Morgunblaðið - 17.12.1968, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.12.1968, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. DESEMBER 1968 Enn slys i Straumsvik — Tveir höfuðkúpubrotna TVÖ slys hafa enn orðið við framkvaemdir í Straumsvík. Snemma í gærmorgun datt Sviss lendingur, Ficher Samer, niður 4 m og mun hafa hlotið höfuð- kúpubrot. í gær var lögreglunni í Hafnarfirði einnig tilkynnt um slys, sem hafði orðið sl. föstu- dag, er vír slóst í höfuðið á ís- lendingi og hann hlaut höfuð- kúpubrot og andlitsmeiðsli. Slysið í gær varð í kerjahús- inu stóra. Þar hagar svo til, að gólf er og anna'ð gólf fjórum metrum neðaæ og op eru á milli. Mun maðurinn hafa gengið þarna fram af, að þvi er rann- sóknarlögraglan í Hafnarfirði tjáði Mbl., en málið var efcki að fullu rannsakað. Hitt slysið mun hafa gerzt á föstudaginn við bryggjuna í Straumsvík, þar sem voru drátt- arbátur og prammi. Slitnaði vír og slóst í höfuðið á vélstjór- anum. Báðir mennimir voru strax fluttir á Slysavarðstofuna og það an í Landakotsspítala. Sjónvarp komið á Vestfjörðum MYNDIN SKÍR OG GÓÐ VIÐ DJÚP fSAFIRÐI, 16. des. — Fyrstu sjónvarpssendingarnar til Vest- fjarða hófust í gærkvöldi. Náði sjónvarpið til allra byggða við ísafjarðardjúp, nema til Súða- víkur. Sjónvarpið reyndist mjög Vel. Myndin var mjög skír og tóngæði prýðileg. Kom sjónvarp- Ið hingað allmiklu fyrr en búizt hafði verið við og er mikil og almenn ánægja með þessar send- ingar. Hér á ísafirði munu vera kom- in eitthvað á annað hundrað tæki, en mjög lítið hefur verið sett upp af loftnetum ennþá, enda getur svo farið að inniloft- net nægþ því að sendistöðin í Arnarnesi er mjög stutt frá bæn- um. Mjög gestkvæmt var á þeim •heimilum, þar sem sjónvarps- tæki eru. Lék mörgum forvitni á að fylgjast með þessum fyrstu sendingum hingað og sjá hvernig til tækist. Eru menn á einu máli um það, að mjög vel hafj tekizt. Verzlunin Póllinn, sem er eitt •þeirra fyrirtækja. er selja sjón- varpstæki hér í bæ, hafði tvö sjónvarpstæki í gangi í verzlun- arglugga sínum í gærkvöldj og söfnuðust tugir manna þar fyrir •utan og fylgdust með sendingum sjónvarpsins, enda þótt fólkið gæti ekki fylgzt með talinu. — Högni. ★ BOLUNGAVÍK 16. des. — Við í Bolungavík sáum sjónvarp í gær- kvöldi frá endurvarpsstöðinni í 'Hólum og sást dagskráin mjög vel, sendingin skýr og góð alls staðar. Eru víða komin sjón- varpstæki og áætlað að helming- ur þorpsbúa hafj fengið sjón- varpstæki. Við höfum tvær end- urvarpsstÖðvar, bæði frá Hólum og Bæjum, en stillimyndin það- an sést líka hér. — Hallur. Krefjast skýrslu um rannsókn morðmálsins A STOFNFUNDI sínum gerffi Bandalag ísl. leigubifreiffastjóra m.a. eftirfarandi samþykkt, þar sem krafizt er skýrslu um rann- sókn morffsins á Gunnari Tryggvasyni, leigubílstjóra: Stotfnfumdur Bandalags ísl. leigubifreiðastjóra, haldinn 26. til 27. nóv. 1968, telur það illa farið, að Rrannsóknarlögreglan í Reykjavík skyldi ekki hafa orð- ið við ósk BifreiðastjÓTafélagsins Frama í Reykjavík, sem fólst í bréfi til Rannsóknarlögreglunn- ar, dags. 23. jan. 1968, þar sem farið var fram á að fá erienda sérfræ'ðinga til aðstoðar Rarun- sóknarlögreglunni til leitax að morðingja þeim, sem myrti Gunnar Tryggvason, leigubif- reiðastjóra, í bifreið sinni við starf sitt 18. jan. sl. Þar sem ekkert hefir heyrzt frá Rannsóknarlögreglumni nú um langan tíma varðandi rann- sókn máls þessa, þá krefst fund urinn, að R an nsókn a rlögre glan gefi nú þegar skýrslu um gang þess. Stálu 21 milljón — og drukku jólavískí forstjóranna London, 16. des. (AP) INNBROTSÞJÓFUM tókst í nótt aff ræna um 100 þúsund sterlingspunda virffi (21 millj. kr.) af silfri og gulli úr geymslu gullsmíffaverzlunar í London. Notuffu þeir hraff- virk logsuffutæki til aff skera gat á 7,6 sm. þykka stálhlíf á geymslunni, og hirtu síffan allt gull og silfur, sem þar var geymt. Meðal þjófamir voru a'ð brenna gat á stáLhlífina, gæddu þeir sér á wiskíi, sem forstjórunum hafði verið sent í jólagjöf, og geymt var í skrifstofunni. Tvöfalt þjófa-vamarkerfi er í verzluninni, og komust þjófamir gegnum bæði þeirra án þess að til þeirra heyrðist. Á leiðinni út með þýfið gerði Hins vegar anmað kerfið við- vart, en þjófamir komust engu að siður undan. Hefur Scotland Yard lögreglan sett sérstakan vörð vi'ð allar hafn-. ir og flugvelli. Sonur eiiganda verzlunarinn ar segir að þjófamir hljóti að hafa verið kunnugir staðhátt- um, og að ránið hafi verið framið þegar óvenju mikil verðmæti voru í geymslunni. Jólaumferff í Bankastræti. Umferðartakmark- anir fyrir jólin AÐ venju hafa veriff gerffar sér- stakar ráffstafanir vegna mikillar umferffar fyrir jólin. Lögreglu- stjórinn í Reykjavík hefur aug- lýst takmörkun á umferff er tók gildi 12. desember sl. og stendur til 23. desember. Takmörkunin hefur einkum í för meff sér eftir- farandi: Einstefnuakstur er sett- ur á fjórar götur, vinstri beygja bönnuff úr fimm götum, bifreiffa- stöffur eru bannaffar effa tak- markaffar á allmörgum stöffum í borginni og bifreiffaumferff er al- gjörlega bönnuff um Austur- stræti, Affalstræti og Hafnar- stræti laugardaginn 21. desember kl. 20.00 til 22.00 og mánudaginn 23. desember kl. 20.00 til 24.00. Umferðaryfirvöld borgarinnar reyna að takmarka eða banna umferð sem allra minnst. Þær bráðabirgðaráðstafanir sem nú hafa verið gerðar, eru flestar þær sömu og fyrir undanfarin jól, að því undanskildu, að vinstri beygjur eru bannaðar á allmörgum stöðum þar sem hægri beygjur voru bannaðar áð- ur. Þá er þaff ný ráffstöfun, aff banna aff aka Rauðarárstíg í - PÉTUR OTTESEN suffur yfir gatnamót Rauffarár- stígs og Hverfisgötu, og ennfrem- Ur aff taka vinstri beygju af Rauffarárstíg austur Hverfisgötu. Verða því þeir ökumenn, sem koma Rauðarárstíg frá Skúla- götu, að taka hægri beygju vest- ur Hverfisgötu. Þá er vinstri beygja bönnuff úr Njálsgötu norffur og suffur Snorrabraut. Lögreglan biður ökumenn að hafa sérstaklega eftirfarandi at- riði í huga: 1. Þeir ökumenn, sem staddir eru í austurhluta borgarinnar og ætla að aka vestur í bæ eða niður í miðborgina, aki ekki niff- ur Laugaveg, en fari þess í stað niður Skúlagötu eða Hringbraut. Ef umferðartafir myndast á Laugavegi, verður lögreglan ef til vill að grípa til þess ráðs, að vísa bifreiðaumferð af götunni. Framhald á bls. 31 Annors enn snbnnð TVEGGJA manna var sraknað frá því í fyrri viku, en annar þeirra fannist í gær í höfninni. Hét hann Rögnvaldur Bjarina- son, Hjarðarhaga 23. Rögnvaldur var 58 ára gamall og lætur eft- ir sig konu, en börn hans eru uppkomin. Ólafs Péturssonar, Laufásvegi 20 er enn saknað, en hann hvarf um miðjan síðasitliðna viku. Ól- afur er 61 árs. Biskup settui í embætti í Lundukoti SUNNU D AGINN 22. desember kl. 3.30 síðdegis mun dr. Bruno B. Heim erkibiskup og fulltrúi páfa á Norðurlöndum setja Hinrik biskup Frehen inn í em- bætti sitt sem Reykjavíkurbisk- up. Athöfnin fer fraim í dóm- kirkjunni í Landakoti. Luususkuldir iðnuðurins í föst lún — afgreitt sem lög Á Laugardaginn var stjórnar- frumvarpið um breytingu á lausaskuldum iðnaðarins í föst lán afgreitt sem lög frá Alþingi. Lögin heimila Iðnlánasjóði að gefa út nýjan flokk vaxtabréfa að upphæð 40 millj. kr., í þeim tilgangi að breyta lausaskuldum iðnaðarins í föst lán. Siómenn í Norð- ursjó mótmæla — sjdvarútvegsmálaímmvarpi Framhald af bls. 1 íslandi í viðtali í ríkisútvarp inu 1. desember svaraði Pét- ur Ottesen á þann veg spurn- ingunni, hvort hann sæi meg- inmun á þeim ungu mönnum, sem gengu með honum inn á Alþingi, og þeim ungu mönn- um, er síðari árin komu til þings. Þessi sfðasta kveðja hans tii þjóðarinnar lýsiir honum vel. „Ég sé ekki mun á því. Og ég býst við að þeir menn, sem nú koma inn á þingið, séu að ýmsu leyti betur bún- ir menntunarlega og á annan hátt, en við er þá gengum þar inn. Það er bezt að ég skjóti hér inn nokkru um sjálfan mig, þó ég hafi nú einu sinni neitað þér um að tala nokkuð um sjálfain mig (manni geng- ur nú ekki alltaf sem bezt að halda boðorðin). Ég byrj- aði mitt starf í stjórnmálum sem frekar þröngsýnn maður, enda hafði ég ekki nötið þeirr ar skólamenntunar, sem yfir- leitt lyftir mönnum á nokkuð hærra stig. Mér finnst, að ég hafi gerzt víðsýnni og frjáls- lyndari með aldri og reynslu, og ekki nokkur lifandi maður getur fengið mig til annars en að sjá framtíðina í björtu ljósi. Mér finnst að við ís- lendingar höfum komizt yfir erfiðleikana. Þó mæti okkur andstreymi á ýmsan hátt nú, þá höfum við aldrei verið bet ur búnir til þess að yfirstíga þá en núna. Ég blæs á þessa örðugleika núna. Við eigum bara að beita skynsemi og þá eru þeir bara alveg horfnir, eins og dögg fyrir sólu. Þetta eru ummæli áttræða mannsins sem þú talar við í dag.“ Mbl. hafa borizt mótmæli skipshafna á 57 síldveiðiskip- um, sem stunda veiðar í Norð ursjó vegna sjávarútvegsmála frv. ríkisstjórnarinnar og seg- ir þar m.a. að sjómönnum sé fullkomlega ljóst, að íslenzka þjóðin eigi við alvarlega efna hagsörðugleika að etja, sem hljóti að koma við alla lands- menn, en hins vegar verði erfiðleikar sjávarútvegsins ekki leystir þótt sjómenn yfir gefi skipin. Yfirlýsingin fer hér á eftir: Skipshafnir 57 síldveiðiskipa, sem stunda veiðar í Norðursjó hafa sent mótmæli við framkom- ið frumvarp, um ráðstafanir í sjávarútvegi, og farið þess á leit við samtökin að þau gedðu al- menningi nokkra grein fyrir launamálum sjómanna. Sjómönnum er það fullkom- lega ljóst að ítslenzka þjóðin á við alvarlega efnahaigsörðugleika að etja, sem hljóta að koma við alla landsmenn. Á undanfömum árum hefur afkoma sjómanna byggst á ævintýralega miklu afla magni, sem fært hefur allri ís- lenzku þjóðinni stórauknar tekj- iir. Þegar dregur úr þeim afla sem verið hefur og verðfall verð ur á erlemdum mörkuðum kemur það fyrst við sjómenn og útgerð skipann,a sem á síðustu tveim Hlutur háset úr brúttó afla Verð á bræðslusíld pr. kg. Útflutningsverð á lýsi per. tonn Verð á síldarmjöli pr. próteleining rum hafa orðið fyrir svo gífur- legri tekjuskerðingu að á það verður vart bætt Hluitur sjó- manna á yfirstandandi ári muin almennt ekki ná lágmarks kaup- tryggimgu sem gefur 8—9 þúsund kr. fyrir skráðan mánuð að frá- dregnu fæði. Það mun almemmt hjá öðrum launþegum að hafa Mtt fæði þegar unnið er fjarri heimilum sínum eims og síld- veiðisjómenn hafa ótvírætt þurft að gera. Hlutdeild sjómanna úr aflanum hefur sífellt farið minnkandi á síðustu árum. Því til glöggvunar skal gerður samamburður á 6 ára tímabili fyrir bát sem stundar síldveiðar með hringnót, eins og nú er notuð af öllum okkar skip- um. En gengisbreytingar, verð og kauphækkanir, sem orðið hafa á þessu 6 ára tímabili þekkja landsmenn og geta borið það saman. Þessu til viðbótar er nú tekið 8% útfl.gjald af síldarafurðum, sem dregið er frá óskiptu og læfckar það aflaprósent til sjó- manna frá því sem að fraiman greinir. Ef það frumvarp, sem hér um ræðir yrði að lögurn, verður það frekleg árás á umsamin skipta- kjör sjómanna, sem nemur nær þrfðjung umsaminna launa. Erfið leikar sjávarútvegsins verða ekki leystir þótt sjómenn yfirgefi skip in. 1962 1968 4% 2,8% 107 aurar 127 aurar 34 £ um 41 £ 16 sh. um 18,6 sh.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.