Morgunblaðið - 20.12.1968, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 20.12.1968, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÖIÐ, FÖSTUDAGUR 20, DESEMBER 1968 OUAiftCAN Sími 22-0-22 Rauoarárstíg 31 mmioiR Hverfistötu 103. Siml eítir lokun 3116«. 0 Hámarkshraði á þuli K.S. skrifar: „Að sjállsögðu eigum við út- varpshlustendur að vera þakk- látir því ágæta fólki, sem les fyr- ir okkur í útvarpið, frá því í bráða býti á morgnana og fram á mið nætti. Þetta sama fólk vinnur líka á öllum stórhátíðum, þegar aðrir menn sitja heima og njóta Simnar heimilisánægju. Þulir út- varpsins eru svo sjónæmir og leiknir í sínu starfi að undrun sætir, en þetta gerir það aftur að verkum, að stundum kunna þeir sér ekki hóf, og lesa sér í lagi fréttir, með svo miklum hraða, að meðalgreint fólk hefur engan veginn við að skilja og minna þeir þá meir á rafdrifnar tal- maskínur en mann af holdi og blóði. Stjórn Ríkisútvarpsins verð ur því einfaldlega að setja há- markshraða á þessa þuli, þann- ig að ekki leyfist að lesa nema takmarkaðan orðafjölda, t.d. 150 orð á mínútu. Vandinn er enginn annar en sá, að teija öðru hverju orðafjöldann í fréttahandriti og IV1AGIMÚSAR 4KiPHDin21 símar21190 eftirlolcunsimi 40381 Þetta er rétta JÖLABÓKIiM mW^Ww&'*. f LÆKNIR segír sögu ¦m> m p' m m UK tiMtGeirirfZti. Frásögn Lúkasar í nýjum, ísl. búningi. Forvitnileg, ný, myndskreytt bók. Verð aðeins kr. 200,00. Hið íslenzka Biblíufélagr Guðbrandsstofu — sími 17805. 17 DAGA JÓLA OG NÝJÁRSFEBÐ MS. GULLFOSS Wmmm Brottför frá Reykjavík 23. des. kl. 15.00. Viðkomuhafnir: AMSTERDAM — HAMBORG og KAUPMANNAHÖFN. Nokkrir farmiðar á 2. farrými eru ennþá óseldir. Verð aðeins 8.493.00 krónur (fæði, þjónustugjald og söluskattur er innifalið). H.F. EIMSKIPAFÉLAG ÍSLANDS Farþegadeild. taka svo tímann, sem lesturinia tekur. Annari breytingu þarf nauðsyn lega að koma á, að hlustendur þurfi ekki oft á dag að hlusta á sömu fréttirnar, í þeirri von að eitthvað nýtt kunni að slæðast þar innan um. Fréttunum ætti að skipta í tvennt, þannig að þulur- inn tilkynni: „Nú verða lesnar fréttir, fyrst eru nýjar fréttir" Þegar þeim er lokið tilkynni þul urinn: „Hér koma endurteknar fréttir". Þá er hverjum og einum óhætt að loka fyrir, sem ekki óska að hlusta á sama lesturinn meir en I eitt skipti". 0 Jólablað Æskunnar „Kæri Velvakandi. Jólablað Æskunnar var að koma úr póstinum allri fjölskyldunni til mikillar ánægju. Æskam er allt af góður gestur og skemmtilegur við hjónin höfum ekki síður ánægju af að fletta henni og lesa en börnin. Mér skilst að barna- blaðið Æskan sé nú orðið stærsta tímarit á íslandi og ég er ekkert hissa. Velvakandi góður, sendu ritstjóranum beztu kveðjur okk ar og þakkir, við vonum að þeir haldi áfraim að gefa út jafn myndarlegt og lifandli barnablað á næsta ári. Ég efast ekki um að hinir fjölmörgu lesendur blaðsins bæði ungir og gamlir, fagni þess- um góða heimilisvini jafn vel og við. Það er líka ánægjulegt að sjá hve þessari útgáfu hefur vaxið "fiskur um hrygg. Nú sendir hún frá sér mikinn fjölda góðra bóka á markaðinn. Þetta er vel valið efni, fræðandi og skemmtilegar bækur, sem bætast í hinn stóra bókaskáp æskunnar. Fólk talar Kaupið jólaljósasamstæður frá OSRAM þær endast wgr endast vegna gæðanna. mikið um það sem miður fer, það er líka rétt að láta þess get- ið, sem vel er gert. Faðir á Akureyri" 0 Gosbrunnur í Reykjavík „Til Velvakanda Hvað veldur? Þessa spurningu hef ég oft lagt fyrir sjálfan mig, en aldrei fund- ið svar. En hvað á ég við? Ég á við það, hvernig á því muni standa að Reykjavíkurbær hefur ekki komið sér upp einum gos- brunni á almannafærl, hvað þá meira. Fjöldi íslendinga hefur nú farið út fyrir latndsteinana, margir oft, og hlýtur þeim að vera ljóst þvílík fegurð ogaugna yndi vel gerður gosbrunnur er, svo mjög að sumir leggja jafn- vel krók á leið sína til að sjá þá. Fyrir utan það að auka feg- urð borgar beinlínis hefur slíkt mannvirki bein sálræn áhrif, því borgararnir finna að með þessu vill hið opinbera, ásamt fleiru, veita þeim ánægju, draga dálít- ið úr gráma hversdagsleikans. Víst eru borgir skreyttar á margvís- legan annan hátt, en fátt sem naer betur tilgangi sínum en gosbrunn ar. Grátt kaldranalegt og leiðin- Ieg torg breytir alveg um svíp, sé þar settur laglegur gosbrunin- ur. Þessu virðist líka aðrar þjóð- ir hafa gert sér grein fyrir. Hjá okkur er annað uppi á ten ingnum. Hver opinber garðurinn, hver flötin af annari er skipu- lögð, en engum dettur í hug að skreyta hana með snotrum gos- brunni. Hér eru þó fjölmargir staðir, þar sem þeir myndu sóma sér vel. Hefði ekki mátt koma fyrir gosbrunni á lóðinni ofan við Höfða, myndl ekki gos- brunnur fara vel einhversstaðar í miðbæjarskrúðgarðinum sunnan tjarnarinnar, á flötinni vestan gamla kirkjugarðsins, á Lækjar- torgi í stað hinnar gömlu klukku sem gnæfir þar fáum til gagns. Marga fleiri staði, ýmsa garða, mætti nefna þar sem vel færi á að hafa gosbrunn. Eða er ekki nóg vatn til í Reykjavíkurborg? Eru gosbrunnar dýrir? Vissu- lega, séu þeir gerðir um viðamik il dýr höggmyndaverk. En þess gerist ekki þörf. Ýmsir fegurstu gosbrunnar, sem ég hef séð og eiga það nafn helzt skilið, eru aðeins skál með pípum upp úr, stundum upplýstir og þá hrein fegurðaropinberun. Þeir kosta auðvitað sitt, en miklu minna en ýmislegt annað, sem ré er eytt í, stundum án þess að það virðiat svara kostnaði. Ég tel ástæðu til að farið væri í alvöru að athuga þetta mál strax og efnahagur leyfir. Eða finnst okk ur alltaf nóg að geta státað af gamla Geysi og Grýtu. brRuíi VÖNDUÐU RAFMAGNS- RAKVÉLARNAR BRAUN fyrlr allan straum, forhleðslu og rafhlöður. BRAUN við allar aðstæður: • heima • á ferðalaginu • í bílnum # um borð. ALLAR GERÐIR Jafnan til! GÓÐ GJÖF — GÓÐ EIGN! ? nImi a 44 ao «. Miini(.iri ¦ • 4> Kaupið sófasettið núna Eigum mikið og tallegt úrval at sófasettum Engar hœkkanir tyrir áramót % Q <T Simí-22900 Laugaveg 26 PIB COPENHAGíN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.