Morgunblaðið - 17.12.1968, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 17.12.1968, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. DESEMBER 1968 - LITLA-HRAUN Framhald af bls 32. an þann tíma, sem ég hef ver- ið forstöðumaður Litla-Hrauns, haldið af og til fundi með öllum varðstjórunum, þar sem við höf- nm tekið til meðferðar ýms vandamál, sem upp hafa komið i sambandi við rekstur Vinnu- haelisins. Ég veit ekkj betur en okkur hafi ætíð tekizt að leysa þessi vandamál i bróðerni og þess vegna komu þessar kvart- anir eins og þrumur úr heið- skíru Iofti. Að svo stöddu er ég ekki reiðubúinn að segja til um, hvað þarna er að gerast." í gær gaf dóms- og kirkju- málaráðuneytið út eftirfarandi yfirlýsingu i málinu: „Vegna skrifa Morgunblaðsins 15. desember sl., sem ber yfir- skriftina: „Starfsmenn á Litla- Hrauni ákæra forstjórann", vill ráðuneytið upplýsa eftirfarandi: í bréfi, dags. 20. marz 1968 •báru 6 af 17 starfsmönnum Vinnuhælisins að Litla-Hrauri og einn fyrrv. starfsmaðuT fram kvörtun vegna hegðunar og íramkomu Markúsar Einarsson- ar, forstöðumanns. Kvörtunarbréf þetta var seni stjórnarnefnd Vinnuhælisins með •beiðni um að hún tækf málið til athugunar. Stjómarnefndin skilaði síðan álitsgerð um málið, og að undan- genginnj rannsókn svaraði ráðu- neytið með bréfi dags. 13. desember, þar sem segir að ekki séu forsendur til frekari aðgerða vegna þessa máls.“ Eins og fraim kom í frétt Morgunblaðsins á sunnudaginn, töldu starfsmennirnir, 7 talsins, að stjórn forstöðumannsins væri laus í reipunum, að forstjórinn væri ósannsögull og gerði starfs- mönnum oft erfitt fyrir í starfi með tvöfeldni sinni. í álitsgerð sinni segir Fangels- isnefndin svo um þessi atriði: „Forstjóranum er borið á brýn að yfirstjórn hans á Vinnuhæl- inu sé ábótavant. Eftir framburði þeirra starfs- manna, sem við var rætt, að þremur undanskildum, kemur einkum fram, að fyrirskipanir forstjórans væru reikular frá degi til dags og uglingslegar og valdf starfsmönnum erfiðleikum í starfi og ergelsi. Einnig bera þeir, að virðingarleysi fanga á forstjóra sé áberandi. Eftir viðtölum við alknarga fanga, er það einróma álit þeirra að engum loforðum forstjóra sé að treysta". í svari sínu til Fangelsisnefnd- arinnar segir dóms- og kirkju- málaráðuneytið: „Starfsmenn vinnuhælisins eru 16 utan forstöðumanns. Sex af núverandi gtaTfsmönnum hælis- ins undirrituðu kvörtunarbréfið eins og áður segir og voru þeir allir yfirheyrðir. Fundu fimm þeirra ýmislegt að forstöðu- manni, en ekkert er bókað eftir einum þeirra, Steindóri Guð- mundssyni. Þá ræddi fangelsis- stjórnin við sex aðra af starfs- mönnum hælisins, en þeir' voru yfirleitt fremur jákvæðir í garð forstöðumanns. Ekki var rætt við fjÓTa starfsmenn vinnuhæl- isins. Hefði verið ástæða til þess að yfinheyra alla starfsmennina. Miðað við greindar forsendur er litið hægt að fullyrða um verk- stjórnarhæfileika forstöðumanns, en benda má á, að hann hefur mikla reynslu í verkstjórn. í sjötta tölulið segir, að eftir viðtöl við allmarga fanga sé það einróma álit þeirra, að engum loforðum forstjórans sé að treysta. í þessu sambandi er rétt að benda á, að starf forstöðu- manns á vinnuhælinu að Litla- •Hrauni er ekki þess eðlis, að það skapi vinsældir meðal fanganna". Um handahófskenndar refsing- ar við agabrotum er ekkert sagt í álitsgerð Fangelsisnefndar. í kvörtun sinni bar Magnús Pétursson, yfirgæzlumaður, að forstjórinn hafi vænt sig um ófróonleika og kom það einnig fram í kvörtunum annarra starfs •manna. í álitsgerð Fangelsis- nefndarinnar segir, að forstjór- inn hafi staðfest við yfirheyrsl- ur að hafa borið Magnús þeim sökum að hann hefði vanhirt bú- pening hælisins í vetur og varð- andi heysölu hafi Magnús í vit- orði með öðrum manni gefið upp ranga vigt á heyinu eða vogin, sem notuð var, hafi ekki verið rétt. „Ekki verður séð að ásak- anir þessar hafi við nein rök að styðjast og verða því að álítast markleysa“, segir í álitsgerð Fangelsisnefndarinnar. í bréfi sínu segir dóms- og kirkjumálaráðuneytið varðandi þessi skipti Magnúsar og for- st öðum annsins: „Veita verður forstöðumanni stofnunar visst sjálfdæmi til þess að finna að verkum undir- manna sinna og til almennrar verkstjórnar. Þykir ráðuneytinu ekki ástæða til frekari aðgerða vegna þessa liðs*. Varðandi kvartanirnar um verzlunarhætti hælisins við fanga, segir í álitsgerð Fang- elsisnefndarinnar: „Þeir virðast óformaðir og ruglingslegir þann- 4g að vörur eru ýmist keyptar 4 heildsölu eða smásölu og álagn- ing handahófskennd og í nokkr- um tilfellum óeðlilega mikil“ —; „Telur nefndin að ástæðulaust sé að hafa það fyrirkomulag á og Imegi koma þessum hlutum I •fastari farveg". í bréfi sinu svarar dóms- og •kirkjumálaráðuneytið þessu svo: „Vegna þessa tekur ráðuneytið 'fram, að í verzlun við fanga er miðað við, að þeir fái vörur á kostnaðarverði, en gert er ráð fyrir 5—6% álagningu vegna vörurýrnunar. Reynt er að kaupa •vörur á heildsöluverði, en í sum- um tilfellum er nauðsynlegt að kaupa í smásölu í stað þess að 'liggja með miklar birgðir. Verzl- ■un við fanga er í höndum Frí- imanns Sigurðssonar, varðstjóra". Vegna þess gruns starfsmanna, að athuga þurfi fjárreiður Vinnu hælisins segir í bréfi dóms- og kirkjumálaráðuneytisins, að það meti skýringar þær, sem for- istjórinn gaf í bréfi, dagsettu 3. isept. sl., fullnægjandi. Reikninga Vinnuhælisins endurskoðaði rík- isendurskoðunin athugasemda- ilaust. Ýmislegt fleira er í álitsgerð ■Fangelsisnefndarinnar, sem ráðu neytið tekur afstöðu til. Álitsgerð Fangelsisnefndarinn- •ar, sem samin er í júnímánuði sl., lýkur með þessum orðum: „Með örfáum undantekningum virðist almenn óánægja vera ríkjandi meðal frjálsra sem ' ófrjálsra manna sem virðist það djúpstæð hjá sumum, að ekki eru líkur fyrir að jafnist". LEITIÐ.... 0G ÞÉR MVNUO FINNA HJÁ OKKUR FINNIO ÞÉR AÐEINS NYTSAMAR OC V ANDAÐAR JÓLACJAFIR Á YÆGU VERÐI FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA KOMID, SJÁIÐ, SANNFÆRIZT! JOMI HÁRÞURRKAN fékk 1. einkunn neyt- endasamtakanna dönsku. 700 vött. 24 hitastillingar. 70 ÁRA ÁBYRGÐ HOFUÐVERKUR? BLÁA CRÍMAN er stórkostleg nýjung frá USA. Kaldur og heitur bakstur eftir vild. kr. 120.00. JOMI NUDD OC FECRUNARTÆKI fyrir konur sem karla. 7 mismunandi munn- stykki fylgja. Af- greitt í fallegri tösku og gjafaöskju. 5 ÁRA ÁBYRCÐ PARTNER rafrakvélin með bartskera er langódýrasta rakvél- á markaðinum. kr. 1200,00 JOMI NUDD OG HITAPÚÐI 6000 vibrationir mínútu. 5 ára.ábyrgð. á ELDHÚSSKÆRIN FRÁ TVÍBURAVERKSMIÐJUNUM í ÞÝZKALANDI ERU ÓMISSANDI HVERJU HEIMILI. EIGUM ENNFREMUR OG FÁUM FYRIR JÓL HITATEPPI, HITAPÚÐA, HÁFJALLASÓL, HITALAMPA (INFRA- RAUÐIR GEISLAR). FÁUM VONADI EINNIG SAMANLÖGÐU STÓLANA EFTIRSÓTTU. BORGARFELL, skólavörðustíg 23, — simi 11372.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.