Morgunblaðið - 20.12.1968, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 20.12.1968, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 1968 fc. Innrásin r Tékkóslóvakíu: Tékkneskir embættismenn aðstoðuðu Sovétsveitirnar — Innanríkisráðuneytið var þéttsetið Moskvugentum — Nákvœm skýrsla tékknesku Vísindaakademíunnar í NÝÚTKOMINNI skýrslu um atburðina í Tékkó- slóvakíu í sumar, kemur fram að sovézkir öryggis- lögreglumenn og samverka menn þeirra og vitorðs- menn í innanríkisráðuneyti Tékkóslóvakíu, gegndu mikilvægu hlutverki í und- irbúningi sovézku innrás- arinnar í landið. Skýrslu þessari er dreift af Vísinda akademíu Tékkóslóvakíu. Skýrslan hefur borizt til Vesturlanda, og hefst sag- an með komu heils flug- vélafarms af sovézkum KGB-mönnum (öryggis- lögreglan /leyniþjónustan) til Tékkóslóvakíu fjórum dögum fyrir innrásina. Lýsingar sjónarvotta á því, sem gerðist í Öryggismála- deild tékkneska ríkisins er eitt skjalanna, sem Sagnfræði stofnun tékknesku Vísinda- akademíunnar hefur safnað saman. Bókin, sem er 494 bls. af lýsingum sjónarvotta og vitna, gengur undir nafninu „Svarta bókin“ m.a. vegna litarins á bandi hennar. Hinn opinberi titill bókar- innar er „Sjö dagar í Prag“, og hefur hún gengið milli menntamanna Tékkóslóvíkíu frá því í sl. mánuði. Fram er tekið á bókinni að hún sé „rannsóknarefni — til innan rikisnotkunar" og hún er ekki ætluð til a'lmennrar dreifing- ar. Koma KGB mannanna með áðurnefndri flugvél fjórum dögum fyrir innrásina var ekk ert leyndarmál í tékknesta Innanríkisráðuneytinu, að því því er skýrt í smáatriðum af manni sem greinilega er meðlimur í tékknesku örygg isþjónustunnar. Segir þetta vitni að KGB mennirnir og yfirmenn tékknesku Öryggis þjónustunnar, STP, hafi skipu lagt hernámið. AÐALHLUTVERKIÐ Skýrslan greinir frá því, að eitt aðalhlutverkið hafi leikið Viliam Salgovic, aðstoð ar-irmanríkisráðherra. Síðdeg is þann 20. ágúst, dagirrn áð- ur en hermenn fimm banda- lagsríkja Tékkóslóvakíu þrömmuðu inn yfir landamær in, boðaði Salgovic til fund- ar í Innanríkisráðuneytinu, og gaf meðlimum öryggisþjón ustu landsins, sem þar mættu fyrirskipanir um verkefni þeirra og deilda þeirra, sem þeir stjórnuðu, varðandi yfir töku landsins. Deild VII var þannig t.d. fyrirskipað að sjá svo um að hindra að útvarpað yrði yfir- lýsingu ráðandi Miðstjórnar kommúnistaflokksins, sem bú izt var við að þegar myndi sigla í kjölfar innrásarinnar. Síðar sagði ofursti að nafni Vanek, og yfirmaður einnar deildarinnar, að öryggisþjón- ustunni hefði tekizt að koma í veg fyrir þessa útvarpssend ingu. Þegar yfirlýsingunni tókst síðan að útvarpa snemma dags hinn 21. ágúst sá Vanek um að dreifa orðrómi um að hún væri fölsuð. Þessi orðrómur hafði mikiLáhrif að dómi Vís- indaakademíunnar. Um 40 starfsmenn Deildar VII tóku raunhæfan þátt í því að reyna að þefa uppi þá staði, sem hinar leynilegu út- varpsstöðvar höfðu starfsemi sína. Á meðan Salgovic var að gefa fyrirmæli sín varðandi yfirtöku landsins, margtók hann það fram að fyrirmæl- in hefðu verið samþykkt af miðstjórn kommúnistaflokks landsins og að hann væri í stöðugu símasambandi við Alexander Dubcek, flokksrit ara. Síðar dró hann þessi um mæli sín til baka. „FÍFLIÐ í KJALLARANUM“ í skýrslunni mun einnig haft eftir Vanek, að hann hefði látið svo ummælt um Josef Pavel, innanríkisráð- herra, einn helzta frumkvöð- ul frjálslyndisstefnunnar í Tékkóslóvakíu, að „þegar hér er komið sögu er fíflið lík- lega búið að fela sig ein- hvers staðar niðri í kjallara". Pavel sem sýndi einbeitta afstöðu gegn þeim, sem harð- ast fýlgdu Sovétríkjunum að málum í einu og öllu, hefði reynt að hreinsa alla slíka að ila úr ráðuneyti sínu. Tilraun um hans í þá átt var jafn- harðan spillt af andstæðing um hans. tíðum brennandi rússneskur skriðdreki. í DESEMBER — Jólaljósaskreytingar á verzlun einni sjá nú um lýsinguna á Wenceslastorgi. Ráðherran naut stuðnings annars leiðtoga frjálslyndis- stefnunnar, Vaclav Prchilik, hershöfðingja, sem hafði með höndum yfirstjórn þeirrar deildar miðstjórnar flokksins er fjallaði og her- og örygg- ismál. Dubcek vék honum úr stöðu þeirri í júlí, og er talið að hann hafi með því verið að láta undan kröfum Moskvu Leiðtogar miðstjórnarinnar óttuðust hinsvegar, að umsvifa miklar hreinsanir manna trú- um Moskvu úr embættum, myndi leiða til reiði í Kreml, sem grípa mundi til mjög al- varlegra gagnráðstafama. Nið urstaðan varð því sú, að að- eins fáum Moskvumönnum varð komið úr embættum. Þetta reitti Rússa vissulega til reiði, en svo sem skýrsla Vísindaakademíunnar ber með sér, var innanríkisráðuneytið eftir sem áður þéttsetið Moskvuatgentum. „Nær allir yfirmenn deilda ráðuneytisins reyndu að leggja steina í götu þeirra flokksstofnana sem gerðu sitt bezta til að segja sannleik- ann og leyfa sérhverjum kommúnista að láta uppi skoð anir sínar óhindrað á ástand- HANDTAKA LEIÐTOGANNA Fulltrúar frjálslyndu afl- anna innan ráðuneytisins komu boðum um að Molnar nokkur ofursti hefði sent menn til þess að handtaka Josef Smrkossky, forseta þings ing og einn helzta boðbera frjálslymdisstefnunnar. Sami maður er einnig sagður í handtöku þeirra öryggislög- reglumanna, er studdu Pavel innanríkisráðherra. Skýrslan segir, að snemma morguns 21. ágúst hafi þrír sovézkir leyniþjónustumenn, komið til fundar við Molnar í skrifstofu hans í ráðuneyt- inu. Viðstaddir voru einnig nokkrir tékkneskir leyniþjón ustumenn. Ofurstinn greindi þar frá því, alð rússnesku leyniþjónustumennirnir myndu fylgja hinum tékkn esku starfsbræðrum sínum til aðalstöðva miðstjórnar komm únistaflokksins tifl. þess að. handtaka Dubcek, Smrkovsky Dr. Frantisek Kriegel, fram- kvæmdanefndarmann, og Pa- vel innanríkisráðherra. „Einhver spurði, hvorttaka ætti skammbyssur með“, held ur skýrslan áfram“, „og svar- aði Molnar því játandi." Þegar enginn gaf sig fram af sjálfsdáðum til þess að var sex leyniþjónustumönnum skipað að taka starfann að sér. Sovézkir leyniþjónustu- menn tóku við þeim Smrkov- sky og Kriegel og færðu þá inn á skrifstofu og neyddu þá til þess að halda hönd- um yfir höfði sér á meðan leitað var á þeim. Skýrslan segir, að á sama hátt hafi ver- ið farið með Dubcek. VAR EKKI ÆTLUÐ AFTURKOMA Hinir handteknu leiðtogar, ásamt Oldrich Cernik, forsæt isráðherra, voru fluttir í járn um til Sovétríkjanna, og að dómi A-Evrópubúa, sem vel til þekkja, var þeim aldrei ætlað að snúa aftur til Prag. En talið er, að er Rússum reyndist ókleift að fá nokk- urn stuðning sem heitð gat í Tékkóslóvakíu, hafi Moskva séð sig tilneydda að senda þá heim til embætta aftur, eft ir að hafa neytt þá til þess að ganga að nokkrum grund- vallarkröfum í samningum, sem fram fóru í Kreml helg- ina eftir innrásina. 1 skýrslunni segir sjónar- vottur einnig frá því, er hann horfði á tékkneska örygg isþjónustumenn, ásamt rússn eskum KGB mönnum, leið- beina sovézkum skriðdreka- fylkingum til lykilstaða í Prag innrásarmorguninn Sjón arvottur þessi lýkur lýsingu sinni svo: „f aðalstöðvum Miðstjórnar innar lögðu KGB-menn þeg- ar undir sig alla bygginguna. Tékknesku agentarnir unnu eftir listum yfir meðlimi mið- stjórnarinnar. Við hvert nafn á listunum var skrifað góður eða slæmur.“ „Svörtu bókinni“ er dreift meðal manna ljósprentaðri. Allmörg eintök hafa þegar borist til Vesturlanda. Hún er myndskreytt, og sýna mynd irnar m.a. andstöðu tékkn- esku þjóðarinnar, þar sem dár er dregið af innrásarmönn- um og ýmsa mótmælaborða. - UTAN ÚR HEIMI Framhald af bls. 16 sína úr slíðrinu verður hann að gefa um það skýrslu, hvort sem hann notar hana eða ekki. Það er þó fjarri því að Lund únabúar hafi einhverja sér- staka ást á lögregluþjónum sínum, og yngri kynslóðin heldur því gjarnan fram að þeir séu afskiptasamir leið- indakarlar. En þegar erlendir ,,gestir“ í mótmælagöngunni ætluðu að nota sama bragðið og ann- ars staðar og ásaka Igregl- una um ruddaskap og hörku varð allt vitlaust. Dagblöðin ætluðu að kafna í bréfaflóð- inu. Það voru sagðar sögur af lögregluþjónum sem lánuðu fólki strætisvagnafargjöld, keyptu handa því mat ef það var illa haldið og aðstoðuðu það á margan hátt framyfir það sem skyldan bauð. Jafn- vel síðhærðir unglingar vörðu Bobbyana, og sögðu frá því þegar þeir stóðu skjáHandi af kulda í biðröð eftir miðum að pop tónleikum, og lög- regluþjónarnir sem áttu að líta eftir hópnum gengu um með kaffibrúsa og gáfu þeim sem minnst voru klæddir. Hargadon bendir líka á, að ef þú hefur undan einhverju að kvarta í fari lögregluþjóns geturðu farið á næstu lög- reglustöð og skrifað kvortun. Örþrifaráð lögreglunnar þeg ar hún lendir í vandræðum er að kalla út riddaraliðið. Höf- uðborgin á nú 209 lögreglu- hesta, sem allir eru sérstak- lega þjálfaðir. Dennis Coult- on, einn af yfirmönnum ridd- aralögreglunnar segir: „Þegar lögregluhestur er fullþjálfað- ur er hann næstum eins og vél, hann hlýðir knapa sínum hvað sem á gengur mnhverfis þá. Við þjálfunina eru þeir leiddir í gegnum hópa af lög- reglumönnum sem berja trumbur, veifa flöggum, sveifla hrossabrestum og æpa og öskra eins og röddin leyfir. Þeir verða svo ónæmir fyrir þessu að ekkert getur komið þeim úr jafnvægi." Þegar lögreglumennimir vilja reka fólk til baka snúa þeir hliðinni í það og láta hestinn ganga út á hlið. Hest- arnir eru gríðar stórir og sterklegir, enda er fólk fljótt að daga sig í hlé. Lögreglumennirnir missa aldrei stjórn á skapsmunum sínum, en það gera knaparnir stundum ef illa er farið með reiðskjóta þeirra. Og flestir Bretar eru innilega sammála unga lögregluþjóninum sem var fyrir rétti fyrir skömmu. Blóðrisa og marinn eftir stein kast hafði hann setið á hon- um Jarp sínum og haft hem- il á skapi sínu. En svo sló einn mannanna hestinn í and- litið og augnabliki síðar hafði lögregluþjónninn slegið hann til jarðar með flötu skraut- sverði sínu. „Mér var sama hvað þeir gerðu við mig,“ sagði hann í réttinum. „En þegar þeir meiddu hestinn minn fannst mér nóg komið.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.