Morgunblaðið - 10.12.1968, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 10.12.1968, Blaðsíða 14
y 14 MORG-UNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. DESEMBER 1968 LJÓD MENN reisa sér minnisvarða með vexfeum sínum. Einar Ólaf- uir Sveinsson er fyrir löngu kunnur innanlands og utan fyr- ir afrek sín í íslenzkum fraeð- um og hefur á því svfði reist sér óbrotgjaman minnisvarða. Nú hefur hann með ljóðakveri því, er hann hefur látið frá sér fara, sett sér monument með kvæð- um, eins og Bjami Thorarensen hefði orðað það. Ljóð Einars er fyrsta ljóða- bókin frá hans hendi, og það þarf ekki liitia hugdirfsku til að gefa út í fyrsta sinn á sjötugs aldri — hann verður sjötugur á næsta ári — ljóðmæii handa Islendingum, ljóðglöggum, tóm- látum og spotzkum. Jafh- vel vísindaheiðurinn gæti beðið hnekki, ef van- smíðað vaeri. En sannast sagna em ljóð Einars hreinustu perl- ur mörg hver, srvo að mér þyk- ir ástæða til að fara um þau örfáum kynningarorðum til íþess að vekja athygli ljóðunn- emda á þeim, svo að þeir láti þau ekiki fram hjá sér fara, I ljóðakveri Einars eru 37 kvæði, flest stutt, en hvert öðm betra. Um hvað yrkir þá þessi máður, sem með heila og hjarta hefur flestum mönnum betur skynjað og túikað hugsun og til- finningu íslenzkrar þjóðar? Um þetta kemst hann sjálfur svo að orði: Er sem allt íslenzkt frá öllum tímum lands og lýðs leiki mér í hug: ilmur úr gróandi angambrekku, ofviðri öraefa, úr atf sævi, höf ðingj asetur, hjáleigukot, auður, örbirgð, eymd og sæla, bams vormorgunn og Minds manns nótt. (Er sem allt íslenzkt . .) Yrkisefni Einars er umfram allt „ilmur úr gróandi angan- brekku“. Einar er náttúruskáld með óvenju næma skynjun fyrir hinni tæru og hreinu fegurð náttúrunnar. Hann kallar ljóða- bók sána EÓS Ljóð, og er það ekki aðeins skammstöfun á nafni skáldsins, heldur er það og heiti hinnar árrisulu og rósinfingruðu rmorgumgyðju grískrar goða- fræði, sem færir guðum og mönnnum Ijós, er ímymd hinnar taeru fegurðar — og boðar dags- komu og uppfyllimg vona. Fer vel á þessu líkingamáli, því að ljóð Einars eru einfaldur og tær máttúrukveðskapur — þrunginn mannviti. !>að má nærri geta, að skáldið forðast dýrleika rímnastíls, orð- skipan dróttfcvæða e'ða form formsins vegna. >ess skal getið, að ein ágæt dróttkvæð vísa er í Ijóðabókinni, sem sýnir, að hann sneiðir ekiki hjá rímfléttum vegna vangetu. Annars er skáld- skapur hans af rót Eddukvæða, dansa, þjóðkvæða, þulna og æv- imtýra. Bragarhættir, hrynjandi, orðfæri og orðstkipan draga eink- um dám af þessurn bókmennta- tegundum: Lítið dæmi: Syifgur fuglinn Lilja-ljú langt út í skóg; hlusta ég á hann vorkvöldið langt og hef enga ró. (úr Vorkvöldi) Hættir eru annars fjöllhreyti- iegÍT og kliðmjúkir. Endurtekn- ingin er eitt hielzta auðkenni ljóðmálsins, og beitir hann henni atf sniild: 1 gegnum skóginn hann gengur, í gegnum myrkvan skóginn. Völvan gól honum grimman söng. hún gól og hún kvað: „Um árin löng skaltu elta þá hind sem hleypur um skóginn, sem hleypur um dimman skóg- inn.“ (Úr Gömlu kvæði). Mér virðist varla nokkuTS staðar ódýr strengur steginn, og bragfyllingar eða hortittir hreykja sér hverigL Kveðskapur Einiars er öguð list. Ef Einar er skyldtir nokfcru skáldá öðru fremur, þá er það Jónasi Hallgrimssyni, enda er vitað, að skáldskapur hans hefur verið honum mjög hjartfólginn. Einar jrrkir: Skýið grét og haifiíð hló og hauststormur kvað. (Arabesque, 2). Náttúran er lífi gædd. Eining náttúru og manns kemur víða fram í ljóðum Einars, m.a. ágæta- vel í Lofsöng til mosans: Af lífsins dögg þú drakkst á tímans morgni, og Dauðinn blindur gerir þig að mold, — hann hugðist leggja aftur auða fold: en mold þín lifir, hitinn himin- bomi á heilladögum vekur upp af dvala arftaka þína, mögu sólarsala. Mosi og menn eru eiinnar ætt- ar, börn sólar. Einar er skáld Ijóss, vors, birtu og sólar frem- ur en húrns og vetrar, ,þó að litir þeirra fari síður en svo fram hjá hionum. Vaxtarskeið ldfsins, vor- ið, stendur honum næst. Síðasta erindi í ljóði, er nefnist I gró- andanum, hljóðar svo: Og stráin hendur til himins rétta. Gott er að gróa! Gott er að spretta! Einar notar orðið gott likt og Jónas. En vel fer á þessu. Lík- ingin í vísunni er afbragð. Hún kemur að óvörum, er markvisis og leiðir hugann áð ákalli og þatokargjörð trúaðra til drottins síns. Einar er myndvist skáld, myndasmiður, og er ljóðið Tím- inn gleggsta dæmið um það, þar sem stórbrotin líking helzt tovæðið á enda. 1 Lækjarniði er fögur og skáildleg samlíking, þar sem lífinu er líkt við nið lækj- ar. Og í lokakvæði bókarinnar, Ljóðalokum, er áhrifamikil mynd dregin upp af glímu skáldsins við ofurstyrkan mann, dau'ð- ann. >á skal ekki látið hjá líða að benda á, að sum náttúrukvæða Einars minna á málverk, svo sjón ræn eru þau, enda heitir eitt ljóðanna 1 vatnslitum, sem er raunar fjórar myndir. >á eru ekki sdðri Japanskar þríhendur 12 að tölu, svipmyndir árstíða frá vetri til hausts þrungnar eftirvæntingu, fögnuði og kvíða. Hér er eitt sýnishom: Sára sáðdagsstund; sólskins nón með þungri kyrrð svæfir tímans tif. Eins og ráða má af því, er áð ofan getur, eru sum kvæði Ein- ars einskær ástaróður tiil náttúr- unnar, þar sem dýrð hennar og fegurð er lofsungin. En fiest ljóðanna eru heimspekileg nátt- úrukvæði, þar sem skáldð talar í náttúrulíkingum um eilífðar- gátu mannkyns, virðir fyrir sér með íhygli og hugarró leik lífs- irus, gleði, skop og sorg og gerir reikningsskil við lífið og dauð- ann. Kvæðfð „Kórsöngur" er per- sónulegasta ljóð bókarinnar. >ar Dr. Einar Ólafur Sveinsson. eru átökin við yrkisefnið einna umbrotamest: Ég vil stöðva það hjól, þessa hringekju tómsins, tímans veltandi vél bak við villu- leilk hjómsins, svo í augnabliks kyrrð fái ég aft- ur greint það, hver ég er, hvert ég fer, hvaðan beri mig að. Á einum stað kemst skiáldið svo að orði (í Broti): Leiðin er stuftt, lífið er aðeins spölur, ljósorpið fótaiál; fyrir og eftir er myrkur; og inn í ljósið vefst skugganna skjálfandi mistur. Dauðinn er staðreynd, allt annað er fánýtt, segir skáldið (í Ljóðalokum), og þráin er örvita ósk eftir því, sem ekki er til (í Vorkvöldi). >etta er að vísu kaldhyggja, en það er einmitt dauðinn, sem gerir lífið ldft! Milli þess sem er til og þess sem ekki er, milli augans sjónar og glamp- andi tálsýnar huganis er hyldjúpt gímald, en hvont þeirra varpar þó geislum handan um gjána, Ijós sem fer inn um glerjung; en þetta misræma ljósvarp gerir þó lífið líft. (Ljósbrot). Allt verður undarlegt. Menn eru og eru þó etoki: Ég leita, leita, auðnar sem þó er allt, stundar sem er aldrei — og þó alltaf, staðar sem er hvergi — og þó hvarvetna. (Leitin að Nirvana). Og skáldið tekur því, sem að höndum ber, með allsgáa oig jafnaðargeði eins og Egiil Skalla- grímsson forðum: Og bezt er að ieiíka af heilum huga það hlutverk sem forðum vér að oss tókum. Svo lýsi oss birta hins heiða himins! Svo hjálpi oss magn hinnar gró- andi jarðar! (Ur Kórsöng) >etta er lífsspeki vitsmuna og karlmennsfcu. Ljóðakver Einars hefist á kvæði, er nefnist Tileinkun: I Dimmgræn döggslóð sést; dagar yfir þeirra skor: ljós hins nýja lífs. Framhald á bls. 15 í Noregi er forréttindi að vera Islendingur Rœtt við Ástu Andersen, sendiherrafrú ÁSTA Andersen, sendiherra- frú í Noregi, var í stuttri heim- sókn í Reykjavík á dögunum og blaðamaður Mbd. notaði tækifær ið og rabbaði við hiana stundar- korn um störf sendiherrafrúar og skyldur. — Við höfum verið nimlega fimm og hálft ár í Osló, sagði frúin. Áður eitt ár í Stokkhólmi og átta ár í París, svo að þetta er orðinn nokkuð drjúgur tími sem við höfum dvalið erlendis og ekki komið heim, nema í stuttar heimsóknir. — Og hvar hafið þér kunnað bezt við yður? — Ég á afar auðvelt með að láta mér líka al'ls staðar vel. Sá síaður sem ég á að dvelja á hverju sinni finnst mér skemmti- legur. Við undum mjög vel hag okkar í Frakklandi, þar sótti ég írönskutíma á Sorbonine, því að fyrsta skilyrði til að maður kynnist Frökkum er að kunna tungu þeirra. >eir eru ekki sátt- ir við þá sem ekki tala frönsku. þeim finnst það alveg sjálfsagt mál. Nú og þá var prýðilegt að vera í Stokkhólmi og ég get ekki fallizt á þá skoðun, að Svíar séu stífir og merkilegir með sig, >eir eru indælt og aðlað- andi fólk. Og það er hreinlega dásamlegt að vera íslendingur í Noregi, má segja að það sé nán ast nokkurs konar forréttindi og manni standa allar dyr opnar. — Margir standa í þeirri trú að sendiherrastarfið feli naumast annað í sér en sitja veizlur og kokkteilboð. Hvað segið þér um það? — Starf sendiherra og sendi- ráða er fyrst og fremst venju- leg skrifstofuvinna. Og auðvitað boð líka, en þau eru ékki endi- leg skemmtun. En samband við fólkið næst ekki nema hafa sam- skipti við það. >að er einmitt aðal verkefnið að hafa náið samband við þá aði’la, sem leyst geta þau vandamál er upp koma á hverj- um tíma. Við höfum yndi af því að hafa gesti og reynum að bjóða fáum hverju sinni svo að við höfum tök á að ræða við alla og stofna til kynna. — Oft hefur því verið fleygt, að Norðmenn væru heldur leið- inlegir. — >að samþykki ég ekki. >eir eru einmitt léttir og skemmtilegir í viðkynningu og þeir kunná til dæmis að skemmta sér miklu betur en íslendingar, að því er mér finn9t. >eir eru ekki nærri eins þungir ef svo má segja. og við. í sambandi við starf mannsins míns höfum við ferðazt talsvert um laindið og kynnzt fólki af öllu tagi og ég verð að segja, að ég er ákaflega hrifin af norsku þjóðinni. >ar sem sendiherrann í Nor- egi hefur og fleiri lönd á sinni könnu, það er Ítalíu, ísrael, Pól- land og Tékkóslóvakííu er ljóst, að hann þarf að fara til þess- ara landa alltaf öðru hverju. Ég fór með manninum mínum, þegar hann afhenti skiiríki sín í þess- um löndum og síðan aftur til ís- raels þegar opinber heimsókn var farin þangað á 20 ára afmæli landsins á s.l. vori. Mér fannst ósköp drungalegt að koma til Póllands og Tékkóslóvakíu, þar er einhvern veginn allt anmað andrúmsloft en maður finnur í vestrænum löndum. Allir svo al- vörugefnir og þungbúnir. Ég hef ekki komið þangað nýverið, en það er kannski enm verra núna. — Nú er fjö’ldi íslendinga við nám í Noregi? Hafa þeir mikið samband við sendiráðið? — Auðvitað hittum við íslend ingana, eða nokkum hóp þeirra öðru hverju. >eir koma í sendi- ráðið og lesa blöð þar, en þar sem aðbúnaður stúdenta ís- lenzkra er til fyrirmyndar þarf sendiráðið yfirleitt ekki að hafa neinar teljandi fyrirgreiðslur vegna stúdentanna. Nú er verið að leggja síðnstu hönd á íslend- ingahúsið sem er í Norefjell um tveggja tíma akstur frá Osló, þangað geta íslendingar farið unj páska og jól og dvalið þar í góðu yfirlæti. Formaður íslend- ingafélagsins Skaprhéðinm Árna son, sem er fulltrúi Flugfélags fslands í Osló, hefur unnið mik- ið og gott dtarf með stúdentun- um, bæði í sambandi við íslend- ingahúsið og fleiri hagsmunamál þeirra. — Mér fyndist nauðsynlegt og æskilegt, heldur frú Ásta áfrarni, að skipuleggja enn frekari menm ingarskipti við Noreg en hefur verið gert. Við þyrftum að senda oftar listsýningar utan og fleira í þeim dúr. þar sem áhuginn er fyrir hendi. — Er minningar- og listalíf í blóma í Osló? — Ja, þar er mikið um að vera. >eir eiga ágæt leikhús, þar sem frábærir listamenn flytjia verk nýrra og óþekktra höfunda og svo auðvitað Ibsens og anm- Asta Andersen. arra klassískra öðru hverju Óperan er orðin ágæt og norski ballettinn er orðinn afbragð. Dansmeyjan fræga, Sonja Arova, tók að sér bállettinni fyrir nokkrum árum og hefur tekizt að byggja hann upp, svo að glæsilegt má telja. Tónlistarmenn eiga Norðmenn marga og ágæta en það stendur tónlistarlífi fyr- ir þrifum, að enginn almennileg- ur konsertsalur er til. Tónleikar eru jafman haldnir í hátíðasal háskólans, en hljómburður er þar slæmur. Nú er að vísu tón- listarhö'll í byggingu og vonandi að hún komist sem fyrst upp. — >ér virðist sem sagt umia hag yðar ágætlega og hafið vænt anlega engan tima til að láta yður leiðast? >etta er fjölskrúðugt og skemmtilegt líf, ef maður not- færir sér aðstöðu sína. Viðget- um kynnzt mörgu frægu og merku fólki og það er auðvitað ógleymanJlegt. >amnig kynntist ég í Frakklaindi bæði eiginkon- um þeirra Couve de MurviRe, núverandi forsætisráðherra og eiginkonu Mendes France. Báðar eru þær listmálarar og elskuleg- ar og sjarmerandi konur. En menn skyldu ekki gleyma því, að starf sendiherrafjölskyldu er vinna fyrst og fremst, ef maðuir situr auðum höndum og reynir ekki að koma á tengslum við þjóðina sem maður starfar hjá er til lítils ummið. Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á lista- og menningarmálum — hef spifli- að sjálf á píanó, þó að það sé svo sem ekkert til að státa af — og hef því einmitt kynnzt fjölda fólks úr röðum listamanna. Og ég verð að segja að fyrir lítið land eins og ísland er mikils- vert að koma vitundinni um ís- land inn í þjóðina sem maður vinnur hjá.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.