Morgunblaðið - 19.12.1968, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 19.12.1968, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FXMMTUDAGUR 19. DESEMBER 1968 17 Sálarrannsóknarfélag fslands 50 ára SÁXiARRANNSÓKNAFÉLAG ís- lands á hálfrar aldar afmæli um þessar mundir. Það var stofnað 18. desember 1918 og voru helztu forvígismenn þess framan af árum skáldið Einar H. Kvaran, sem var forseti þess til dauðadags, og Haraldur Ní- elsson prófessor einn af lærð- ustu guðfræðingum og andrík- ustu kennimönnum þessa lands, en síðan var séra Jón Auðuns dómprófastur langa stund for- seti félagsins og ritstjóri Morg- uns, sem er málgagn þess. Með þessum ágætu mönnum hafa og löngum verið í stjórn félags- ins ýmsir þjóðkunnir hæfileika- menn, sem of langt yrði upp að telja. Tilgangur félagsins er að efla áhuga almennings á andlegum málum yfirleitt, en þó sérstak- lega veita fræðslu um árangur- inn af sálarrannsóknum nútím- ans. Þessum tilgangi hyggst fé- lagið ná með fyrirlestrum og út- gáfu bóka og tímarita, enn frem- ur með því að athuga miðilsefni og stuðla að þjálfum þeirra, svo og að ráða miðla í þjónustu fé- lagsins eftir því sem unnt reyn- ist. Félagið er opið öllum og (telst hver félagi, sem greiðir félagsgjöld sín. Á þessu ári hefur Sálarrann- sóknafélagið látið fara fram við- gerð á húseign sinni í Garða- stræti 8 og tekið hana alla í notkun fyrir starfsemi sína. Er þar auk fundarherbergis skrif- stofa og samkomusalur með um 60 sætum, sem ætlaður er til skyggnilýsinga og smærri fræðslufunda. Einnig hefur Haf steinn Björnsson þar húsnæði fyrir miðilsstarfsemi sína. Skrif- stofan er opin alla virka daga nema mánudaga kl. 5—7 síðdeg- is fyrst um sinn, þar sem skráð- ir verða nýir félagar, tekið á móti áskriftum að tímariti fé- lagsins „Morgunn", annast verð ur um útlán úr bókasafni félags ing og skráðar pantanir fyrir miðilsfundi og aðrar upplýsing- ar gefnar. Tveir enskir miðlar hafa starfað á vegum félagsins á þessu ári: frú Ethel Myers og frú Kathleen St. George, og var geysileg aðsókn að báðum. Afmælisfundur félagsins fór fram i Sigtúni 5. des. s.l. Núver- andi forseti félagsins Guðmund- ur Einarsson, verkfræðingur, gerði grein fyrir starfseminni á liðnu ári, Ævarr R. Kvaran og frú Þuríður Baldursdóttir fóru með leikþátt úr leikritinu Hall- steinn og Dóra, Hafsteinn Björns son flutti erindi og hafði skyggnilýsingar. Aðalræðuna í afmælishófinu flutti séra Sveinn Víkingur, ritsitjóri Morguns, og birtist útdráttur úr ræðu hans hér á eftir. ar lífsskoðunar, vék hann að sögu Sálarrannsóknarfélags Is- lands og mælti meðal annará á þessa leið: „Eins og kunnugt er var Brezka sálarrannsóknafélagið stofnað árið 1882. Og fjórum ár- um seinina komu út fyrstu bæk ur Frederic Myers um þessi efni, en höfuðrit hans, um Persónu- Ieika mannsins og líf hans eftir dauðann, kom ekki út fyrr en árið 1903 eða tveim árum eft- ir dauða hans. Ekki þori ég að segja um það með vissu, hvort Einar Kvaran hefur verið farinn að kyinna sér þessi mál að einhverju leyti áð- ur en hann fluittist hingað vest- an um haf árið 1895. En I grein, sem hann skrifar í blaðið Fjall- konan í apríl 1905, segist hann um nokkur ár hafa kynnt sér bækur um spíritisma. Það er þó fyrst, er hann hefur náð í hið stóra og merkilega rit Myers, sennilega árið 1904, en þá er 'hann ritstjóri á Akureyri, að hann byrjar að gera fyrstu til- raunir í þessum efnum þar norð- ALDREI MIKIÐ AÐ GRÆÐA Á FÁFRÆDINNI. AHUGI KIRKJUMANNA „Hér er ekki tími né staður til að eltast við æsiskrif fá- fræðinnar gegn sálarrannsóknun um, hvorki þá né síðar. Það hef ur aldrei verið mikið að græða á fáfræðinni í hvaða máli sem er né fylgifiskum hennar: get- sökum, hræsninni og hrokan- um. Ég hef heldur ekki tíma til að segja frá störfum tilraunafé- lagsins á næstu árunum eftir þetta til dæmis í sambandi við Indriða miðil, sem gæddur var frábærum hæfileikum á því sviði í þeim sívaxandi hópi mætustu manna og kvenna, sem þar störf- uðu og ruddu málefninu braut, svo að það naut æ vaxandi fylg is um allt 'land, voru ýmsir af þekktustu og áhrif amestu mönn um þess tíma. Bn eitt nafn ber þar hæst og mun aldrei gleym- ast, nafn próf. Haralds Níels sonar. Enginn ruddi þessum mál efnum veg inn í hjörtu fólks- ins eins og hann með eldlegum áhuga, mælsku og krafti and- Elnar H. Kvaran. TILDRÖG AÐ STOFNUN. ALLT MÉR AÐ KENNA, SAGÐI SKÁLDIÐ. Eftir að hafa rætt nokkuð um spírítisma og sá'larrannsóknir á víð og dreif, spíritismann sem lífsskoðun og sálarrannsóknirn- atr sem vísindalegar tilraunir til að kanna sannleiksgildi þeitr Professor Haraldur Níelsson. ur frá. Hefur því Akureyri í rauninni verið vagga sálarrann sóknanna á landi hér. Þetta sama ár flyzt hann á ný til Reykja- víkur, og þar byrjar hann þeg- ar tilraunir að nýju og með meiri og betri árangri en hann hafði náð á Akureyri. Þessar til raunir vöktu mikinn ú'lfaþyt og blaðaskrif í höfuðstaðnum árið 1905. Þá var Einar ritstjóri Fjallkonunnar og þar segir hann þá um þessar tilrauinir meðal annars: „Ég fékk nokkrar frúr, nokkr ar ungar stúlkur og nokkra há- skólagengna karlmenn til þess að hjálpa til við tilraunirnar, og menn hafa skipzt á um það eftir atvikum og ástæðum" Um árangurinn segir hann, að hann hafi þegar orðið meiri, en nokk- urt þeirra hafi gert sér í hugarlund í byrjuninni. „En úr því að nú er farið að svívirða þessar tilraunir, vildi ég láta þess afdráttarlaust getið, að þær eru mér að kenna. Allir sem við þær hafa fengiat hafa gert það fyrir mín orð“. Að lokum segir hanin: „Þó að ritstjóri Reykjavíkur viti ekki um merki legustu uppgötvanirnar, sem gerðar hafa verið á síðuistu öld, er ég ekki skyldugur til að vera jafnfáfróður." ans. Jarðvegurinn var því býsna vel undirbúinn og raunar bæði miklu sáð og uppskorið, þrátt fyrir andgust og hann oft kald- an úr ýmsum áttum, jafnvel það an er sízt skyldi. f skrá um félagsmenn árið 1919, þegar félagið er ársgamalt standa nær 450 nöfn. Flest er þetta fó'lk úr Reykjavík og Hafnarfirði, en þó má það vissu- lega telja athyglisvert, að rúm- lega 20 félagsmanna eru búsett ir víðs vegar út um land, og sumir í fjarlægustu héruðum þess. f þessum fjölmenna hópi telst mér að verið hafi aðeins tveir þjónandi prestar, þeir séra Þor- varður Þorvarðsson í Vík og séra Lárus Arnórsson í Mikla- bæ, og að auki þrír menn prests vígðir auk próf. Haralds, þeir séra Kristinn Danielsson, séra Sigurður Gunnarsson, sem þá höfðu látið af embættum, og séra Tryggvi Þórhallsson, sem þá var orðinn ritstjóri í Reykjavík. Enn fremur nokkrir kaedidatar í guðfræði og nemendur úr þeirri deild. Það er því naumast unnt að ráða af þessu að þjónar kirkj unnar hafi sýnt mikinn áhuga þessum málum. Þá tel ég mér bæði rétt og skylt að geta þess, að mér er kunnugt um það, að margir og ekki sízt á meðal hinna e'ldri presta, voru þessum málum hlynntir í hjarta síinu, þó að þá hins vegar skorti fram- tak og djörfung til þess að lýsa því opimberlega yfir með inn- göngu í félagið, enda munu þeir vartt hafa verið til þess hvattir af yfirvöldum kirkjunnar. Næsta ár var síðan hafin hin myndarlega útgáfa tímaritsins Morguns undir ritatjórn forseta félagsins, skáldsins og rithöf- undarinis Einars H. Kvarans. Þetta málgagn félagsins, sem verður 50 ára á næsta ári, hefur á þessu tímabili átt stærstan og veigamestan þátt í því að kynna þjóðinni sálarrannsóknirnar og með því stuðlað að þeirri miklu byltingu, sem orðið hefur hér á landi í hugsunarhæfcti fólksins í þessum efnum og viðhorfi þess ti'l eilífðarmáílanna. STEFNUSKRA OG FRAM- KVÆMD HENNAR Á fyrsita afmælisfundi félags ins 18. des 1919, er það var árs- gamalt, flutti forseti þess, Einar H. Kvaran skýrslu um störf fé- lagsins á árinu. f lok skýrslunn ar minntist hann á framtíðar- verkefni félagsins, sem hann í höfuðatriðum telur vera þessi: 1. að koma upp húsnæði fyr- ir félagið og störf þess. 2. að auka bókasafn félagsins að verulegum mun. 3. að fá þroskaða miðla til þess að starfa á vegum félags- ins og styðja miðilsefni til þroska 4. að gtofma till vísindalegra ti'lrauna með miðla. 5. að senda menn um landið til að fræða fólk og stofna þar félög. Hvernig og að hve miklu leyti hefur þessi draumur ræzt á þess um 50 árum? 1. Fyrir rúmum 20 árum varði stjórnin peningum félags- ins til kaupa á fasteign og hefur jafnan átt einhverja slíka eign síðan. Með þeirri ráðstöf- un var komið í veg fyrir það að sjóðir þess yrðu svo að segja að engu vegna sívaxandi verð- falls peninganna. Og nú í sum- ar hefur húseign þess verið verulega bætt og verður ftú öll tekiin í þjónustu félagsins. Hins vegar hefur enn ekki tekizt að koma upp húsnæði fyrir almenn fundahöld, enda er slíkt félag- inu fjárhagslega ofviða, ogvafa samt að það sé æski'legt einis og nú er málum háttað. 2. Bókasafn félagsins hefur verulega aukizt og um skeið gaf félagið út nokkrar bækur, ýmist á eigin kostnað eða í félagi við aðra. Hér hefur að vísu verið stefnt í rétta átt, en öllú þó skemmra á veg komið en æski- legt væri. 3. Á liðnum árum hefur félagr ið fengið hingað til starfa all- marga erlenda miðla og því starfi er halldið áfram. Einnig hefur fé lagið haft í sinni þjónustu um stundarsakir íslenzka miðla og með góðum árangri. Nokkuð hef ur einnig verið að því gert að æfa miði'lsefni og þó einkum í tíð þeirra Einars Kvaran og prófessors Haralds, og munu flestir okkar beztu miðla hafa motið ómetanlegrar handleiðslu þeirra og leiðbeininga. Þetta starf hefur verið minna rækt síð ar, enda á því vaxaindi erfið- leikar, en hefur þó ekki fallið niður með öllu. 4. Um vísindalegar tilraunir eða sjálfstæðar rannsóknir verð ur að játa, að þær hafa orðið minni en fonseti félagsins lét sig dreyma um í upphafi. En um slíkar tilraunir er það að segja, að þær eru á fárrn manna færi og kosta auk þess meiri tíma og fé en við höfum haft ráð á, auk þess sem erfitt hefur reynzt að fá inn'lenda miðla til slíkra rannsókna. 5. Síðasta atriðið, að vinna að því með fyrirlestrahaldi og ferða lögum um landið að kynna sálar rannsóknir og niðurstöður þeirra Sr. Jón Auðuns. og vinna að stofnun sálarrann- sóknafélaga hér og þar hygg ég vera það atriðið á stefnuskrá forsetans okkar fyrsta, sem við mest höfum vanrækt. Að vísu eru nú þrjú slík félög starfandi: á Akureyri, Hafnarfirði og Sel- fossi, en þau gætu áreiðanlega verið fleiri, ef félagið hefði með áhuga og festu að því unnið. Ég er einnig sannfærður um það, að tímarit félagsins „Morgun“ væri auðvdlt að útbreiða miklu meira en gert hefur verið, ef að þeim málum væri skipulega uninið. ÞAÐ ER Á OKKUR KALLAÐJ Af þessu stutta yfirliti má að vísu sjá, að nokkuð hefur þok- að í áttina á þessu tímabili, en margt er enn óunnið eða hálf- unnið. Við þökkum það, sem á- unnizt hefur um leið og okkur er ljóst, að ennþá bíða mörg verkefni fórnfúsra huga og handa. Það er á okkur kallað nú engu síður en fyrir 50 ár- um, þegar margir okkar ágæt- ustu og mikilhæfustu mamna svöruðu kallinu og unnu með því það afrek í andlegri menningu þjóðarinnar, sem seint verður fullmetið eða fullþakkað. Það er á okkur kallað, og margt í þró- un þessa þjóðlífs á síðustu árum bendir tiil þess eindregið og ótví rætt, að nú ekki síður en fyrr sé þörfin brýn að sinna því kalli. Þjóðina skortir ábyrgðartil- finining og festu, traust og trú á lífið, tilgang þess, takmark og eilíft gildi. Og hver er sá, sem kallar nú að öld sjálfsblekk- inganna, sinnuleysisins og lífs- leiðans? Það er sannleikurinn, hann, sem einn getur gert menn- ina bjartsýna, 'djarfa og frjálsa! Það er leitin að honum, þekk- ingin á honum, ástin á honum, út breiðslan á honum, sem við eig- um að keppa nú að og á kom- andi tíð. FYRST ROÐAR SÓLIN TIND í DALNUM. Að lokum minnist ég þess, að á sama tíma og félagið er 50 ára eru liðin 100 ár frá fæð- ingu prófessors Haralds Níe'ls- sonar, varaforseta þessa félags frá upphafi til andláts hans 11. marz 1928. Félaginu var ómet- anlegur styrkur að starfi þessa afburðamanns. En þá var því mál efni, sem félagið var stofnað um og því ætlað að vinna fyrir meiri fengur að fylgd hans en nokkurs annars manins í þessu landi fyrr og síðar. Hann tendr aði ljósin, hann kveikti eldana, hann fékk hjörtun til að brenna! Og þau ljós, sem hann kveikti með þessari þjóð, slokkna aldrei. Þau verma enn, lýsa enn og munu halda áfram að gera það. Þetta vitum við öl'l og þessa minnumst við. Þefcta þökkum við ÖH. Og félagið hefur sýnt vott þessa með því að gefa nú út fagurt og veglegt minningarrit um hann, sem ég vona að verði Framhald á bls. 5

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.