Morgunblaðið - 19.12.1968, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 19.12.1968, Blaðsíða 10
- r. MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. DBSEMBER 1968 10 Jakob Jakobsson, fiskifrœðingur: AFLABRESTUR ÞEGAR gengi íslenzkrar krónu var fellt í nóvembermáin- uSi s.i., var því mjög á loft hald- ið„ að ömnur aðalástæðan til efnahagsörðugleika okkar væri aflabresturinn á síldveiðunum á árinu 1968. Ætti því öllum að vera Ijóst, hve mikilvægar síld- veiðarnar hafa verið í þjóðarbú- Iskap fsllendinga á undanförn- um árum. Sumir snúa þá dæm- inu við og láta að því liggja, að síldargróði undanfarinna ára hafi helzt orðið þjóðinni til ó- þurftar, keppst hafi verið við að hrúga einhæfum skipum inin i landið á kostnað annarra greina sjávarútvegsins o.s.frv. Því fer víðs fjarri, að égætli mér þá dul að taka upp vörn fyrir kapp það, sem lagt hefur verið á síldveiðar á undanförn um árum, en get þó ekki stillt mig um að benda á eftirfar- ‘andi atriði í þessu sambandi: Þau miklu auðæfi, sem íslenzk ir sildveiðisjómenn hafa dregið á land á undanförnum árum eru afrakstur þrotlausrar baráttu, ár æðis og strits, en ekki happdrætt isvinningar eins og stundum er haldið fram. Hin stóru og vel búnu skip, sem hafa verið keypt itil 'landsins að undanförnu og einkum eru ætluð til síldveiða, eru alls ekki einhæf. Framsýnir útvegsmenn hafa einmitt séð svo um, að skipin má jafn nota til línu, neta og togveiða, enda hef- ur svo verið gert á undanförn- um vetrarvertíðum og á s.l. sumri þegar mörg síldarskipanna stuind uðu togveiðar. Á þetta er ein- ungis drepið hér til að sýna, hve mönnum hættir við að sjá ein- ungis hinar dekkstu hliðar mál- anna, þegar mikinn vanda ber að höndum. Ekki er því úr vegi að staldra nú lítið eitt við, gera sér nokkra grein fyrir ástæðum afla brestsins á þessu ári, ef verða mætti til þess, að auðveldara yrði að velja leiðir, sem vsen- legar þykja til þess að aflinn aukist frá þvi, sem nú er. STÆRÐ SÍLDARSTOFNANNA Að sjálfsögðu er stærð síldar- stofnanna sá grundvöllur, sem síldveiðarnar byggjast á. Til skamms tíma hefði það þótt hin mesta ofdifrska að hætta sér út 1 tölulega útreikninga á stærð fiiskistofina yfirleitt og síldar- stofna sérstaklega. Rannsóknum okkar hefur þó þokað svo fram, að þetta hefur verið reynt og að því er virðist með allgóðum árangri. Nákvæmir verða þessir útreikningar þó ekki, en þeir gefa til kynna það stærðarsvið, sem um er að ræða og hvort stofnar fari stækkandi eða minnk andi. Eins og kunmugit er byggjast síldveiðar okkar einkum á þrem ur síldarstofnum, þar af hrygna tveir við ísland, en hinn þriðji við Noreg. Stærðarútreikningar á ís- lenzku sildanstofnunum ná fram til ársins 1962. Þá var talið að samanlagt magn vor- og sumar- gotsíldar næmi um einni milljón lesta. Eftir það minnkar magnið ört og s.l. tvö ár er gert ráð fyr- ir, að stærð þessara stofna hafi verið komin um eða niður fyrr 300 þús. lestir. Aðalástæðurnar fyrir þessum samdrætti tel ég tvímælalaust tvær: 1. Enginn verulega sterkur árgangur hef- ur bætzt í þessa stofna síðan 1956 árgangurinn kom í gagnið um 1959—1960 þá þriggja til fjögurra ára að aldri. 2. Um og upp úr 1959 jókst sóknin og þar með aflinn, sem tekinn var úr þessum stofnum frá því að vera um 30—40 þús. lestir á ári í 150—200 þús. lestir á ári. Þetta tel ég augljóslega vera aðalástæð urnar fyrr hrörnun íslenzku síldarstofnanna. f framhaldi af þessu má svo spyrja, hvers vegna engir sterkir árgangar hafi bætzt í stofninn s.l. áratug. Á- stæðurnar fyrir Slíku geta ver- ið margs konar og yrði of langt mál að ræða þær til hlítar á þessum vettvangi. Þó þykir mér rétt að geta þess, að vorgots- síldarsitofninum hefur hrakað enn meira en sumargotssíldar- stofninum. Er það í samræmi við niðurstöður vísindamanna ann- ars staðar í Evrópu, en þær benda til, að vorgotssíldarstofn- ar um allt norðaustanvert At- lantshaf hafi átt mjög erfitt upp dráttar undanfariin ár,- Talið er, að þetta geti átt rætur að rekja til þess, að seinna hafi vorað í sjónum en venjulega og síldar- lirfurnar því drepizt unnvörp- um úr hungri skömmu eftir að þær klöktust úr eggi. Hvað sumargotssíldarstofninum við- víkur er slíku ekki til að dreifa, en því má þó ekki gteyma að undanfarin ár hafa verið tals- verð brögð að dragnóta- og jafnvel togbátar hafi verið að ýsuveiðum á hrygniingastöðvum sumargotssíldarinnar og hafi þá stundum fengið vörpur, hlera og dráttartaugar löðrandi í sundur krömdum síldareggjum, en síld- in og loðnan er þeir tveirnytja- fiskar sem eiga botnlæg egg. Nú þegar mjög er rætt um stóraukna togveiði innan fiskveiðilandhelg innar er það lágmarkskrafa, að hrygmingarsvæði síldarinnar verði friðuð á þeim tíma, sem eggin geta verið botnlæg þ.e. á á tímabilinu frá 1. marz — 1. mai og frá 15. júní —15. ágúst. Eiins og kunnugt er hafa all- víðtækar takmarkanir á síldveið um sunnan og suðvestan lands verið í gildi á þessu ári, Telja verður, að í framkvæmd hafi þessar verndarráðstafanir tek- izt allvel. Vart hefur orðið við verulegt magn af smásíld og millisíld bæði við suðaustan- og suðvestanvert landið. Sjómenn hafa flestir hverjir bæði skirrzt við að kasta á smásíldartorfur, en hafi það átt sér stað, munu mjög margir hafa sleppt smá- síldarköstum svo sem reglur mæla fyrir um. Þeir eru þar með að stuðla að aukinni veiði og betri nýtingu síldarstofnsins á næstu árum. Smásíldarveiðin hér sunnanlands á árunum 1963-1967 átti mestan þátt í því, hver ört íálenzku síldinni hnignaði. Fyrir það gjöldum við nú. Stærðarútreikningar á norska síldarstofninum ná til ársins 1953 Stofninn var þá talinn mjög stór eða allt að 10 milljónir lesta en á árunum 1956—62 minnkaði hann ört og var talinn hafa kom ist lægst í um 2—3 milljónir lesta um 1962. Eftir það eykst mganið ört, enda var þá hinn geysisterki árgangur frá 1959 óð um að komast í gagnið sem 4—6 ára síld. Stofninn náði nýju há- marki 1965—66, en hefur farið minnkandi síðan. Til hnignunar norska stofnsins liggja sömu meginástæður og áður var getið um íslenzku stofnana þ.e vönt- un nýrra sterkra árganga og auk in sókn hin síðari ár, þar með talin gífurleg smásíldarveiði Norðmanna. í fyrra bárust að vísu þær fréttir, að árgangar- mir frá 1963 og 1964 væru mun sterkari en norskir og sovétskir fiskifræðingar hefðu gert ráð fyrir, þannig að búast mætti við talsverðri viðbót í stofninn á þessu ári. Ekki hefur sú raunin þó orðið enn sem komið er, og veiðin því eingöngu byggst á eldri árgöngum stofnsins. Þess skal hér getið, að uppeldisstöðv- ar norsku síldarininar eru eink- um inmi á norskum fjörðum svo og norður í Barentshafi. Við höf um því ekki aðstöðu til að gera beinar athuganir á norsku ung- síldinni, en byggjum á þeim skýrslum og fréttum, sem við fá um frá nonskum og rússneskum starfsbræðrum. Það sem einkum olli þeirri skoðun, að árgangar- nir frá 1963 og 1964 væru a.m.k. meira en í meðallagi sterkir var sú sftaðreynd, að á árunum 1966 og 1967 mun veiði Norðmanna og Rússa á 2 og 4 ára síld þ.e. millisíld og smásíld hafa numið talsvert á aðra milljón lesta. Því var álitið að árgangar, sem gæfu sVo mikla veiði á uppvaxtarár- unum hlytu að vera allsterkir. Hætt er þó við, að hér hafi ver ið um eins konar „Hvalfjarðar- ævintýri" að ræða. Síldin hafði safnast inn i tvo firði, Varang- urs- og Kolafjörð og því hafi verið auðvelt að ausa henni upp án þess að veiðannar hafi gefið raunsanna mynd af styrkleika þessara tveggja árganga. Við verðum því að horfast í augu við þá staðreynd að s.l. fjögur ár hefur enginn sterkur árgangur bætzt í norska síld- arstofninn. Stærð hans var um s.l. áramót talin vera 2.8—4 millj ónir lesta. Sé lægri talan tekin til grundvallar, sézt, að stærð stofnsins virðist vera komin nið- ur í svipað lágmark og á ár- unum kringum 1960 og 1962. Munurinn er hins vegar sá, að þá vissum við að hinn sterki 1959 árgangur myndi bætast í stoíninn á næstu árum, en nú er ekki vitað með vissu um neinn sterkan árgang, er bætast muni í stofninn næstu tvö til þrjú ár. Nokkur óvissa ríkir þó um þetta atriði, einkum vegna þess, að vit að er, að verulegur hluti norska síldarstofnsins hefur hrygnt við Færeyjar á undanförnum árum, en rannsóknir á Færeyjasvæð- inu hafa að þessu leyti verið af mjög skornum skammti. Síldar- merkingar hafa t.d. aðeins einu sinni verið gerðar þar þ.e., þeg- ar leiðangursmenn að v.s. Haf- þóri merktu um 2000 hrygnandi sfldir um 20 sjm. austur af Fær- eyjum í marz 1967. SÍLDVEIÐARNAR 1968 Að framansögðu má ljóst vera, að stærð síldarstofnanna gaf ekki ástæðu til að um mokafla yrði að ræða á þessu ári. Frið- unarráðstafanir við suður- og suðvesturland hlutu óhjákvæmi 'lega að draga úr aflamagninu á því svæði í bili, en þær tryggðu á hinn bóginn að sá afli, sem fengist nýttist betur og færi til vinnslu en ekki í bræðslu. Þá var einnig auðsætt, að sum ar- og haustsíldveiðarnar norð anlands og -austan myndu ein- göngu byggjast á norska síld- arstofninum. Ég taldi í vor, að emn væri hann nægilega -stór (þ. e. um eða yfir 3 millj. lesta) til þess að ná mætti verulegu afla- magni (4—600 þús. lestum), ef göngum hans og öðrum skilyrð- um væri þannig farið, að unnit væri að beita síldveiðitækni okk ar til fullnustu. Ég tel enn, að hér hafi ekki verið um „bjart- sýni“ að ræða heldur -raunsætt mat á síldarmagninu í sjónum og þeim veiðilíkum, sem við höfum við meðalgóð eða góð skilyrði. Ef allar okkar áætlanir um afla magn væru miðaðar við hin versitu ski'lyrði hefði síldveiðum íslendinga lokið eigi síðar en 1945. Aflabresturinn á síldveið- unum norðanlands og austan varð því ekki fyrst og fremst vegn-a síldarleysis í sjónum held ur vegna annarr-a aðstæðna, sem in-ú skulu ræddar nokkru nánar. Þegar aðal síldargangan fannst um og upp úr miðjum júní var hún komin á miðin vestur af Bjarnarey þ.e. um 700 sjm. vega lengd frá fslandi. Síldin f-annsf þarna á 60 sjm. svæði, hún var í góðri átu og virtust veiðilíkur þá allgóðar, þótt langt væri að sækja á miðin eins og að framan greinir. Fyrstu skipim, sem hófu síldveiðar á þessu svæði um 20. júní urðu strax vör við mikla isíld og fengu fljótlega fullfermi, en Adam var ekki lengi í Para- dis. Þegar í júlíbyrjun gekk síldin mjög hratt norður á bóg- inn allt norður á 77—78° n. br. og hélt sig á svæðinu V og SV af Svalbarða allt s.l. sum-ar eða nánar til tekið í ágústloka. AIl- an þennan þíma var síldin í í mjög átulitlum sjó og hélt sig á 300—450 m dýpi á daginm. A nóttunni kom hún þó oftast ofar í sjóinn, og voru torfurnar þá í kastfæri 1-3 klst. á sólarhrin-g. Þetta hafði þau áhrif, að skipin gátu sjaldnast kastað mema 1-2 sinnum á sólarhring en það. Jakob Jakobsson sem sköpum skipti var þó ekki þetta heldur hitt, að þær örfáu stundir, sem síld var í kast- færi, var hún mjög stygg, að slík eru fá dæmi fyrr. Kom þar einkum tvennt til: Átuleysi og aldur síldarinmar. Sökum þess, að meginhluti aflans var tiltölu- lega gömul og stór síld var við því að búast, að hún yrði s'tygg. Þó má ekki gleym-a því, að eng- in veruleg vandkvæði virtust ver-a á því að ná henni í júní á meðan hún var á miðunum vestur af Bjarnarey eins og fyrr var getið. Átluausi sjórinn við Svalbarða vi-rtist hins vegar gera hana alveg óviðráðan'lega. Þeirri Staðhæfingu, að leitartækin fæli síldina get ég ekki látið ómót- mælt. S.l. áratug hef ég ekkert tækifæri látið ónotað til að rann saka þetta aítriði, en aldrei hef ég orðið þess var, að þær torfur sem geisla leitartækjanna væri beint að, höguðu sér öðruvísi en aðrar torfur á sama svæði. Þá hafa tilraunir, sem gerðar hafa verið erlendis eindregið bent til þess, að síldin heyri ekki þá hljóðÖldutíðni, sem notuð er við síldarleit. Þanin-ig virðist sfld ekki heyra hærri tíðni en um 4—6 kílórið - sek, en leitartæk- in vinna á 18—30 kílóriðatíðni. Hinu má samt ekki gleyma, að síldin heyrir vafalaust hávaða frá sk-rúfum skipa og forðast raunar sum skip fremur en önn- ur. Fráleitt tel ég þó, að síld- veiðiflotinn breyti stefnu síldar gangna. A.m.k. var því ekki svo farið á þessu ári, því að sjaldan h-afa sumarsíldveiðar hafizt sein-na og aldrei var síldin fjær landinu en nú. Eins og kumnugt er hófst suðurganga sildarinnar í byrjun september. Undir lok þess mán- aðar var hún komin á miðin SSA af Jan Mayen. Undirritað- ur hafði áður bent á, að þar væru fæðuski'lyrði nokkru betri en við Svalbarða og mætti því búast við betri veiði, þegar síld- in kæmi á Jan Mayen miðin. Svo varð eiinnig raunin á, þrátt fyrir þráláta NA-átt, sem olli því, að síldin gekk undan vindi, en við slíkar aðstæður er jafn- an mjög örðugt fyrir skipin að kasta. Ég bið menn sérstaklega að hafa þetta í huga með tilliti til þess, sem að framan var sagt um ástæðunnar fyrir aflatregð- unni á Svalbarðamiðunum. U-m mánaðamótin sept.—okt. bjuggust víst flestir við því, að erfiðasti kafli þessarar síldarver tíðar væri að baki. Síldin var þá á hraðri leið suður á bóg- inn og hugsuðu því margir gott ti'l þess, er hún settist að á vetur setustöðvunum austur af land- inu, en þar hefur síldveiði verið einna á-rvissust allt frá því að haust- og vetrarsíldveiði hófst út af Austurfandi árið 1964. Þau einstæðu tíðindi gerðust þó, þeg ar síldargangan nálgaðist vetur setustöðvarnar í öndverðum október, að torfurn-ar dreifðust í stað þess að þéttast, og töldu þá margir, að síldin hefði hrein- lega týnzt. Svo var þó ekki. Skoðun okkar sannaðist ótvírætt í nóvember. Þá varð ég vitni að því, að rússnesk rekmetaskip fengu allgóðan afla á stóru svæði 50—150 sjm. út af Aust- fjörðum. Síldin var þvi á sín- um venúdegu vetursetustöðvum, Framhald á bls. 23. Frá síldarmiðunum s.l. sumar. Aflanum dælt yfir í Haförnfnn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.