Morgunblaðið - 20.12.1968, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 20.12.1968, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FOSTUDAGUR 20. DESEMBER 1968 Minning: Guðbjörg Árnadóttir yfirhjúkrunarkona VIÐ andlátsfregn Guðbjargar Árnadóttur rifjuðust upp fyrir mér minningar frá samstarfi okkar, er hún var yfirhjúkrun- arkona við Sjúkrahús Vest- mannaeyja, en ég yfirlæknir þess. Við þessu starfi tók hún 1928 a frú Sólveigu Jesdóttur, sem hafði gegnt því í fyrstu byrjun. Þáð var mikill munur að flytja úr gamla franska spít- alanum í nýja sjúkrahúsið, en þó voru þar vinnuskiljrrði hjúkrunarkverma næsta erfið, ef miðað er við nútímakröfur. I húsinu var engin fólkslyfta og varð því að bera þá sjúklinga, sem ekki voru gangfærir, niður í kjallara til röntgenmyndunar. Á miðhæð hússins, þar sem voru 16_18 sjúkrarúm, var ekkert baðherbergi, heldur aðeins á efstu hæð og í kjallara, og kost- aði þaS einnig burð milli hæða. Að vísu hafði yfirhjúkrunarkon- an á að skipa tveimur öðrum hjúkrunarkonum og hjúkrunar- nema einnig að jafnaði, en hún fór þó alls ekki varhluta af Móðir mín Ingibjörg Magnúsdóttir Suðurgötu 17, Hafnarfirði, andaðist að Hrafnistu mið- vikudaginn 18. des. Fyrir hönd aðstandenda. Svanhildnr Siffurjónsdóttir. Magnea Aðalbjörg Árnadóttir frá Syðri-Ey, Skagastrðnd, andaðist miðvikuda.giran 18. des. á sjúkrahúsinu, Blöndu- ósi. Börnin. Móðir mín Anna G. Hallson andaðist að Gimli, Kanada, 14. desernber sl. Erlendur Blandon. Sonur okkar Gunnar Pétur Reykjavíkurveg 24, sem andaðist 16. þ.m. verð ur jarðsunginn frá Þjóðkirkj- unni í HafnarfirSi laugardag- inn 21. des. M. 13.30 e.h. — Blóm vinsamlega afbeðin, en þeim sem viTdu minnast hans er bent á Félag lama'ðra og fatlaðra. Asa Bjarnadóttir Bjarni Árnason. þessu erfiði. I>á annaðist hún all- an undirbúning á skurðarstofu og svæfingar venjulega að auki, og oftast kom til hennar kasta að veita viðtöku sjúklingum, svo sem af skipum, hvort sem var á degi eða nóttu. Guðbjörg heitin hafði þannstóra kost sem hjúkr- unarkona að vera geðgóð á hverju sem gekk, þýð og glað- lynd gagnvart sjúklingum og lipur í samvinnu við annað starfsfólk, en hafandi þó stjórn á verkum. Heimilisbragur á sjúkrahúsinu var því ágætur og stuðluðu einnig að því mann- kostir hinna hjúkrunarkvenn- anna. Einn höfuðþátturinn í lundar- fari Guðbjargar heitinnar var það, hversu barngóð hún var. Á þessum árum, þegar berkla- veikin var í algleymingi, höfð- um við eina stofu með 5—6 rúmum eingöngu fyrir börn með eitlaberkla e'ða útvortis berkla, en auk þess voru um styttri tíma börn á ýmsum aldri til að- gerða, svo sem vegna botnlanga- bólgu, og hafði Guðbjörg eink- ar gott lag á að ná við þau nauðsynlegum tengslum fljótt og vel, eyða kvíða þeirra og fá þau til að kunna vel sig á spít- alanum. Þegar svo tekst til, eru börn ánægjulegustu sjúklingar, sem hægt er að hafa, og bezt að gera til hæfis. Sjálf hafði Guð- björg reynslu af því að vera sjúklingur á spitala, og þa'ð í framandi landi, því að hún hafði sem unglinigur haft húðberkla í andliti, fengið sig læknaða af þeim á Finsensstofnuninni í Kaupmannahöfn, en bar þeirra þó alltaf nokkur merki. Líðan sjúklinga á sjúkrahús- um eða vistheimilum, einkum þeirra yngstu og þeirra öldruð- ustu, fer að miklu leyti eftir því, hvort þeir finna innilega hlýju eða aðeins kalda skyldurækni hjá því hjúkrunarfólki, sem fer um það huga og höndum — hvort þeir verða þess varir, að „hjartað sé meö, sem undir slær". Um það þurftu þeir aldrei að vera í neinum vafa, sem nutu hjúkrunar og aðhlynningar Guð- bjargar. Fyrir það og ágætt sex ára samstarf okkar minnist ég hennar með þakkJæti og hlýjum huga nú, þegar lokið er erfiðum síðasta áfanga á leið hennar hérna megin grafar. P. V. G. Kolka. Hurgreiðslustofan „GREIÐAN" í nýjum husukynnum HÁRGREIÐSLUSTOFAN „Greiðan" hefur nú flutt í ný og einkar vistleg húsa- kynni í miðbænum við Háa- leitisbraut 58—60. Eiríkur Óskarsson, annar eigandi stof unnar sýndi blaðamönnum húsnæ'ðið og sagði frá þeirri þjónustu, sem þar er á boð- stólum. Eiríkur er hár- greiðslumeistari og hefur auk Útför móður minnar, tengda- móður, ömmu, langömmu og systur Ingibjargar Þórðardóttur frá Bolungarvík, fer fram frá Fossvogskirkju kl. 10,30 árd. laugardaginn 21. þ. m. — Blóm og kransar afþakkað, en þeim sem vildu minnast hennar er bent á líknarstofnanir. Enika Enoksdóttir Guðmundur Sveinbjörnsson Bjarni Þórðarson. þess lagt stund á hárkollu- gerð í Þjóðleik'húsinu í þrjá vetur, hann sagði að áherzla yrði lögð á hárkollu og toppr þjónustu, auk litunar, lagning ar og alls þess sem heyrir til hársnyrtingu. í „Greiðunni" geta tólf viðskiptavinir fengið þjón- ustu samtímis og þarna munu vinna að staðaldri fimm stúlk ur ásamt Eiríki. Innréttingar eru nýtízkulegar og stólar og hárþurrkur af vönduðustu gerð. Einnig má nefna að í sambandi vfð hárgreiðslu- stofuna er starfrækt snyrti- vörubúð, og þar fæst einnig gott úrval hárkolla og toppa. Dóttir okkar Stefanía Snorradóttir verður jarðsungin laugardag- inn 21. desernber frá Kópa- vogskirkju. Athöfnin hefst kl. 10,30. Fyrir hönd vamdamaima. Sifiurlaug Sveinsdóttir Snorri Signrðsson Hrauntungu 52 Kópavogi. Grétar Skaftason skipstjóri — Minning OSS Islendingum er ekki ný- mæli, að bátur eða skip hverfi í hafi eða brotni í spón við grýtt- ar strendur landsins með þeim afleiðingum, að hópur manna gistir vota gröf. Með þeim hætti hefur margur góður drengur lok- ið göngu sinni hér íheimi. Samt mun það svo hvert sinn, sem slys gerist við sjóinn, að upp á hrjúft yfirborðið skýzt einn snarasti þátturinn í íslendingseðlinu og vér Skynjum í andrá ,að vér eig- um marga bræður og syni. Sjóslysasaga þessarar litlu þjóðar er löng og raunaleg. Ár frá ári og öld af öld hefur þetr.a sama verið að gerast upp aftur og aftur. Það er eins og þetta blessaða haf, sem þó er svo vin- fast og gjöfult á góða hluti, heimti af oss sem eins konar endurgjöld þær fórnir, sem dýr- astar eru og óbætanlegastar, og eigi þar enn í fullu tré við hvers konar nýjungar og framfarir. Um og efttr aldamótin síðustu voru fiskimenn vorir enn að bagsa sæinn með árum og segli á litlum og lélegum farkostum. Baráttan var hörð og slysin tíð. Véíaöld gekk í gaa-ð og tækjum var breytt. Að sama skapi harðn- aði glíman við Ægi kóng. Þau vaxandi átök urðu þjóð vorri forsenda nýrra og betri tima en þekkzt höfðu um aldir. Og slys- in héldu áfram að gerast. Enn í dag eru menn að stækka og treysta fiskiskipin og búa þau fullkomnari áhöldum en áður hafa þekkzt, til hvers konar nota. Og með hverjum nýjum þætti, sem ofinn er að líftaug sjómanns- ins, spyrjum vér eins og börn að því, hvort allt þetta sé ekki að verða svo fullkomið, að vænta megi úrslitasigurs vísinda og snilli yfir þeim hættum, sem að steðja í erfiðri og tíðum ofsa- fenginni baráttu. Maðurinn álykt ar en Guð ræður. Gretar Skaftason, skipstjóri, fórst með skipi sínu Þráni N.K. 70, hinn 5. nóv. sl., og með hon- um allir hans menn. Þeir voru á heimleið til Vestmannaeyja af síldarmiðunum austur með landi. Ofsaveður vair á. Vér vitum ekki hvernig slysið vildi til og mun- um aldrei vita. En þeir sem þekktu til allra aðstæðna og þeirrar handar, sem um stjórn- völinn hélt, eru vissir um, að hver sem orsök slyssins var, þá hefuir hún verið utan þeirra tak- marka, sem mannlegur máttur nær. Gretar Skaftason var traustur maður og trausts verður. Hann var kappsfullur og áræðinn sjó- maður, þrautreyndur og úrræða- góður. Hann var gildur meðal- maður á hæð, ljós yfirlitum og bauð af sér þokka þess manns, sem er sjálfum sér nógur. Óáleit- inn í orði og æði .sanngjarn í dómum, hugsandi maður og ekki margorður. Fastur fyrir og lét trúlega ekki sinn réttmæta hlut fyrir ójöfnuði ,en ljúfur í lund og góðmenni í hjartanu. Hann var fæddur að Suður- Fossi í Mýrdal 26. október, 1926. Sjómennsku hóf hann unglingur að árum og þá fyrst á togurum. Til Vestmannaeyja mun hann fyrst hafa komið haustið 1947, til Páls Ingibergssonar á Reyni, og var með honum á Hvalfjarð- Innilegar þakkir færum við öllum fjær og nær, sem sýndu okkur samúð og vinar- hug við andlát og jarðarför Ingvars E. Einarssonar, fyrrverandi skipstjóra. Sigrríður Böðvarsdóttir börn, tengdabörn, barnabörn. arsíldveiðum og á vertíðinni 1948. 'Eftir það urðu Vestmanna- eyjar hans starfsvettvangur og var hann hjá öðrum á ýmsum bátum, þar til hann sjálfur gerð- ist skipstjóri, fyrst á Ófeigi III. Hann var fengsæll fiskimaður, sjálfstæður í sókn og heppinn í mannavali. Hann kvæntist ef tirlif andi konu sinni, Kristgjörgu Sigurjónsdótt- ur, Ingvarssonar skipstjðra, 31. okt. 1950. Þau byggðu hús sitt að Vallarbraut 4, að nokkru i félagi við náið venzlafólk sitt, og bjuggu þar síðan. Þau eignuðust þrjá syni; Ingólf f. 7. sept. T950, Sigurjón Ragnar, f. 21. okt. 1954 og Ófeig, f. 11. okt. 1962. Með fráfalli Gretars hefur heim ilisfólkið að Vallargötu 4 orðið fyrir því tjóni, sem ekki verður bætt. Sá missir er þyngri en tár- um taki. Og þau orð, sem ég kynni að segja hér, geta þar hvorki á aukið né úr dregið. En ég votta þeim öllum mína dýpstu samúð og vona, að minningin um gleði og gæfu liðinna samveru- stunda megi jafna þeim svo veg- inn framundan, að farinn verði í þeim anda krafta og karlmennsku, sem Gretari sjálfum var svo eig- inlegur. Með fráfalli Gretars Skaftason- ar hefur einnig verið höggvið djúpt skarð í raðir sjómannastétt ar byggðarlagsins. Auðvitað verð ur það skarð fyllt með tíð og tíma. Þannig hefur það alltaf ver ið, sem betur fer. En það mun vera mál þeirra manna, sem þekktu Gretar og störf hans á sjónum, að allvel megi vanda til þeirrar endurhleðslu, svo hvergi sjáist þar ummerki þess tjóns, sem orðið er. Að leiðarlokum þakka ég Gret- ari Skaftasyni fyrir mitt leyti góða viðkynningu um árabil, fyrst á skólabekk og síðar við störf á sjó. Ég er þess fullviss, að með honum er genginn einn af þeim ágætustu mönnum, sem ég hefi fyrirhitt. Steingrímur Arnar. fflwétmMfi'bifr ZasseMÁCbUS Brauð- og áleggssneiðarar sneiða allt: — brauð, ost og annað álegg, bacon, grgnmeti o.ft. — f1|6tt og vel. Nýjustu gerðir: • Frístandandl á sogskálum. • Samanbrjótanlegir f geymslu. 9 Sleðl fyrir það, sem sneiða á. • Ryðfrir stálhnlfur, losaður á augabragðl með þrýstihnappl. Gagnleg gjöf — Góð cign! « SlMI 2 44 2« 4> Sl III H<- VI 1 ÍO 4>

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.