Morgunblaðið - 11.12.1968, Side 3

Morgunblaðið - 11.12.1968, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. DESEMBER 1968 3 ÞAU tíðindi hafa borizt hing- að til lands, að danski flug- maðurinn Alfred Asmuscn, sem fjölda mörgum sinnum hefur komið við hér á landi, þegar hann hefur verið að ferja litlar flugvélar yfir At- lantshaf, — hafi sl. föstudag beðið bana í flugslysi í eins kílómeters fjarlægð frá flug- vellinum í heimabæ hans, Sönderborg á Jótlandi As- mundsen hefur oft komið til íslands og kona hans vann hér áður en þau gengu í hjóna- band. Asmusen var að ferja Dorniervél frá Bandaríkjun- um, en hún átti að fara í endurbyggingu í Þýzkalandi, — þegar vélin steyptist niður rétt við flugvöllinn og beið flugmaðurinn þegar bana. Asmusen hafði um fjölda mörg ár stundað þá atvinnu að flytja litlar flugvélar yfir hafið, og getið sér gott orð á því sviði. Var það ætíð vandi hans að gista á Hótel Loft- leiðum, þegar hann millilenti hér á Reykjavíkurflugvelli. Seinni hluta nóvembermán- aðar var hann staddur á ReykjavíkurflUigvelli að flytja samskonar vél yfir hafið, Alfred Asmusen, danski flugmaðurinn, sem fórst í fyrri viku, framan við Dormien’élina á Reykjavíkurflugvelli síðast í nóv. (Ljósm.: Sv. Þorm.). ið 1959 í Laugavegsapoteki, og er ákaflega hrifin af íslend- ' ingum, og hefur oft komið hingað. Við opinberuðum trúlofun okkar um 'borð, en það var langt til næsta gullsmiðs, svo að vélstjórinn um borð, gmíð- aði handa okkur trúlofunar- hringana úr kopar. Við geym- um þá enn(þá.“ „Þetta er Dorniervél þýzk, sem þér fljúgið núna?“ „Já, þetta er góð vél og hraðskreið, og ég. held, að þessar vélar, sem stuttar flug brautir þurfa, eigi mikla fram tíð fyrir höndum. Við köllum þær STOL, sem er skammstöf un á „Short take off and land ing.“ í samkeppninni við þyrlurn ar hafa þær mikla yfirburði. Svona vél er hægt að fljúga milli staða yfirleitt í hvaða veðri sem er, en þá er þyrlan alls ekki alltaf flughæf. Einn- ig er hægt að flytja stóra og þunga hluti með vélum þess- um, og þær þurfa yfirleitt ekki lengri flugbrautir en 400 metra, líkt Oig Caribou-vélin kanadiska. 1 sambandi við þetta ferju- flug mitt hef ég eignazt marga Fórst í ferjuflugi rétt við heimabæ sinn Danski flugmaðurinn Alfred Asmusen fórst við Sönderborg á föstudag — Var að koma frá Reykjavík Dornier 28 D, frá Múnchen, þar sem vélin var framleidd og til New York. Blaðamaður M'bl. náði tali af Asmusen þegar hann var hér þá, og átti við hann stutt samtal um flug hans, og fer það hér á eftir: „Hvenær hóíust fyrstu kynni yðar af íslandi og ís- lendingum, Asmusen"? „Það var eitthvað í kringum 1959. Ég kom þá til íslands með Gullfossi en flaug srðan De Haviland Rapid til blýnám anna í Meistaravík á Græn- landi. Ætlaði ég að vera þar um tíma, en vélvirkinn vildi heim, hann var kvæntur, svo að ég slóst í för með honum. Við fórum með Gullfossi heim. Þar hitti ég konu mína um borð.“ „Það er sagt, að hún sé ís- lenzk?“ „Það er ekki rétt, én hún vann hér í nokkra mánuði ár- góða vini og kunningja á ís- landi, og ég hlakka alltaf til að koma hér við.“ Þannig lauk samtalinu við Alfred Asmusen, sem héðan flaug Dorniervél, sams konar og hann stendur framan við á Reykjavíkurflugvelli í nóvem ber á myndum með þessum línum — sl. föstudag, en mætti þá örlögum sínum, og á hingað ekki afturkvæmt. — Fr. S. Sonur bjargs og báru — ævisaga Jóns í Belgjagerðinni, skráð af Guðmundi G. Hagalín KOMIN er út ný bók eftir Guð- mund Gísilason Hagalín, „Sonur bjiargs og báru“. Eir það ævisaga Sigurðar Jóns Guðmundissonar, stofnanda Bel gjagerðairinnar í Reykjavfk, eða Jóns í Belgja- gerðinni einls og hann er venjju- lega nefndur. Sagan er samin eftir frásögn hans sjáltfs og ýms- um fleiri, bæði munnlegum og bólkfestuim heimildum. Jón er Vestfirðingur, fæddur á HvaHlátirum við Látraibjarg. Tólf ára gamall gerðist hann há- 6eti á seglskipi, og síðan var hann sjómaður, háseti, stýrimað- ur eða skipstjóri á ýmsum teg- undum skipa og við ýmiss konar veiðar í fjórðung aldar, en gerð- ist svo stofnandi iðnfyrirtækis, sem byrjiaði í næst'a smiáumvstíl í kjaillaraiholiu í Reýkjavík, en er nú stórt og myndanlegt og veitir mörgum lifibrauð. Á kápusíðu segir m.'a.: „Saga Jóns í Belgjaigerðinni er saga manns, sem gæddur er miklu þreki, og enn meiri seiglu, mikl- um manndómi og þá ekki síður drenghkap, og hefur auk þess h'aldið óvenjuilegum trúnaði við felenzka bókmenningu. — í þess- Guðmundur G. Hagalín. ari bók eru skýrar mannlýsimg- air, en innig mgÖg ræ'kileg lýs- inig á því, hvernig líifisbaráttan hefur um aldir móitað fólkið, bar áttu við hrjúfa og ærið harð- leikna néttúru landsins og átök við lanidlbrim og brattýfðan út- sæ“. Bókinni er skipt í níu megin- kafla. Hún eir 237 bls. að stærð. Útgefandi er Skuggsjá. RITSTJÓRN • PREIMTSMIÐJA AFGREIÐSLA'SKRIFSTOFA 5ÍMI 10*100 Kýnnið yður úfvalið hjá 'ValbjörKS) Sófasettið P. 65 er í senn fallégt og vandað, þér getið valið úr ýmsum gerðum áklæða. Stálfætur eru undir sófa og stólum og stól- um má snúa að vild. Laugavegi 103, Sími 16414 Borðstofuskápur úr tekki, stílhreinn. Lengd HGykjaVÍk 170 cm. Sérstaklega gott verð kr. 7950,00. Og GlerárgÖtu 28, Akureyri Verzlunin VALBJORK STAKSTEINAR Hallar undan fæti Hin siðustu ár hafa tveir ungir menn, Baldur Óskarsson og Ól- afur R. Grímsson lagt eignarhald á samtök ungra Framsóknar- manna. I nafni þeirra hafa þeir ferðast um landið, haldið fundi og rætt við menn. Öli þessi starf- semi hefur haft þann tilgang ein- an að undirbúa valdatöku þeirra og fóstbræðra í Framsóknar- flokknum, sem þeir hafa talið á næsta leiti. Snemma á þessu ári þótti þeim jarðvegurinn nægi- lega vel undirbúinn til þess að hefjast handa svo um munaðL Ólafnr skyldi verða ritari Fram- sóknarflokksins. Kosningabarátt- an var rekinn á þann hátt, að frambjóðandinn skrifaði urmul greina í Tímann og kom þar víða við. Af einhverjum ástæðum höfðu þessi skrif hins vegar tak- mörkuð áhrif og áður en mið- stjórnarfundur Framsóknarflokks ins hófst í febrúar sl. var orðið ljóst, að kosningarbaráttan var runnin út í sandinn. En til þess að hugga Ólaf var stungið upp í hann dúsu eins og stundum er gert við óþekka krakka og hann gerður að formanni svokallaðs „skipulagsráðs“, sem hefur óákveðið verksvið. Næst víkur sögunni að Laugarvatni. Það var síðla sumars haldið þing ungra Framsóknarmanna. Það kom fljótt í ljós á því þingi, að hinn almenni félagsmaður í þeim sam tökum var ekki ýkja hrifinn af því, að tveir menn leggðu eign- arhald á SUF og beittu því í eig- inhagsmunaskyni. Þess vegna bundust þingfulltrúar samtökum um að létta ábyrgðarstörfum af þeim Baldri og Ólafi. Þeim bár- ust hins vegar fregnir af þessari fyrirætlan og höfðu erindreka sinn, Eyjólf Eysteinsson (Jóns- sonar) á þönum alla nóttina að safna þeim, sem treysta mátti til fundar árla morguns á sunnudag til þess að kjósa stjóm meðan aðrir þingfulltrúar voru vart risnir úr rekkju. Bragðið tókst. Þeir fóstbræður unnu þessa lotu. En þeir fengu ekki lengi að njóta sigursins. Á aðalfundi Félags ungra Framsóknarmanna í Reykjavík var þeim Ólafi og Baldri sýnt það óþokkabragð, að þeim var sparkað úr fulltrúa- ráði Framsóknarfélaganna í Reykjavík. Fulltrúaráðið er afar mikilvæg stofnun, sem • m.a. ákveður framboð flokksins í Reykjavík. En ungir menn láta ekki hng- ast, þótt á imóti blási og hinir metnaðarfyllri eins og Baldur og Ólafur líta gjaman í kringum sig eftir þingsæti. Sumir segja, að Baldur hafi mikinn áhuga á sæti Helga Bergs á framboðslista Framsóknarflokksins á Suður- landi. En Ólafur beindi fránum sjónum sínum að því kjördæmi, sem þykir virðingarmest utan Reykjavíkur, Reykjaneskjör- dæmi, og þóttist sjá að fylgi Jóns Skaftasonar væri ekki ýkja traust. Svo vel vildi til, að er- indrekinn, Eyjólfur Eysteinsson, er einmitt búsettur í kjördæminu og átti sæti í Ikjördæmisráði, sem ákveður framboð. Hann mun því þegar hafa hafizt handa um að undirbúa jarðveginn. En Jón Skaftason fékk fregnir af þessu ráðabruggi og fyrir skömmu gerðust þau ótíðindi, fyrir þá fóst bræður, að Eyjólfi var sparkað úr kjördæmisráðinu í Reykjanes kjördæmi. Jón Skaftason og fylgismenn hans töldu hyggileg- ast að hafa vaðið fyrir neðan sig í samskiptum við þá félaga. Nú sitja þeir eftir með sárt ennið, Baldur, Ólafur og Eyjólfur. Hin- ir tveir fyrrnefndu hafa verið reknir úr valdamestu stofnun flokksins í Reykjavík og hinn síðastnefndi úr þýðingarmestu stofnun flokksins í Reykjanes- kjördæmi. Sagt er, að Eysteinn sé reiður.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.