Morgunblaðið - 20.12.1968, Side 21

Morgunblaðið - 20.12.1968, Side 21
 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 1968 21 / $óna* frA J4rafnagifi \ I ÍSLEIMZKIR \ | ( ÞJÓÐHÆTTIR i \ íslenzkt öndvegisrit J \ Kr. 580,50 / ( SigfUs W. $okn»n \ LPPI VAR BREKI ] l Skáldsaga úr Eyjum j \ Kr. 446,15 / f j^órhtlfíur CJttlformMon \ | JÓIM ARASOIM \ Ævisaga biskupsins j \ valdamikla J X. Kr. 365,90 / f ~r4nilra \ i [ LLFLR og RAIMIMVEIG | I f \ Skáldsaga kvenna J \ á öllum aldri J \. Kr. 295,65 / 1 LIMGLIIMGABÆKLR \ ^tefáná ^ónááonar 1 / M \ Urvalsbækur um / \ Hjalta litla o. fl. / SJÁLFSÆVISAGA EUSÉBÍO BEZTA MANNS BENFICALIÐSINS ER ÓSKABÓK STRÁKA.... Á ÖLLUM ALDRI En hafaldan getur verið mislynd- ur „leikfélagi", því átti Bern- harð eftir að kynnast síðar á lífsleiðinini. Á þeim árum, er Bernharð óx úr grasi, var það draumur margra tópmikilla drengja að fara á sjóinn. Sigla út í heim, kynnast framandi lönd um og þjóðum og eflast að þroska og dá'ð. í>að var og draumur Bemharðs. Útþráin brann í brjósti hans og sextán ára gamall er hann orð- inn háseti á fiskiskipi og síðar á fragtskipi. Þótt ungur væri að érum, varð Bernharð brátt jafn- oki eldri og reyndari sjómanna, enda pilturinn bráðþroska og vel að manni. Geiglaus og hugprúð- ur stóð hann á þilfari í brotsjó- um úthafsins, minnugur þess að duga vel í hverju starfi. I þá daga var vonlítið fyrir liðleskjur að halda skipsrúmi. Eftir nokkur hásetaár, fór Bemharð í Stýrimannaskólann og lauk þáðan prófi vorið 1932 með góðum vitnisburði. Eftir það fór hann til Eimskipafélags ís- lands og leysti þar af sem stýri- maður. Á stríðsárunum var hann skipstjóri á flóabátnum Víði, sem sigldi á milli Reykjavíkur, Borg- amess og Akraness. Til Skipa- deildar SÍS fór hann árið 1950. Fyrstu þrjú árin var hann stýri- maður á „Pellunum," en eftir það skipstjóri og er það enn í dag. Líf sjómannsins er fjölbreyti- legt og litríkt, heillandi og ógn- þrungið. Og oft er um líf og dauða að tefla. Bemharð hefur marga hildi háð vfð Ægi. Þebkir vel ofur- veldi hans og hamæði. En hann hefur stýrt skipi sínu í gegnum brim og boða af sinni alkunnu karlmennsku og stjórnkænsku og ávallt siglt skipi sínu heilu í höfn. Bernharð hefur verið fairsæll í starfi sínu og notið trausts og virðingar skipsmanna sinna. Bemharð hefur gert víðreist um ævina og kann að segja irtá mörgu skemmtilegu og fróðlegu. Á ferðalögum sínum í tugi ára hetfur hann kynnzt fólki af ólíku þjóðemi, kynnzt lífsviðhorfum þess og lífskjörum, og séð hvern- ig mótunarmáttur ólíkra þjóð- RJÚPURRJÚPURRJÚP URRJÚPURRJÚPURRJ ÚPURRJÚPURRJÚPUR RJÚPURRJÚPURRJÚP MATARDEILDIN Hafnarstræti 5. BÓKAVERZLUN SIGFÚSAR EYMUNDSSONAR úmæss) am fyrir börn á öllum aldri sameinar fullorðna alltaf eitthvað og börn i leik nýtt og spennandi iiGö Reykjalundur, SfM/ 97-6620 ; Skrifstofa í Reykjavík: BræSraborgarstíg 9, síml 22150 Sextíu áia: Bernharð Pálsson Sextugur er í dag Bernharð Pálsson, skipstjóri. Hann er fæddur á Akureyri 20. desember 1908 og þar ólst hann upp. For- eidrar hans voru þau hjónin, Páll Skúlason, kaupmaður og Þóra Hallgrímsdóttir. Þegar í bernsku kynntist Bern harð sjónum. Fjaran var for- vitnileg ungum drengjum eins og nú, og þar glettist Bernharð við hafölduna í mesta bróðerni. félagskerfa getur haft mikil á- hrif á einstaklinginn til gó'ðs eða ills. Vafalaust hefur þessi reynsla Bernharðs haft einhver áhrif á lífsviðhorf hans sjálfs. Aukið víðsýni hans og dýpkað skilning hans á mannlegu vanda- máli. Góð greind hefur auðveld- að honum að skilja kjarnann frá hisminu og ekki hefur það dreg- ið úr arði reynslunnar. En hvað um það. Á þessum dögum refsháttar og slægðar eru dyggð- ir eins og hefðarleiki og dreng- skapur sem vin í eyðimörk. Drengskapur Bemharðs er ein- stakur. Hann hefur Bemharð ekki keypt á neinu þeirra mark- aðstorga, sem hann hefur gengið um í erlendum stórborgum. Heið atrleikann og drengskapinn fékk hann í vöggugjöf norður á Akur- eyri fyrir sextíu árum. Og hann hefur gengið eins og rauður þráð ur í gegnum allt hans lif og mótað afstöðu hang til manna og málefna. Drengskaparmönnum eins og Bernharð Pálssyni er mikill ávinningur að kynnast. Bernharð býr nú að Hátúni 39 hér í borg, ásamt sinni ágætu konu, Sigrfði Þorláksdóttur. Þang að er gott að koma. Þar rikir hin gamalgróna íslenzka gestrisni í sinni beztu mynd. Bernharð dvelst nú um stundarsakir vest- ur í Kaliforníu, ásamt konu sinni. Þar mun hann taka á móti sex- tugasta árinu á heimili dóttur sinnar. Að lokum viljum við, kona mín og ég, senda honum hug- heilar árnaðaróskir á þessum merku tímamótum í ævi hans, og þökkum honum fyrir vináttu og það örlæti, sem hann hefur ávallt sýnt heimili okkar. S. Þ.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.