Morgunblaðið - 20.12.1968, Page 1

Morgunblaðið - 20.12.1968, Page 1
60 síður (Tvö blöð) * . 4*. 285. tbl. 55. árg. FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 1968 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Moshe Dayan, varnarmálaráðherra ísraels, var í nokkurra daga heimsókn í Bandarikjunum og hitti þá meðal annars Richard Nixon, nýkjörinn forseta. Ferð Wiiliams Scrantons á veg- um Nixons um Arabalöndin vakti talsverðan ugg i ísrael og því lagði Dayan áherzlu á að hitta Nixon að máli. Níu hundruð þús und verkamenn lýsa stuðningi við Smrkovsky Prag, 19. des. AP—NTB VERKAMENN i málm- og járn- iðnaðarsamtökum i Tékkóslóvak- iu, en þau hafa um 900 þúsund félagsmenn innan vébanda sinna, samþykktu í dag, að boða alls- herjarverkfall, ef Josef Smirkov- sky, forseta þjóðþings landsins, eða einhverjum öðruin leiðtoga yrði vikið úr starfi. Flokksmálgagnið Rude Pravo skýrði frá samþykktinni, svo og öðrum sem félagið gerði á fundi sínum, þar sem meðal annars var lýst óánægju með þær fyr- irhuguðu breytingar sem verða á stjórn landsins um áramótin. Fund urinn krafðist þess að þegar verði horfið til fyrri áætlunar ríkis- stjórnarinnar um breytingar í landinu. Þá segir Rude Pravo frá því, að níu félagar í slóvakísku rithöf- undasamtökunum hafi sagt sig úr þeim. Blaðið gizkar á að þeir geri það í mótmælaskyni við rík- isstjórnina og kommúnistaflokk- inn, þar sem útgáfa tímarits þeirra Framhald á bls. 23 ítulskor konur fc oukinn rétt Rómaborg, 19. des (NTB) ÍTALSKAR konur eru nú í ( þann veginn að fá aukin rétt- indi og mjókkar óðum bilið' milli réttar þeirra og forrétt-1 inda ítalskra karlmanna. Boð- aðar hafa verið breytingar á i lögum þeim, sem gera ráð' fyrir að leyfilegt sé að \ dæma konur í allt að I eins árs fangelsi fyrir að ( halda framhjá eiginmönn- . uim sínum. Karlmenn hafa' hins vegar aldrei átt á ihættu ! fangelsisvist, þótt þeir gömn- { uðu sér við aðrar en eiginkon-1 ur sínar. Næsta skretfið í jafn- réttisbaráttu ítalskra kvenna \ mun væntanlega að fá að | taka þátt í uppeldi barna, | vinna utan heimilis ef þær , ! ósika þess og tfá vitneskju um ' kaup eiginmanmsdns. Murkelukis ber Norðmenn þungum sökum Paris, 19. des. — (NTB) GRÍSKI flóttamaðurinn Pantelis Marketakis. sem hefur ákveðið að taka aftur játningu sína um að hann hafi verið pyntaður í grísku fangelsi, lýsti yfir á blaða mannafundi í dag í París, að Jens Evensen, formaður norsku sendinefndarinnar í umræðunum í mannréttindanefndinni í Strass borg um Grikklandsmálið, hefði staðið undir öllum kostnaði þeg ar honum var rænt. Marketakis hélt því fram, að þrir menn í hvítum bíl hefðu rænt sér og neytt til að Iýsa yfir því, að hann hefði sætt pyntingum i Grikk- landi. - Grískur verkfræðdngur, Deme- trios Papma.ntallos, sagði í Strassborg í dag, að Marketak- Framtaald á bls. 2 Varað við Viet Cong árás á Saigon Cœti leitt til nýrra loftárása á N-Vietnam París og Saigon, 19. des. (AP-NTB) 0 Cyrus Vance, annar að- alsamningamaður Bandaríkja stjórnar í Vietnam-viðræðun- um í París, tilkynnti samn- inganefnd Norður-Vietnam í dag, að árás af hálfu Viet Cong á Saigon gæti komið í veg fyrir alvarlegar friðar- viðræður og leitt til þess að loftárásir yrðu hafnar að nýju á Norður-Vietnam. ★ A leynifundi, sem samninga- nefndirnar héldu í dag, tókst ekki að gera út um ágreining þann, sem komið hefur í veg fyr ir að ráðstefna hinna fjögurra aðila Vietnam-styrjaldarinnar geti hafizt. Talsmaður Þjóðfrels- isfylkingar Viet Cong krafðist þess á blaðamannafundi, að mynduð yrði ný „friðarstjóra“ í Suður-Vietnam i stað Saigon- stjórnarinnar og ætti slík stjórn að vera fús til viðræðna við Þjóðfrelsisfylkinguna. FÖNGUM SUEPPT Útvarpsstöð Viet Cong t il- kynnti í dag, að þrir bandarísk- ir striðsfangar yrðu látnir laus- ir nálægt landamærum Kambó- díu á jóladag. Útvarpsstöðin lagði til að skæruliðaforingjar og bandarískir yfirmenn héldu með sér fund um einstök atriði þeirrar ákvörðunar að láta fang- ana lausa og skoraði á banda- rísku herstjórnina að virða jóla- vopnahlé það sem Viet Cong hef ur boðað frá kl. 1 f.h. að staðar- tíma 24. desember til 27. desem- ber. Skæruliðaforingjar og bandarískir yfirmenn hafa aldrei haldið fund með sér. í Phnom Penh tilkynnti Nor- odom Sihanouk fursti, þjólðhöfð ingi Kambódiu, að hann hefði ákveðið að láta lausa 12 banda- ríska hermenn, sem teknir voru til fanga í júlí, og einn Suður- Vietnama. Seinna skýrði Silhan- Framhald á bls. 23 iMao-flensan í Bandaríkjunum New York, 19. des. (NTB) MAO-innflúenzan breiðist nú mjög ört út í Bandaríkjunum I og milljónir manna liiggja sjúkir. Skólar og fyrirtæki eru víða lítt starfhæf vegna veikinda nemenda og starfs- fólks. Bólusetning á öldruðu fólki og sjúklingum á sjúkra- húsum stendur jnfir í New York og bóluefni hefur verið sent í flest hinna stœrri sjúkrahúsa í stórborgunum. | Talsvert hefur verið um það, að fólk fengi lungnabólgu uipp úr flenzunni, einkum roskið 1 fólk. Læknar hafa hvatt þá sem eru veilir fyrir hjarta til að fara vel með sig og ekki fara of snemma á fætur. Meðal þeirra sem tekið hafa Mao-flenzuna er Johnson, Bandaríkjaforseti, og var hann lagður inn í Bethesda- sjúkralhúsið, með háan hita, sárindi í hálsi og hósta. For- setinn hafði verið bóluisettur tvisvar. Líðan hans er nú sögð góð. Shriver verður sendiherra hjó S.Þ. — sagði New York Times í gœr New York, 19. des. (AP) BANDARÍSKA blaðið New York Times segir í dag, að Sargent Shriver hafi fallizt á tilmæli Nixons að taka við stöðu am- bassadors Bandarikjanna á þingi Sameinuðu þjóðanna. Blaðið seg- ir, að Nixon muni tilkynna þetta opinberlega einhvern allra næstu daga. Sargent Shriver er nú sendi- herra lands síns í Frakklandi. Hann kom til Bandaríkjanna fyr. ir nokkru og átti þá fund með Nixon, og síðan hélt hann á fjölskylduráðstefnu hjá tengda- fólki sínu, en Shriver er kvænt- ur Eunice Kennedy. Þær raddir hafa heyrzt, að Kennedy-fjöl- skyldan hafi lagzt gegn því að Shriver tæki við ambassadors- stöðunni, en New York Times segir það ekki rétt, heldur hafi fjölskyldan yfirleitt verið því hlynnt. Kannski eru skrímslin mðrg á botni Loch Ness stöðuvatnsins að því er vísindamenn segja, en þeir vilja jbó fara gœtilega í sakirnar Chicago, London, 19. des. AP DR. Roy Mackaþmólekúlalíf- fræðingur við háskólann í Chic ago, sagði á blaðamannafundi í dag, að eitthvað stórbrotið og einkennilegt væri að gerast í Loch Ness stöðuvatninu í Skot landi. Ekki vildi hann fullyrða að skrímslinu væri um að kenna, en taldi ýmislegt benda í þá átt. Mackal er fulltrúi Bandaríkjanna í Loch Ness rannsóknarnefndinni, sem hef- ur aðalbækistöðvar sínar í London. Aðalviðfangsefni þeirr ar nefndar er að kanna með vísindalegum aðferðum, hvort hið nafntogaSa skrímsli, sem við vatnið er. kennt, hafi þar í raun og veru aðsetur. Rannsóknarnefndinni hefur nýlega verið úthlutað 20 þús- und dollurum til að halda störfum áfram á næsta sumri, en það er Encyclopedia Brit- annica, sem hefur látið mest fé af hendi rakna til þessara athugana. Mackal sagði að mik illar gætni væri þörf í að túlka þær niðurstöður, sem virtust hafa fengizt, en þær renndu vissulega stoðum undir þær kenningar, að hópur tor- kennilegra dýra væri í Loch Ness. Það voru prófessorar og vís indamenn við Birmingham há skólann i Bretlandi undir stjórn Dadids G. Tucker, sem birtu nýlega árangur rann- sókna sem þeir hafa unnið við í sambandi við skrímslamálið. Þeir notuðu sérstakt hlustunar tfæki og segjast hafa orðið var ir við hreyfingar og hljóð niður í vatninu, sem séu algerlega ó- þekkt og fráleitt geti þau staf að frá fiskum eða öðrum hvers dagslegum lagardýrum. Sagan um skrímslið í Loch Framhald á bls. 2

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.