Morgunblaðið - 13.12.1968, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 13.12.1968, Blaðsíða 4
4 MORGUNBÍLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 13. DESEMBER 1M8 Sími 22-0-22 Raubarárstíg 31 SÍHI1-44-44 Hverfiseötu 103. ; Simi eftir lokun 31160. IVIAGINIÚSAR sKiPHom 21 simar21190 eftir lokwn slmi 40381 LITLA BÍLALEIGAN Bercstaðastræti 11—13. Hagstætt leigugjald. Sími 14970 Eftir lokun 14970 effa 81748. Siourður Jónsson. fSLAND 50 litskyggnur í öskju. Skýringar á dönsku og ensku. Kynning á landi og þjóð. Verð kr. 500,-. * Fræðslumyndasafn xíkisins - Borgartúni 7. Skemmtileg og spennandi unglingasaga urn hrausta stráka sem lenda í ótrúlegustu ævintýrum. Þetta jer fyrsta bók Hafseins, og hún lofar svo sannarlega góðu. •> Afgr. er f KJörgarðl síml 14510 0 Til foreldra: Hvar er bláa DSB-hjólið? Velvakandi befux stundum ver ið beðinn um að lýsa eftir reið- hjólum, sem horfið hafa frá böm um. í a.m.k. tvö skipti höfðu stálpuð böm stolið hjólimum, en foreldramir virðast ekki haifia uggað að sér um eignaorrétt bama sinna á hjólhestunum, fyrr en þau lásu lýsinguna í þessum dálkum. Var þeim báðum skilað í rólegheitum. Má það annars merkilegt heita, ef foreldrum þykir það ekkert grunsamlegt, að bam þeirra er skyndilega komið með reiðhjól. Virðast þeir furðu- lega auðtrúa á skýringar bama sinna, svo sem að hjólið sé feng ið að láni, það hafi verið keypt fyrir ágóða af blaðasölu o.s.frv. f þetta skipti er lýst eftir bláu drengjahjóli með gírum af DSB- gerð, sem hvarf frá HGagaskóla fyrir um það bil tveimur vik- um. Sá, sem tók hjólið, er nú beðinn um að skilja hjólinu aftur á sama stað, (eða þá forráða- menn drengsins), og verður þá enginn frekari eftirrekstur gerð- ur 1 málinu, en annars er það I höndum lögreglunnar. 0 Skortur á kristilegum smábarnabókum „Húsmóðir" skrifar: ,Kæri Velvakandi! Mig hefur lengi langað til að koma á framfæri eftirfarandi um- kvörtun og treysti þér bezt til þess: Hvemig stendur á því, að það Virðist næstum ómögulegt að fá kristilegar smábaroasögur í stærstu bókaverzlunum Reykjavik ur? Ég hef leitað í mörg ár eftir slíkum bókum, bæði þeim sem mætti lesa fyrir böm í sunnu- dagaskólum jafnt og í heimahús- um, því að ennþá eru öll heil- brigð böm hrifin af sögum. Það hrúgast upp alls konar sög- ur um allt landið, sem miður eru góðar fyrir böm og unglinga. Væri nú ekki rétt að fiara að breyta til og auka útgáfur af kristilegum baroabókum, enkasta í sorpið þessu bókarusli, sem er að eyðileggja barnasálirnar. Með ósk um endurbót í þessu máli, lýk ég þessum orðum og þakka fyrir birtinguna. Húsmóðir". 0 Fyrirspurnum svarað um Keflavíkurvöll Pétur Guðmundsson, flugvallar stjóri á Keflavíkurflugvelli, skrif ar: „Vegna fyrirspumar hr. Jóhann esar R. Snoirasonar, um lending- araðstöðu á Keflavíkurflugvelli, sem birtist í dálkum yðar, 4. þ.m. leyfi ég mér að óska eftir að þér birtið eftirfarandi: í fyrsta lagi er spurt um hvað hafi verið gert til að bæta ör- yggi til aðflugs og lendinga á Keflavíkurflugvelli, síðan flug- málastjóri hætti að hafa afskipti af málrnn þar. Síðan árið 1957 hefir eftirtöld- um flugöryggistækjum verið kom ið fyrir á flugvellinum: a) f janúar 1959 var blind- lendingarkerfi (ILS) tekið ínotk un fyrir aðal blindlendingarbraut. b) f september 1959 voru tekin í notkun aðflugsljós af fullkomn- ustu gerð fyrir sömu flugbraut. c) í janúar 1961 var tekin í notkun VOR-DME fjölstefnuviti ásamt tæki til sjálfvirkra fjar- lægðamælinga. Tækin eru notuð til fetaðarákvarðana og aðflugs á Isjö flugbrautir. d) f apríl 1964 voru tekin í Inotkun VASIS aðflugsljós á fluig- Ibraut 21. e) í september 1965 voru tekin I notkun miðlínuljós á aðal blind lendingarbraut. f) f ágúst 1966 var tekin í notk un langdrægur radíó stefnuviti fyr ir loftsiglingar og aðflug til vall- arins. g) I ágúst 1967 voru ratsjár- tæki flugvallarins enduroýjuð, þannig að þau fullnægja ströng- ustu kröfum sem gerðar eru til slíkra tækja. Um rekstur tækj- anma sér þrautþjálíað starfsUð. Skv. handbók fyrir flugmenn, „AIP ICELAND", þarf að biðja um ratsjárflug með 15 mínútna fyrirvara, ef það er ekki gert í tíma geta orðið tafir, eins og gef- ur að skilja. h) Síðan 1957 hefir afkastageta flugvallarslökkviliðsins a. m. k. fjórfaldast og er meirihluti tækja búnaðar þess nýr af nálinni. Slökkviliðið fullnægir alþjóða- kröfum í dag. í öðru lagi er spurt um hvað áformað sé að gera i náinni fram- tíð til bóta í öryggismálum. Því er til að svara, að m.a. hefur undanfarin ár verið fylgzt náið með tækniþróun og gerð sjálf- virkra blindlendingartækja, sem miða að því að gera lendingar óháðar veðurfari. Eru tilraunir þessar komnar á það stig, að ný- hafin er notkun tækja, sem leyfa lendingu í 100 feta skýjahæð og Vt mílu skyggni. Þegar nægileg reynsla er feng- in um notagildi tækja þessara og ef þau sanna ágæti sitt, er áform- að að koma þeim upp hér á flug- vellinum. Pétur Guðmundsson, flugvaUarstj óri“. FLÓKAINNISKÓR kven- og karlmanna Framnesvegi 2 péturandrésson SVEFNHERBERGIS HÚSGÖGNí MIKLU ÚRVALI. Viðartegundir: Palisander, teak, eik. Allar vörur á gamla verðinu. Opið til klukkan 10 í kvöld. RJÖRGARð7 *

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.