Morgunblaðið - 14.12.1968, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 14.12.1968, Blaðsíða 32
BókNormanVincént Peale , LI FÐU LIFINU W LIFANDI á erindi til allra LAUGARDAGUR 14. DESEMBER 1968 Pipuhattur GALDRA- KARLSINS ÆVINTÝRI MÚMÍNÁLFANNA Frumvarp 6 þingmanna: Togveiði heimil innan fiskveiðilögsögu — I. jan— 30. apríl Eitthvert öruggasta merki þess, að jólin eru í nánd er það, þegar byrjað er að selja jólatré. Við skruppum um daginn suður í Fossvog til Landgræðslunnar, sem hefur umsjón með jólatréssöl- unni. Hún er komin í fullan gang, því senn líður að jólum. Ólafur K. Magnússon tók mynd þessa suður í Fossvogi á dögunum af fólki, sem var að kaupa sér jólatré. í FYRRADAG lgöðu sex þing- menn úr Sjálfstæðisflokknum, Alþýðuflokknum og Framsókn- arflokknum fram lagafrv., sem felur í sér heimild fyrir ráðherra til þess að veita bátum allt að 200 brúttórúmlestir að stærð leyfi til togveiða innan fiskveiðiland- helginnar frá 1. jan.—30. apríl 1969. Flutningsmenn eru Guðlaugur Gíslason, Sverrir Júlíusson, Ág- úst Þorvaldsson, Pétur Sigurðs- son, Björn Pálsson, og Sigurður Ingimundarson. Skv. frv. skal togveiði heimil á þessu tímabili á þessom svæð- um: Á svæði, sem takmarkast að vestan af línu, sem dregin yrði réttvísandi í norður frá Horni (grunnlínupunktur nr. 6), allt að 4 sjómílum frá grunnlínu- punktum, sem í gildi voru til 1. sept. 1958. Á svæði, sem takmark ast að vestan af línu, sem dreg- in yrði réttvísandi í vestur frá Garðsskaga, og að austan af línu, sem dregin yrði réttvísandi í suð ur frá Stokksnesi (grunnlínu- punktur nr. 19), allt að þrem sjó mílum frá strandlengju. Hrygn- ingarsvæði síldar og önnur svæði, sem Hafrannsóknarstofnunin tel- ur nauðsynlegt að vernda, skulu friðuð fyrir botnvörpu þann tíma, sem nauðsynlegt er. Hitaveituframkvæmdir til að auka atvinnu GEIR Hallgrimsson, borgarstjóri, skýrði frá þvi á fundj með blaða mönnum í gær, að gjaldskrá Jón Árnason Hitaveitu Reykjavikur gerði ráð fyrir hækkun á heitu vatni í sam ræmi við hækkun á bygginga- visitölu. Væri gert ráð fyrir því, að meðalhækkun á heitu vatni muni nema um 15% á næsta ári. Borgarstjóri sagði, að gert væri ráð fyrir því, að Hitaveit- an hefði 42 milljónir kr. til eigin Framhald á bls. 2 Verzlonir opnor til kl. 6 í dng [ SAMKVÆMT upplýsingum, | er blaðið hefur fengið hjá j I Kaupmannasamtökunum eru' | verzlanir almennt opnar til I I kl. 6 í dag. N. k. laugardag 21. des. I i verða verzlanir opnar til kl. j ; 22.00 og mánudaginn 23. des ' (Þor 1 áksmessu) til kl. 24.00. | Er þetta eins og tíðkast hefur | l undanfarin ár. Mega kaupa fyrir 8 þús kr. í stað 5 þús. áður — Ný reglugerð um tollfrjálsan farangur ferða- og farmanna frá útlöndum Asíuinflúensan komin? GRUNUR leikur á að Asíu-inflú enzan sé nú komin til landsins. Samkvæmt upplýsingum Braga Ólafssonar, aðstoðarborgarlækn- is, hefur þetta ekki verið stað- fest fyllilega ennþá, en læknar telja sig hafa orðið vara við sjúk dómseinkenni inflúenzunnar í 2—3 tilfellum. Bragi sagði ennfremur, að bólu efni væri af ákaflega akornum skammti og væri það þess vegna eingöngu handa sjúklingum og öldruðu fólki. FJÁRMÁLARÁÐUNEYXIÐ hef- ur nýlega gefið út nýja reglu- gerð um tollfrjálsan farangur ferðamanna og farmanna við komu frá útlöndum. Morgunblað ið sneri sér í gær til Ólafs Jóns- sonar, tollgæzlustjóra, og fékk hjá honum upplýsingar um helztu breytingar frá fyrri reglugerð. Ólafur gat fyrst um hækkun- ina á fjárhæð þeirri, sem ferða- menn fá að kaupa fyrir erlendis. Hún var áður 5 þús. krónur en er nú 8 þúsund krónur. Þá fær flugliðinn nú að kaupa fyrir 1500 krónur í stað 1000 kr. áður, og sjómaðurinn fær nú að kaupa fyrir 5 þúsund krónur í stað 2500 króna áður. Ólafur sagði ennfremur, að eina breytingin í reglugerðinni um áfengi og tóibak væri í því fólgin að farmenn fá nú að taka Fjárlögin til 2. umrœðu á Alþingi í gœr: Gert ráð fyrir 39 milljón kr. greiðsluafgangi með sér 12 flöskur og einn pela af áfengi í land, en áð-ur máttu þeir aðeins taka annað hvort. Loks kvaðs Ólafur vdlja und- irstrika, að engar breytingar hefðu orðið í reglugerðinni um innflutning á kjötvöru og ýms- um varning — hann væri enn sem fyrr stranglega bannaður. 6 togarar MJÖG dauft hefur verið yfir veiði togara undanfarið. Höfðu þeir til að mynda ekki landað í Reykjavík á annan mánuð þegar Júpíter landaði hér loks í fyrra- dag 170 tonnum. Var það undanfari skriðu af löndunum togana í Reykjiavík, því að í gær landaði Þorkell máni 160 tonnum, togariim Sigurður er væntanlegur á mánudag með um 200 tonn, og þrjá næstu daga í þeirri viku munu Narfi, Ingólfur Arnarson og Þonmóður goði landa hér, en ekki er vitað um afla hjá þeim. — Endurskoða varð flötta liði frum- varpsins vegna gengisbreytingarinnar — sagði Jón Árnason, formaður Fjárveitingarnefndar JÓN Árnason, formaður Fjár veitinganefndar Alþingis, flutti framsöguræðu í Sam- einuðu þingi í gær fyrir áliti meirihluta fjárveitinganefnd- ar við 2. umræðu fjárlaga, sem fór fram í gær. í ræðu Jóns Árnasonar kom fram, að skv. tillögum nefndarinnar verða fjárlögin afgreidd með 39 milljón króna greiðsluafgangi. Niður stöðutölur á gjaldalið verða 6,89 milljarðar en á tekjulið rúmlega 7 milljarðar. Jón Árnason sagði að vegna gengisbreytingarinnar hefði orðið að endurreikna flesta liði frv. Endurskoðun á tekju bálk frv. fór fram á grund- velli upplýsinga frá Efnahags stofuninni en við endurreikn- ing gjaldabálksins var miðað við að ýmis rekstrargjöld hækki um 35%. Hér fara á eftir kaflar úr ræðu Jóns Árnasonar, for- manns Fjárveitinganefndar á Alþingi í gær: Með tilkomu gengislækkuwar- innar, sem átti sér stað þann 15. nóvember sl. raskaðist allur grund völlur fjárlagafrumvarpsins, og varð því óumflýjanlegt, að endur reikna flesta liði frumvarpsins. Varðandi tekjubálk framvarps ins, era tillögur meirihluta nefnd arinnar byggðar á nýjum upp- lýsingum frá Efnahagsstofnun- inni, og er þá stuðst við þjóðhags spá stofnunarinnar fyrir árið 1969, en hún er við það miðuð, að ekki eigi sér stað bauphækk- anir á því ári. Ég mun þá með nokkrum orð- um víkja að þeim upplýsingum, sem nefndinni bárast og snerta aðaltekjustofna framvarpsins. EIGNARSKATTUR Um eignarskattinn segir, að sé gert ráð fyrir, að innheimtuhlut- fall verði 72.5% af álagningu árs ins, en mun lægra af eftirstöðv- Framhald á hls. 17 Veit ehki en þrætir ehki fyrir RANNSÓKNARLÖGREGLAN handtók í fyrrinótt 46 ára mann vegna þjófnaðarins úr sfeartgripa verzlunar Sigurðar Jónaissonar að faranótt fimmtudags. Þaðan var stolið 30 úram og við húsleit hjá manninum fann rannsóknarlög- reglan tuttugu þeirra. Maðurinn segist ekki vita með hverjum hætti úrin hafi komizt irm í her- bergi sifct en vildi hins vegar ekki þræta fyrir að hafa framið þjófnaðinn. Um hin úrin tíu seg- ist hann ekkert vita. Málið er I frekari rannsékn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.