Morgunblaðið - 10.12.1968, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 10.12.1968, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. DESBMBER 190« > Sími 22-0-22 Rauðarárstíg 31 siM'1-44-44 mum Hverfisjötu 103. Simi eftir lokun 31160. Ml AGIM ÚSAR sKiPHom 21 simar2U90 ©ftir lokon slmi 40381 LITLA BÍLALEIGAN Bergstaðastrætl 11—13. Hagstætt leigugjald. Sími 14970 Eftir Iokun 14970 eða 81748. Sigurður Jónsson. BILALEIGAN - VAKUR - Sundiaugavegi 12. Sími 35135. Eftir lokun 34936 og 36217. 350,- kr. daggjald. 3,50 kr. hver kílómetri. BÍLALEIGAN AKBRAUT SENDUM SÍMI 8-23-47 FISKIBATAR Seljum og leigjum fiskibáti af öllum stærðum. SKIPAr QG VERÐBREFA. iSALAN JSKIRA- ILEIGA Vesturgötu 3. Sími 13339. Talið við okkur um kaup, sölu og ieigu fiskibáta. Jóhann Ragnarsson hæstaréttarlögmaður. Vonarstrætj 4. - Sími 19085 Verkir, þreyta í baki ? DOSI beltin hafa eytt þrautum margra. Reynið þau. R EMEDIAHR IAUfXsveG! 12 - Síml 16510 0 Unga fólkið og afbrotin Það er einkennilegt hve al- menningur hefur oft grimmdar- legar skoðanir á réttarfari og refsingum. Yfirleitt þykir það framför frá villimennsku til menn ingar, þegar líkamlegar refsingar og dauðahegningar eru niðurlagð ar, og sú hefur þróunin verið víðast í heiminum, nema auðvit- að í ríkjum sósíalismans. Vel- vakanda hafa borizt allmörg bréf um afbrot unglinga og annarra, en greinilegt er að almenningi ægir sú aukning glæpaverka og skrílsæðis, sem virðist nú hafa átt sér stað. Svo að segja allir bréfritarar vilja taka upp miklu strangari refsingar, og einkum virðast opinberar hýðingar eiga sér marga aðdáendur, þótt ein- kennilegt megi virðast. Hér birt- ist bréf, sem er mjög keimlíkt ýmsum öðrum. Höfundur þess er húsmóðir á Sauðárkróki. § Ein sem á 8 börn, skrifar: - „Kæri Velvakandi! Það er nú að bera í bakka- fullan lækinn að tala eða skrifa um unga fólkið. Ég persónulega hefi haldið því fram, að unga fólkið sé ekki verra en áður var, en þess er freistað alls stað- ar og forráðamenn þess eru á- byrgðarlitlir og sumir ábyrgðar- lausir svo að lltið sé sagt. Það er vissulega uggvænlegt að heyra og lesa um öll þau innbrot og afbrot, sem kornungir drengireru þátttakendur í, en hverjir eru þeir foreldrar, sem láta ellefu til 16 ára unglinga vera úti fram eftir öllu á kveldin? Þeir brjóta lög um útiveru bama sinna. Hvað er þá eðlilegra en barnið gangi aðeins lengra og noti lögbrot for- ráðamanna sinna til að brjótast inn og stela eða raena veskjum af heiðarlegum og alsaklausum borgurum, og ef unglingarnir kom ast hjá refsingu, færa þeir sig upp á skaftið og ganga æ lengra f sinni iðju, allt uppí að stela víni og selja það og drekka. Þessi böm hljóta að koma heim til sín einhvemtíman sólahrings- ins. Em þá forráðamenn þessara barna blindir, eða hvað? • „Hýðingar og niðurflettingar“ Nei, ég tel að lausnin á þessu vandamáli sé sú að taka þá ungl- inga — og jafnvel allt upp í 21 árs — sem uppvlsir verða að afbrotum og faira með þá niður á torg hvers bæjar og hýða þá. Auglýsa þarf í útvarpi og blöð- um hýðinguna, svo að nógu marg ir sjái til. Jafnvel fréttamaður frá sjónvarpinu. Saimið til, það þarf ekki einu sinni að skella í rass þeirra, að- eins taka niður um þá. Þeir stela ekki aftur eða annað því um líkt. Hvað um unglinga, sem innan 16 ára þurfa að borga þýfi eða sektir? Gerið forráða- menn þeirra skilyrðislaust ábyrga fyrir þvf, en hinir, sem eldri em virvni þegnskylduvinnu fyrir skuld inni. Á að láta mann, sem bú- inn er að gerast brotlegur í þessu efni, ganga lausan án refsingar og tæla unga stráka með sér og svo nýja og nýja? Nei, það er of mikið af því góða. Ég undir- tek, að hýðing eða niðurfletting- ar eru það, sem koma þarf. Bára Jónsdóttir, Sauðárkróki". • „Bersyndug“ svarar „Siðprúðri“ „Bersyndug" skrifar enn: „Kæri Velvakandi! Ég má til með að svara kpnu fráskilda mannsins og þeirri sið- prúðu. Þær em báðar að tönnlast á því hver eigi sökina. Ég álit, að það sé fyrst hægt að tala um sök. þegar annar hvor aðilimn fer að vanrækja barnið sitt. Bamið, sem ekki bað um tilveru sína. Böm verða líka til í hjónaböndum, sem ekki var ætlunin, að yrðu til. Mér finnst einkennandi fyrir þessar tvær konur og margar aðrar, að þær halda, að það sé verið að borga maeðrunum þessi meðlög og þetta sé nokkurs kon ar gróðafyrirtæki. Þær hljóta að gera sér grein fyrir því að það er verið að borga þessar fáu krónur í meðlög með börnunum. Mér þætti gaman að sjá, hversu lamgt þær færu með 2.600 kr. (reiknað með meðlagi móður) yf ir mánuðinn. Þær hljóta báðar að hafa geng- ið með opin augu út í þessi hjónabönd og hafa vitað, hvaða kvaðir fylgdu þeim. Einhvers stað ar stemdur, að það sé of seint að setja upp regnhlif eftir rign ingu (samanber barnið og bmnn inn). Annars fæ ég ekki skilið, hvemig einn kvennmaður vogar sér og gerir lítið úr sjálfum sér um leið, að draga niður 1 svaðið heilan hóp af einstæðum mæðrum, sem margar hverjar berjast í bökkum, við að koma upp böm- um sínum. Með því að draga fram eitt- hvert nærtækt dæmi, sem hún (kona f.m.) þekkir auðsjáanlega vel til. Hún virðist gleyma því, að I siðprýði felst einnig kurteisi. Hún skrifar þessa lífsreynslu- sögu um mamninn, sem gætti barna sinna meðan vonda mamma var úti að skemmta sér. Hér virðist sagam enda með því, að pabbi fer í burtu og skilur litlu börn- in sín eftir hjá vondu mömmu og fær sér nýja komu. Við vit- um öll um svona dæmi, hjá báð- um aðilum. En breiður má sá harmur vera og mikil má sú þörf vera hjá konu, sem tekur á móti svona manni. Manni sem yfirgefur börn sín þegar þau þarfnast hans mest. Maður sem leggur niður róf- una og nagar svo neglurnar (og nýja frúin líka) yfir þeim pen- ingum, sem bömunum ber að fá. Svo virðist sem frúin (f. m.) viti ekki, að til verða börn hverra foreldrar hafa ekki verið blessuð af presti, því að hún talar um, að við hefðum átt að halda betur í eiginmennina, og ef hún kýs að tölta inn í Tryggingar, (ég skrifaði, að þeir sendu konur sín ar o.s.frv.) þá hún um það. Það væri gaman að sjá töltið. Einnig væri fróðlegt að heyra meira um vandaða, fráskilda menn. Ég hef aldrei heyrt um þetta áður. Svo að lokum langar mig til þess að benda ykkur báðum á þetta: Ríkið borgar 3000.00 kr. á mán uði með hverju bami, sem það hefur með höndum. Séunanlagt meðlag foreldra er 2.600 kr. Hvað an á mismunurinn að koma? Dagheimilisgjald er alitaf hærra en helmingur þessa meðlags (1300 krónanna). Ég veit ekki, hvað það er hátt núna, því að mín böm eru komin yfir dagheimilis aldurinn. Ein spuming til siðprúðrar: Hvernig reiknar þú meðlags- dæmið? Haltu þér fast, þú færð út úr því 300.000 kr. en ég fæ (ef ég reikna með 16 árum) 409.600 kr .Mundir þú fara langt (ef þú reiknar bara með með- lagi föður) með 25.600 kr. á ári, ef þú einhverra hluta vegna gætir ekki unnið úti? Hugsaðu þig vel um. Með vinsemd og virðingu, Bersyndug". 0 Er nýja skyrið ekki skyr? „Velvakandi! Ég geri mjög litið að kvarta 1 blöðum, sennilega fyrir fram- taksleysi eða sinnuleysi, eða þá leti, en nú er mér nóg boðið. Nýja skyrið í umbúðunum finnst mér: í fyrsta lagi lapþunnt. eins og illa síuð hleypa og þarf af leið- andi fæst miklu minna fyrir pen- ingana, því að mysan er í skyr- inu, og þá er ekki hægt að þynna það út, eins og alltaf var gert. í öðru lagi mór finnst það mjög súrt. í þriðja lagi. Ég skil ekki, hvers vegna ekki er til vigtað skyr, ef maður vill kaupa meira en hálft kíló. Sem sagt nýja skyrið er að mínu áliti og margra annarra miklu verra en áður. Ég er hætt i bili að kaupa skyr. Anna Þorsteinsdóttir". Nýja skyrið er náttúrulega miklu ódrýgra og þar af leiðandi mun dýrara en hið gamla. Mun- ar þetta talsverðu hjá barna- fjölskyldum. En er hægt að kalla þetta skylr, eftir að gerlamir eru dauðir? Það er þá a.m.k. alveg ný skilningur á orðinu skyr. Verði þessi nýja framleiðsla smá saman einráð á markaðinum hverfur um leið úr sögunnl merkur þáttur hinnar fomu, Is- lenzku matargerðar. Væri þá nær að kalla þetta „gæðaskyr" eða einhverju álíka gáfulegu nafni. Bifreiðaverkstœði óska eftir um 400 til 500 ferm. húsnæði til leigu fyrir rekstur bifreiðaverkstæðis. Húsnæðið þarf að vera staðsett sem næst Iðngörðum. Tilboð, er greini leiguskilmála og verð, sendist Morg- unblaðinu fyrir 14. þ.m. merkt: „6332“. Opið til klukknn 10 ú hverju kvöldi til jólu Allur vörur ó gamla verðinn rv * \ Sími-22900 T~.. .....T Laugaveg 26

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.