Morgunblaðið - 15.12.1968, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 15.12.1968, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. DESEMBER 1968 Guðfinna Guðmunds- dóttir — Minningarorð Fædd 20. júlí 1910. Dáin 5. desember 1968. A MORGUN verður gerð frá Fossvogskirkju útför Guðfinnu Guðmundsdóttur, handavinnu- kennara, en hún lézt í Lands- spítalanum fimmtudaginn 5. des. s.L 58 ára gömul. Guðfinna var ráðin handa- vinnukennari við Laugalækjar- skólann í Reykjavík haust- ið 1961 og gegndi því starfi ti'l vorsins 1967, er hún varð að láta áf því vegna heilsubrests. Guðfinna Guðmundsdóttir var fædd 20. júlí 1910 hér í Reykja- vík. Foreldrar hennar voru Guð- mundur Sæmundsson bónda á írafelli í Kjós, Jónssonar, og kona hans, Kristín Þórðardóttir bónda í Kalstaðakoti á Hval- fjarðarströnd, Þorvarðarsonar. Guðfinna átti fjögur systkini, sem öll eru búsett í Reykjavík, en þau eru þessi: Valgerður frú, var gift Kristni Valdimars- syni, sem nýlega er látinn, Þórð- ur, verzlunarmaður, kvæntur Margréti Sigurðardóttur, Theó- dór, járnsmiður, kvæntur Lauf- eyju Þorgeirsdóttur og Sigríður Jeppesen, frú, gift Max Jeppe- sen, húsgagnasmið. Á árunum 1926-’28 stundaði Guðfinna nám í Kvennaskólan- um í Reykjavík, en löngu síð- ar, eða á árunum 1952-’54, fór hún í Kennaraskólann, kjmnfi sér skriftarkennsiu og tók handavinnukennarapróf. 23. maí 1936 giftist Guðfinna Árna Stefánssyni, bifvélavirkja, en þau slitu samvistum 1951. Þeirra sonur er Stefán, kennari við Gagnfræðaskóla Garða- hrepps. Fram að giftingu lagði Guð- finma stund á verzlunarstörf hér í Reykjavík. Sá, sem þetta ritar, hefur fyrst og fremst kynnst Guðfinnu sem kennara við Laugalækjarskól ann. í störfum sínum sýndi hún á- vallt mikinn áhuga, dugnað og framúrskarandi skyldurækni. Hún var jafnan reiðubúin að leiðbeina og hjálpa nemendum sínum, þótt utan kennslustund- ar væri. Hugur hennar var ávallt bundinn starfinu, nemendunum, skólanum. Þegar ég heimsófcti hana í sjúkrahús — stundum mikið veika — var henni ávallt efst í huga starfið í skólanum. Þrátt fyrir þungbæran ó- læknand.i sjúkdóm, æðraðisthún aldrei, hún ætlaði að sigra, lifa len-gur og halda áfram kennslu- starfinu — þar var hugur henn- ar óskiptur, en vonir hennar rættust ekki. Hetjuleg barátta hennar í hel- stríðinu verður undirrituðum undrunarefni um alla ævi. Fyrir hönd nemenda, kennara og starfsfólks Laugalækjarskól- ans færi ég henni hugheilar þakkir fyrir samstarf liðinna ára. Tryggð hennar við skólann og persónuleg kynni þakka ég einnig. Aðstandendum öllum sendi ég innílegar samúðarkveðjur. Guðmundur Magnússon. KVEÐJA FRÁ LfTILLI FRÆNKU. Mig langar til að minnast þín og þa-kka þér fyrir hvað þú varst góð og skilningsrík við mig og hjálpaðir mér oft. Þú sagðir mér að vanda allt sem ég gerði, a-f því þú vissir að ég gat gert betur. Ég veit, að ég á oft eftir að hugsa um þig og það sem þú gerðir fyrir mig. Og þegar þú varst að koma veik heim tii min að hjálpa mér og leiðbeina, því mun ég seint gleyma. Ég vil reyna að fara eftir því sem þú kenndir mér. Þú varst öllum svo góð. Guð blessi þig fyrir það, kæra frænka mín. Og megi guð styðja og styrkja Stefán son þinn í sorg ha-ns. Blessuð sé minning þín, elsku fræn'ka mín. Hanna Hlín Ragnarsdóttir. Þjóðólfur Líndal Þórðarson — Minning Móðir okkar, tengdamamma, amma og langamma Guðlaug Steingrímsdóttir Llndargötu 22, Siglufirði, lézt á Sjúkra-húsi Siglufjarð- ar föstudaginn 13. þ.m. Börn, tengdaböm, baraa- böra og barnabarnaböra. ÞANN 16. þessa mánaðar verð- ur borinn til hinztu hvíldar Þjóðólfur Líndal Þórðarson, Fálkagötu 9, Reykj-aví'k. Hann var fæddur 12. júlí 1946 að Þjóðólfstungu í Bolungarvík og lézt í Borgarsjúkrahúsinu þann 8. þessa mánaðar og var því aðeins 22 ára gaimaU er hann lézt. Þjóðólfur var sonur hjónanna Jónasí-nu Guðjónsdóttur og Þórðar Árnasonar, sem nú er látinn. Kvæntur var hann Sig- urborgu Pétursdóttur, mestu dugnaðar- og myndarkonu og áttu þau einn son barna, Pétur að nafni. Þungt er það högg sem örlög- i-n greiða hinum nánustu þegar -góður vinur er á brott ballaður af vettvangi jarðlífsins. Og þyngst þegar hinn horfni er í blóma lífsins og góðum kosfcum búinn og skapar bjartar fram- tíðarhorfur með ráðvendni sinni og dugnaði. Þjóðótfur var maður litfsglaður, hreinlyndur og hugprúður og komu þeir eigin-leikar bezt fram er sjúkdómurinn hafði -náð tök- um á líkama hans. Han-n tók þeirri reynslu m-eð mikilli still- t Faðir okkar Helgi Guðlaugur Kristinsson frá Þórustöðum, Ölfusl, sem andaðist í Sólvangi, Hafn- arfirði, 8. þ.m. verður jahð- sunginn frá Fossvogskirkju þriðjud. 17. des. kl. 1,30. Dætur hins látna. t Systir okkar Sigurbára Jónsdóttir frá Álfhólum, verður jarðsun-gin frá Akur- eyjarkirkju, Vestur-Land- eyjum, þriðjudaginn 17. des. kl. 14. Ingibjörg Jónsdóttir Valdimar Jónsson. t Móðir min og tengdamóðir Guðfinna Guðmundsdóttir, kennarl, Njálsgötu 7, verður jarðsett mánudaginn 16. þ.m. kl. 3 e.h. frá Foss- vogskirkju. Þórhildur Jónasdóttir, Stefán Árnason. t Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarð- arför sonar okkar o-g bróður Karls Hauks Hreggviðssonar Björg Karlsdóttir Hreggviður Skúlason og börn. ingu og jafnaðargeði og beið því brottf-ararstundarinnar með þolgæði og þeirri hugríkju hug- ans sem mun verða honum drjúgt veganesti til næsta áfanga staðar. Þjóðóltfur var ungur maður og hraustur. Han-n var tæplega meðalmaður á hæð, dökkhærður og liðlega vaxinn. Hann var fríður maður og hið mesta lipurmenni í allri um- gen-gni. Um leið og ég kveð hann hinztu kveðju, votta ég eigin- kon-u hans og syni, móður hans og öðrum ættingjum samúð mína og bið guð að blessa fjöl- skylduna sem misst hetfur fyrir- vi-nnu sína í blóma lítfsins og veita þeim styrk í þeirra mikla harmi. Yfir minnin-gu Þjóðólfs Líndals Þúrðar-sonar mun alltaf verða bjart, eins og ávallt þegar góðir drengir falla i valin-n fyrir ald- ur fram. Blessuð sé minning hans. Vaiktu minn Jesú, vaktu í mér, vaka láttu mig eins í þér. Sáiin vaki þótt sofni líf sé hún ætíð í þinni h-lítf. Daníel Guðmundsson. • Mig langar til þess að verða kristinn, en ég veit ekki, hvernig það má verða. Ég er að reyna að biðja. En þegar ég bið, finnst mér ég ekki vera nálægt Guði. Verið svo vænn að hjálpa mér. Tilfinningar yðar segja yður ekki, hvort þér séuð kristinn eða ekki. Tilfinningarnar eru oft svikular. Kristið líf er líf í trú. Bibiían segir ekki, að við frels- umst fyrir tilfinningar, heldur fyrir trú. „Hver sem trúir, að Jesús sé Kristur, er barn Guðs“. Kristinn er sá, sem treystir Kristi einum sér til hjálpræðis. Til eru góðar bænir. vondar bænir, flöktandi bænir. Vondra bæna biðja menn, þegar þeir biðja þess, sem er vont. Bænir margra verða flöktandi og reikular, af því að trúin vill bregðast. Góðar bænir eru beðnar í fullu trúartrausti, í lifandi trú. Kristinn maður er ný sköpun. Það felur í sér, að hann bregzt á nýjan ^ hátt við vilja Guðs. \ Sigurbjorn Þorgeirsson við negliugavel sina. Nýjar og fullkomnar vélar til skóviðgerða SIGURBJÖRN Þorgeirsson, skó- smiður, Miðbæ við Háail'edtis- braut, boðaði blaða-menn á sinn fund í gær og sýndi þeim ýms- air nýjar og fullkcwnnar vélar, sem hann hefur sefct upp á vinnu- stofu sinni. Þar á meðal er mjög fúllkomin n-eglin-g'a'vél og skurðar vél og auðvelda þessar vélar alla vinn-u skósmiða. Sigurbjörn býð- ur upp ó þá þjón-ustu að hann geri við -skóna meðan beðið, er og gefcur hann afgrei-tt fleat-ar við gerðír á örakömm-um tíma með hi.num nýja véíakoofcL Sigurbjörn sagði að upp -á síð- kastið hefðu skóviðgerðir au/kizt verulega. Áður hefði svo virzt, sem fól'k fleygði skónum þegcir þeir létu á sjá, en nú hetfði þefcfca breytzit og sérstaklega á allra síð ustu vikum. Ný umboðsskrif stofo ó Egilsstöðum SUMARIÐ 1967 varð sú breyting á umboðsstarfi Samvinntrygg- inga á Austurlandi, að opn-uð var 9kriístofa í Egilssta'ðakauptúni, sem síðan hefur annazt umboðs- störf á Fljótsdalshéraði, Reyðar- firði, EskifirðL Seyðistfirði og Borgarfirði-Eystri. Kaupfélögin á þessu svæði hötfðu annazt þessi störf fyrir Samvinnutryggingar frá byrjun og hafa áfram annazt ýmsa fyrirgreiðslu fyrir við- skiptamenn, en forstöðumaður- inn, Magnús Ingólfsson, er jafnan til viðtals eftir hádegi einn dag í viku á hverj-um stað, utan Egils staðakauptúns. Laugardaginn 30. nóvember sl. varð sú breytirug á starfsemi þess ari, að umboðsskrifstotfan flutti í nýtt húsnæði að Bjarkarhlíð 6. Hetfur þar verið innréttuð smekkleg skrifstofa í tveimur herbergjum, en forstöðumaður- inn er einnig búsettur á sömu hæð hússins. I hófi, sem Samvinnutrygiging- ar héldu nokkrum gestum í þessu tilefnL gat framkvæmdastjóri Samvinnutrygginga, Asgeir Magnússon, þess, að þessi breyt- ing á umboðunum hefði verfð framkvæmd í fullu samráði við kaupfélögin á þessu svæði, enda alls staðar verið vel tekið og fyrst og frems-t væri stefnt að því, að veita viðskiptamönn-um betri þjónustu. Meðal þeirra, sem fluttu ræðu við þetta tækifæri voru: Þorsteinn Sveinsson, kaupfélagsstjórL Egils stöðum, Matthías Eggertsson, odd viti, Skrfðuklaustri, Sveinn Jóns- son bóndi, Egilsstöðum, Pétur Jónsson, bóndi Egilsstöðum og Þorsteinn Jónsson, fyrrv. kaup- félagsstjóri, Reyðarfirði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.