Morgunblaðið - 12.12.1968, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 12.12.1968, Blaðsíða 2
2 MORGUlNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 1968 Skátar safna í Hafnarfirði VETRARHJÁLPIN í Hafnaifirði er nú að hefja sitt þrítugasta starísár og er eins og fjrrr á veg- um safnaðanna í Firðimim. í fýrra nam heildarupphæðin 154.800 fcrónum, þar af var fram- iag bæjarsjóðs 50 þúsund. Úthlutað var í 119 sitaði og auk þess safnaðist mikið af alls kyns fatnaði, sem nokkrar konur sáu um úthlutun á. Skátar hafa jafnan farið um bæinn til söfnunar fyrir jólin, og svo er eirmig rtú. — Þess skal getið, að starfsfólk vetrarhjálpar- innar í Hafnarfirði starfar að öllu leyti í sjálfboðavinnu. >að eru tilmaeli forstöðumanna söfnunarinnar, að umsóknir um styrki berist henni sem fyrst, svo og ábendingar um bágstadda ein- staklinga og fjölskyldur. í stjóm vetrarhjálparinnar eru: Séra Garðar Þorsteinsson, for- maður, séra Bragi Benediktsson, Gestur Gamalíelsson, húsasmíða- meistari, Guðjón Magnússon, skó smíðameistari og Þórður Þórðar- son framfaerslufulltrúi. Fyrirlestur um iriðar- sveitir Kennedys FYRIRLESTUR verður haldinn í Norræna húsinu um starfsemi Friðaírsveita Bandaríkjanna (Peace Coarps) föstudaginn 13. desember kl. 20,30, á vegum Stúdentafélags Háskólans. Fyrir lesari verður Edward V. Nef, starfsmaður Friðarsveita Banda- ríkjanna. Öllum er heimill að- gangur að fyrirlestrinum. Þegar friðarsveitirnar voru stofnaðaar af Kennedy forseta fyrir nærri átta árum vaknaði þegar nokkur áhugi meðal ís- lenzkra æskumanna fyrir þeirri starfsemi. Hafa friðarsveitir ver- Ið stofnaðar víða í vestur Ev- rópu, meðal annars á öllum hin- um Norðurlöndunum. Hér á landi hefur starfað nefnd á vegur kirkjunnar, til að vinna að þessu máli, og gengst hún fyr ir komu Mr. Nef hingað til lands ásamt Herferð gegn hungri. Vonast þessir aðilar til að geta komið á samvinnu við erlendar friðarsveitir, þar sem við íslend- ingar höfum ekkj bolmagn til að fara af stað einir. Þekking á þessari starfsemi er mjög tak- mörkuð hér á landi og er heim- sókn Mr. Nef þáttur í að bæta úr því. Mikill skortur er á fólki til margvíslegra starfa í þróunar- löndunum og má segja að þrf sé fólks með margs konar starfs- þjálfun og reynzlu að baki. Edwaird Nef hefur verið starfs- maður utanríkisþjónustu Banda- ríkjanna. Árið 1962 til 1964 starf aði hann hjá Friðarsveitunum og tók aftur til starfa hjá þeim, sem forstjóii deildar sem hefur með höndum aðstoð við friðar- sveitir annarra landa. Mr. Nef hefur ferðazt víða um heim og talar auk ensku, frönsku, pólsku og spænfiku. (Fréttatilkynning). Guðrún P. Helgadóttir Islenzk fornrit með nútíma stafsetningu Margir kannast við vestur- þýzku eftirlitsskipin Poseidon . og Meerkatze, sem annast eftirlit með vestur-þýzkum fiskiskipum á norðurslóðum. Nú hefur það þriðja bætzt í hópinn: 1300 tonna skip, sem ber nafnið Frithjof. Á því er | 50 manna áhöfn og heimahöfn i þess er Cuxhaven. BÓKAÚTGÁFAN Skugg- sjó hefur hafið útgáfu á is- lenzkum fornsögum með nú- tima stafsetninigu. Fyrsta bind ið er nú komið út, og eru í því Egillssaga, Hænsna-Þóris saga, Gunnlaugssaga Oirms- tungu, Bjarnar saga Hítdæla- kappa og Gísla þáttur Illuga- sonar. Þeir Grímur M. Helga- son og Vésteinn Ólafsson hafa búið sögurnar til prentunar. Guðrún P. Helgodóttir vorði doktorsritgerð í Oxford GUÐRÚN P. Helgadóttir, skóla- stjóri Kvennaskólams í Reykja- vík varði i gær doktorsritgerð um Hrafn Sveinbjamarson við háskólann í Oxford. Frú Guðrún hefur unnið að verki þessu nokkur undanfarin ár og kamnað ýmsar heimildir, sem áður voru lítt þekktar um ævi og störf Hrafns. Dularfull Ijósfyrirbrigði á lofti í Þingeyjarsýslu DULARFULL Ijós sánst á himni í suður frá Þórshöfn í gær á sjötta tímanum. Ljós þessi — einhvers konar ljós- kringlu sáu tugir manna og Þorsteinn Hákonarson, lög- regluþjónn, tók myndir af fyr irbærinu, sem voru þegar Mbl. hafði síðast fréttir af þessu í framköllun hjá Vam- arliðinu á Langanesi. Jón Jóharmsson, bifreiða- stjóri sá ljósin fyrst um kl. 17.15. Hringdi hann þegar í Aðalbjöm Amgrimsson, flug- vallarstjóra á Þórshöfn og til- kynnti honum um þennan ó- kennilega hlut. Fékk hann þá jafnframt að vita að engar flug vélar væru í nágrennimi. Þor steinn Hákonarson, lögreglu- þjónn lýsti fyrirbæri þessu svo: — Ég var staddur hjá Aðal- bimi og við hlupum báðir út með kiki og horfðum við á hlutinn í um það bil 15 mín- útur. Ég fékk að láni mynda- vél og tók myndir af hlutn- um, en ég veit ekki um árang ur erm, en mvndavélin var fremur léleg. Ég tók einar 6 myndir af þessu. — Þetta leit út eins og kringl óttur hnöttur eða skífla á suð- urloftinu og bar í miðjar hlíð ar Heljardalsfjalla. Það færð- ist í suðvesturátt og stærðin var á að gizka eins og táundi hluti tunglsins. Þá ræddum við við Jón Jó- hannsson, bifreiðastjóra. Hann sagði: — Ég sá þetta fyrst um kl. 17.15 og fylgdist með því til kl. 18. Ekki var gott að gera sér grein fyrir því hvað þetta var, en allra ádit er, að þama hafi eitthvað óvenjulegt verið á ferðinni. Þetta ljósfyrirbrigði sáu allflestir hér í þorpinu og jafnvel í næstu sveitum. Gæti ég trúað að áhorfendur hafi skipt tugum. Ég hringdi í Aðal bjöm flugumferðarstjóra og sagði hann mér að engin flug- umferð væri. — Ég horfði á þetta í kfki. Ég get ekki gert mér grein fyrir lögun hlutarins, en strák ar, sem hér voru töldu að skíði hefðu verið á hlutunum. Það getur nú verið ímyndun. Ljósmagnið var breytilegt og ég imynda mér að hluturinn hafi verið einhvers konar kúla og eitthvað hafi snúizt irman i henni, því að ljósið breyttiat reglulega, snerist eins og rat- sjá og mér sýndist geisla frá því í ákveðna átt. Ljósið var misskært, en dofnaði og styrkt ist reglulega. — Ég þori ekki að fullyrða um fjarlægðina, en hafi þebta séat frá Hólsfjöllum mætti reifcna hana út. Þegar hlutur- inn hvarf yfir f jallgarðinn virt ist hann rétt skríða yfir hann, sem er 2500 fet. Svo hvarf þetta ókennilega loftfar yfir Arnarfjöllin. Seint í gærkvöldi frétti Mbl. af enn einum furðuljósum, sem 2 menn sáu í fyrradag á Vesturöræfum en þeir voru þá staddir við svokallaðan Sauða kafa og var á myrkux. Sáu þeir þá ljós, sem bar milli Eyjabakkajökuls og Brúarjök uls og virtist það koma fram í skarði i jöklinum. Þeir félag ar, Birgir Ásgeirsson og Páll Pálsson — hinir sömu og lentu í hrakninguwi á þesslisst slóðum fyrir 10 dögum og voru nú að sækja bíl sinn, er þeir höfðu skilið eftir — sögðu að ljós þessi hefðu ekki líkzt ljósi af eldgosi, heldur virtist þeim þetta vera ljóskastari. Birti í kringum þá er Ijósið beindist að þeim, þótt alllangt væru mill þeirra og ljósanna. Skrifa þeir formála að verk- inu og benda þar m.a. á, að engkn ísilendingasaga sé til í eiginhandarriti hötfundar, held ur hafi þær varðveitzt í eftir- ritum eftirrita og hver þeirra hafi stafsett eftir því, sem honum þótti hentugast og skemmtilegast. Af þeim sök- um hafí stafsetningin orðið mjög mismunandi í handritum. Þá segir í formálanum: „Til þess að ráða bót á þessu hafa menn fundið upp að nota svonefnda samræmda stafsetn ingu forna, þ.e.a.s. hafa gert sér reglur um stafsetningu máisinis, sem eiga að gefa nokkuð skýra hugmynd um, hvernig það var á 12 öld. Þess háttar stafsetning hefur hing að til verið höfð á öllum heild arútgáfum íslendingasagna. Þetta er ein aðferð til að koma sögunum á prent, og hefur hún margt sér til ágætis. Á seinni árum hafa menn þó fremur hallast að því að prenta sögumar með nútíma- stafsetningu: hún er oftsízt fjær stafsetningu handritanna en samræmd stafsetning forn, og hefur þann ótvíræða kost að vera auðveldari í lestri fyr ir þá, sem henni einni eru van ir. Þessi útgáfa er ekki sízt ætluð ungu kynslóðinni og öðrum sem enn hafa lítil kynni haft af íslenzkum fornsögum. Því var einsætt að hafa á henni nútímastafsetningu, en jafnframt er ýmsum orðmynd- um vikið lítið ertt við til sam- ræmis við málvenju nútím- ans“. Atast í bókinni eru skýr- ingar orða og orðasambanda og skýrimgar vísna. Ennfrem- ur eru vísur skýrðar jafnóð- um í texta. Yfirlýsing Mér hafa borizt af því ó- yggjandi fregnir að aðstand- endur hins svokallaða Al- menna útgerðarfélags hafi reynt að bendíla mig við félag þeirra. Vil ég því upp- lýsa, að einu afskipti min af því fyrirtæki eru þau, að margbiðja mienn þessa, er þeir komu til mín sem ritatjóna, að leggja ekki úrt í þessa félags- stofnun og benda þeim á, að fjarstæitt væri að netfna þetta félag almenn.ingshlutafélag. Trl þess skorti aMar foraend- ur. Eyjólfur Konráð Jónsson. Frithjof er hið glæsilegasta [ skip og búið öllum bezta bún ' iði, sem eftirlitsskip þurfa með |m.a. til að veita læknisaðstoð. Skipið er nú í annarri ferð ' sinni og í gær hafði það stutta ‘ viðdvöl í Reykjavíkurhöfn. | Þá tók Ól. K. M. þessa mynd | af því. ?J, - ví- / fí- /, i Þorsteinn Gísloson tekur sæti d Alþingi ÞORSTEINN Gíslason, skipstjóri tók .sæti á Alþingi í gær í stað Ólafs Bjömssonar, prófessors, sem er á förum til útlanda í opin beirum erindagerðum. Þorsteinn Gíslason hefur áður setið á Al- þingi. . Gjnfii til Árbæjorkirkju HJÓNIN Lóa og Stefán Sigurðs- son frá Vatnskoti hafa fært Ár- bæjarkirkju í Holtum tvö þús- und krónur til minningar um Margréti Þórarinsdótrtur frá Litlu Tungu og þrjú þúsund krómur til minnigar um Guðmund eon þeirra hjóna. Einnig hafa dætur þeirra Sigríður og Dilja Stefáns- dætur og Lára Páknarsdóittir ekkja Guðmundar Stefánasonar gefið eitt þúsund krónur til minn ingar um haim. Kærar þakki rtil allra gefend- anna. Jón Jónsson, Árbæ.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.