Morgunblaðið - 15.12.1968, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 15.12.1968, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. DESEMBER 1968 hann karlmenni? Það gat verið hvorfctveggja til. Vöxturinn var eínis og á glímukappa, framkom- ain eins og hjá rólegum manni í fullu jafnvægi, en þrátt fyrir alilt þetta var rétt eins og lýs- ing Maríu á honum, sem yfir sig vöxnum skólastrák, væri ekki allskostar úf í bláinn. Hörund- ið var fölt og heilsuíleysislegt. í einni skúffu fundu þeir fjölda af lyfseðlum, heftum saman í kinippi, sum tuttugu ára gömul, og hægt hefði verið að lesa heilsufarssögu fjö'lskyldunnar út úr þessum blöðum, sem sum hver voru orðin gul af elli. Einnig var í baðherberginu uppi, lítill hvítmálaður skápur, sem geymdi hin og þessi undrameðöl, og svo pilludósir á ýmsum aldri. Hér í húsinu virtist engú vera fleygt, ekki einusinni gömlum kústum, sem voru í einu horni geymslunnar, hjá gömlum hæla- ekökkum skóm, sem enginn mundi nokkurntíma nota framar. í hvert skipti sem þeir höfðu 'lokið við eitt herbergi og tóku til við það næsta, sendi Janvier yfirmamni sínum augnatillit, sem þýddi: — Ein fýluferðin enn! Því að Janvier bjóst enn við að verða einhvers vísari. En var Maigret hinsvegar að treysta því, að þeir fyndu ekkert? Hann virtist ekkert verða hissa, ein horfði á þá halda áfram verk- inu og svældi pípuna sína, leti- lega, og gleymdi því stundum í heilan stundarfjórðung að líta á tannlækninn. En þeir fundu að lokum á sér ákvörðun hans og urðu enn meira hissa en áður. Þeir voru allir á leið niður úr háaloftsgeymslumni og tannlækn irinin hafði lokað gluggunum þar. Móðir hans hafði komið fram úr herbergi sínu og horfði á eftir þeim. Þeir stóðu nú á stigagatinu, rétt eins og ráð- þrota, og allt skranið kring um þá. Maigret sneri sér að Serre og sagði við hann, eins og ekkert væri um að vera: — Væri yður sama þó að þér settuð upp bindi og skó? Hingað til hafði maðurinn að- eins verið í inniskóm. Serre hafði skilið, hvað hann var að fara, hafði glápt á hann, sýnilega hissa, en samt hafði honum tekizt að láta ekki á því bera. Móðir hans hafði opnað munninn til þess að segja eitt- hvað, annaðhvort til að mótmæla eða biðja um skýringu, og Guill aume hafði tekið í handlegginn á henmi og leitt hama aftur inn í herbergið hennar. Janvier spurði í há'lfum hljóð- um: — Ertu að taka hann fastan? Maigret svaraði engu. Hann vissi það ekki sjálfur. Sannast að segja hafði hann ákveðið sig 33 snögglega, þar sem hann var staddur, á stigagatinu. — Komið inin, hr. Serre. Fáið yður sæti. Klukkan á árinhillunni stóð á 4.25. Það var laugardagur og Maigret hafði ekki gert sér það ljóst, fyrr en hann tók eftir um- ferðinni á götunum. Maigret lokaði dyrunum. Gluggarnir voru opnir, svo að blöðin á borðinu hjá honum blöbtu til og frá, undir farg- imu, sem hélt þeim föstum. — Ég bað yður að setjast. Sjálfur gekk hanin að vegg- skáp, til að hengja upp hattinn sinn og frakkann og þvoði sér þvínæst um hendurnar undir krananum. Næstu tíu mínúturnar sagði hann ekki orð við tannlækminn þar eð hann var önnum kafinn við það, sem beið hans á borð- inu. Hann hringdi á Jósep og fékk honum spjaldskrárnar og tróð síðan í einar sex píp- ur sem lágu á borðinu fyrir fram an hann. Það var sjáldgæft, að menn í aðstöðu Serres gætu þolað svona lengi við, án þess að spyrja ein- hvers, taka að iða og gerast ó- kyrrir. Loks var barið að dyrum. Þetta var ljóismyndarinn, sem hafði verið að vinna með þeim allan daginn, en Maigret hafði síðan sent í sendiferð. Hanni rétti Maigret ljósmynd af ein- hverju skjali. — Þakka þér fyrir, Dambois. Vertu hérna á höttunum og farðu ekki burt, án þess að ég viti af því. Hann beið meðan dyrnar lok- uðust aftur en kveikti sér svo í pípu. — Viljið þér flytja stólinn yð- ar nær, hr. Serre? Þeir sátu nú hvor andspænis , öðrum og ðaeins borðið milli þeirra, og Maigret rétti nú ljós- myndina yfir borðið. Hann sagði ekkert þessu til skýringar. Tannlæknirinn tók myndina setti upp gleraugu og athugaði hana vandlega, en'lagði hana síðan frá sér. —- Ég er að bíða. — Ég hef ekkert að segja. Myndin var af bliaðsíðu úr höf uðbókinni í járnvörubúðinni, þar sem var skráð önnur rúðan og annað hálfpundið að kítti. — Þér skiljið þýðingu þess arna? rafhlööur fyrír ö/í víötæki Heiídsala- smásala VILBERG & ÞORSTEIININ Laugavegi 72 simi 10259 15. DESEMBER Ilrúturinn 21. marz — 19. apríl Annar rólegur sunniudagur, sem þú skalt nota þér út í æsar, sinna kirkju og félagsstörfum. Nautið 20. apríl — 20. maí Vertu samviinnuþýður og haltu áfram eins og þú varst búinn að ætla þér. Farðu í stuttar ferðir, en vertu ekki lengi. Tviburarnir 21. maí — 20. júní Þetta er betri dagur fyrir gamla og gifta fólkið, en þá sem eru að leita sér maka. Reyndu að vinna að einhverju rólegu heima fyrir. Krabbinn 21. júní — 22. júlí Taktu til heima. Frestaðu rómamtíkinni. Bjóddu ættingjum og kannske e&nhverjum vinum heim. Ljónið 23. júlí — 22. ágúst Þegair þú hefur gert skyldu þína gagnvart kirkjunni, skaltu fara að hyggja að gamlárskvöldinu — og hvað á að gera. Meyjan 23. ágúst — 22. september Byrjaðu snemma. Reyndu að skrifa eitthvað. Gerðu ráð fyrir því að aðrir geti orðið þreyttir og leiðir er á líður. Vogin 23 september — 22. október Farðu aðeins í stuttar heimsóknir. Svaraðu bréfum. Lestu eða hugsaðu. Sporðdrekinn 23. október — 21. nóvember Það veldiur þér gleði að liðsinna öðrum. Farðu aðeins stuttar ferðir. Reyndu að hugsa er á llður. Bogamaðurinn 22. nóvember — 21. desember Þetta verður þér auðveldur dagur, ef þú lætur berast með straumnum. Farðu út og kynnztu nýju fólki Steingeitin 22. desember — 19. janúar Þú græðir mikið á trúarlegum iðkunum. Safnaðu saman upp- lýsingum langt að. Skrifaðu vinum og ættingjum. Hvlldu þig vel. Því að þú þarft á öllum þlnu að halda. Vatnsberinn 20. janúar — 18. febrúar Vertu í fjölmenni. Háspekin blómstrar meir en tilfinninga- semi og líkamleg áreynsla. Fiskarnir 19. febrúar — 20. mars Farðu snemma í heimsóknir eða ferðalög. Hinir verða órólegir og ergjast er á líður. Finndu þér einhversstaðar næði til að lesa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.