Morgunblaðið - 17.12.1968, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 17.12.1968, Blaðsíða 16
16 MORGUNBfLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. DESEMBER 1968 tjitgeíandi H.f. Árvakur, ReykjavSk. Framkvæmdasitj óri Haraldur Sveinsaon. 'Ritstjórai1 Sigurður Bjarniasan: frá Vigur. Matthias Johannesslen. Eyjólfur Konráð Jónssion. Ritgtjómarfui'Iltrúi Þorbjörn GuðmundsBOH. Fréttaistjóri Björn Jófoannissom Auglýsingaatj óri Árni Garðar KristmBSon. Ritstjórn og afgreiðsla Aðafetraeti 6. Sími 10-109. Auiglýsingar Aðalstræti 6. Sími 22-4-80. Áisikriftargjald kr. 1)50:00 á xnánuði innanilainds. í lausasöiu kr. 10.00 einitakið. ENGIR BÓNBJARGARMENN Ij’nda þótt sjálfsagt sé að gera sér rétta grein fyrir þeim miklu erfiðleikum, sem við íslendingar stöndum frammi fyrir vegna þeirra á- falla, sem yfir hafa dunið, er fráleitt að láta þá vaxa sér svo í augum, að menn telji hreina vá vera fyrir dyrum og jafnvel að við þurfum að ger- ast bónbjargarmenn annarra. Ekki er ofsögum af því sagt, að það er mikið áfall, þegar þjóð tapar yfir helming gjald- eyristekna sinna eins og við íslendingar höfum orðið fyrir, enda engin dæmi kunn á síð- ari tímum af neinni þjóð, sem á friðartímum hefur orðið fyr ir slíkum áföllum. Þegar þingmannasamband Atlantshafsríkjanna ræddi um efnahagserfiðleika íslend- inga og mikill velvilji kom fram af hálfu annarra þátt- tökuþjóða og nánast ósk um, að bandalagsþjóðir okkar að- stoðuðu okkur, er það auðvit- að annars vegar sprottið af _velvílja í garð minnstu þjóðar samtakanna og hins vegar hafa þingfulltrúar vafalaust gert sér grein fyrir því, að það mundi mikið áfall hverri þjóð, sem missti helming gjaldeyristekna sinna, og þá auðvitað því fremur, sem hún hefur mikil utanríkisviðskipti og éinhæfa framleiðslu, eins og er um okkur íslendinga, en stærri þjóðir, sem búa meira að sínu, hefðu fremur getað þolað slík áföll. En enda þótt þessi velvilji Atlantshafsríkjanna sé okkur mikilvægur í eðlilegum við- ^kiptum við þær, og samn- ingagerðum, t.d. í sambandi við EFTA og lántökur hjá al- þjóðalánastofnunum, er það áreiðanlega ekki vilji íslenzku þjóðarinnar, að við þiggjum neina styrki eða óeðlilega fyr- irgreiðslu. Við getum svo sannarlega mjög vel af eigin rammleik rétt Við efnahag okkar, ef við aðeins kunnum fótum okkar forráð og tökum öll á okkur tiltölulega smá- vægilega kjaraskerðingu um sinn til þess að geta síðan notið árangurs nýrrar fram- farasóknar. Vissulega var það ömurlegt, þegar vinstri stjórnin fór betl andi á fund Atlantshafsráðs- ins og efnt var til samskota fyrir okkur íslendinga meðal bandalagsríkja okkar. Það var hin mesta niðurlæging og von andi fetar engin íslenzk ríkis- stjóm í fótspor vinstri stjóm- arinnar í þessu efni- Þvert á móti eigum við íslendingar sjálfir að bregðast af maun- dómi við vandanum — eins og raunar er nú gert — og þá er líka engin ástæða til svart- sýni. ENN UM ERLENDU LÁNIN í sama hátt og menn mega ekki láta sér efnahags- örðugleikana vaxa í augum, mega þeir heldur ekki gera allt of mikið úr þeim erlendu skuldum, sem á okkur hvílir að greiða á næstu ámm og áratugum, vegna ýmis konar lántöku hjá alþjóðalánastofn- unum og viðskiptaaðilum og peningastofnunum erlendis. Lánum þessum hefur verið varið til þýðingarmikilla fram kvæmda, sem stórbæta þjóð- arhag og auka gjaldeyristekj- ur- Má þar nefna Búrfells- virkjun, geysimikil flugvéla og skipakaup, ásamt uppbygg ingu á sviði iðnaðar og land- búnaðar. Framkvæmdir þessar em svo arðvænlegar, að þær munu skila margföldum þeim gjaldeyri, sem til þeirra hef- ur verið varið, á alveg næstu ámm, og þess vegna íþyngja þessi lán okkur ekki, heldur þvert á móti. Fjarstætt er þess vegna og hin mesta ó- svífni að tala um, að sú kyn- slóð, sem staðið hefur að fram kvæmdum að undanfömu hafi lagt „drápsklifjar“ á æsk- una, eins og einn framsóknar- maður nýlega komst að orði. En auðvitað getur hvorki einstaklingur né þjóð staðið við fjárskuldbindingar sínar, ef neyzla er ekki takmörkuð við fjárráðin, þegar til lengd- ar lætur, þótt unnt sé að eyða umfram efni að sinni, eins og við íslendingar óneitanlega höfum orðið að gera síðustu mánuði, og raunar síðustu 2 árin. En þá höfðum við líka varasjóð, sem við gátum grip- ið til, sem nú er genginn til þurrðar. Við verðum þess vegna að takmarka neyzluna nokkuð að sinni, en leggja allt kapp á að auka framleiðsluna. Að þessu miða þær efnahagsráð- stafanir, sem gerðar hafa ver- ið, og gengisbreytingin dreg- ur mjög úr innflutningi, en beinir hins vegar fjármagni og athafnalöngun manna að «mj UTAN ÚR HEIMI NÝ RÍKISSTJÚRN MYND- UÐ Á ÍTALÍU Onnur samsteypustjórn mið- og vinstri flokka landsins — Sósíalistinn Nenni utanríkisráðherra ÞANN 12. desember varð Mariano Rumor, leiðtogi Kristi legra demókrata á ítalíu, 11. forsætisráðherra Italíu frá styrjaldarlokum. Hann til- kynnti l»á, að hann hefði myndað þriggja flokka sam- steypustjóm mið- og vinstri- flokka, og fól utanríkismálin í hendur manni, sem mjög hefur stutt málstað Viet Cong manna í Vietnam. Giuseppe Saragat, forseti, skipaði Rum- or, sem er 53 ára gamall, eftir stuttan fund þeirra í forseta- höllinni. Daginn eftir unnu ráðherrar embættiseiða, en þeir eru úr flokkum Kristi- legri demókrata, Sósialista og Repúblikana. Það tók Rumor 16 daga að mynda hina nýju ríkisstjórn, en stjómarkreppa var á ítalíu. í stjóminni em 16 ráðherrar úr röðum Kristilegra demó- krata, níu sósíalistar og einn repúblikani. NENNI UTANRÍKISFAÐ- HERRA Hér er um að ræða aðra sam steypustj órn mið- og vinstri- flokka Italíu í sögu þjcðarimn ar, og hún sezt að völdum á upplausnartímum meðal verkamanna og stúdenta, en stór þáttur þess vanda mun ligigja í því að á undanförnum mánuðum hafði allt staií frá- Pietro Nenni farandi stjórnar verið lamað. Rumor kaus a'ö tilnefna hinn 77 ára gamla Pietro Nenni í hið mikilvæga em- bætti utanríikisráðherra, en hann er leiðtogi sósíalista. Mariano Rumor Enda þótt hann hafi um eitt skeið verið bandamaður kommúnista, áður gagnrýnt hlutverk Ítalíu í varnarsam- starfi Vesturlanda og sé enin hai'ður andstæðingur stefnu Bandaríkjanna í Vietnam, er ekki við því búizt að Nenni muni gera róttækar breyt.img- ar á utanríkismálastefnu Italíu. Afstaða hans til varnar- bandalags Vesturlamda mun mjög hafa mildazt á undan- förnum árum eftir að hann sagði skilið við samstarfið við kommúnisita og hann hefur mjög gagnrýnt ýmsar aðgerðir kommúnista, svo sem innrás Sovétríkjanna og leppríkja þeirra í Tékkóslóvakíu. Framhald á hls. 21 Nixon frestar ákvörðun um sendiherra hjá SÞ Líklegast er talið að Sargent Shriver verði fyrir valinu, en Eugene MeCarthy kemur einnig til greina RICHARD Nixon, kjörinn for- seti Bandaríkjanna, hefur frestað tilkynningu um hver tilnefndur skuli verða sendi- herra og aðalfulltrúi Banda- rikjastjórnar hjá Sameinuðu m Sargent Shriver — - —o----7 sjávarútvegi þjóðunm. Blaðafulltrúi Nix- ons, Ron Ziegler, skýrði frá því í síðustu viku, að sendi- herrann „mundi verða demó- krati og hann yrði tilnefndur innan skamms." Menn velta enn vöngum yifir því, hvort Sargent Slhrijver, nú veramdi semlihenra Bandaríkj - anna í París, hafi áhuga á himu nýja emibætti og hvort hann sé sá maður sem Nixom hafi mestain áhuga á til starf- ans. En þetta er ebki eins vist og áður hafði verið talið. Hinn nýkjörni forseti er sagður hafa fairið yfir lista með nöfmum fjögurra mamna varðamdi semdihenrastöðuina hjá SÞ, en þeir murau vera Huibert Humphrey, varafor- seti, sem tapaði fiorsetákjöriimu fyrir Nixon, Nelson Riocke- feller, ríkisstjóri í New York, Eugene McCarthy öldumgar- deildarþingmaður og Sargent Shriveir. því, að fjárhagurinn mun brátt batna , nýir gjaldeyris- sjóðir skapast og velmegun aukast, ef menn aðeins hafa Báðir þeir Huimphrey og Rockefeller mun hatfa afþakk- að boðið. Shriver var kvaddur heim eftir að Nixon hafði ós'kað eftir því við utanrfkisráðuneytið. Þeir ræddust einslega við í nær 2 klukkustundir sunnu- daginn fyrir liðlega viku í ibúð Nixons í New York. Shriver miun hatfa lagt þaran skilning í viðræðumar að hon- um hafi verið boðin stað. Sagt er, að hann hafi skýrt Nixon frá því, að hann þyrfti að hugsa málið. Kona Shriver er Eunice, systir þeirra Kemnedybræðra. Sagt er að hann hafi ráðgazt við hana og fleiri aðila inmarn Kemnedy- fjölskyldunnar, þar á meðal Edward Kennedy, sem nú er höfiuð fjölskyldunraar, ef svo mætti að orði komast. Hermt er að Kennedyfjöl- skyldan hafi saigt Shriver að gera það í málinu, sem honum sjálfum þætti skynsamlegast, og eimnig er talið að Edward Kemnedy 'hatfi mjög mælt við því við Shriver að taka boð- irau.. En þagar Shriver ráðgaðist Framhald á bls. 21 vit á því að tryggja vinnufrið og sætta sig við óhjákvæmi- lega kjaraskerðingu um stund

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.