Morgunblaðið - 17.12.1968, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 17.12.1968, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. DESEMBER 1968 Simi 22-0-22 Rauðarárstig 31 siH' 1-44-44 mmiDiR Hverfissötu 103. Simi eftir lokun 31160. MAGNÚSAR SKIPHCMJI21 54MAR 21190 eftir lokun slmi 40381 BÍLALEIGAN - VAKUR - Sundlaugavegi 12. Siml 35135. Eftir lokun 34936 og 36217. 350,- kr. daggjalð. 3,50 kr. bver kílómetri. BÍLALEIGAN AKBRAUT SENDUM SÍMI 8-23-47 1BIRGIR ÍSL. GUNNARSSON^ HÆSTARÉTTAfíLÖCMA ÐUfí LÆKJARGÓTU 6B SÍMI22120 VANDERVELL Vé/alegur De Soto BMC — Austin Gipsy Chrysler Boick Chevrolet, flestar tegundir Dodge Bedford, dísil Ford, enskur Ford Taunus GMC Bedford, dísil Thomes Trader Mercedes Benz, flestar teg. Gaz ’59 Pobeda Volkswagen Skoda 1100—1200 Renault Dauphine t>. Jónsson & Co. Sími 15362 og 19215. Brautarholti 6. Veljum Wislenzkt til jólagjafa 0 Bókainnflutningur og bókaútgáfa á íslandi „L.estrarhestur“ skrifar: „Kæri Velvakandi: Algengt hefur verið á undan- förnum árum, að íslenzkir bóka- útgefendur barmi sér í blöðum, tímaritum, útvarpi og sjónvarpi yfir þvi, hve útgáfukostnaður sé mikill. Láta þeir í það skína, að þeir eigi örðugt með að ná út- gáfukostnaðinum aftur inn með sölu bóka sinna, og má velvera, að rétt sé, þvi að markaðurinn er ekki stór, en sívaxandi útgáfu- starfsemi £ landinu bendir þó til annars. Þeir ættu líka að vera þakklátir fyrir lestramáttúru okk ar íslendinga. Eitt af því, sem þeir benda á í bjargráðaskyni fyrir atvinnu- rekstur sinn, er niðurfelling á tollum á bókagerðarefni. Þessu get ég alveg verið sammála, enda ættu íslenzkar bækur þá að verða ódýrairi fyrir hinn almenna kaup anda og lesanda. En hitt þykir mér einkennilegt, hve oft þeir eru að fjargviðrast út í tolllaus- an eða tolllitinn innflutning á er- lendum bókum. Auðvitað er hægt að minnka eða fella niður tolla á bókagerðarefni, án þess að hækka eða taka upp tolla á erlendum tímaritum og bókum. Það er eng- in „menningarbarátta" lengur I öllu talinu um nauðsyn tolla-af- léttingar á bókaefni, þegar farið er að tengja það við upptöku tolla á erlendu lestrarefni. Þetta eru tvö óskyld mál, og skyldu útgefendur véira sig á að gera bar áttumál sitt óvinsælt með því að rugla því saman við annað mál. Einn útgefandinn var meira að segja svo kjaftfor 1 viðtali við eitt blaðanna (að visu nauða- ómerkilegt sorpblað), að hann tal aði 1 fyrirlitningartóni um þá menningarvita, sem heimtuðu, að erlent lestrarefni væri ódýrt. Nei, góðir hálsar! Við skulum allir vera sammála um að styrkja íslenzka bókaútgáfu, til dæmis með tollalækkun, en við skulum ekki um leið gera okkur að ein- angruðum menningarstrandkörl- um með því að gera erlent lestr- arefni ókaupandi á íslandi fyrir dýrleika sakir! Lestrarhestur". 0 Vill heldur vandaða en vanaða karlmenn Bréfavihkona Velvakanda, sem allmjög hefur látið til sín taka upp á síðkastið og kallar sig af einhverjum ástæðum „Bersynd- uga“, sendir eftirfarandi bréf: „Kæri Velvakandi! Þakka þér fyrir síðast. Ég ætla að biðja þig að leið- rétta yfrir mig, og það sem fyrst, eina setningu úr síðasta bréfi 'mínu. Prentviilupúkinn gerði mér hræðilegan grikk, og ég á mér ekki viðreisnar von, ef það iverður ekki leiðrétt strax. Ég á yfir höfði mér reiði margra manna, ef því verður ekki breytt. Ég skrifaði í síðasta bréfi mínu, ■að mér þætti fróðlegt að heyra xtm vanaða, fráskilda menn, þvl að ég hefi aldrei heyrt um þá áður. Frú fráskilda mannsins skrif aði I bréfi sinu að vonandi yrð- um við svo heppnar að hitta ein- hvem vanaðan fráskildan mann. En í minu prentaða bréfi stendur að mér þætti fróðlegt að heyra um vandaða, fráskilda menn, sem ég hafi aldrei heyrt getið um, sem er náttúrlega ekki rétt, því að þá þekkjum við öll, en hina (þá vönuðu) þekkium við ekki Svo í guðs bænum, breyttu þessu fyrir mig sem fyrst. Með fyrirfram þakklæti. Bersyndug". 0 Og hananú! Vinkona Velvakanda skrifar: „Mikið er nú fjasað um kreppu í landi og erfiðleika eftir alla velgengnina, sem búið var að auglýsa um allar álfur. Það er varla von, að utan- ferðir, fin föt, veizlur, vín og tóbak gæti bætt úr, þegar á móti blæs. Við ættum bara að skammast okkar fyrir alla eyðsluna og vit- leysuna! Sízt af öllu megum við fara að jarma framan í aðrar þjóðir og biðja um hjálp og aðstoð. Þvílik forsmán. Ein, sem kann að skammast sín“. 0 Símagjöld hér og vestra „ Símanotandi" skrifar (bréfið stytt): „Heiðraði Velvakandi! Mig langar til að leiðrétta mis- skilning Ingólfs Jónssonar, ráð- herra, varðandi afnotagjöld síma í Bandarikjunum. Ráðherrann upplýsti fyrir nokkru á Alþingi, að árleg afnotagjöld af síma þar vestra næmi röskum 10.300 kr. Eftir margra ára dvöl í Banda- ríkjunum að undanförnu get ég hinsvegar upplýst, að ég borgaði mánaðarlega um fjóra dollara sem á nýja genginu mun vera um 4—5000 kr. á ári. Auk þess er rétt að geta þess að fjöldi ókeypis samtala er ótakmarkað- ur, og er því ekki um ræða við- bótarkostnað vegna óhóflegrar símanotkunar. Enn fremur minn- ist ég þess, að tengingarkostnað- ur, þegar ég fékk símann, var 10 dollarar eða 900 kr. en það var fyrir fimm árum og kynni að hafa hækkað eitthvað síðan. Að lokum skal ég nefna, máli mínu til stuðnings, að ég hef spurzt fyrir meðal kunningja, sem dvöldust í öðrum ríkjum Banda- ríkjanna um svipað leyti og ég, og hafa þeir allir greitt svipuð af- notagjöld og ég hefi nefnt hér. Símanotandi". Velvakandi gerir nú ráð fyrir því, að hér séu tekin mið af tvennu ósambærilegu, eins og oft vill verða þegar fara á að bera saman fjárupphæðir á milli landa. Samanburð er hægt að gera með mörgu móti, og vill þá oft slá í þrætu, þegar upphaflega er miðað við mismunandi hluti. — Velvakandi þykist geta bor- ið um það, að simakostnaður á íslandi sé mjög hóflegur, þegar miðað er við evrópsk lönd. Reynsla hans er yfirleitt sú, að ýmis konar algengur kostnaður, svo sem strætisvagnafargjöld, út- varpsafnotagjöld, sjúkrasamlags Og try ggingaiðg j öld, símatoostai taður og fleira þess háttar sé mun ódýrara hér á landi en í öðrum Evrópuölndum, — að ekki sé nú minnzt á benzínverð. Til Ameríku þekkir Velvak- andi ekki, en ekki kæmi það honum á óvart, þótt símagjöld þar væru lægri en hér, því að þar standa einkafyrirtæki fyrir símaþjónustu. Það er munur en hér, þar sem sú della hefur síazt inn f fólki af einhverjum óskilj- anlegum ástæðum, að „hið opin- bera“, ríkið, þurfi að vera að vas ast í símaþjónustu. Það hefur nóg annað að gera. Kaupið sófasettið Eigum mikið og fallegt úrval af sófasettum Engar hœkkanir fyrir áramót Sími-22900 Laugaveg 26 núna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.