Morgunblaðið - 20.12.1968, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 20.12.1968, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 1968 UNDIR RÖSRAUÐUM HIMNI Sigrfús M. Johnsen: UPPI VAR BREKI. 250 bls. ísafoldarprentsmiðja. Rvík. 1968. UPPI VAR BREKI er einis konar bókmienntalegur elgfróði: að hálfu skáldverk og að hálfu fróðleikur; sum's staðar er þetta tvennt í bland, annars staðar að- skilið. Og hvort um sig upp- hefur annað, skáidsagan er fróð- leg, og fræðin eru söguleg. Sigfús M. Johnsen er rithöf- undur af lífi og sál, rétt eins og hann ætli sér að verða afla- kóngur í bókaflóðinu; lipiur, hug- kvæmur, orðheppinn; sums stað- ar listilega ísmeygilegur; og við og við nær hann svo fimlegum tökum á efni sínu, að með ólík- indum er. En Uppi var Breki á Mka sín- Sigfrús M. Johnsen ar neikvæðu hliðar. Lesi maður bókina sem skáldsögu, er sögu- þráðurinn víða losaralegur. Leit- azt er við að tengja saman þræði, sem eiga illa saman. Og síðast, en ekki sízt: málvillur, stafsetningarvillur og prentvill- ur eru til stórlýta. Raunar er erfitt að geta sér til tun, hvern- ig hver og ein villa er til orðin. Eitt liggur þó í augum uppi: prófarkalestur hefur verið illa rækrtur, að ekki sé meira sagt. Er leitt til þess að hugsa, því nákvæmur yfirlestur á handriti hefði getað bætt bókina til mik- illa munia. Að villunum leiðrétt- um væri svipur hennar allur annar og hreinni. Jafnvel smávægilegar villur vekja tortryggni. Lesendur taka þá óafvitandi að geta sér til. að fleira sé rangt en bóíkstaf- imir einir saman. Vil ég þó eng- an veginn ýta undir slíkar grun- semdir varðandi þessa bók, enda lítt dómbær um, hversu rétt er með farið. Uppi var Breki er — bæði með hliðsjón af söguþræðinum og hin um beina fróðleik — aldarfars- lýsing frá Vestmannaeyjum og tekur einmitt til seinustu ára- tuga nítjándu aldar, þó lítillega sé skyggnzt aftur og fram fyr- ir það timabil. Má nokkuð miða tímann við svokallaðar sögulegar staðreynd- ir, sem skotið er inn í meginefn- ið. En gerst er greint frá háttum fólks í daglegu lífi, það er að segja smáatriðum, sem sagnfræð- in getur ekki verið að tína upp og lætur því skáldskapnum eft- ir. Á stöku stað er að sönnu vikið að tímatali, svo raunar er hvergi um að villast, hvenær bókin á að gerast. f bókinni er eins og fyrr seg- ir söguþráður, og hann er alla vega spunninn upp sem skáld- skapur, jafnvel þó höfundur kunni að hafa þar sannar sögur að fyrirmynd. Við upphaf sögunnar er tek- ið að hilla undir nýja tíma í Eyjum. Skútuöldin er liðin, skilst manni. Enn er róið til fiskjar á stórum, opnum bátum. Tími alda langrar félagslegar kyrrstöðu er enn hvergi liðinn. Auður og met orð fylgja ættum. Verðmæta- sköp'un er svo erfið og seinleg, að hvorugt getur áunnizt á einni mannsævi; margar kynslóð- ir þarf til. Sá sem borinn er til auðs, skal verða auðugur sjiálfur og eftirlláta svo niðjum sínum reytumar. Á sama veg liggur örbirgðin fyrir hiniurn, sem borinn er til örbirgðar. Ýtrasta jafnræðis er gætt, þegar stofnað er til hjúskapar. Að vísu kernur þá fleira til en innstæður og vegtyllur, að minnsta koiti í aug- um unga fólksins. ÍÞað, sem á Jóhann Sigurjónsson: BRÉF TIL BRÓÐUR þeim tíma telst til manndóms, sikiptir einnig máli. Efnamaðurinn verður að vera til forystu fallinn, svo honum haldizt á efnum sínum, kunna að stjórna fólki. Og enginn, ekki ekki sinni efnamaðurinn, er þeg- inn undan því að vinna fyrir sér hörðum höndum. Kjarkur og áræði teljast því nauðsynlegir eiginleikar karlmanni, hver sem kjör hans annars eru. Og á þeim stað og tíma, sem hér um ræðir, verður hann umfram allt að vera góður sjómaður. Sé hann aflakóngur, jafnast sú nafngift á við einhverjar krónur, sem vanta kann í handraðann og hapkkar því gengi hans á hjú'Skaparmark- aðinum. Heimasæturnar vega og meta verðleika sína og — bíða. Eigi þær sér draumaprins, verða þær jafnframt að minnast þess, að ekki tjóir að hugsa of hátt. Gengi þeirra miðast drjúgum við nafn og fjárhag feðranna, þó svó að kvenlegar dygðir og þokka- legt útlit spilli ekki fyrir. Pólarnir í ástarsögunni Uppi var Breki eru tvær stúlkur og tveir karlmenn, tveir þríhyrn- ingar, þannig að báðar stúlkurn- Þrjátíu og þrjí bréf til Jóhánnesar Sigurjónssonar. Kristinn Jóhannesson bjó til prentunar. Bókaútgáfa Menningarsjóðs. Reykjavík 1968. FYRSTA bréfið í þessari bók er dagsett í Reykjavík 9. maí 1895, seinasta bréfið í Kaup- mannahöfn 9. ágúst 1917. Les- endur Bréfa til bróður, eiga þess vegna kost á að fylgjast með skáldinu viðburðaríkustu ár ævi þess. Hver ný heimild um Jó- hann Sigurjónsson sætir tíðind- um í íslensku bókmenntalífi. Jóhann Sigurjónsson var fæddur 1880, Jóhannes Sigur- jónsson 1862. Vinátta þeirra bræðra var náin og falslaus. Eins og að líkum lætur, hefur Jóhann leitað til bróður síns með margt, sem hann hélt leyndu fyrir föður sínum. Það vakti eng an fögnuð Sigurjóns bónda Jó- hannessonar á Laxamýri þegar þær fréttir bárust til íslands frá Danmörku að Jóhann sonur hans væri horfinn frá námi í dýralækningum, en hefði í þass stað ákveðið að geraist rithöf- undur. 12. júní árið 1900 skrif- ar Jóhann bróður sínum frá Kaupmaimahöfn, að hann sé svo undarlegur stundum: „þessi stjórnlausa löngun til þess að gjöra eitthvað stórt, eitthvað mikið, lætur mig sjaldan í friði.“ Þessi löngun Jóhanms Sigurjóns sonar forðaði okkur frá því að eignaist skáldlega sinmaðan dýra lækni eða náttúrufræðimg, hin- ar miklu andstæður, aem bjuggu í Jóhanni hleyptu skáldskapnum af stað í brjósti hans; hann varð að vinna afrek, sem réttlættu tilvist hans. Honurn hefði verið hægur vandi að ljúka prófi í þeim námsgreinum, sem ham/n hafði valið sér. En draumurinn náði tökum á honum; auk skáld- skaparins var hann fullur af alls kyns hugmyndum öðrum, hélt að uppfinningar gætu tryggt sér ar keppa um hylli annans pfflts- ins, önnur með þokka, en hin mieð auði, og báðir piltamir keppa á sömu lund um hönd annarrar stúlkunnar, annar með karlmennsku og aflakóngstign, en hinn með eignum föður síns. Útkoman verður því reikninigs- lega: eitt par plús sitt af hvoru stöku. Stöku númerunum er svo kippt yfir á hliðarspor, þar sem þeim er, hvoru um sig, útvegað- ur maki við sitt hæfi. Parið — þau sem saman ná í sögunni — eru auðvitað prýdd ofurmannlegum glæsileik, eink- um pilturinn. Það er í samræmi við smekk fyrri tíðar, þar sem allt meðalfólk og þaðan af lak- ara telst ekki til hlutgengra per- sóna í skáldverki og skal því hvorki njóta auðs né ástar. Að- eins stórbrotin mikilmenni eru fær um að elska fyrir róman- tíska lesendur. Þess má líka geta, að annar pilturinn í ástarsögunni er ill- menni, en slíkar frummyndir eru ómissandi í hverju skáldverki, sem stílað er eftir fyrirmyndum frá gamla skólanum. Ástarsaga Sigfúsar M. John- sens er með talsverðri spennu á köflum. Vafalaust munu margir lesa hana sér til óblandinnar ánægju, að minnsta kosti þeir, sem muna gamla tíma og horfa til þeirra í rósrauðum hillinga- bjarma. fjárhagslegan grundvöll, sá í hill ingum hafnargerð við Höfða- vatn. Eftir að hann kvæntist stóð heimili hans í Kaupmanna- höfn opið gestum og gangandi, og spillti það tíma hans, jafn- framt því sem heimsstyrjöldin fyrri batt enda á þá útbreiðslu 'leikrita hans, sem fyrirsjáanleg var. Sögu Jóhanns Sigurjónsson- ar, stutt en glæsilegt skeið hans í bókmenntunum, þekkja margir. Við lestur bréfa hans rifjast upp sú ófullgerða hljómkviða, sem verk Jóhanns eru, kliðar í eyr- um; treginn í ætt við íslenzkar þjóðvísur, nær beint til hjartans. „Hugsanir þreyta, en fegurðin aldrei“, segir Jóhann í einu bréf inu. Stundum saknar maður þess við lestur bréfanna, að skáldið skuli ekki vera enn opinskárra um hagi sína; ljóst er af þeim, að honum er á köflum tregt tungu að hræra, h.ann hefur hvorki tíma né næði til að ræða lengi við bróður sinn. Hann skrifar 1901: „Ég ætla mér alltaf öðru hverju að skrifa þér löng, löng bréf, heilar dagbækur, en það fer allt út um þúfur, og svo færð þú ekkert annað en það, sem mér dettur í hug rétt í þann svipinn, sem ég skriía þér.“ Skáldið ræðir oft stríðið og afleiðingar þess. í bréfi frá 1915 stendur þetta: „Eins og mig minnir, að ég hafi skrifað þér, er ég að vinna að nýju leik- riti, efnið er tekið úr Njálssögu. Það er erfitt viðfangs, en hepn- ist mér vel, sem ég vona, hygg ég, að það verði mitt stærsta verk, en ýmislegt truflar, gestir og smááhyggjur, en þó einkum blóðregnið, sem dynur yfir Ev- rópu, það stanzar allar minar hugsanir oftsinnis á hverjum degi. Væri ég guð, myndi ég drepa fingri mínum á jörðina og stanza göngu hennar um stund- arsakir, þegar Evrópa er á næt urhvelinu, og vita, hvort margra dægra myrkur gæti ekki tamið villidýrin.“ Gg í seinasta bréf- inu skrifar hann: „Aldrei hafa mennirnir spillt gleði lífsins á jafn viðbjóðslegan hátt eins og nú, og eini vonarbjarminn, sem lýsir yfir öllum þessum fádæm- um, er að þetta ef til vill verði í - s'é— 'é fíimtiiSsw Gamla kompaníið hf. Síðumúla 23 sími 36500. Nytsamar jólagjafir Fjölgeymsluskápurinn í herbergi piltsins og stúlkunnar. Kommóður úr tekki með 4rum, 5 og 6 skúffum. Spegilkommóður úr tekki. \ Skatthol, sem er allt í senn kommóða, skrifborð og snyrtiborð ungu stúlkunnar. Skrifborðsstólar í herbergi unglingsins. Það er smákrókur í Síðumúlann, en það er krókur sem borgar sig. Erlendur Jónsson skrifar um BÓKMENNTIR Erlendur Jónsson. Jóhann Hjálmarsson skrifar um BÓKMENNTIR Ævin líður skjótt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.