Morgunblaðið - 17.12.1968, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 17.12.1968, Blaðsíða 32
Bók NormanVincént Peale , LIFÐU M? LIFINU W LIFANDI á erindi til allra í)t’i0UiTOÍ»Iaí>it> ÞRIÐJUDAGUR 17. DESEMBER 1968 Pipuhattur GALDRA- KARLSINS ÆVINTÝRI MÚMÍNÁLFANNA Skila hálfrar millj. kr. ríkisstyrk og 250 þús. kr. framlagi borgarinnar Norrœni byggingardagurinn stóð undir sér og fœrði 70-72 millj. króna í gjaldeyri Forstöðumenn Norræna bygg- ingardagsins, sem haldin var í Reykjavík í ágústmánuði í sum- ar, gengu í gærmorgun á fund fjármálaráðherra þeirra óvenju- legu erinda að endurgreiða 500.000 kr. styrk þann, sem ráð- stefnan hafði fengið í ríkisstyrk Afhenti Hörður Bjarnason, húsa meistari sem er formaður Nor- ræna byggingardagsins fjármála ráðherra upphæðina. Þá ætla sömu aðilar einnig að skila Reykjavíkurborg þeim 175 þús. kr. sem þeir voru búnir að taka við upp í 250 þús. kr. fjárveit- ingu til ráðstefnuhaldsins. — Þeir komu og skiluðu hálfri milljón, sem veitt var móttaka með mikilli gleði, sagði Magnús Jónsson, fjármálaráðherra, er hann staðfesti þessa fregn við Mbl. Ég þekki ekki dæmi þess áður að slíkt hafi verið gert og víst er um það, að fullkomin ástæða er til að halda því á lofti hve vel hefur verið haldið é málum þarna. Þetta mættu fleiri gera. Mbl. sneri sér til Hjartar Hjartarsonar, formanns fjárhags nefndar Norræna byggingardags ins, og spurði hvennig á þessu stæði. Hjöntur sagði, að svo vel hefði tekizt með Norræna bygg- ingardaginn, að ekki hefði þurft á styrkveitingum að halda. Gerð Framhald á bls. 31 Fjölmennur aöalfundur Fulltrúaráösins í gær A AÐALFUNDI Fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna » Reykja- .vík, sem haldinn var í gærkvöldi minntist Jóhann Hafstein, vara- formaður Sjálfstæðisflokksins, Péturs Ottesens, fyrrum alþing- ismanns, sem lézt í gær. Risu fundarmenn úr sætum til þess að votta hinum látna forvígis- manni Sjálfstæðisflokksins virð- íngu sína. Baldvin Tryggvason, sem ver- ið hefur formaður Fulltrúaráðs- ins sl. fimm ár lýsti því nú yfir, að hann gæfi ekki kost á sér til endurkjörs í aðalstjóm og ennfremur báðust fjórir aðrir stjórnarmeðlimir í Fulltrúaráð- inu undan endurkjöri, þau Gróa .Pétursdóttir, Höskuldur Ólafs- son, Ágúst Hafberg og Gunnar Helgason. 1 stjórn Fulltrúaráðsins fyrir næsta starfsár voru kjörnir Hörður Einarsson hdl., Ólafur B. Thors, deildarstjóri og Pétur Sig- urðsson, alþm. I varastjórn voru kjörnir Jóhann Hafstein, Baldvin Tryggvason og Eggert Hauksson. Fundar9tjóri á fundinum var Birgir ÍbI. Gunnarsson, formað- ur SUS, en fundarritari Stein- ar Berg Björnsison, formaður Heimdallar. Birgir ísl. Gunnars- son minntist þeirra Fulltrúaráðs- Framhald á bls. T55 Kveikt á norska trénu MANNFJÖLDI var við Aust- urvöll á sunnudaginn, þegar kveikt var á norska jólatrénu. Var þar fjöldi barna saman- kominn. Tréð er ákaflega fallegt og stendur nú upp- ljómað í miðbænum. Norski sendiherrann, Christian Mohr, afhenti tréð, sem Geir Hall- Niðurstaða ráðuneytisins í Litla-Hrauns- málinu: ENGAR FORSENDUR TIL FREKARI AÐGERDA „Kvartanirnar komu eins og þrumur úr heiðskíru !ofti4t, segir Markús Einars- son, forstöðumaður Litla-Hrauns — DÓMS- og kirkjumálaráðuneytfí hefur tekið afstöðu til álitsgerðar Fangelsisnefndar Vinnuhælisins Aflinn við Suð-Vesturland frá áramótum: Um171þús.tonní um 22 þús. róðrum Vestmannaeyjar hœsta verstöðin með um 41 þúsund lestir eða 24°jo af aflanum — FRÁ síðustu áramótum til októ- berloka hafa veiðzt um 171 þús. lestir af bolfiski á miðunum við Suð-vesturland. Afli þessi hefur fengist í um 22 þús. róðrum. Lang hæsta verstöðin er Vestmanna- eyjar með 41,255 lestir í 4458 róðrum, en það er um 24% af heildaraflanum. Næst Vestmannaeyjum kemur Grindavík með um 32 þús. lestir í liðlega 4 þús. róðrum. Þá Kefla vík mieð um 20 þús. lestir í um 3400 sjóferðum og Sandgerði með alls 15 þús. lestir í 2028 róðrum. Reykjavík er 5. aflahæsta ver stöðin með liðlega 12 þús. lestir. Langmestur hluti þessa afla er veiddur í botnvörpu. að Litla-Hrauni um kvörtun nokkurra núverandj og fyrrver- andi starfsmanna hælisins vegna framkomu og hegðunar forstöðu- manns þess. Telur ráðuneytið Inflúensan GRUNUR leikur á að nokkrir ein staklingar hér á landi hafi feng- ið inflúensu þá, sem kennd er við Hong Kong, en ekki er þó enn nein vissa fyrir því að um þá in- flúensu sé að ræða. Þessar upp- lýsingar fékk Mbl. frá borgar- lækni í gær. Byrjað hefur verið að bólu- setja sjúklinga og gamalt fólk á sjúkrahúsum og nokkuð utan þeirra, en bóluefni handa öðrum er ekki fyrir hendi. \7 DAGAR TIL JÖLA að- ekki forsendur til frekari gerða vegna þessa máls. Markús Einarsson, forstöðu- maður Litla-Hrauns, sagði við Morgunblaðið í gær: „Ég hef all- Framhald á bls. 24 grímsson, borgarstjóri, þakk- aði. Lítil norsk-íslenzk stúlka, dóttir Mats Vibe Lund, tendr- aði Ijósin og náði ekki upp úr hinum stóra ræðustól. Er norski sendiherrann með henni á meðfylgjandi mynd. og á hinni myndinni sést tréð uppljómað. Fyrsti viðræðu- iundur um utvinnumal í gær | FVRSTI viðræðu fundur ríkls- stjórnarinnar og fulltrúa ASÍ ( | var í gær. Rætt vur um tilhög- | , un viðræðnanna og ýmis atriði | . er snerta atvinnumál. Sala ísl. skipa erlendis ágúst-nóvember: Um 25 þús. tonn fisks fyrir um 164 millj. kr. SAMKVÆMT skýrslum frá Fiskifélagi Islands hafa íslenzk skip selt fisk erlendis sl. 4 mán- uði fyrir u.þ.b. 164 milljónir ís- lenzkra króna. Er hér um að ræða liðlega 25 þús. tonn af fiski, síld og bolfiski. Ekki er þó hægt að segja um allar sölur ís- lenzkra skipa erlendis, þar sem ekki er búið að gefa upp allar sölumar og má í því sambandi nefna Hjaltlandseyjar. í ágtústmánuöi voru 34 söhw hjá íslenzkutm síldveiðiskipum í V-Þýzkalandi, 2 togarasölur í Bretlandi og 16 sölur annarra skipa þar. í september voru 42 sölur íslenzkra skipa í Vestur- Þýzkalandi, þar af 11 sölur tog- ara. í Bretlandi voru 14 sölur báta í september og í Færeyjum 5 sölur. í Vestur-Þýzkalandi voru 11 togarasölur í október og 11 sölur síldarbáta. í Bretlandi í október voru 2 togarasölur og 19 síldar- báta- og bolfiskbátasölur. í Fær- eyjum voru 10 síldarsölur í okt. í Færeyjuim í nóvember voru 38 síldarsölur fyrir u.þ.b. 18 millj. isl. í Bretlamdi voiru 27 sölur is- lenzkra skipa og þar af 3 togar- ar í Vestur-Þýzkalandi voru 11 Framhald á bis. 31

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.