Morgunblaðið - 20.12.1968, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 20.12.1968, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 1968 Rœtt við sjómenn nýkomna frá Norðursjó: „Verðum að nýía síidina betur" —,,Ekkí annað að gera en elfa síldina hverf sem hún fer4 SÍÐUSTU daga hafa síldveiði- skipin íslenzku verið að koma heim frá Norðursjó og mörg skip eru á leiðinni. Við hittum að máli nokkra sjómenn, sem eru nýkomnir heim og spjöll- uðum við þá um úthaldið á Norðursjó og síldveiðar al- mennt. Það var misjafnt í sjómönn- unum hljóðið eins og gengur og gerist, en þeir voru mjög uggandi yfir hlut sínum og f járhagsafkomu ef hert yrði að þeim. Einnig létu þeir í ljós þá skoðun sína að framvegis þyrf ti að nýta betur þann af la, en gert hefði verið undanfar- in ár og leggja meiri áherzlu á söltun sildar, frystingu eða eitthvað annan en bræðslu, sem í raun ætti aðeins rétt á sér þegar um landburð af síld væri að ræða. Fara viðtölin hér á eftir: Um borð í Örfirisey hittum við að máii Gísla Skúlason stýrimann og spjölluðum við hann um veiðarnar á Norður- sjó. — Hvað eruð þið búnir að vera lengi á Norðursjó? — Við erum búnir að vera frá 20. október, en þá höfðum við verið bæði fyrir norðan og austan land og það hafði verið mjög lélegt. Við fengum aðeins tvo góða túra austur af Jan Mayen eða alls um 500 tonn í salt að mestu leyti. — Hvernig gekk hjá ykkur? — Það gekk svona sæmilega miðað við heildina. Við seldum t.d. þrisvar sinnum í Vestur- Þýzkalandi. Fyrsta salan var 29. október, en þá seldum við 157 tonn í bræðslu fyrir tæp 16 þús. mörk og 22 tonn í vinnslu fyrir rúm 10 þús. mörk. Önnur salan var í Brem enhaven 9. nóvember, en þá seldum við 92 tonn í bræðslu fyrir rúm 9 þús. mörk og tæp 32 tonn í vinnslu fyrir rúm 16 þús. mörk. Þriðja salan var svo í Cuxhaven, en þar seld- um við 39 tonn fyrir tæp 17 þús. mörk. Síðan lönduðum við bæði í Fuglafirði í Færeyjum, Leir- vík á Hjaltlandseyjum og í Bergen í Noregi. Þetta er hagstæðari útkoma fyrir okkur eftir nýju gengis- skráninguna, það er að segja ef hluturinn verður ekki skert ur með efnahagsráðstöfunum, en við vonum fastlega að svo verði ekki. Við telium að við séum búnir að taka það mikið á okkur að við megum ekki við meiru.. Það er ekki nóg að sjómenn hafi þurft að skilja fjölskyldur sínar eftir lang- dvölum heldur hafa þeir oft ekki vitað hvort að fjölskyld- urnar hefðu nóg til hnífs og skeiðar. — Hvernig hefur tíðin ver- ið? — Það er víst búin að vera fremur góð tíð þarna eftir því sem kunnugir segja miðað við undanf arin ár. Það virðist vera töluvert mikið magn þarna af síld, sér- staklega í byrjun nóvember. Síðan var farið að finnast rninna, síldin dreifðari og minni veiði. íslenzki flotinn fylgist nokkuð að, sérstaklega til að byrja með, þegar veið- arnar voru aðallega um 60 sjó mílur suðaustur af Hjaltlands- eyjum. Síðar færðist veiði- svæðið svo suður á bóginn og flotinn varð meira dreifður eft ir það. — Hvað um andúðina á lönd un í Noregi? — Við heyrðum að það hef ði borið á andúð vegna lönd unar íslenzku skipanna í Nor- egi, en andúðin kom aðeins fram í skrifum nokkurra skip stjóra, sem vitnuðu í það að þeir hefðu fyrr á árum þurft að sigla yfir hafið frá miðun- um við Island og til Noregs í hættulegum veðrum með mik inn farm vegna þess að þeir fengu ekki að landa á íslandi. Ugglaust hefur það alveg eins verið hagur Norðmanna nú eins og okkar að við lönd- uðum þar. Við fáum ekki að landa í Noregi nema þar sem vantar hráefni og alveg eins finnst mér að þeir eigi að fá að landa hér með sömu skilmálum. — Hvar komuð þið nyrst til haf nar í Noregi? — Við komum nyrst til hafn ar í Vadsö ásamt Hörpu og Gísli Skúlason Haraldur Agústsson þar höfðu íslenzk skip aldrei komið áður. Þetta þótti ný- næmi og blöðin birtu myndir af íslenzku skipunum á forsíð- um daginn ef tir eð við komum til hafnar og tóku það skýrt fram að þessa dagana væri töl uð fornnorska á götum bæjar- ins. Harpa landaði tæpum 80 tonnum í bræðslu í þessum 4 þúsund manna bæ. — Telur þú að síldveiðarn- ar muni breytast í náinni fram tíð? — Það verður að koma til mikil breyting á vinnsluhátt- um síldarinnar og hráefnisöfl- un. Við verðum augsýnilega að búa okkur undir minni afla, en leggja meiri áherzlu á að nýta hann betur, t.d. með auk- inni söltun. — Hvenær verður svo leyst aftur? — Það er allt óákveðið með hvað við gerum næst, en alla- vega verður bundið fram yfir áramót. • REYKJABORGIN kom heim á þriðjudag, en hún var einna fyrst til að hef ja veiðar í Norð ursjó af íslenzku skipunum. Höfðu skipverjar á Reykjaborg verið í rétta tvo mánuði að heiman, þegar þeir komu loks til hafhar. Skipstjórinn á Reykjaborginni er Haraldur Ágústsson, og ræddum við stuttlega við hann um útkom- una. — Veiðin var æði misjöfn, sagði Haraldur — alveg frá lé legu og upp í gott, en ef á heildina er litið erum við all- ánægðir með útkomuna. í það heila höfum við fengið um 700 tonn. — Selduð við aðallega í Þýz'kalandi.? — Já, við settum síldina í kassa, og sigldum yfirleitt með hana til Þýzkalands, og eins — Hvað gerist svo eftir ára- mótin? — Um það er ómögulegt að segja nú — menn eru afskap- lega óráðnir ennþá. Við erum orðnir vondaufir um að síldin fyrir austan þétti sig áður en hún heldur aftur í haf út, og þá er ekki mikið fyrir okkur að gera. Trúlegit þykir mér, að einhverjir muni fara aftur suð Árni Logi Sigurbjörnsson til Peterhead í Skotlandi. Við fengum þar yfirleitt sæmilegar sölur. — Hvernig var síldin þarna í Norðursjónum? — Hún var afskaplega mis- jöfn, alveg frá þessu smárulli upp í góða síld, en Þjóðverj- arnir vinna úr þessu ýmislegt, — flaka hana eða reykja og sjóða hana niður. Sigurður Brynjólfsson ur eftir og halda þessum veið- um áfram, en það verða varla jafnmargir og voru núna. — Það sem skiptir kannski mestu máli í sambandi við þess ar veiðar í Norðursjónum, sagði Haraldur að endingu, er reynsla sú, sem íslenzkir síld- arsjómenn hafa þarna öðlazt Ég er ekki í nokkrum vaf a um, að þessar veiðar séu framtíð- in, haldi síldin áfram að bregð ast hér við land. Þá er ekki um annað fyrir okkur að gera en að elta hana hvert sem hún fer. • YNGSTI skipverjinn á Örfiris- eynni RE heitir Árni Logi Sig- urbjörnsson, 16 ára að aldri. Hann er búsettur á Húsavík, eins og flestir af áhöfn skips- ins, og þetta er fyrsta síldar- vertíðin, sem hann er á. Við spurðum, hvort hann væri sæmilega ánægður með útkom una á vertíðinni. — Já, svaraði hann. — Þess ar veiðar í Norðursjónum hafa alveg bjargað síldveiðunum fyrir okkur. Við hefðum lítið haft upp úr okkur, hefðum við haldið okkur hér heima. Guðmundur Gunnarsson — Hvenær fóruð þið á mið- in í Norðursjó? — Við byrjuðum, eins og aðrir, fyrir austan, en fórum suður á bóginn um miðjan nóv ember. Þar gekk okkur allvel og Iönduðum við aðallega í Þýzkalandi, en einnig á Hjalt landi, i Færeyjum og í Björg- vin í Noregi fyrir ca. hálfum mánuði. ur? — Fenguð þið sæmilegar söl ur? ¦— Já, ég held það megi segja. Síðast þegar við lönduð um í Þýzkalandi seldum við 40 tonn fyrir 17 þúsund mörk, sem er 10 krónur á kíló að með altali. — Voru íslenzku skipin ekki stór hluti veiðiflotans á Norð- ursjó? — Jú, þegar mest var gæti ég trúað, að þau hafi verið um helmingur flotans. En síðustu dagana fækkaði þeim mjög, og þá voru Rússarnir orðnir í miklum meirihluta. — Ætlar þú að vera áfram á Örfiriseynni eftir áramót? — Já, ég býst við því. Ann ars er mjög óráðið hvað við gerum eftir áramótin. Það stóð til að við færum á síld- veiðar við Ameríku, en nú held ég að.hætt hafi verið við það, vegna þess hve Erninum hefur gengið þar illa. • Sjómennirnir eru misjafn- lega ánægðir með veiðarnar í Norðursjó, og mjög dauft hljóðið í siinium. — Þetta gekk engan veg- inn ,sagði til að mynda Sig- urður H. BrynjóMsison, skip- stjóri á Akurey, — það var lítið að hafa þarna. Við er- um búnir að fá um 1000 tonn frá því 15. desemiber, en á Norðursjóinn fórum við um miðjan nóvember. Við lönduð um tvisvar í Þýzkalandi, þrisiv Framhald á hls. 23 Sildarflotinn á síldarmiðunum í dauðum sjó. (Ljósm. Mbl. Sigurg. Jónasson)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.