIR læknax hafa nú flutt hjarta á milli mamna í fyrsita skipti. Hjartaþeginn er taJinn enn í mikilli hættu, en nýja hjartað starfar þó vel. Sérstöku lyfi, sem hjálpar líkamanum að sætta sig við að'komuihjartað, var flogið frá Evrópu til Tel Aviv. Lækirinn sem framkvæmdi aðgerðina er dr. Morris Levi. óðum send til jarðar. Einkum verður reynt að afla frekari upp- lýsinga um einstakar stjörnur, sólkerf-i, stjörnuþoku og gas- myndanir á öðrum hnöttum. Vís indamenn á Kennedyhöfða eru að vonum ánægðir með þennan hnött, en þeirn finnsf mörgum hverjum að of litlu fé hafi verið varið til beinna vísindarann- sókna, og of miklu til mannaðra geimferða. Stjörnuskoðunarhnött urinn kostaði 75 milljón döllara. Asiuflenson kom in til New York New York, 7. des. AP. HEILBRIGÐISYFIRVÖLD í New York sögðu í gær, að gera mætti ráð fyrir að allt að einn fimmti hluti borgarbúa mundi veikjast af Asíuinflúenzkunni í vetur. Inflúenzkan á upptök sín í Hong Kong og hefur breiðzt út um Asíu og stungið sér niður víða í Evrópu og er nú að byrja að geisa í Bandaríkjunum. Einnig var skýrt frá því, að þessi nýja inflúenza virðist yfir- leitt leggjast mum þyngra á fólk en flenzan sem gekk á síðasta ári. Helztu einkenni er hár hiti, kvef, höfuðverkur og beiniverk- ir. Yfirmaður heilbrigðisstofnun- arinnar, sagði jafnframt, að fólki væri ráðlagt að liggja í allt að vilku og fara vel með sig, en læknismeðferð væri aðeins nauð- synleig í sárafáum tilfellum. Ekki þjóðnrmorð í Binfrn — segir í skýrslu sérstakrar eftirlitsnefndar Lagos, Nigeriu, Stokkhólmi, 7. des. NTB-AP: Sérfræðinganefnd sú, sem starf- að hefur í Nigeríu við að kynna sér hvort þær útbreiddu stað- hæfingar væru á rökum reistar að Nigeríuher fremdi þjóðarmorð á Biaframönnum, hefur skilað á- liti og segir í skýrslu, að þessar ásakanir eigi ekki við rök að styðjast. Nefndin hefur ferðazt um á tímabilinu 23. september til 24. nóvember og segir í skýrslunni, að nefndarmenn hafi getað farið allra siinna ferða og talað við alla sem þeir vildu. 1 þessari nefnd áttu sæti Svíi, Breti, Pólverji og Kan adamáður. Hins vegar segir í skýrslunni, að hungursneyðin í lrndinu sé skelfilegri en orð fái lýst og eink um eigi konur og born um sárt að binda og sífellt deyi fleirj og fleiri böm úr hungri á degi hverj um.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.