Morgunblaðið - 21.12.1968, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 21.12.1968, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 1968 Síro/ 22-0-22 Rauðarárstíg 31 Hverfisgötu 103. Simi eftir lokun 31160. IMAGIMUSAR 4kiphou»21 simar21190 eftir lokun simi 40381 BÍLALEIGAN - VAKUR - Sundlaupavefi 12. Simi 35135. Eftir lokun 34936 og 36217. 350,- kr. daggjald. 3,50 kr. hver kílómetri. BÍLALEIGAN AKBRAUT SENDUM SÍMI 8-23-47 Jólatrés- fœtur LUDVIG STORR Laugavegi 15, Sími 1-33-33. Þetta er rétta jðLABÓKIN Frásögn Lúkasar í nýjum, Ísl. búningi. Forvitnileg, ný, inyndskreytt bók. Verð aðeins kr. 200,00. Hið íslenzka Biblíufélag Guðbrauidsstofu — sími 17805. 0 Bókin um séra Jón- mund Pétur Benediktsson skrifar: „Kæri Velvakandi. Vilt þú vera svo góður að bena fr. Guðrúnu Jónmundardóttur kveðju mína og þakba fyrir minn ingabókina um föður hennar, sína Jónmund Halldórsson á Stað í Grunnavík, áður á Barði í Fljót- uim. Síra Jónmundur hafði ekki næmt brageyra, þótt ort hafi hann góðar stökur og andleg kvæði. Em kveðskapurinn hefir orðið hans trygglyndu dóttur sem minnis- blöð um minnisverð atvik og orð- ið til þess að hver sem með vel- vilja og ímyndunarafli les, fær skýra mynd af daglegu lífi þess- arar tröllauknu hetju, sem ára- tugum saman var útvörður memn- ingar og mannlífs á norðvestur kjálka þessa lands. Að honum látnum varð þarna landauðn, en þessi kempuklerk- ur lét aldrei verða messufall unz hann loks féll í valinn áttræður að aldri. — Ég held að bók Guð- rúnar dóttur hans sé líkleg til að verða í hópi þeirra 3 eða 4 bóka, sem lengst lifa af þeim, sem út hafa komið í haust. Ástæðan er sú, að hún er sönn og hreinskilin menn Skrifstofustjóri Stórt iðnfyrirtæki óskar að ráða skrifstofustjóra nú þegar eða í byrjun næsta árs. Umsóknir, er tilgreini aldur, menntun og fyrri störf, sendist undirrituðum fyrir 31. desember 1968. Björn Knútsson, löggiltur endurskoðandi Garðastræti 6. Bókin segir frá öllum helstu dulrænu fyrirbærum sem kunn eru, svo sem skyggnilýsingum, dulheym, hlutskyggni, hug- lækningum, líkamningum og miðilsfundum. Skemmtileg og spennandi unglingasaga um hrausta stráka sem lenda í ótrúlegustu ævintýrum. Þetta er fyrsta bók Hafseins, og hún lofar svo sannarlega góðu. ingarsöguleg heimild um merkan mann á merkilegum stað og tímfi. Pétur Benediktsson. 0 Sá aðalinn, sem mestu varðar, gleymist. „Mikið hefur verið skrifað að uindanförnu um meðlagsgreiðslur og börn fráskilinna eða einstæðra mæðra. Mér finnst athyglisvert ein- kennli á þessum skrifum flestum, að í þeim gleymist sá aðili oftast alveg, sem mestu varðar, neíni- lega bömin sjálf. Þeir sem skrifa em oftast uppteknir af eigin fjár málum og tilfinningum sínum vegna skilnaðar eða sambúðar- vandkvæða. Spumingin, sem mestu máli sfciptir, er þessi: Hvað þarf bam háa upphæð mánaðarlega sér til framfæris, og hver á að greiða hana? Mér finnst, að það ætti að vera föðurins að greiða a.m.k. helming kostnaðar við fram- færslu barns og sé þá vinna við umönnun þess, sem móðir annast oftast, reiknuð með sem kostn- aður. Er þá auðsætt, að núver- andi meðlag, hvort sem það er 1300 eða 1500 krónur, er langt frá því að vera nægjanlegt, því að ekkert barn gæti lifað af 3 þús. kr. á mánuði. Er líklegt, að þetta þyrfti að vera helmingi meira, meðlagið eitt því um 3 þús. á mánuði. Með núverandi fyrirkomulagi er feðrum óskilget inna bama og fráskildum feðr- um að mestu sleppt við ábyrgð á framfærshi og uppeldi bama siinna. Er furöulegt að slíkt órétt- læti skuli eiga sér stað. Uppeldi þessara barna verða mæður einax því að kosta að mestu eða skatt- greiðendur, ef þær njóta opin- bers framfæris, sem oft er. Bar- átta kvennasamtaka virðist ekki hafa náð miklum árangri á þessu sviði, og veitti ekki af að hefja nú baráttu fyrir því að ókvænt- um feðrum yrði gert að skyldu að sjá sómasamlega fyrir böm- um sínum með greiðslum til þeirra, eigi síður en kvæntum feðmm. Eins og tryggingalögum er nú háttað, fá einstæðar mæður nokkra aðstoð frá skattgreiðendum I formi mæðralauna, sem giftar mæð ur fá ekki. Þetta finnst mérvafa- samit réttlæti, að veita konum þannig laun af almannafé fyrir að eiga óskilgetin börn eða vera fráskildar. Væri eðlilegra, að feð- ur barna þeirra greiddu þeim mæðralaunin, því að gert er ráð fyrir, að kvæntir menn sjái mæðr- um skilgetinna barna sinina far- borða, og þvi fá þær ekki mæðra laun. Kvæntur faðir". 0 Lífgun með blásturs- aðferð. „Þröstur í Garði" skrifar: „Velvakandi góður. Nú langar mig að senda nokkr ar línur í dálk þinn, og vona að þær fái inni hið allra fyrsta. , Nýlega var þáttur i sjónvarp- inu um lífgun með blástureað- ferð, eða með öðmm orðum lífg- un úr dauðadái. Þessi þáttur vakti mjög verðskuldaða athygli, og eitt er víst, að margan mann- inn og konuna langar til að sjá hann aftur. Hvort þessi eini þátt- ur hefur orðið til þess að bjarga mannsjífi skal ósagt látið, en hitt er víst að hann gæti orðið til þess. Sílkur þáttur er trúlega dýr, en er hann of dýr, ef hanm yrði til þess að bjarga þó ekki væri nema einu mannslífi? Ég held varla. Mig langar til að þeirri til- lögu verði komið á framfæri við stjómendur sjánvarpsins, að þessi umræddi þáttur verði endureýnd- ur og það hið fyrsta. Og eins ætti að sýna meðferð brunasára, og það nú fyrir jólin. Ég vona að sjónvarpsmenn verði við þessari áskomn og gangi þannig á undan með góðu fordæmi við kynningu á lífgun með blástursaðferðinni. Hver veit nema sjónvarpsnotendur myndi þá læra þessa aðferð sér til gagns og gætu ef tU vill bjargað mannslífi, kannski á morgun eða næsta dag, eða þá seinna. Eng- inn veit, hvenær á þvl þarf að halda. Þröstur í Garði". Verzlunarstjóra vantar við nýlendu- og búvöruverzlun í nágrenni Reykjavíkur. TiLboð leggist inn á afgr. Morgunblaðsins merkt: „Sjálfstæður — 6835“. JÓLAGJÖFIN Afgr. er I KJörgarði síml 14510 Afgr. er I Kjörgarðl sfml 14510 VERÐUR CÓÐ HLJÓMPLATA Hljóðfœrahús Reykjavíkur Laugavegi 96. Kaupið sófasettið núna Eigum mikið og tallegt úrval af sófasettum Engar hœkkanir fyrir áramót r>c* UU tt i Sími-22900 Laugaveg 26 *

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.