Morgunblaðið - 21.12.1968, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 21.12.1968, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 1968 STAKSTEINAR Vildi ekki styrkja gamla íólkið s Það vakti furðu manna við af- greiðslu fjárhagsáætlunar Reykja víkurborgar í fyrrinótt, að einn af borgarfulltrúum kommúnista Sigurjón Björnsson, flutti tillögu um að fella niður styrki til Elll heimilisins Grundar og Dvalar- heimilis aldraðra sjómanna. Var hér um að r æða 50 þúsund króna styrk til hvors aðila. Þessi tillaga kommúnistafulltrú ans var að sjálfsögðu kolfelld. Þegar borgarfulltrúinn varð var við það meðal annarra borgar- fulitrúa, að þessi tillaga vakti nokkra undrun tók hann sig til og flutti sérstaka „greinar- gerð“ með he'nni, sem bætti lítið úr skák. Var einna helzt á borg- arfulltrúanum að skilja, að þar sem styrkirnir væru ekki hærri en þetta væri með öllu óþarft að veita þá, þar sem þeir kæmu gamla fólkinu eða stofnun- um þess að engu gagni. Þessi „greinargerð“ nægði þó ekki til að skipa hina raunveru- I legu afstöðu borgarfulltrú- ans vegna þess, að rökrétt i framhald þessarar skýringar hefði verið, að hann hefði flutt tillögu um verulega hækk- un þessara styrkja í stað þess að leggja til að þeir yrðu þurrk- aðir út. Þessi afstaða Sígurjóns Björnssonar er þeim mun undar legri, sem hann á sæti í félags- málaráði borgarinnar og á þar að starfa að hagsmunamálum aldr aðra. I Einar óþekkur — Kristjón dvítaði Það var í rauninni kátbros- legt að fylgjast með hinum tveim ur borgarfulltrúum Framsókn- arflokksins í fyrrinótt meðan at kvæðagreiðsla stóð yfir um f jár- hagsáætlun borgarinnar. Þannig háttar til, að Einar Ágústsson sátur við hliðina á Guðmundi Vigfússyni, borgarfulltrúa komm únista. Við atkvæðagreiðsluna kom það fyrir aftur og aftur, að Einar greiddi atkv. með komm- únistum en Kristján sat hjá. Þeg ar þessi klofningur varð í borg- arstjómarflokki Framsóknar- manna brást það ekki, að Krist- ján sást hreyta einhverju í Ein- ar en greinilegt var að Einar sinnti því engu. Nú velta menn fyrir sér: Er áhrifavald Guð- mundar Vigfússonar svo mikið, að Einar greiði atkvæði i með kommúnistum af þeim sökum. Eða er þessi afstaða i varaformanns Framsóknar- ! flokksins vísbending um, að hann hyggist taka upp nán- j ari samstöðu með kommúnist- um í framtíðinni. Ef til vill er skýring önnur þó nærtækari. Það skyldi þó aldrei vera, að Einar Ágústsson hafi af ótuktarskap verið að stríða Kristjáni Bene- diktssyni. 1 Vilja hraða Breið- holtsframkvæmdum Af öllu því tillöguflóði, sem' barst frá minnihlutaflokkunum á fundi borgarstjórnar í fyrri- * nótt vakti eina ályktunar- 1 tillaga Alþýðuflokksins mesta I kátínu. Hún fjallaði um nauð- syn þess að hraða fram- ! kvæmdum við íbúðabyggingar borgarinnar í Breiðholti. Svo sem kunnugt er annast Fram- kvæmdanefnd byggingaráætlun- ar þessar framkvæmdir fyrir borgina en formaður hennar er Jón Þorsteinsson, þingmaður A1 þýðuflokksins og i nefndinni er einnig Óskar Hallgrímsson, borg arfulltrúi Alþýðuflokksins. Var ; Björgvin Guðmundsson, vara- borgarfuHtrúi Alþýðuflokksins, að ráðast á þessa menn með þessum tdllöguflutningi? KARNABÆR TÍZKUVERZLUN UNGA FOLKSINS — TÝSGÖTU 1 — SÍMI 12330 DöMUDEILD HVERNIG ★ Minipeysur VÆRÍ -k Hcildagskjola A Spari kjóla AÐ'GEFA A Blúndu-, pífu- eða skyrtu- blússur Jr Alfóðraðar síðbuxur ★ Ódýrar tweed-kápur A Víðar selskapsbuxur ic Mini-pils, alls konar A Slæður, húfur o. m. fl. HERRADEILD if Þykkar vetrarpeysur •A Þunnar innan undir peysur A Drengjaskyrtur ic Herraskyrtur i( Staka jakka, ódýra ★ Föt — gamla verðið i( Skyrtuhnappa ir Bindi og klút ir Slaufur, vesti o. m. fl. MUNIÐ GJAFAKORTIN EFTIRSPURÐU Drengjaskyrtur teknar upp í dag á mjög góðu verði- Með Polaroid-myndavél getið þér tekið mynd af t'jölskyldunni við jólaborðið og sýnt hana fullgerða 15 sekúndum síðar. SWINGER-vélin kostar aðeins kr. 1746/—. Dýrari gerðir Polaroid-myndavéla skila yður glæsilegum litmyndum á 60 sekúndum. Polaroid-myndavélar eru mesta bylting í ljósmyndatækni síðustu ára. FÁIÐ JÓLAMYNDI8NAR Á JÓLUNUM! Útsölustaðir um land allt. í Reykjavík Hans Petersen, Bankastræti. ------------------------15 Heildsölubirgðir MYNDIR HF. Austurstræti 17 — Sími 14377. MYND Á 15 SEKÚNDUM! HVAÐ SKAL GEFA UNGU FÓLKI í JÓLAGJÖF? v

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.