Morgunblaðið - 17.12.1968, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 17.12.1968, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. DESBMBER 1968 Ekki verður unnt á full- nægja eftir- spurn fyrir jól a bók Halldórs Laxness „Kristnihald undir jökli“ Löngu áður en Halldór Lax- ness hafði hlotið hina mestn viðurkenningu á alþjóðavett- vangi, Nóbelsverðlaunin, var hann vinsælli höfundur í andi sínu en dæmi eru til um skáld í öðrum löndum. Höfundur Sölku, Sjálfstæðs fólks, Heims Ijóss, íslandsklukkunnar og Gerplu, svo aðeins 5 af 35 bók um hans séu nefndar, var þeg ar fyrir löngu hið mikla þjóð skáld íslands, og s'á maður þjóðarinnar er hún mat mest, virti og treysti. Nóbelsverðlaunin voru aðeins sjálfsögð staðfesting á því, sem þjóð hans þurfti ekki að láta segja sér, enda sjálf þeg- ar sýnt í verki, eins og oft áð- ur, að hún þekkti sína menn. Eftir að Halldór Laxness fékk Nóbelsverðlauin, hefur sala bóka hans verið að mestu óbreytt og jöfn, þangað til núna í haust, er bók hans „Kristnihald undir jökli“ kom út. Skyndilega er eins og þjóð in hafi vaknað og eignazt að nýju sikáldið sitt, nýtt og end- urfætt, og enn í broddi fram- sækinna fylkinga. Forlagið var því miður ekki fyllilega undirbúið að mæta þessari auknu eftirspurn, en mun hafa bókina til aftur fljót lega eftir nýár. Yfir 20 aðrar bækur skáldsins enn með gamla verðinu. Helgafell Unuhúsi Ath. Hundruð sáródýrra úr vals gjafabóka og málverka- prentanna í UNUHÚSI. Þjdöin veröur aö sætta sig við kjaraskerðingu í bili — til jbess að komast úr efnahagsvandauum — sagði Pétur Benediktsson í rœðu um sjávarútvegsmálafrv. ríkisstjórnarinnar Sjávarútvegsmálafrv. ríkisstjóm arinnar var afgreitt frá Efri deild Alþingis sl. fimmtudags- kvöld og við 2. umræðu í deild inni fyrr um daginn, flutti Pét- ur Benediktsson (S) framsögu- ræðu fyrir áliti meirihluta sjáv- arútvegsmálanefndar. í framsögu ræðunni gerði Pétur Benedikts- son grein fyrir þeim breytingar tillögum, sem nefndin flutti við frv. og ræddi jafnframt nokk- uð almennt um frv. Pétur Benediktsson kvaðst undrandi á því skilningsleysi á vandamálum íslenzku þjóðarinn- ar, sem fram kæmi í nefndar- áliti minnihlutans og benti á, að hér væri annars vegar um að ræða tilfærslu fjármuna innan sama atvinnuvegar og hins veg- ar að ein stétt manna væri ekki undanþegin þeirri kjaraskerðing sem öll íslenzka þjóðin yrði að sætta sig við í bili. Hér fer á eftir kafli úr fram- söguræðu Péturs Benediktsson- ar: Ég hef lesið yfir nefndarálit minnihlutans og er sannast sagt undrandi á því skilningsleysi á vamdamálum íslenzku þjóðarinn- ar sem þar kemur fram. Þar er veifað orðum um gífuriega kjara skerðingu hjá ákveðinni stétt manna einni saman, og á öðrum stað talað um, að gert sé ráð fyrir auknum álögum á atvinnu- vegi landsins, þó að í því til- felli sé aðeins um að ræða til- færslu á fjármunum innan sama aftvinnuvegar. Það er ekki tekið neitt af sjávarútveginum, sem sjávarútvegurinn fær ekki aftur. Þarna er verið að hliðra til fjármununum, eins og okkar hllut verk er svo oft í nútímaþjóð- félagi, að koma fjármunum þang að, sem við hyggjum þá gera heildinni meira gagn heldur en ef þeim er safnað öllum á einn stað. En þetta virðast þessir menn sem þó kenna sig við vinstri- mennsku og veifa alþýðuflagg- inu í tíma og ótíma, ekki fá skili, heldur á'líta að ef einhver geti fengið stórgróða af ráðstöf- unum, eins og gengisfellingu, sé um að gera að láta stórgróðann liggja þar, en gleyma heildinni. Sama er að segja um þessa gíf- urlegu kjaraskerðingu. Á einum stað er um að ræða það, að ein stétt manna, sem ráðin er upp á hlutaskipti, skuli ekki vera undanþegin þeirri verulegu kjaraskerðingu, sem öll íslenzka þjóðin verður að sætta sig við í bili, til að komast út úr þeim fjárhagsvanda, sem við erum nú í, sökum aflabrests og örðugra markaðshátta á undanförnum tveimur árum. Við flytjum svohljóðandi breyt ingarti'llögu: „Kjarasamningum milli útvegs manna og sjómanma, sem samkv. ákvæðum þeirra var ætlað að gilda til ársloka 1969, er heimilt að segja upp án fyrirvara eftir gildistöku þessara laga“. Það þótti mikið vafamál, hvort þörf væri á þessari breytingar- tillögu. Ég hygg, að það hafi verið samhljóða állit flestra meiri háttar lögfræðinga, a.m.k. allra þeirra, sem ég hef rætt málið wið, að þetta lægi í sjá'lfu sér í augum uppi. Veruleg forsenda fyrir þessum kjarasamningum var brostin og þess vegna hlutu aðilarnir að vera frjálsir að segja þeim upp. Hins vegar var því óspart veifað af andstæð- ingum frv., að hér væri um lög- bindingu á kaupi einnar stéttar að ræða, sjómannanna, meðan all ar aðrar stéttir væru frjálsar að taka upp nýja samninga. Og það er til þess að sýna það svart á hvítu, að það hefur ekki ver- ið ætlan stuðningsmanna þessa frv. að koma slíku misrétti á, sem þessi tillaga er fram borin. Þá flytjum við breytingatil- lögu um að flytja óverkaðan, saltaðan smáfisk úr næsthæsta flokki niður í 1. flokkinn, þar sem er magntollur með hámark- inu 5 prs. af verði. Þessi fram- leiðsla á söltuðum smáfiski er ekki sérlega arðvænleg, en góð atvinnubótavinna vissan hluta árs ins á nokkrum stöðum á land- inu, en útflutningur þessarar vöru hefur ekki getað átt sér stað nema með stuðningi hins opinbera eða verðjöfnun á milli stærðarflokka og þykir því ó- eðlilegt að hafa þennan varning í næsthæsta gjalldaflokki, þegar þar er borgað með honum við útflutning. Pétur Benediktsson Þá er breytingartil'laga um, niðurlagðar vörur. — Þar er skýrt frá því, hvenær vörur skuli taldar niðurlagðar vörur og al- mennt er miðað við, að innihald sé ekki hærra heldur en 10 kg nettó. En þó er gerð undan- tekning þarna um vörur, sem lagð ar eru fullverkaðar niður í stærri ílát, ef útflytjandi sannar, að hráefnisverðmæti hinnar útfluttu vöru sé minna en V\ hluti. Við leggjum til, að því sé breytt í % hluta útfllutningsverðmætisins. Mér er sagt, að þetta hafi í raun og veru ekki praktiska þýðingu fyrir nema einn vöru- flokk, sem ég kann ekki einu sinni íslenzfct nafn á, en er flutit ur út til Þýzkalands undir nafn inu Sauerkappen og úr því eru svo búnar til síldarréttir í Þýzka landi og þessi breyting á, að fróðra mainna sögu, að vera nauð synleg til aðstoðar þeim atvinnu vegi, en hefur nú varla stóra almenna þýðingu. Næsta breytingartillaga okkar er við 12. gr. Þar er gert ráð fyrir því sem meginreglu, að út- flutningsgjald fallli í gjalddaga um leið og skip er afgreitt úr höfn eða áður en lagt er af stað ti'l útlanda, ef engrar af- greiðslu er beiðzt, en þó geti ráðherra ákveðið, að útflytjend- ur skuli greiða % hluta gjalds- ins um leið og útflutningsskjöl eru afhent, en jafnframt af- hendi þeir tollyfirvaldi ávísun á væntanlegt gj aldeyrisandvirði fyr ir % hlluta gjaldsins. Nefndinni kom saman um, að eðlilegra væri •að þetta gilti um allt útflutnings gjaldið, þ.e.a.s. ekki eðlilegt, að skipa útflytjendum að greiða til- tölulega há útfluitningsgjöld án þess að hafa sjálfir tekið við and virði vörunnar og höfum við því lagt til, að greininni verðibreytt í samræmi við þá hugsun, enda sé tryggt, að gjaldeyrisskil fari fram fyrir millligöngu íslenzkra banka og sé to'llyfirvaldi fengin ávísun á væntanlegt gjaldeyris- andvirði fyrir gjaldinu. Þá er loks eiin tillaga í viðbót. f frv. er talað um útflutningsgjald af söltuðum hrognum og að það skuli ekki greitt af söltuðum grásleppuhrognum af framleiðslu ársins 1968. Fróðir menn sögðu okkur að þarna væri réttara, að stæði: Af söltuðum eða niður- lögðum grásleppuhrognum. Þetta er til að efna loforð, sem ríkis- stjórnin mun hafa gefið framleið endum þessarar vöru í sambandi við gífurlegt verðfall á seinustu tveimur eða þremur árum frá því, sem áður var og er hér að ég hygg um óumdeilaráegan hlut að ræða. Yael Dayan, höfundur bókarinnar SÁ Á KVÖLINA er dóttir Moshes Dayans hershöfðingja, þjóðhetju ísraetsmanna. SKÁLDVERK UM SAMTÍMANN Þér lesið um grimmileg örlög og hetjulega baráttu í bókinni „SÁ Á KVÖLINA ... “ Höfundurinn er meðal hinna fremstu á okk- ar tímum og viðurkenndur sá bezti í ísrael. Þetta er bók handa fólki, sem vill góð skáld- verk. Þetta er bók handa þeim, sem kunna að meta góðar bókmenntir. Þetta er bók, sem gleður alla — gefendur, þiggjendur, lesendur. INGÓLFSPRENT H F. r HtiSQVARNA eldavélasett vöfflujám W BURG grillofnar /b\ /. ÞorláksSon /JÍN\ & Norðmann ht.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.