Morgunblaðið - 08.12.1968, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 08.12.1968, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. DES. 1968 Dr. Sigurbjörn Einarsson, biskup: Sannleikfms megin? Prédikun í Dómkirkjunni 1. desember 1968 Guðspjall: Jólh. 18, 33—37. Hvter heyrir eina rödid, þegar allir tala? Hver heyrir hljóðlátan mann í harki og gný? Hvað er ein rödd í ald- anna veðnadyn? Þú heyrir þá einu rödd, sem boðar þér hjálp, þótt allir tali um annað. Þú heyrir þá rödd, sem tjáir þér ást, þótt hún hvísli en allar bumbur glymji. Þó er það ekki víst. Þú þarft að vera sömu megin hið innra og hugurinn, sem til þin talar. Annars heyrirðu ekki. Það talaði fangi, hlekkjaður, húð- strýktur nálega til bana, mælti fáein orð eina háværá nótt. Vér vitum um einn, sem átti að heyra þau orð og vildi ekki, Pílatus. Hann er eina nafn- greinda vitnið að því sem fanginn sagði. Og dæmdi hann til dauða. En röddin lifir. Hún hljómar hér í dag. Hv<er heyrir í dag? Ekki Pílatus þessarar aldar, ekki æpandi næturmúg- ur þessarar aldar, ekki þóttinn og þemb an í hugsun þessarar aldar. Hver heyr- ir? Sá, sem er sannleikans megin, hvísl- ar röddin. Hann (heyrir mig, hann heyr- ir mína rödd. Og samtíðin er sannleikans megin, er ekki svo? Líklegt væri það. Margt hef- ur hún séð, sem er satt, margt fundið, fleira á vissum sviðum en nokkur önn- ur kynslóð, fleiri sýkla, fleiri efni, fleiri möguleika með efnið, vitneskja hennar, kunnátta, máttur, er komið langt fram úr draumum fyrri tíma. Á bak við þetta er sannleikshugsjón, vísindaleg ein- beitni, sem hefur afhjúpað lögmál, vit- ræn lögmál og hagnýtt þau. Árangur- inn er áþreifanlegur. Sigurför vísinda- legra sanninda er dásamleg, allt, sem vér vitum um frumu og kjarna, um sýkla og lyf og orku, og allt, sem hægt er að gera með þessari vitneskju, er undrið í reynslu vorra tíma. Þar með er væntanlega óhætt að segja, að öld hinna stóru afreka í leit- inni að slikum staðreyndum, sé öld sann- leikans öðrum framar? Þvi miður er ekki svo. Hún ber líka svip af sjónhverfingum, sem ekki eiga sinn líka, hún ber illkynjuð ör eftir blekkingar sem um vöxt og áhrif taka öllu fram. Stefnur hafa rutt sér braut, studdar áróðurstækni, sem sótti sinn fý tonskraft í óþrjótandi hugvitssemi í lygum. Styrjaldir voru háðar og eru háðar. Hvað er satt af því, sem sagt er urn tilgang og útkomu slíkra fyrir- tækja? Byltingar hafa orðið. Hvað reynist satt af því, sem sagt er um hugsjónir þeirra og ávexti. Stefnuskrár ber við himin sjálfan í austri og vestri. Segja þær satt? Og lífsviðhorfið, sem mest ber á í tæknivæddum þjóðfélög- um, þar sem félagsvísindi skipa mik- inn sess, hvað um það? Atferli stúdenta í ýmsuim löndum upp á síðkastið og annars ungs fólks, hefur orðið mörgum spurning. Það gerir upp- steit. Hvað vilja þessir ungu menn? Það vita þeir kannski fæstir sjálfir. En þeir spyrja: Hvað er satt? Hvað skal halda, hverju trúa? Eitt sameinar mik- inn þorra þeirra í mótmælum og mót- þróa, og það er í rauninni helzt í ætt við íslenzka svarið alkunna: Þú lýgur svo hratt, að ég hef ekki við að trúa. Þeir segja: Áróðurinn um mannfélagið þitt, gamla kyns'lóð, er svo óvandaður, að vér höfum ekki við að trúa og neit- um að trúa lengur. Þú ert ekki sann- ieikans megin, gamla kynslóð, þú lézt biekkjast og blekktir. Þú hefur gefið ■>ss loginn heim. Það er ekki satt sem þ.í segir um hvatir og hugsjónir á bak við linnulaust stríð í Asíu. Það er ekki satt, sam þú kennir í samtoandi við Ihungr ið í heiminum. Það er lygi, að hremming in, sem laust litla þjóð í miðri Evrópu í sumar, sé göfug þjónusta við göfuga nugsjón. Það er falsaður farði á stóru orðunum um frelsi, þegar menn eru sett ir á óæðri skör af því að þeir eru ekki hvítir á hörund. Það er loginn litur á fögru orðunum um réttiæti og jöfrauð, þegar menn sæta fangelsi fyrir að hafa skoðun. Vér spyrjum, hvort gæfa mannkyns sé óhult í þeim greipum sem hafa vald á kjarnorku og öðrum skelf- ingum, spyrjum og eifumst fuMkamlega. 3 Vrr spyrjum, hvort það hugvit og fjár- munasóun, sem miðar á tunglið og síð- an lengra í geiminn út, sé á leið með mannkyn ad astra, upp í heima þeirra fyrirheita, sem vonarstjörnur hafa vís- að til, spyrjum og drögum það alger- lega í efa. Þetta er það, sem ólgar í blóði og taugum unga fólksins. Þar er margt sjúkt, þar eni sjúkir sprotar á sýktum meiði spilltra mannfélaga. En þar er líka heilbrigður efi og endurmat. Heil- næm afneitun fólks, sem trúir ekki lengur á pólitískar gyllingar, trúir ekki lengur á þjóðfélag nægtanna, sem bygg- ir á annarra örbygrð, trúir ekki á lífs- hugsjón þægindanna, trúir ekki á mann tækninnar. Þetta er það sem að baki býr, ólgan sem kvikar undir og leitar upp, ýmist þar eða hér. Og þetta gæti orðið mikið og jákvætt afl. En það getur líka leitt ennþá lengra út í fen þeirrar upplausn ar sem aðeins býr í haginn fyrir nýja trúða, nýja skrumara, sem kunna að hag nýta sér óánægju alþýðu og afglöp leiðtoga, sönn eða ímynduð, kunna að nota viðbrögð, bæði heilbrigð og óheil- brigð, til þess að ná tökum, komast að völdum, reisa alræðisvald á rústum rot- ins lýðræðis, byggja nýtt musteri lyg- innar á hruni hins gamla. Æska nútímans er víða sterk í af- neitun sinni, andmælum og gagnrýni. En þetta eitt gerir hana aldrei nógu sterka. Þetta eitt færir framtíðinni úr röðum hennar aðeins nýjar útgáfur hinnar gömlu sögu sem hún er á móti í dag. En ædka mieð jákvæða huigsun og fails- laus lífsmið og helga andlega leiðsögn á mikla köllun og mikil tækifæri. n. Vér höldum hátíð í dag. Einn dimm- ur skammdegisdagur fyrir 50 árum ber birtu til vor og mun halda skini sínu yfir íslandi um aldur. Hann mælti hljóð látum rómi á sínum tíma. Og gerði þó alla komandi daga öðruvísi. ísland var frjálist, fullvalda. Eitt kyrrlátt en mynd- ugt orð getur mikið sagt og miklu breytt. Og þá er það fanginn, sem talaði forð- um og talar enn. Hann var kominn í heiminn til þess að bera sannleikanum vitni. Það var hans konungdómur, hans valdatiilka'll. Og hann taldi sig eiga visa þegna, þótt Pílatus vildi ekki heyra og nóttin væri hávær og kross framundan. Því sannleikur bans er veg urinn og lífið. Sá sannleikur er annars eðlis en miargþætt og verðmæt sann- indi, sem mannlegt vit finnur og hag- nýtir á sviði efnisins. Jesús Kristur og sannleikur hans er persónulegt lífsafl, sem veldur byltingu hið innra. Jesús Kristur, fanginn, sem einn var alveg frjáls, hinn dauðadæmdi, sem einn var með fullu lífi, öllum dauða sterkara, hinn ofsótti, sem einn átti hinn full- komna frið, hann ræður ríki, sem er ekki af þessum heimi. Það er að ofan. Framhald á bls. 12 feÉ^ÉÉÉMÉÉAAÉÉÉÉ EFTIR EINAR SIGURÐSSON ÞORSKVEIÐARNAR Línuútgerð fer nú vaxandi hvarvetna. Menn leggja sig meira en áður eftir að fá gæðavöru, en hún gefur mest í aðra hönd Þó hefur ekki verið gerður nógu mikill munur á því bezta og því lakasta. Þetta er skammsýni. Og kassafiskur ætti að vera í sér verðflokki. Með il'lu eða góðu verður að fá menn til þess að koma með góða vöru. Ekki verður sagt, að vel afl- ist á línuna, en það fer smá- batnandi og stendur allt til bóta. Togveiðar eru enn stundaðar frá sumum verstöðvum, svo sem Vestmannaeyjum, Suðvesturland inu og viðar. Mjög hefur nú dreg ið úr aflanum hér sunnanlands upp á síðkastið. Og svo hefur verið hert á landhelgisgæzlunni. Þau mál verða að leysf^t á einn eða annan hátt, svo að ekki þurfi að hverfa frá veiðiskap, sem búinn er að vinna sér hefð. Afli hjá togurum hefur verið heldur rýr upp á síðkastið og ekki sérlega góðar sölur erlend- is nema þá helzt hjá bátum, sem hafa verið með mikið af góð- fiski. SÍLDVEIÐARNAR Síldveiðarnar eru nú svo til eingöngu situndaðar í Norður- sjónum. Nokkrir bátar eru að vísu bæði fyrir Austurlandi og Suðvesturlandi, en þeir eru fáir og afla litið. Hins vegar hafa bátar aflað sæmilega í Norður- sjónum, þegar veður hafa ekki bagað. Og verðið er hátt á bræðslusíld, hæst í Færeyjum kr. 2,64 kr., næst í Þýzkalandi kr. 2.32 kg. og í Noregi kr. 2.13 kg. Verðið er svo miklu hærra, ef síldinferíverk un. Einna eftirtektarverðast við síldveiðarnar, er að fslendingar eru að komast upp á lag með að veiða síld í Norðursjónum með góðum árangri og eins að koma með góWa vöru í kössum þegar því er að skipta. Annað eftirtektarvert við þeissar sild- veiðar er, að nú mega íslending ar ianda síld einnig í Noregi. Bn s j áv ar ú t vegsm á 1 ará ðh e rra Noregs sagði í blaðaviðtali, að Norðmenn gerðu ráð fyrir, að löndunarréttur yrði gagnkvæmur fyrir þá á íslandi. Það hefði fyrir löngu átt að vera búið að leyfa Norðmönnum, Færey- ingum og Dönum að landa síld í galtómar verksmiðjur í Vest- mannaeyjum og á Suðvesturlandi og vestanverðu Norðurlandi, á meðan síldin var við landið. Nú er ekki um það að tala. Þetta eru Norðmeran og Færeyingar snjali- ari fslendingum. Þeir sjá strax hag sinm í að kaupa síld af ís- lemdimgum, þegar þeir geta tvö- faldað verð hennar með því að vinna hana í landi. TIL EFLINGAR BJARGRÆÐIS- VEGUM ÞJÓÐARINNAR Aldrei í sögu þjóðarinnar hef- ur á einu ári þurft að gera slíkt átak til eflingar höfuðat- vinnuvegunum sem með tveim síðustu gengisbreytingum. Sjávar útvegurinn nýtur þar mest góðs af, em iðnaðurinn og landbúnað- urinn eiga að gera það lika í ríkum mæli. Það má vel vera, að skiptar séu skoðanir um það, sem nú er verið að gera til að rétta við atvinnulífið í landinu. En fólkfð við sjávarsíðuma ætti þó a.m.k. að skiilja, að svo bezt er hag þess borgið, að útgerð og fiskverkum sé rékim með miklum þrótti en veslist ekki upp svo að atvinnuleysi og örbirgð haldi innreið sína. Ef vinnufriður helzt í land- inu og atvinnuvegirnir fá að þró ast eðlilega, er hægt að gera ráð fyrir að bjartsýni á fram- tíðina geri þegar vart við sig. Einkum á það við, að því er varðar þorskveiðar. Nú þegar er eftirspum eftir fiskisikip. Skipasmíðastöðvarnar ættu því að fá aukin verkefni. Á næstu vertið ætti hver einasta fleyta að stunda veiðar og hver fisk- vinnslustöð að keppast við að fá sem mest hráefni. Það er að vísu ekki hægt að spá fyrir um aflabrögð eða tiðarfar, em við verðum að trúa að gæfa þjóðar- innar sé svo mikfl, að þegar neyðin er sitærsit sé hjálpin næst, og í vetur verði mikil atvinna við að koma aflanum í lóg. TlMAR TIL STÓRRÆÐA Lofsverð er sú forusta, sem Farmanma- og fiskimannasam- band íslands hefur tekið í smiði verksmiðjutogara. Það er mú svo komið í Noregi, að bygging verksmiðjutogara er orðin háð leyfi stjórnarvaldanna, og fá því færri en vilja, svo góða raun hafa þessi skip gefið. Þau selja aflann í Englandi, sem er fros- in fiskflök, enda hafa Norðmenn margfaldað þar freðfiskinnflutn- ing sinn. Reykjavík og Hafnarfjörður eru elztu togaraútgerðarbæir landsins. Akureyri er líka að þróast upp í togaraútgerðarbæ. En það er ekki aHs staðar auð- hlaupið að því að gera út tog- ana, og það þarf a'ð vera í stórum sfdl, ef nafckur árangur á að názt. Samdráttur togaraútgerðar- innar hefur bitnað meist á þess um tveim fyrrnefndum stöðum. Frystihús hafa lokað og önnur ekki haft hráefni nema hálft ár- ið og þá mjög ófullnægjandi Eitthvert mesta böl frystihús- anna, ekki aðeins á Faxaflóa- svæðinu, heldur allt í kring um land, er hráefndsskorturinn. Mönn um hefur gengið illa að gera sér grein fyrir þessu og heimta bara meiri samdrátt í stað þess að auka hráefnisöflunina. Auknar fiskveiðar er fljótvirkasta úrræð ið til að rífa þjóðina upp úr þeim ö'ldudal, sem hún er nú í. Það eru milljónatugir og mililj- ónahundruð, sem liggja í ónot- uðum frystihúsum og fiskverk- unarstöðvum, sem fylla mætti af fiski og vinnufúsu fólki. 1 Reykjavik ætti að stofna stórt togarafélag, þar sem gert væri ráð fyrir ekki færri en þremur togurum á hvert frysti- hús, sem leggðu upp í þau allt árið eins og togararnir gera á Akureyri. í Reykjavik eru ekki færri en 4—5 frystihús, sem líða sáran skort fyrir vöntun á hrá- efni. í hverju þeirra geta hæg- lega unnið 200—250 manns. Þarf ekki að ræða, hve gífurleg at- vinnuaukning væri að því. Alveg eins er ástandið í Hafnarfirði, og bjargar þar ekkert annað frá atvinnuleysi en Búrfell og Straumsvík. Úti á landi þarf hliðstæð upp bygging að eiga sér stað mjög Framhald á bls. 12

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.