Morgunblaðið - 15.12.1968, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 15.12.1968, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. DESEMBER 1968 Dr. Sigurbjörn Einarsson, biskup: JÚLAFASTA „Jóhannes í böndum" stendur í al- manakinu við daginn í dag og svo er vísað til 11. kapitulans hjá Matteusi, en þar er guðspjall dagsins (2.-10. vers). I>ú kannast við þennan Jóhannes. Hann er nefndur „skírari“. Það viður- nefndi féksk hann af því, að hann vildi búa menn urndir komu Krists og skírði þá, sem 'langaði tíl þess að vera vel viðbúnir, þegar hann kæmi. Skírnin itáknaði það, að þeir tóku nýjia lífs- stefnu. Jóhannes kenndi líka. Inntakið í kenn- ingu hans var þetta: Sá leiðtogi og lausn ari, sem Guð hefur lofað að senda í heiminn, er kominn og mun sernn hefja merki ríkis síns. Bú þig undir að mæta honum. Þú getur ekki orðið þegn hans nema þú segir skilið við þær hugðir þínar, hneiigðir og verk, sem hafa fl-ekk- að þig, lýtit þig og sýkt. Þú getur ekki játast honum og fylgzt með honum inn í ríki birtunnar neima þú viðurkennir myrkrið í sálu þinni og afneitir því. Jóhannes flutti harða kenningu. Hann vítti hálfvelgju og hræsni. Hanrn átaldi óheiðarleik í viðskiptum, fégræðgí óhóf og lauslæti. Og gerði sér engan mannamiun. Hann var of frjáls í trú sinni ti'l þess að þegja, þegar voldugir menn frömdu óhæfu, of víðsýnn til þess að loka augum, þegar boðorð Guðs voru þverbrotin. Hann sagði sjálfum kónginum harkalega til syndanna. Þess vegna var hann látinn í bönd. Kóngurinn, Heródes, stakk honum í steininn. Og allir heldri menm lands- ins voru ánægðir með þá ráðstöfun. Á jólaföstunni minnir kirkjan á Jó- hannes. Hvaða erindi á hanm, inn í alla ösina, sem færist í aukana frá degi til dags eftir því, sem nær dregur jól- um? Hann hefur engan jólasvip, er tæp- lega í „jólaskapi". Hann er ekkert lík- legur til þess að örva viðskiptin, sem virðast helzta þjóðfélagsnauðsyn þeinr- ar hátíðar, sem í hönd fer. Og hann er ekkert punt imnan uim götuskraut, auglýsingar og jólasveina. Jóhannes er í böndum. Svo vildi Heródes hafa það. En vér? Guðs orð verður ekki fjötrað, ekki lagt í bönd. Sannleikurinn verður ekki grafinn í svartholi. Hvað sem allir Heró desar segja og þeirra drottningar, þá talar Guð. Talar áfram, þótt vottar hans séu fangelsaðir, hálshöggnir, krossf^st- ir. Hann er ekki í böndum. Þess vegna minnir hann á Jóhannes í dag. Hvað ætlar hann sér með því? Jóhannes var sendur til þess að greiða Kristi veg. Hann segir í dag: Jó'lin eru ekki umstang, vafstur, gjafafargan. Þau eru endurtekin boð um það, að jörðinni er frelsari fæddur, konungur kærleikans er kominm í heiminin, ríki hans er hér. Viltu gangast undir áhrif hans, verða þegn hans, fylgja honum? Viltu verða þáttakandi í baráttu hins góða undir forustu hans? Viltu veita honum tækifæri til þess að losa um þau bönd, sem þú ert í, fjötr- ana sem vani, tízka, gáleysi, undamláts- semi við sjálfan þig hafa komið á þig? Viltu láta bjarmamn úr heiimi hans kom- ast að þér, hina leysandi lífsorku úr veröld hans ná tökum á þér? Þetta getur ekki gerzt, ef þú viQt ekki endurskoða iíf þitt. Ef þú vilt ekki kannast við, að lífsstefna þín og lifs- hættir hingað til þurfi að leiðréttast Ef hvergi er neitt athugavert við sam- band þitt við aðra menira, við viðhorf þitt til lífsgæða og lífsverðmæta. Ef þú vilt ekiki leyfa Guði að hreinsa til hið innra með þér. Aðventam heitir líka jólafasta. Það er af því, að endunmat og yfirbót eru nauð- synlegur undirbúningur umdir jólin, ef þau eiga að geta komið erindi símu fram. Þess vegna er minnt á Jóhannes. Og hann bendir á Krist. Pái orð alvör- runnar að komast að þér, þá og því aðeins nær orð gleðinnar til þín, boð- skapur jólanna, hinn mikli fögnuður lífsins: Yðujr er frelsari fæddur. Sigurbjöm Einarsson. „Oröstír og auöur"-fyrsta skáldsaga Gunnars Dal Jafnframt fyrsta bókin í nýjum skáldsagnaflokki Skarðs h.t. BÓKAFORLAGIÐ Skarð hef- ur gefið út skáldsöguna „Orð- stdr og auður“ eftir Gunnar Dal. Bókin er fyrsta skáld- saga Gunnars og jafnframt hin fyrsta í bókaflokki, sem Skarð mun gefa út og nefnist .,Nýjar skáldsögur 1968-1918." Er ætlunin að ein skáldsaga komi út á ári í bókaflokkn- um, skrifaðar af íslenzkum rithöfundum, sem velja sér yrkisefni úr samtíð sinni. „Orðstir og auður“ er 264 blaðsíður að stærð, prentuð í Prenthúsi Hafsteins Guð- mundssonar. Útgáfa og frá- gangur bókarinnar er frábær. Káputeikning er eftir Atla Má. Morgunblaðið átti í gær stutt viðtal við höfundinn, Gunnar Dal, um skáldsögu hans og ritstörf. Gunnar sagði: — Orðstír og auður er skáldsaga, sem ég hef verið að skrifa tvö undanfarin ár. stuðzt við neinar fyrirmyndir. Nesið og Fellið er ekki til, hvorki í Reykjavík né ná- grenni hennar og atburðirnir, sem s-agt er frá í sögunni hafa aldrei gerzt. — Þar með er ekki sagt, að þeir þurfi nauð- synlega að vera ósannir. — Síðustu bækur minar komu út fyrir tveimur árum. Það voru tvö heimspekirit, annað m Plato en hitt um Aristoteles, en alls hef ég skrifað og sent frá mér 11 bækur um heimspeki. — Fyrsta bókin mín var ljóðabókin Vera, sem kom út árið 1959. Frumsamdar ljóða- bækur mínar eru orðnar fjór- ar og auk þess hef ég sent frá mér bækur. tvær þýddar ljóða- — Þótt einkennilegt kunni að virðast, þá hef ég ætlað mér að skrifa skáldsögu frá því ég var unglingur. Þá strax setti ég mér eins konar lífs- áætlun — skipti rithöfundar- ferli mínum í þrennt, heim- í þessari skáldsögu er ekki spekibækur, sem eiga að ná yfir alla sögu heimspekinnar .... ' Gunnar Dal frá byrjun og til okkar dags, þá ljóðabækur og loks skáld- sögur. Og nú er ég byrjaður' á að skrifa þær. — Ég er raunverulega bú- inn að semja sögu heimspek- innar til okkar dags en hins vegar er síðasti hluti verksins óprentaður enniþá. Powell bannao ao halda fyrirlestur — Öttast að fyrirhugaður fundur hans með brezkum hermönnum í Vestur- Þýzkalandi gæti Thetford, Englandi, 14. des. NTB-AP. ENOCH Powell, umdeildastt stjórnmálamaður Breta, sagði í gær að sér hefði verið bannað að halda ræðu á fundi með brezk um hermönnum í Vestur-Þýzka- landi með samþykki brezku stjómarinnar. „Ef þaggað er nið ur í einum manni er hægt að þagga niður í öðrum, og það verð ur gert. Ef skortur á umburðar- lyndi hlýtur opinbert samþykki og stuðning í einu máli fær það slíkan stuðning í öðrum málum,“ sagði Poweil á opinberum fundi. Powell kvaðst hafa áhyggjur af vaxandi skorti á umburðax- lyndi og vaxandi otfbeldishneigð, tveimur mainum, sem þyrtfitu ekki að vera skyld, en virtust samtvinnuð og njóta gagnkvæms stuðnings. Tilraunir væru gerðar til að múlbinda ,þá, sem kæmu fram með skoðanir, sem af sum- um væru taldar ósæmilegar, og þetta væri nýtt fyrirbæri. Hann sagði að slítet fólk léti óátalið og styddi jafnvel að túlkendur þessara skoðana væru múlbundn ir og svívirtir. RÉÐST Á HEALEY Powell, sem vateið hefur mikla deilur vegna skoðana sinna á valdið misskilningi innfluitningi þeldöitóks fóltos til Bretlands, tovaðst hafa ætlað að halda fyrinlestur fyrir hermenn úr 4. herfylki brezka Rínarhers- ins í Herford í Vestur-Þýzkalandi í febrúar um „Bretland á áttunda áratug 20. aldar“, en yfirmaður herfylkisins, Erskine Crum, hefði dregið til baka boð, sem honurn var sent um að halda þennan fyrirlestur. Þann dag hatfði Po- well komið af stað nýjium deil- um með tillögu sinni um, áð 1.250.000 þeldökkir ibúar Bret- lands yrðu fluttir til heimalanda sirrna, ef þeir óskuðu þess. Powell sagði, að Dends Healey landbúnaðarráðherra hefði stutt þesisa tilraun til að þagga niður » í sér. 1 bréfi, sem Crum hershöfð ingi sendi Powell til þess að skýra honum frá því að fyrir- lestrinum væri aflýst, visaði hann til síðustu ræðu Powells og sagði að valdið gæti missikiln- ingi, ef Powell talaði við her- mennina. Seinna skxifaði Healey Powell og sagði honum, að þótt þetta væri persónuleg átovörðun Crums hershötfðingja, nyti hann fulls stuðnings landvamarráð- herrans eins og málum væri hátt að. Poweil sagði, að hann hefði verið beittur misrétti í þessu málL FERÐASKRIFSTOFA ■WJ RfKISIIVSI HVILDARFERÐIR I VETRARSKAMMDEGINU Njótið hvíldar og hressingar á fyrsta flokks hóteli í fögru umhverfi. Fljúgið til Homafjarðar með Fokker Friendship flugvélum Flugfélags íslands, gistið á Hótel Höfn, nýtízku hóteli, sem býður full- komna þjónustu, fyrsta flokks veitingar, góð her- hergi með baði, þægilegar setustofur ásamt gufu- baðsstofu. HVÍLDARFERÐ TIL HORNAFJARÐAR. — TILVALIN JÓLA- EÐA AFMÆLISGJÖF. VERÐ ADF.INS kr. 6.750.00 tvo gesti). VERÐ AÐEINS kr. 8.250.00 tvo gesti). (2 sólarhringar fyrir (3 sólarhringar fyrir ALLT INNIFALBE). LÆKJARGÖTU 3, REYKJAVÍK, SfMI 11540 RÉÐST A STÚDENTA t ræðu sinni í dag veittist Powell einnig að stúdentum og kalláði kröfur þeirra um aðild að stjómium háskóla fásiranu. Hann sagði, að reka ætti um stundarsakir eða fyrir fullt og allt þá stúdenta, sem trufluðu með mótmælaaðgerðum aka- demískan anda og aga. Powell, sem er fyrrverandi ráð herra og prófessor, var hershofð- ingi í síðari heimsstyrjöldinni. • Sýnir n Akrnnesi í GÆR var opnuð í Röst á Akra- nesi sýning á verkum Magnúsar Á. Árnasonar listamanns. Á sýn- ingu þessari eru 29 málverk og eru þau öll til sölu. Sýninguna annast Vífill Magnússon, sonur listamannsins, og Hliðskjálf. Sýn ingunni lýkur í kvöld klukkan 22:00. 4 I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.