Morgunblaðið - 13.12.1968, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 13.12.1968, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 13. DESEMBER 1968 17 Fjárhagsáœtlun Reykjavíkurborgar 7969: Hvaðan koma tekjurnar — Hvernig er þeim varið ÞAl) þykir jafnan mikill við- burður, þegar f járhagsáætlun Reykjavíkurborgar er lögð fram og í gær var fjárhags- áætlun höfuðborgarinnar fyr- ir 1969 lögð fram til fyrri umræðu í borgarstjórn. Gerð fjárhagsáætlunarinnar krefst mikils undirbúningsstarfs, sem hefur verið sérstaklega erfitt að þessu sinni vegna þess óvissuástands, sem ríkti í efnahagsmálum fram eftir haustinu. Með fjárhagsáætluninni leggur meirihluti Sjálfstæð- ismanna í borgarstjórn Reykjavíkur fram áætlun sína um það, hve mikið af tekjum borgaranna á næsta ári muni renna í borgarsjóð og tillögur sínar um það hvernig þessum peningum Reykvíkinga skuli varið. Fjárhagsáætlunin gefur því vísbendingu um þá megin- stefnu, sem ríkir hjá Sjálf- stæðismönnum í borgarstjórn Reykjavíkur. í því, sem hér fer á eftir verður leitast við að gera nokkra grein fyrir því, með hverjum hætti Reykvíkingar greiða hluta af tekjum sínum til borgarsjóðs og hvernig þeim er varið og jafnframt hversu miklar hækkanir verða á ein- stökum liðltm fjárhagsáætl- unarinnar frá yfirstandandi ári. Hvernig fœr borgin tekjur sínar? Gert er ráð fyrir, að heildar- tekjur höfuðborgarinnar á ár- inu 1969 verði rúmlega 1157 milljónir króna. Er það 7,6% meiri tekjur en áætlaS er að borgarsjóður fái á þessu ári, þ.e. árinu 1968. Stærstu tekju- liðir borgarinnar eru 4, þ.e. út- svör, aðstöðugjöld, framlag úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga og fasteignagjöld. Samtals nema tekjur borgarinnar af þessum 4 megin tekjuliðum rúmlega 1098 milljónum. Afgangurinn skiptist á ýmsa smærri tekju'liði. tJtsvörin eru langstærsti tekju liður borgarininar. Eru útsvör á næsta ári, 1969, áætluð 731,4 milljónir króna og er það 4,07% hækkun frá þessu ári. Út- svörin eru ákveðin þannig skv. lögum, að þau ásamt öðrum tekj- um borgarinnar nægi til að standa straum af útgjöldum henn ar. Aðstöðugjöld eru innheimt af atvinnurekstri í borginni og eru þau mismunandi mikil eftir því um hvers konar rekstur er að ræða. Að þessu sinni er gert ráð fyrir að aðstöðugjöldin hækki um 5,9% frá því sem var á þessu ári og skili í borgar- sjóð á árinu 1969 um 178 millj- ónum króna. Framlag úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Skv. lögum, sem samþykkt voru á A'lþingi á ár- inu 1962 greiðir ríkissjóður 20% af innheimtum söluskatti í svonefndan Jöfnunarsjóð sveit- arfélaga. Þessari upphæð er síð an skipt milli sveitarfélaga í landinu í hlutfalli við íbúafjölda þeirra. Áætlað er að á næsta ári komi til skipta milli sveitar- félaga rúmlega 267 mil'ljónir og verður hlutur Reykjavíkurborg- ar þá 116 milljónir. Er hér um að ræða 13,7% hækkun frá þessu ári. Fasteignagjöld skiptast í húsa gjöld og lóðagjöld. Að þessu sinni er s'tefnt að verulegri hækk un húsagjalda þannig að þau skili í borgarsjóð á næsta ári um 60 milljónum króna í stað 39 miltjóma á þessu ári. Hins vegar hækka 'lóðagjöldin lítið eða úr 12 milljónum í 13 miiijónir. En vegna hækkunar húsagjalda verð jr veruleg hækkun á þessum tekjulið borgarinnar og neimur sú hækkun rúmlega 43%. Ymsir minni tekjuliðir skila borginni svo samtals um 60 millj jón króna og er ekki ástæða til að gera þá sérstaklega að um- talsefni. Hverf fara peningarnir? Gert er ráð fyrir að rekstrar- gjöld borgarinmar á næsta ári nemi 941.6 mi'lljónum og er það 8.05% hækkun frá þessu ári. Félagsmál Þau útgjöld Reykjavíkurborg- sem flokkast undir félagsmál eru langstærsti útgjaldaliður borgarinnar. Er gert ráð fyrir, að þessi útgjöld nemi á næsta ári nær 332 milljónum króna og hækki um 21.6% frá þessu ári. Af þessari miklu upphæð renna 187,2 milljónir tii al- mannatrygginga, þ.e. beint fram lag til almannatrygginga sem slíkra er áætlað 86,4 milljónir og framlag til Sjúkrasamlags Reykjavíkur er áætlað 90 millj. ónir króna en gera má ráð fyr- ir að það hækki nokkuð í með- förum borgarstjórnar. Til félagsmálaaðstoðar renna um 50 milljónir króna. Af þeirri upphæð er áætlað að 21 milljón renni til styrkþega á aldrinum 16—67 ára. Styrkþegar í þessum aldursflokki munu nú vera uim 1000 talsins og veldur versn- andi atvinnuástand því, að þeim hefur heldur fjölgað á allra síð- ustu árum. Meðlagsgréiðslur eru áætlaðar á næsta ári 44 millj- ónir króna en gert er ráð fyrir því að 30 milljónir endurgreiðist af þeirri upphæð, þannig að raunverulegt framlag borgarinn ar verði 14 milljónir króna. Tii barnaheimila, vistunar og sumar dvalar barna renna um 37,8 milljónir króna. Af þeirri upp- hæð er rekstrarstyrkur til dag- heimila og leikskóla, sem Sumar gjöf rekur um 15,8 milljónir króna og gerir þessi rekstrar- styrkur það að verkum, að gjö'ld vegna barna á dagheiimilum og leikskólum sem foreldrar greiða beint eru mun lægri en ella. Framlög til sjóða nema um 40,2 milljónum króna og munar þar mest um framlag Reykja- víkurborgar tiil Atvinnuleysis tryggingarsjóðs, sem nemur 23,5 milljónum króna á næsta ári. Til Lífeyrissjóðs starfsmanna Reykja vikurborgar renna 8 millj., til Byggingarsjóðs verkamanna 4 millj. og til annarra sjóða smærri upphæðir. Hér hafa verið ta'ldir stærs'tu útgjaldaliðir undir flokknum fé- lagsmál en að auki eru ýrnsir smærri útgjaldaliðir, sem ekki er ástæða til að gera að umtals- efni. Gatna- og holræsagerð Næst stærsti útgjaldaliður Reykjavíkurborgar er gatna- og hoiræsagerð. Er gert ráð fyrir að til þeirra mála verði varið 225,8 milljónum á næsta ári og er það 11,7% hækkun frá fram- lögum þessa árs. Af þessari upp hæð er varið tæplega 125 milljón um króna til nýrra gatna. Þar af fær borgarsjóður 20 milljón- ir króna af benzínskatti. Gert er ráð fyrir að verja til nýrra holræsa 55,4 milljónum króna, til viðhalds gatna 28 milljónum króna og til götulýsingar 25 milij. króna. Umferðarmál hafa mjög verið til umræðu á þessu ári og er áætlað að verja til þeirra á næsta ári 9 miiljónum kr. Fræðslumál Þriðji stærsti útgjaldaliður borgarinnar eru fræðslumál og er áætlað að verja til þeirra á næsta ári 122,2 millj. sem er 10.1 % hækkun frá þessu ári. Af þeirri upphæð tekur barna- fræðslan 52 milljónir króna. Og er eftirtektarvert að af þeim 52 milljónum renna 11 milljónir til ræstingar í barnaskólunum, 11,5 milljónir tiil viðhalds skólahús- anna og lóða og 8,7 milljónir til tannlækninga. Gagnfræðastigið kostar borg- arbúa 27,2 milljónir og er ræst- ing gagnfræðaskólanna þar einin ig stór liður eða um 8 millj. Til annarra skóla fara 14,5 milljón- ir og munar þar mestu um Iðn- skólann, sem fær 7.5 milljónir og Verzlunarskólann, sem fær 2.9 milljónir. Ýmis fræðslustarfsemi kostar rúmlega 12 milljónir króna. Helm ingur þeirrar upphæðar eða 6 milljónir renna til Vinnuskólans og annarrar sumarstarfsemi ungl inga, en 3.8 milljónir fara til félags- og tómstundastarfs með- al unglinga. Loks reruna 13,5 milljónir til safna í borginni og er Borgar- bókasafnið þar stærsti aðilinn en tiil þess renna um 10,6 millj- ónir króna. HREINLÆTIS- OG HEILBRIGðlSMÁL Þá er komið að þeim lið, sem er fjórði í röðinmi af útgjalda- liðum Reykjavíkurborgar. Til hreinlætis- og heilbrigðismála er áætlað að verja á næsta ári 96,4 milljónum króna. Af þessari upphæð renna 69,8 milljónir til þess, sem í fjárhagsáætluninni er ka'llað „þrifnaður" en þar er sorphreinsunin stærsti útgjalda- liðurinn og kostar borgarbúa 36 milljónir á ári og gatnahreíns un er næst og kostar 20 milljón ir á næsta ári. Til sjúkrahúsa renna 12,3 mill jónir, þar af til Borgarspítai- ans um 6,2 milljónir og til Landa kots 6 milljónir. STJÓRN BORGARINNAR Áætlað er að yfirstjórn Reykja víkurborgar kosti borgarbúa 48 millj. króna á árinu 1969 og er það 10,4% hækkun frá því ári, sem nú er að líða. Nettó- kostnaður við borgarskrifstof- urnar er 44 milljónir og eru þar fjórir útgjaldaliðir stærstir. Laun í skrifstofu borgarverk- fræðings mælingadeildar, lóðar- skrárritara og skipulagsstjóra, nema 8,7 milljónum króna en laum í skrifstofu borgarstjóra, gjaldkeradeild, aðálbókhaldi og innheimtudeild nema rúmlega 7 millj. Kostnaður við húsnæði borgarskrifstofu nemur 5,4 millj ónum og hluti borgarsjóðs í kostnaði við Gjaldheimtuna nem ur 5,2 milljónum. Þá má nefna að skýrsluvólavinna kostar 3 milljónir króna. Gert er ráð fyrir að meðferð borgarmála kosti rúmlega 4 mill jón'ir króna og munar þar mestu um borgarráð, sem kostar borg- arbúa 1,2 milljónir, þá kemur kostnaður við borgarstjóm sem slíka og er hann áætlaður 862 þúsund og útgjöld vegna niður- jöfnunar útsvars, sem nema 860 þúsundum. Bifreiðakostnaður hins opin- bera er oft til umræðu og skal þess því getið að bifreiðakostn- aður stjórnar borgarinnar nem ur 1,8 milljónum króna. LISTIR, ÍÞRÓTTIR OG ÚTIVERA Tiil þessa málaflokks er ætlun in að verja á næsta ári 44,1 milljón króna, og er það 3,9% hækkun frá þessu ári. Til úti- veru eru áætlaðar rúmlega 24 milljónir króna og munar þar mestu um leikvelli borgarinnar en rekstur þeirra kostar borg- arbúa 10,7 milljónir og skemmt'i- garðar borgarinnar en þeir kosta 7,9 milljónir. Til íþrótta er varið 13,9 mill- jónum króna og eru meginkostn aðarliðir þar sundlaugarnar og Sundhöllin svo og íþróttasvæð- in. Til lista er varið 6 milljónum krónia og hlýtur Leikfélag Reykjavíkur 2,6 milljónir af þeirri upphæð en Sinfóníuh’ljóm sveitin ívið meira. LÖGGÆZLA Að lokum er svo ástæða til að nefna kostnað við lög- gæzluna í borginni en hann er áætlaður á árinu 1969 36,4 mill- jónir og er það 15,7% hækk- un frá þessu ári. Raunverulega er kostnaðurinn mun hærri eða rúmlega 55 milljónir króna en ríkissjóður greiðir hluta af hon- um eða 22 milljónir. Kostnaður við götulögregluna í Reykjavík er 46 milljónir króna, þar af laun lögreglumanna 37 milljón- ir en kostnaður við Rannsókn- arlögregluna er 9,5 milljónir. ÝMIS ÚTGJÖLD Að auki eru svo ýmsir smærri útgjaldaliðir, sem ekki er á- stæða til að gera sérstaklega að umtalsefni en þó má nefna að kostnaður borgarbúa við bruna- mál er 14,7 milljónir og kostn- aður af fasteignum borgarinnar nemur 12,5 milljónum króna. Könnuð gróðurvernd Reykjaness FULLTRÚAFUNDUR Samb. sveitarfélaga í Reykjanesum- dæmi var haldinn í félagsheimili Kópavogs laugardaginn 7. des kl. 14. Til fundar voru mættir um 40 fulltrúar og aðrir sveitarstjórn armenn. Á fundinuim hafði Ingvi Þor- steinsson magister framsögn um gróður og gróðurvernd í Reyfcja- nesumdæmi. Margir fundarmenn tóku til máls og lýstu áihuga sín- um á gróðurvernd og var eítir- farandi tillaga stjórnar samtak- anna samþ. samhljóða: Fulltrúafundur Samtaka siveit- arfélaga í Reýkjaneeuimdæmi haldinn 7. des. 1968, beinir þeim tilmælum til sveitarstjórna í um dæmmu að tilnefna hver um sig fulltrúa til viðræðna við gróðw verndarnefndir og landgræðslu- fulltrúa um niðurstöður á athug unuim á beitarþoli í Reykjaines- umdæmi. Síðari framsögumaðuir fundar- ins Bergur Tómasson, löggiltur endurskoðandi ræddi samræm- ingu reikmnga sveitarfélagá en að því máli hafa starfað undan- farið löggiltir endursfeoðendur stærstu sveitarfélaga umdæmis- ins. — Miklar umræður urðu um málið og voru fuindarmenn sam- mála um nauðsyn samræmingar hið fyrsta. Hjálmar Ólafsson, bæjarsitjóri Kópavogs, formaður Samitafcanna ræddi í fundarlok nofekuð um störf samvinnuinefndar ríkis og sveitarfélaga um skólamiál og gat þess að út væri komin regluigerð um kenn.slukostnað. Formaður þafekaði frummæl- endum góðan málflutning og fundarmönnum góða fundansókn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.