Morgunblaðið - 10.12.1968, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 10.12.1968, Blaðsíða 10
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. DESBMBER 1968 Erlendur Jónsson skrifar um BÓKMENNTIR FRÁ LANDI TIL Hannes Pétursson: INNLÖND. 76 bls. Helgafell. Rvík 1968. IxANDIÐ, sagan, ljóðið — hefur það þrennt ekki verið mótífið, grunmtónninn, kjarninn í kveðskap Hannesar Pétursson- ar allt frá fyrstu fevæðitim hans? Nafn nýju bókarinnar INN- LÖND, gefur strax til kynna, að mest fari þar fyrir fyrst talda atriðinu, lamdinu. Svo reynist lífea vera fljótt á litið. Heiti bókarinnair er bæði faliegt og vel til fundið með hliðsjón af afninu. Orðið land hefur á sér margan blæ og víð- tæka merking; getur spannað aRt frá minnsta bletti til mesta þjóðríkis; þjónar breytiiegustu hugtökum í óteljandi samsetn- ingum. Ókunnugt er mér, hvernig höf- undiur hefur hugsað natfnið eða hvort hann ætlast til, að lögð sé í það áfeveðin, hlutlæg merk- imlg. Mér koma í hug orð eins og: innsveitir, afréttarlönd. Kveðskapur Hannesar stendur djúpum rótum í skagfirzfeu landslagi. Þó víða sé þar fagurt, mundu, ‘held ég, mangir sanna með mér, að töfrar þess héraðs liggi efeki hvað sízt ó mörkum byggðar og óbyggðar, sem hafa að vísu færzt nokkuð til á aldanna rás. Byggðarendi og Innsveit heita fevæði í Innlönd- um. En svo má auðvitað leggja víðtaekari merking í heitið. Inn- lönd er huglægari en fyrri bæk- ur HamnesaT. Landið og líðandi stund er einungis yzti hringur- inn, yfirborð ljóðanna, fastur púntur til að miða við. í, með og undir þeim hring er brenni- depill verundaTÍnnar: undrið — staðreyndin að vera til. Sfcáld- ið legguT upp fná hinu sýnilega og áþreifanlega, en endar ferð- ina í eigin hugarheimL Inn- hverfa heitir eitt af stytztu ljóðunum ,ein vísa með löngum Ijóðlíinum. Sfcáldið er statt ekki aðeins á byggðarenda, heldur einnig á vegamótum, þar sem gefur sýn til allna átta — í víðtækasta skiln ingi. Hér er lamdið, og þar er 'tíminn; fortíð/framtíð — línur, sem Skerast í verðandinnl Allt er í senn hverfult og varanlegt, kyrrstætt og breytilegt. Kyrr- Stæð breyting — svo heitir ein- mitt fyrsta fcvæði bókarinnar: Gamlar (jarlægflir hurfu. Hrundu sem hvolfþak til jarðar seiðbláar víðáttur loftsins. Sólirnar þyrpast að! Hraðboðar: myndir og orð á örskjótri för milli stranda. Hér sit ég og sé það sem gerist á sérhverjum stað! Gamlar fjarlægðir hurfu. Nú fjötrast hver stund mín nálægð alls þess er áttirnar fjórar umlykja, sjá það er hér! Nærvera? Nákomið lff? Ný snerting við kviku og eigind hlutanna, vakin í vitund mér? Nei, allt þar sem áður. Ennþá í sama fjarska hinn blikandi kjarni, innstur í öllu sem er til. Fjarlægðir hurfu, og grunnt f gagnsæju vatni hvílir andlit hvers dags að kvöldi — aldrei f skyggðum hyl. Það er aðal skálds <að skyggn- a®t um af sjónaTfhóli, ihorfa vítt og breytt frá vatnaskilum, draga hið sundurleita saman í heild og sundurliða heildina. Ef tisl vill má orða það svo, að skáldið sé Hannes Pétursson af tveim heimum og beri tvö andlit, samanber kvæði Hann- esar, Guðinn Janus í Stund og staðir; sömuleiðis kvæðið Við strönd sem snýr að nóttinni í Innlöndum: Að glugga mfnum hníga hljóðar öldur úr fjarska: köld stjarnljós í kyrru náttmyrkri — að glugga mínum: strönd minni. Umvafinn lífi ást, hamingju gleður mig og seiðir mig hið glitofna myrkur. Einn vaki ég. Klukkurnar slá. Inn yfir strönd mína óvissa nótt óvis&an dag mun náttmyrkrið streyma — ekki stöðvast eins og nú á björtum glugga mínum en bylgjast hingað inn. Horfið frá ljósum sínum lokar það augum mínum. Myrkrið og stjörnurnar kveðjast. Eiigtum við að segja, að þetta •sé kvæði um dauðann kannski? Látum þá svo vera. Mörk lífs og dauða, það er líka byggðarendi á sinn hátt; enn ein innlönd. Hannes hefur áður kveðið um þá forsæludali, srtundum nokkuð opinsfcátit. f Reykjagarði heitir kvæði í Innlöndum, næst síðasta kvæði bókarinnar. Hafi sfeáldið fyrrum horft með nokkrum fculdaíhrolli til þeirra sfcuggsælu atfrétta, þangað sem allir safnast að loik- um, verðiur nú annað uppi á ten- ingnum; skáldið nýtur ákjósan- legs jarðsambands, friðar og ör- yggis, reikandi milli leiðanna í gömium kirkjugarði undir heið- um himni: LJÚDS Grónar þúfur sem þögnin vefur. Þetta er garðurinn þar sem þú sefur. Lækur niðar í laut við hólinn. Og júnísólin að síga til viðar. Ætíð vakir mér innst í leynum mynd þín sem hamingja handa mér einum. Fram á vegi mér fylgd þín bendir — hvar sem lendir að liðnum degi. Týnd er gröfin. Ég geng milli leiða kvöldsvalt grasið. Hin græna breiða hylur moldu og menn og tfðir unz allt um sfðir sefur f foldu sefur draumlaust að duldum vilja og æðsta boði — sem engir skilja. Sjá einhver stendur við stundaglasið og allt er grasið tvær óséðar hendur. (Þetta ljóð er ökki aöeins bund- ið innra jafnvægi. Ytra form þess er einnig í hinu fullkomn- asta samræmi: stuttar oig leik- andi léttar braiglínur minna á sól og líf, en eru þó jafnframt enda- sleppar í kortleifca sínum og tákna þannig soknuð oig hverf- leika. Annars tjóir efcki að hæla SJÖTTU tónleikar Sinfóníu- hljómsveitar íslandis á þessu starfsiárL sem haldnir voru í samikomuhúsi Háskólans sl. fimmtudaig, voru helgaðir tón- skáldinu dr. Páli Ísólíssyni í til- etfni af 75 ára afmæli hians í haust Var honum þannig sýndur maklegur heiðurs- og þafckar- vottur fyrir mikilvæg störf hans í þágu íslenzkrar tónlistar í meira en há'lfa öld, og fcom Ijóst fram, að bæði tflytjendur tónleik anna ag áheyrendur voru ein- huga um að gera þá svo veglega sem verða mátti. Til þess féfck Sinfóníuhljómsveitin til liðs við sig söngsveitin.a Filharmomíu og karlaikórinn Fóstbræður. Stjórn- andi var Róbert A. Ottósson, ein- söngvari Guðmundur Jónsson og frairusagnarmaðuT Þorsteinn Ö. Stephensen. Flutt voru þrjú verfc dr. Páls, og var fyrst þeirra Hiátíðarmars, saminn 1961 í tilefni af hálfrar. aldar afmæli Hiáskóla ís'lands, þá Passacaiglia, sem fyrst var flutt í þesjium búninigi 1938, og loks Alþingiishátíðarkantatan frá 1930 við ljóð Davíðs Stefánsson- ar frá FagraSkógi. Öll eru þessi ver;k áður ku-nn, þótt sum þeiirra hafi heyrzt miklu sjaldnar en Skyldi. Þannig hetfur kantatan aðeins verið flutt einu sinni í heild, síðan hún var fruimflutt á Alþinigishátíðinni, og er síðan liðinn aldarfjórðungur. Má það varla kalla vansalaust. Hljómsveitarverkin tvö fengu hér vandaða og átferðarfagra meðferð. Marsinn bar á sér þann hátíðabrag, sem haefir hans til- efni, og nær 'hámarki í hinu ris- mikla lagi, sem dr. Báll samdi við sama tækifæri við ljóð þessu kvæði með margíbrúkuð- um lýsingarorðum; það er meira og betra en slíkt eigi við. Söguleg og þjóðsöguleg kvæði hefur Hannes ort mörg, sem birzt hafa í fyrri bófcum hans. í Innlönd'um eru engin slík fcvæði. Landið fyrst, síðan ljóðið — segj- um sem svo, að það tvennt sé raiuði þráðurinn í fcvæðum bófc- arinnar. Bfcki er það fjarri lagi. En staðhæfinigunni verður þó að fylgja etftir með fyrirvara. í eldri bókum Hannesar eru einnig allmörg kvæði, sem mega heita náttúrulýsingar. Þess konar kveðskap er óvíða, en aðeins þó aið finna í Innlönidum, dæmi: Veðurvísa. Að öðru leyti er laind- ið ekfcert aðalmarfcmið í kvæð- unum, þau eru alls engar lands- lagsmyndir. Landið er einungis áþreifan'legt tákn verundarinnar, bakgrunnur þeirrar fjölbreyttu litasinfóníu, sem hugsun og til- finning skáldsins kallar tfram í ljóðunum, innsigli tjláninigarinn- ar. Hnjúikurinn biái hortfir til himinvaga, og ljós sólarinnar skín „í einum lit“ með Ijóðinu, eins og segir í stuttu kvæði, Heimar: Ljóðið, einfalt og tært eins og ljós sólar I einum lit fyrir augum þínum í einum lit eins og ljós sólar unz l»ú lýkur því upp allt eins og dropinn sem opnar hinn hvíta geisla. Dæmi þau, sem hér hafa verið tilfærð, sýna efcki mikla breidd eða fjölbreytni í yrkisetfni, en þeim mun meiri einibeiting. Skáldið leggur nú meiri áherzlu á Ijóðið sem slífct og tengir það efcki við aðra hluti, sem gætu Skyggt á það sjálft. Frumefni og Davíðs Stefánssoniar „Úr útsæ rísa íslandsfjöll", en það lag hef- ur verið sungið á flestum há- tíðasamikomum háskólanis síðan það varð til. Passacagliiuna hefur undirritaður jafnan talið meðal allra merkustu verfca dr. Páls, og þykir vægt til orða tekið í efnisskrá, þar sem segir um grundvaUarstef hennar, að það Dr. Páll Isólfsson. „hafi vel mátt nota til smíði passacagliu". Stefið er meiistara- smíði söfcum röktfestu sinnar og ful'lkomins jafnvægis. Útfærslan fékk að nofekru á sig óvæntan svip vegna nýrra „tfraseringa", einkum í innganginum, og miunu þær breytingar, sem þar hatfa verið á gerðar, vera ótvírætt til bótæ Viðamesta verkið á etfnis- sfcránni var að sjáltfsögðu Al- þingishátíðarkantatan, og til þess að flytja hana var stefmt saman hvatd Ijóðsins er ljóðið. Landið í baksýn gegnir þá hl'Utverki sem ‘tjaldið fyrir skuggamyndina: tekur við ljósi, en varpar frá sér litum. Ef hliðsjón er hötfð af fyrri bókum Hanneear, einlkum hinni fyrstu oig þriðju, má segja, að hann hafi nú dregið út úr þráð- um sínum einn þáttinn af mörg- um og sfcili 'honum hér með fiág- uðum og tfullkomnum. En Hannes hetfur jafntframt stetfnt að einföldun ljóðsins. Atf einföldum frumpörtum eru þessi kvæði hans samsett; t.d. notar Hannes gjarnan orð, sem algeng eru í eldri kveðskap; jaínvel orð, sem ætla mætti, að tefcin væru að sljóvgast að merking sakir langvarandi notfcunar. En gætum betur að — slík orð notar Hannes aldrei til fylling- ar, aldrei að ástæðuliausu og sjaldan eða aldrei i vanabundn- um samböndum. Aðeins auð- velda þau okkur að nálgast ljóð- in. Fyrir bragðið verða þau kunnuglegri. Eða gætu slífc orð efcki virzt vaxin upp úr þeim jarðvegi, þaðan sem ljóðin sjóltf sýnast einnig vera sprottin? Svo Sannarilega. En einföldun ytra forms mertkir efcki skerSing hug- myndar; getur meira að segja bleifcbt, eí efcki er skyggnzt dýpra; fcveðskapur Hannesar dregur efcki teljandi dám af vanabundnum kveðskap nema að ytra formi helzt, leynir á sér og er því seinlesinn. Og Innlönd eru etoki víðáttu- mikil að umfangi. Þau eru inn- hvertfur kveðskapur, mest á dýptina, djúpfundinn skMdslkap- ur, svo viðhaft sé alkunnugt orðasamband Hallgríms Péturs- sonar. Slík ljóð yrkir sá einn, sem meistari er í tfagi sínu. Erlendur Jónsson. öllu því mikla liði, sem fyrr var talið, alls nær tveim hundruð- um manna. Stærri og fríðari hóp ur mun naumast hafa verið sam- an kominn áður á íslenzfcu tón- leikasviði. En nokkur vonbrigði vafcti það, hverniig þessum mikla mannafla var beitt. Söngsveitin Fílharmonía, sem nú eins og áð- ur er ágætlega slkipuð ijvenrödd- um, stóð að mestu ein að flutn- ingi þeirra kafla í ’kaintötunni, sem samdir eru fyrir blandaðan kór. En þar sem karlaradidir þess kórs voru að þessu sinni fiáliðað- ar og fremur veikar, var óneit- anlega furðulegt að sjá til hlið- ar á sviðinu fílefldan úrvals- karlakór steinþegjandi! Úr því <að kórarnir voru hér báðir, áttu þeir tvímælalauist að slá sér sam an og standa sameinaðir að flutn- ingi alls verfcsins. Að þeim ágætu listamönnum Guðmundi Jónssyni og Þorsteini Ö. Steph- ensen, báðum óiöstuðum verður að segja, að hivorugur þeirra naut sín hér sem skyldi. Ein- söngih'lutvehkið í kantötunni er samið fyrir tenor, og liggur því svo nærri efri mörkunum á raddisviði Guðmundax, að óþægi- legt hlýtur að hiatfa verið, bæði fyrir hann og áheyrendur, og í framsagnarhlutverkinu hefði bjartari rödd og hvellari komið betur til skila í samlkeppni við hljómsveitina en ihin mjúka og fremur blædökka rödd (Þorsteins. En áheyrendur létu slíkt efcki á sig fá. Það mun mega segja, að hrifninigaralda hafi farið um þéttskipaðan salinn við tflu'tning kantötunnar, og að lokum stóðu áheyrendur á fætur og hylltu tónislkáldið með húrralhrópum og lanigvinnu lófatalki. Jón Þórarinsson. Reglusöm barngóð stúlha óskast til heimilisstarfa á íslenzkt heimili skammt fyrir utan New York. Yngri en 20 ára kemur ekki til greina. Ráðningartími 6 mánuðir frá miðjum janúar ’69. Báðar feirðir fríar. Þarf að geta talað ensku. Upplýsingar í síma 17690. Tónleikar: Dr. Páll ísólfsson heiðraður

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.