Morgunblaðið - 21.12.1968, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.12.1968, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 1968 Loftleiðavélar áfram Biafraflutningum W I HAFA ÞEGAR FLUTT ÞANGAÐ 2000 TONN LYFJA OG MATVÆLA FYRIR tæpum tveim mánuðum tókust samningar milli Nord- churchaid, hjálparstofnun skand- inavískra kirkjufélaga, og Loft- leiða um leigu á tveim Cloud- master-flugvélum til flutninga á Jólabókin til vina erlendis Péturssonar (HYMNS OF THE PASSION) í enskri þýðingu Arthur Gook með formála eftir Sigurbjörn Einarsson biskup, Valin gjöf handa vinum og vandamönnum erlendis. Fást í bókaverzlunum og í Hallgrímskirkju, Reykjavík. Útgefandi. lyfjum og matvælum frá Sao Tome til Biafra. Síðar voru leigusamningarnir framlengdir til þriggja vikna, eða fram til næstu áramóta. Um það var samið, að hol- lenzka félagið Transavia sem einnig leigði Nordchurchaid eina Cloudmaster-flugvél, annaðist flugreksturinn. Fyrirliði hans er nú f>orsteinn Jónsson, en auk Þorsteins taka þátt í honum ís- lenzku flugmennirnir Geir Gísla. son og Kristján Gunnlaugsson. Nú er búið að fara um 200 ferðir milli Sao Tome og Biafra með Þorsteini Eiríkssyni og Snorra Þorfinnssyni, Cloudmast- er-flugvélum Loftleiða og Trans- avia vélinni, og flytja með þeim um 2 þúsund tonn af lyfjum og matvælum. Að undanförnu hafa Loftleiðir Magnus E. Baldvlnt Laugavcgl 12 - Sídi 22SS4 kannað möguleika á framleng- ingu leigusamningsins við Nord- churchaid og einnig, hvort ekki væri unnt að leigja flugvélar til þýzkra kirkjusambanda ka- þólikka, er annast sams konar flutninga milli Sao Tome og Bi- afra og þá, sem Norðurlanda- kirkjurnar halda nú uppi. Er lík- ur voru fyrir að þetta myndi tak- ast fóru þeir Finnbjörn Þorvalds son og Jóhannes Einarsson, deild arstjórar hjá Loftleiðum, utan til samningagerða, og komu þeir úr því ferðalagi sl. miðvikudag. Þeir undirrituðu samninga f. h. Loftleiða um þriggja mánaða framhaldsleigu á flugvélunum tveim til Nordchurchaid eða frá áramótum til 1. apríl nk. Einnig undirrituðu þeir bráðabirgða- samnipga við þýzku kirkjufélög- in Deutscher Caritas Verband og Das Diakonische Werk um leigu á þriðju Loftleiðavélinni, Þor- finni karlsefni. frá áramótum til 1. apríl nk. Gert er ráð fyrir að sramningur þessi verði bráðlega staðfestur af stjórn Loftleiða og þýzku kirkjufélögunum. (Fréttatilkynning). Nómsdvöl ó íslandi Osló, 20. des: — NTB HARALD Bergh, tónlistargagn- rýnandi frá Noregi, hefur hlotið styrk að upphæð 5 þúsund norsk ar krónur til nármsdvalar á ís- landi. Veittir eru nokkrir slík- ir styrkir árlega af félaginu „Norden" eftir meðmælum frá kirkju- og menntamálaráðuneyt- um Norðurlandanna. Hvorki betri né verri en áður — Bóluefni þrotið í bili VIÐ höfðum samband við skrif- stofu borgarlæknis í gær og innt- um frétta af inflúenzufaraldrin- um í borginni. Að sögn aðstoð- arbongarlæknis, Braga Ólafsson- ar, eru mokkur tilfelli, sem vit- að er um og að sögn lækna al- mennt er flenzan hvorki betri né verri en inflúenza almennt. Flenzan sem nú veður yfir virð- ist af stofninum A2-Hong Kong. Bragi sagði, að gera mætti ráð fyrir að fleiri lægju en læfcnar vissu um, þar sem ekki væri alltaf tilkynnt um flenzuna. Sagði Bragi tilfellum hafa fjölg- a'ð að umdanförnu, en lamgt væri frá því að um farsótt væri að ræða. Bóluefni við þessum faraldri þraut fyrir nokkrum dögum og er ekki væmtanlegt aftur fyrr en í janúarlok eða febrúart>yrjuin. Sagði Bragi ásitæðima fyrir því að bóluefnið væri þrotið vera þá, að mjög erfitt væri að rækta upp bóluefni úr þessum nýja stofni A2-Hon® Kong og væri það hreinlega ekki til á mark- aðnum. Gat hann þess m. a, að Englendingar bönnu'ðu að flytja út bóluefni þetta frá Englandi, þar seim ekki væri einu sinni hægt að rækta bóluefni fyrir alla sjúklinga í Englandi. Lagt til að þingfrest- un verði til 7. febrúar JÓHANN Hafstein dómsmála- ráðherra mælti í gær fyrir þings- ályktunartillögu ríkisstjómarinn ar um frestun á fundum Alþing- is. Lagt er til í tillögunni að þingið komi saman aftur eigi síð- ar en 7. febrúar, en dómsmála- ráðherra vakti athygli á því í ræðu sinni, að þingið yrði kall- að saman fyrr, ef nauðsynlegt þætti. Ólafur Jóhannesson gagnrýndi að þingi yrði nú frestað í svo langan tima, þar sem mörg að- Fjárlög afgreidd — og kjörið í nefndir og ráð á fundi Alþingis í dag Á FUNDI Sameinaðs Alþingis, fjárlög fyrir árið 1969 og enn- sem hefst kl. 1® árdegis í dag fremur verður kjörið í ýmsar fer fram atkvæðagreiðsla um nefndir og ráð. ___________________ Kosið verður í bankaráð <§> KARNABÆR KLAPPARSTÍG 37 — SÍMI 12937 — SKÓDEILD - SNYRTIVÖRUDEILD ★ ★ SKODEILD TÖKUM UPP í DAG MIKIÐ ÚRVAL AF VESKJUM FRÁ ANTHONY ROCKALL, LONDON. NÝKOMNIR HEILSDAGS- SKÓR FRA JOHN SMITH OF LONDON. HANZKAR SLÆÐUR O FL NOKKUR PÖR EFTIR AF HINUM EFTIRSÓTTU ANTIQUE LIDURSTÍG- VÉLUM. SNYRTIVORUDEILD Mary Quant- snyrtivörur. Mikið úrval. Gjafavara alls konar. Hártoppar frá Batoli ■Jf Margar tegundir af snyrtivöru Sokkabuxur og silfur- og gullsokkar. ALLT A GAMLA VERÐINU. Búnaðarbankans, Seðlabankans, Landsbankans og Útvegsbank- ans. Þá verða kjörnir fulltrúar í Norðurlandaráð og í stjórnir Fiskimálasjóðs, Framkvæmda- sjóðs og Sementsverksmiðjunnar. Ennfremur verða kjörnir yfir- skoðunarmenn ríkisreikninga, endurskoðendur Búnaðarbank- ans, Landsbankans og Útvegs- bankans. Á fundum Sameinaðs Alþingis í gær fór fram 3. umræða um fjárlögin og hafði Jón Árnason, formaður Fjárveitinganefndar framsögu. kallandi mál biðu nú úrlausnar. Svo löng þingfrestun skapaði möguleika fyrir ríkisstjórnina að skipa þessum málum með útgáfu bráðabirgðalaga. Jóhann Hafstein dómsmálaráð- herra, sagði að ástæðulaust væri að væna rikisstjómina að hún væri með þessu að opna leið fyr- ir sig til útgáfu bráðabirgða- laga. — Ég get fullvissað þingið um að ríkisstjómin hefur engin áform að koma aftur að þing- mönnum með óeðlilegri útgáfu bráðabirgðalaga, hvað þá að nota slíkt þinghlé nú, fremur en nokkru sinni áður, á óþingræðis- legan hátt, sagði ráðherra. Atkvæðagreiðsla um tillöguna fer fram í dag, svo og atkvæða- greiðsla um f járlögin. Formoður Hlífor til Straumsvíkur EINS og skýrt var frá í Morgun- blaðinu í gær reis upp ágrein- ingur milli svissnesks fram- kvæmdastjóra ÍSAL í Straums- vík og Hermanns Guðmundsson- ar, formanns Hlífar, um ferða- frelsi hins síðarnefnda á athafna svæði álbræðslunnar. Morgunblaðið hafði samband við Hermann Guðmundsson í gær. Hann kvaðst þá fyrr um daginn hafa farið til Straums- víkur og hefði ekki verið amazt við ferðum hans. Byrjendanámskeið í blaðamennsku Blaðamannafélag íslands efnir til þriggja mánaða I námskeiðs í blaðamennsku, einkum ætlað byrjendum ! i starfi og þeim, sem hafa áhuga á að gerast blaða- menn. Námskeiðið verður haldið í Reykjavík í febrúar, marz og apríl 1969. Kennt verður á kvöldin. Námskröfur verða miðaðar við stúdentspróf eða aðra saimbærílega menntun. Þátttökugjald er 1000 krónur. Umsóknir sendist ti’ ívars H. Jónssonar ritstjóra, Frositaskjóli 9, Reykjavík, og veitir hann nánari upp- lýsingar. Umsóknarfrestur er til 20. janúar. Stjórn Blaðamannafélags íslands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.