Morgunblaðið - 15.12.1968, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.12.1968, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. DESEMBER 1968 Á litlu jólunum í hverjum bekk er krökkunum leyft að þau syngja jólasálma og kenn- arinn les jólasögu er haft log- andi á kertum á hverju boTði. Þegar krakkarnir voru bún. ir að taka upp póstinn þá settu þau kertin á borðin og biðu eftir því að kennarinn leyfði þeim að kveikja. „Ætli það eigi ekki að fara að kveikja. „Ætli það eigi eigi ekki að fara að slökkva ljósin og kveikja á kertunum“ sagði lítill hnokki, sem hlakk- aði til. Kennarinn bað krakkana að taka allt af borðum og leggja töskurnar undir borð. „Um leið og búið er að kveikja á kertunum byrjar jólahelgin og þá höfum við lágt“, sagði kennarinn og bros kom í augu barnanna þegar loginn lifnaði á kveiknum. Jóla:helgin var komin og það voru sungnir jólasálmar. „Heims um ból“, „í Betlehem" 1 Börnin hlusta á jólasögu við logandi kertaljós. andi fékk konfektm (Ljósm. Mbl. Sv. Þorm.) an las kennarinn ji Brosandi augu burnu ú „Litlu jólunum 1 DAG eru 9 dagar til jóla bekknum og nokkur hávaði á Þannig byrja jólii og það styttist óðum í jóla- meðan krakkarnir skoðuðu unum i skólanum Þjóðlífslýsing úr Eyjum — Rætt við Sigfús M. Johnsen um nýja skdldsögu LÍTILL VAFI er á því að Sig- fús M. Johnsen fyrrverandi bæj- arfógeti í Vestmannaeyjum er elztur þeirra íslenzku höfunda, sem eiga nýja skáldsögu á bóka- markaðinum að þessu sinni. Sig- fús er á áttugasta og öðru ári og skáldsaga hans, sem jafnframt er glögg þjóðlífslýsing frá Eyj- um, heitir Uppi var Breki. Blaðamaður frá Mbl. gekk á fund Sigfúsar að heimili hans Laufásveg 79, og spurði hann nokkurra spurninga. f>á er það fyrst nafnið á bók- inni. Hvað þýðir Breki? — Breki er blindsker á sigl- inglaeið við Eyjar, segir Sigfús. Á því hafa mörg skip steytt fyrr og síðar. Sagan á rætur langt í aldir aftur, þótt megin sögusviðið sé úr minni ævi. — Hafið þér rannsakað sögu Vesrtmannaeyj ?a — Já, ég skrifaði Sögu Vest- mannaeyja í tveimur bindum. í henni er rakin saga Eyjanna frá landnámsbyggð til loka heims- styrjaldarinnar síðari. „Saga Vestmannaeyja" er strang vís- indalegt verk, ætíð leitað frum- heimilda, því að enginn hafði lagt hönd á plóginn á undan mér. Vitna ég til ummæla Árna Pálssonar, prófessors, sem lítil- lega er getið á kápu Brekans. — Er saga Vestmannaeyja að einhverju leyti frábrugðin lands- sögunni? — Það má hiklaust svara því játandi, enda sagði Árni Páls- son, að stórar glompur væru í íslandssögunni, vegna þess, að þætti Vestmannaeyja væri sleppt unz saga mín kom. Geta má þess, að sérstök tíunda'lög giltu fyrir Eyjar fram um 1880. Svo voru og embættismenn í Eyjum laun- aðir annan hátt en annarsstaðar á íslandi. Vestmannaeyjar voru í pápisku, löngu fyrir siðaskipti, orðnar konungseign með öllum gögnum og gæðum. — Þér hafið skrifað skáld- sögu áður? — Já, Herleidda stúlkan er skáldsaga frá Tyrkjaráni, en srtyðst við sögulegar heimildir. Hún seldist mjög vel. — Um hvað fjallar Uppi var Breki? — Uppi var Breki er litrík þjóðlífslýsing úr Eyjum. Sagan lýsir atvinnu og verzlunarbylt- ingunni fyrri í Eyjum á síðasta tug 19. aldar. Nýir bátar með nýju lagi komu til sögúnnar og lóðir í stað sökkunnar og færis- ins. Fiskileysi var orðið svo geig vænlegt í Eyjum, að til land auðnar horfði, þótt erlendir menn mokuðu fiski upp á miðum Eyjamanna. Á þessum árum fór ungt fólk í atvinnuleit til Aust- fjarða. Þar kynntust menn nýrri tækni. Fór svo, að Jakob Færeyingur var fenginn til. Hann smíðaði léttari báta, sem lagt gátu lóðir. Hljóðalaust gekk þessi breyting ekki. Göm'lu menn irnir voru íhaldssamir. Þeim þótti sárt að leggja gömlu eik- arbátunum og hleypa sér í stór- skuldir á krepputímum. Þeir töldu líka hraunbotninn við Eyj ar og strauma ekki henta lóða- lögnum. Þeir yngri sigruðu þó skjótt, því að á nýju bátunum hans Jakobs Færeyings marg- földuðust hlutir. svo að hásetar Skákmótið á Mallorca: Kortsnoi vann Larsen og er sigurstranglegur VIKTOR Kortsnoi, sovézki stór- meistarinn hefur nú þegar 12 vinninga eftir 14 umferðir á al- þjóðlega skákmótinu á Mallorca. Kortsnoi vann Bent Larsen í 14. umferð og er nú næstum viss með að hljóða fyrstu verðlaun á mótinu. Kortsnoi bauð Larsen jafntefli eftir 13 leiki, en Dan- inn hafnaði og tapaði eins og fyrr segir. Boris Spassky (Sovétríkjun- um) er í öðru sæti með 10 vinn- inga og jafnteflislega biðskák gegn Spánverjanum Toran. Lar- sen hefur 10 vinninga og er í 3. sæti, en heimsmeistarinn Petro- syan er fjórði með 9í4 vinning. an í pollinum, unz þeim birtist heilagur andi í dúfulíki, Grím- ur formaður sá enga dúfu. Úr Vesturför hans varð því ekki, enda villi kella hans ekki eiga á hættu að deila Grími sínum með öðrum konum. Ógiftar kon- ur gátu kosið sér menn eftir myndum í albúmi. Þær þurftu aðeins að krossa við myndir. Það útilokaði engan veginn kjörið, þótt önnur væri búin að krossa. — Og svo minnizt þér á her- fylkinguna. Hvenær var hún gtofnuð? — Fullskipuð var hún 1857. Hvatarmaður að henni var von Kohlen, sýslumaður. Hann var danskur aðalsmaður, kapteinn að tign í danska hernum. Kona hans varð eftir í Danmörku, svo að hann bjó að ráðskonum og átti börn með þeim öllum. Eru merkir íslendingar komnir af honum, enda mesti merkismaður sjálfur. Hann stofnaði bókasafn Vestmannaeyja og varð upphafs maður að bindindisfélagi og báta tryggingum í Eyjum. — Hverjir voru liðsmenn Fýlkingarinnar? — Allir fulltíða menn og svo var drengjasveit. Sjálfur kaup- maðurinn, Bryde, gekk næstur Sigfús M. Johnsen fengust ekki á þá gömlu, strax eftir fyrstu vertíðina. — Sjósókn var ekki eini at- vinnuvegur Eyjamanna á þess- um tímum? — Nei, auk sjósóknar var stundaður landbúnaður og fugla tekja í björgum. í Brekanum er getið um bar- áttu Eyjabænda gegn fjölgun þurrabúða. Bændur voru hrædd ir við sveitarþyngsli. Þeir gerðu út báta sína með vinnumönnum og vertíðarmönnum ofan af landi. Oddvitar og hreppstjórar voru vel á verði, að eignalaust og staðfestulaust fólk yrði ekki innlyksa í Eyjum. Mér er það í bernskuminni, að vinnu- kona úr Eyjum var kyrrsett í Landeyjasandi, þegar hún ætl- aði heim til sín að aflokinni kaupavinnu. Hún var með barn á framfæri, ógift, en átti sveit uppi á landi. Getið er Ameríkuferða í Uppi var Breki. Ameríkuferðir hófust upp úr miðri 19. öld, þær fyrstu frá íslandi. Þrír hópar fóru vest- ur. Orsakir þeirra voru trúar- legs eðlis. Tveir iðnsveinar úr Eyjum höfðu tekið mormónatrú í Kaupmannahöfn og fóru svo að boða þennan nýja sið í Eyjum og varð vel ágengt. Geistleg og veraldleg yfirvöld, svo sem prest ur, langafi höfundar, prófastur, hreppstjóri og sýslumaður brugð ust öndverðir við, svo að jaðr- aði við ofsóknum. — Þér minnist á momrónapoll, til hvers var hann? — Mormónar höfðu dýfiskírn Skírendum var haldið nöktum of Petrosyan hefur gert jafntefli í tveimur síðustu skákum sínum gegn Spánverjunum Pomar og Calvo. Pomar, sem er stórmeist- ari heldur upp á aldarfjórðungs- afmæli þess um þessar mundir, en 25 ár eru liðin síðan hann sem 12 ára drengur tókst að gera jafn- tefli við Aljechin, þáverandi heimsmeisrtara á skákmóti árið 1943. Pomar er læknir og sex barna faðir, en er af mörgum talinn heldur „nervös“ skákmað ur til að vinna stórsigra. Nú er eftir að tefla aðeins þrjár um- ferðir á mótinu í Mallorca. — sg- von Kohlen að tign í Fylkinig- unni, enda átti hann mest í húfi, ef til rána kæmi í Eyjum. Hrepp stjórar, nefndarmenn og frammá bændur voru flokksstjórar. Þess ir allir báru heimagerða korða, en óbreyttir liðsmenn höfðu það sem hendi var næst, svo sem hnífa og Ijái að vopni. Síðar fengu allir byssur, og skotæf- ingar voru haldnar að minnsta kosti vikulega um f jölda ára. Síðar færðu Vestmannaeying- ar varnir sínar út á hafið, þeg- ar brezkir togarar gerðust of nærgöngulir á miðum þeirra. Þar fengu heimamenn að reyna krafta sína. Uppi var Breki er hetju- og ástarsaga. Hún lýsir baráttu al- þýðunnar við óblíð skilyrði, sem ekki flýr á náðir kjötkatla anm- arra landa þótt í móti blási, heldur bregzt til nýrrar sóknar og vinnur sigur. En það er ekki einvörðungu strit og barátta. Brúðkaup eru viðhafnarmikil, ef efnamenn eiga aðild að, dansinn er stiginn fast í Templaranum, en blindinginn þenur harmónikuna og sterkasti maður ber bumbuna. Eldur í sjúkrahúsinu á Akureyri Akureyri, 13. desember. SLÖKKVILIÐ Akureyrar var 'kvatt að fjórðungssjúkrahúsinu laust fyrir kl. 2 í nótt, en þá var kjallari sjúkrahússins að fyllast af reyk. Mlklum erfiðleikum var 'bundið fyrir slökkviliðsmenn að •finna upptök eldsins, sem reykn- um olli, því að kófið var afar mikið. Loks urðu menn þess var- ir, að einangrun vax að brenna utan af rafleiðslum, sem liggja að næturhitunarkerfi hússins. — Var eldurinn slökktur á skömm- ■um tíma en þá hafði mikið tjón orðið á rofum, leiðslum og öðrum rafbúnaði. Reykur barst ekki að neinu ráði upp ,á efri hæðirn- ar, og enginn þangað inn sem vistarverur sjúklinga eru, svo að þeir urðu atburðarins lítt varix, og enginn ótti geip um sig. — Sv. P. leyfið hjá skólakrökkunum. Það er alltaf spennandi þegar „litlu jólin“ eru í undirbún- ingj hjá krökkunum og þau leggja sig fram með áhuga og vandvirkni í undirbún- ingnum. Við litum inn í Breiðagerðisskóla í gær og fylgdumst með litlu jólunum í einum bekk, þegar jólapósti bekkjarins var dreift og sungnir voru jólasálmar áður en kennarinn las jólasögu. Það er siður að börnin eigi slíka stund í bekknum, en sérhver skóli hefur samt sem áður sameiginlega jólaskemmt un. Það var hátíðlegt í þessum 10 ára bekk Marinós L. Stef- ánssonar í Breiðagerðisskól- anum, þegar við heimsóttum bekkinn i gær. Það átti að nota tvær kennslustundir í litlu jólin hjá bekknum og fyrri tíminn var notaður til þess að dreifa jólapóstinum úr jólapóstköss- um bekkjarins. Sérstök póst- stofnun í litlum heimi eins bekkjar. Það var ekki um að ræða langar póstleiðir, stimpla og skriffinnsku, krakkarnir sendu kort yfir á næsta borð, eða í næstú röð. Það var ánægjukliður 1 jólakortin, sem flest voru bú- koma með kerti og á meðan in til af þeim sjálfum. einn með sitt jólaljós, sem kveikir helgi jólanna í bros- andi augum fallegra barna. Marinó L. Stefánsson kennari les jólasögu fyrir bömtn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.