Morgunblaðið - 20.12.1968, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 20.12.1968, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 1968 15 eeinasta skiptið, sem skynsemi- gædláar verur láta valdasjúka öldunga reka sig eina og sauð- fé út é blóðvöllinn til þeðs að svala metnaðargimd þeirra." Kaupmannahafnarbréfin hafa meist gildi fyrir þá rannsókn á skáldskap Jóhanns Sigurjónsson ar, sem óhjákvæmilegt er að gerð verði í framtíðinni. Það hef ur að vísu ýmislegt athyglisvert verið skrifað um Jóhann, nægir að nefna ritgerð Guranars Gunnarssonar framan við Rit hans, og bók Helge Toldbergs um hann, sem til er í íslenskri þýðingu. Jóhann freistast til að segja bróður sínum „undarlega" drauma; þeir lýsa skáldinu vel og hvetja til ráðninga. Þannig er uni margt í bréfunum; væri því skipað í það samhengi, sem lífssaga skáldsins er, kæmi ým- islegt í ljós. Eitt af því sem á- Jóhann Sigurjónsson berandi er í bréfunum, er hin mikla og viðkvæma ættjarðarást skáldsins, en hún birtist víða í verkum hans, einkum ljóðunum. Reykjavíkurbréfin eru tíðindia minni, enda skáldið Jóhann Sig urjónsson þá aðeins ídeiglunni; þau lýsa honum sem áhugasöm- ucm nemanda í Reykj avíkurskóla og félagslyndum þar að auki. 1898 segir hann bróður sínum frá „vitleysu" einni, sem hann tók upp á. Klukknahringing í Reykjavík kom henni af stað, og í henni er þetta erindi, sem gefur margt til kynna um skáld ið í hinum þingeyska skólasveini. Skáldið spyr hvenær dauðinm muni vinna bug á dularafli ílfs- ins: Ég veit það eigi, ævin líður skjótt og er í mörgu lík og báran smáa, er rís og hneigir síðan hægt og rótt sitt höfuð vott í móðurskautið bláa. Líkindin með þessu erindi og því, sem hann orti best síðar á ævinni, eru augljós. Seinasta bréfið frá Reykjavík, dagsett 19. mars 1899, er langt ljóðabréf. Það segir meira um manninn Jóhann Sigurjónsson en skáldið, ef það er ekki til- gangslaust að reyna að skilja þá félaga að. Fáir voru meiri skáld í öllu sínu hátterni en einmitt hann. Bréf til bróður, hefur Krist- inn Jóhannesson búið til prent- unar. Stuttur inngangur eftir hann fylgir bókinni, einnig skýr ingar á ýmsu því í bréfunum, sem kemur ókunnuglega fyrir sjónir. Kristinn hefur auðsýni- lega lagt vinnu í samantekt bók arinnar, og virðist honum hafa tekist sómasamlega. Bókin er í smábókaflokki Menningarsjóðs, en í þeim bókaflokki eru marg- ar þarfar bæku'r. Vonandi verð- ur útgáfu smábókanna haldið á- fram; þeir sem sækjast eftir góð- um bókmenntum innlendum og er lendum líta þetta lofsverða frain tak Menningarsjóðs hýrum aug- um. Jóhann Hjálmarsson. Haukur Ingibergsson skrifar um: HUÓMPLÖTUR NÝKOMIN er í verzlanir hrjómplata frá SG hljómplötum, þar sem kirkjukór Akureyrar syngur 14 sálma og helgilög. Nefnist platan „Oss berast helg ir hljómar". Hljóðritun er gerð í Matthíasarkirkju á Akureyri, og kemur hljómburður þess veglega guðshúss fram á upptökunni, sem jafnframt er fyrsta stereo upptaka, sem gerð er hérlend is á vegum SG hljómplatoa, og hefur hún heppnast eftir von- um. Um þá hlið sá Pétur Stein- grímsson. Plötuumslagið sem er tieiknað af Kristjáni Kristjáns- syni, með myndum eftir Eðvarð Sigurgeirsson og Matthías Gests son, er virðulegt, og hæfir inni- haldinu vel. ICirkjukór Akureyrar 20 manna kór, stendur á gömlum merg. Hefur hann nú um árabil starfað undir natinni leiðsögn Jakobs Tryggvasonar, og ber honum tvímælalaust heiðurinn af þessari plötu. Raddirnar eru vel þjálfaðar og innbyrðist jafnvægi þeirra gott, og býr kórinn yfir ýmsum blæbrigðum, má þar t.d. benda á lagið „Liberia me". Sig- urður Svanbergsson sér um ein- sönginn í því verki, og gætir að- eins grófra drátta í röddinni, þó að ekki sé það til verulegra lýta. Hinn góðkunni orgelleikari frá Akranesi, Haukur Guðlaugsson leikur undir á pípuorgel Matt- híasarkirkju í 9 laganna, en það er, sem kunnugt er, eitt bezta hljóðfæri sinnar tegundar hér- léndis. Að vísu reynir ekki mik- ið á Hauk, helzt í „Slá þú hjart- ans hörpustrengi," en hann stendur að vandia vel fyrir sínu. Þegar á heildina er litið, er þetta áferðarfalleg plata og sjálfri sér samkvæm. Helzti gall inn er, hve textar laganna koma ógreinilega fram, en þar er sennilega allt eins mikið við upp tökustaðinn að sakast eins og kórinn sjálfan. Verkefnavalið er fjölbreytt og spannar yfir hin ýmsu svið kirkjutónlistar. Skal lesendum til leiðbeiningar gefið upp efnisyfirlitið. Á hlið A eru: „Oss berast helgir hljómar" eft- ir Tryggva Kristinsson, „Ave Maria" eftir Jackues Arcadelt, „Slá þú hjartans hörpustrengi" eftir J.S. Bach, „Leið mig Guð" eftir S.S. Wesley, „Ó, Jesúbarn blítt" eftir J.S. Bach, „Löfsöng- ur" eftir Sigfús Einarsson, og „Syng Guði dýrð" eftir Björg- vin Guðmundsson. Á hlið B eru „í gegnum lífsins æðar allar" eftir L. Nielsen, „Lofsöngur" eft- ir Helga Helgason, „Liberia me" Gabriel Faure, „Ég kveiki k kertum mínum" eftir Pál fsólfs- son, „Dýrð í hæstum hæðum" eftir Björgvin Guðmundsson, „Ó faðir Guð, vér þökkum þér" eft- ir L.V. Beethoven, og „Rís upp Drottni dýrð", sem er gamalt ís- lenzkt tvísöngslag. Gott er að geta gengið að hljómplötu þessari, er amst- ur hins daglega lífs er að kaf- færa þreyttar sálir. Er þá fátt betra • en draga sig í hlé um stund, setja plötuna á fóninn, og tónar hennar munu vissu- lega færa mann ögn nær guði sínum. Þökk sé Kirkjukór Ak- ureyrar fyrir mannbætandi hljómpiötu. llaukur Ingibergsson. KARLMANNASKÓR reimaðir og óreimaðir. Verð 697 - 754 826 - 997 Gott úrval af karlmanna- og drengjainniskóm. Þetta eru nytsömustu jólagjafirnar. LAUGAVEG 96 Pétur Andrésson HUSGOGN I URVALI 1. ARMSTOLASETT 2. SÓFABORÐ 3. BORÐSTOFUBORÐ 4. SAMFELLUBORD 5. LÍTIL OG STÓR SKRIFBORÐ 6. HJÓNARÚM 7. SMÁBORÐ 8. OG MARGT FL. 9. HAGSTÆTT VERÐ 10. AFBORGUNAR- SKILMALAR. HUSGAGNAVERZLUN KRISTJÁNS SICGEIRSSONAR HF. LAUGAVEGI 13 — SÍMAR 13879—17172. JERSEYkjólarnir þægilegu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.