Morgunblaðið - 21.12.1968, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 21.12.1968, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 1988 Stefanía Snorradóttir — Minningarorð F. 27.3. 1954, d. 18.12. 1968. STEFANÍU Snorradóttur aá ég fyrst á öndverðu ári 1962 á heim ili foreldra hennar, Sigurlauigar Sveinsdóttur og Snorra Sigurðs- sonar skógfræðings, sem áttu þá heima á Freyjugötu 1: sjö eða átta ára gamla telpu, ljósa yfir- litum með hárband yfir enni og skír, blá augu, sem ekkert virt- ist fara framhjá, þegar hún var ekki að teikna eða lesa, sem mér fannst þá í fljótu bragði, að vaeri líf hennar og yndi. Ég býst ekki við, að ég hafi þá veitt henni athygli umfram áðra jafnaldTa hennar, en eftir því sem ég kynntist henni og heimilinu betur, varð mér æ ljós ara, a@ hún var gædd afburða námshæfileikum og þess konar lundarfari, að engan þarf að undra, hve bjartar vonir foreldr- ar hennar og aðrir vandamenn bundu við framtíð hennar með aldri og þroska. Stefanía fæddist í Noregi 27. marz 1954, en faðir hennar var þá við nám í landbúnaðarháskól anum í Ási. Þar steig hún sín fyrstu spor. Þegar heim kom og skólaganga hófst, fyrst í Mið- bæjarskólanum og nú síðast í Kvennaskólanum í Reykjavík, t Okkar innilegustu þakkir til allra þeirra er auðsýndu okk- ur samúð og vinarhug við fráfall sonar míne og bróður okkar, Einars Magnússonar sem fórst með m/b. Þráni. Guð blessi ykkuir öll. Katrín Sigurlaug Pálsdóttir og systkin. t Við þökkum af alhug fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför eiginkonu minnar, móður og tengdamóður okk- ar, Ásthildar Jónasdóttur, Uppsölum, Eiðaþinghá. Magnús Jóhannsson, börn og tengdaböm. t Þökkum af alhug öllum þeim sem sýndu okkur samúð og vinarirug við andlát og jarðar- för, Ólafar B. Steinsdóttur, Útstekk. Böm, tengdaböm og bamabörn. stóð hún sig með afburðum vel í námi,_ virtist jafnvíg á flestar greinar og var oftast efst eða með hinum efstu í sínum bek'k, þótt hún væri ári yngri en bekkj arsystkini hennar. Ég veit, að þetta varð henni sjálfri og ást- vinum hennar ánægjuefni, en það var eðli hennar fjarri að flíka því. Hún ætlaði að taka landspróf í vor, og það er til marks um dugnað hennar og einurð, að síðasta mi’ðsvetrar- prófinu lauk hún daginn sem hún veiktist. Hún var orðin veik, þegar hún kom heim, en eink- imnabókina fékk móðir hennar afhenta daginn sem yfir lauk. Þótt Stefanía væri duglegur og efnilegur nemandi, fór því fjarri, að þekking hennar og áhugamál væru bundin skóla- bókunum einum. Húh las margt annað, enda bar þroski hennar því vitni. Ég hygg, að hún hafi einnig verið hneigð til listiðk- ana af ýmsu tagi og haft yndi af þeim, enda á hún ekki langt að sækja það, því að listafólk er og hefur verið í bá’ðum ætt- um hennar. Síðustu árin var hún farin að fylgjast með stjómmál- um og var í því efni áreiðanlega ekki þeirrar skoðunar, að búið væri að leysa vandamál heims- ins í eitt skipti fyrir öll. Hún var sem sagt vakin og sofin að uppgötva þann heim, sem hún hefur nú orðíð að skilja við með óvenju snöggum og sviplegum hætti. Vinum sínum var hún trygg og naut hylli og trausts bekkjarsystkina sinna, jafnaldra og kennara. Það er stutt síðan einn þeirra komst svo að orði, að slíkum nemendum væri létt og skemmtilegt að kenna. Fyrir tveimur árum kom í ljós, að Stefanía var haldin sjúk dómi í hálsi. Hún fór þá með föður sínum til Kaupmannahafn- ar, og eftir það gerðu flestir sér vonir um, að lækning hefði heppnazt, enda bar ekki á öðru fyrr en vika var liðin af þess- um mánuði. Þegar Stefanía var ferrnd í vor og vinir hennar og venzlafólk hittist í Hrauntumgu 52, þar sem foreldrar hennar hafa undanfarin ár verið að búa sér og bömum sínum nýtt heim- ili, virtust skuggar sorgarinnar órafjarri. Fyrir hálfum mánuði veiktist hún, lá fyrst rúma viiku heima, en var þá flutt í sjúkra- hús. Eftir tveggja sólarhringa vist þar lauk stríði hennar. Svo skjótt hefur sól brugðið sumri þessarar efnilegu 14 ára stúlku. Og nú eiga foreldrar hennar og systkinin fjögur í vændum að halda jólin í skugga dauðans. Aldrei em arðin van- máttugri en þegar mest liggur við. Ég vona, að tíminn og minn- ingamar leggist á eitt um það með hækkandi sól að létta ást- vinum Stefaníu viðbrigðin, sem nú eru or'ðin. Hún var gædd góð- um hæfileikum og hafði öðlazt mikinn þnoska. Er óeðlilegt að spyrja, hvort slíku fólki sé sitefnt inn á nýjar þroskaibrautir á und an öðrum? Svo mikið er vist, ef þeir vegir eru til, að Stefaníu Snorradóttur mátti treysta til að ganga þá með þeim, sem guðimir elska. Hjörtnr Pálsson. t Þökkum auðsýnda samúð við andlát og jarðarför, Guðrúnar Jóhannesdóttur Sólbakka, Lágholtsveg. Börn og bamaböm. Rögnvaldur F. Bjarnason Fæddur: 5. marz 1910. Dáinn: 15. desember 1968. í gær, 20. desember var til mold ar borinn Rögnvaldur Frey- sveinn Bjarnason frá Fossvogs- kirkju. Rögnvaldur var fæddur þann 5. marz, 1910 að Þorsteinsstöð- um í Skagafirði. Þar ólst hann upp með foreldrum sínum til 6 ára aldurs er þau brugðu búi og — Minning var mjög traustur maður í starfi. Hvert verk sem hann vann vildi hann leysa af hendi með sem fyllstri trúmeninsku og vand- virkni og hann unni starfi sinu og var síglaður við vinnu sína. Hann var söngelskur maður og unni mjög fagurri tónlist. Nátt úruaðdáandi var hann og hafði yndi af ferðalögum. Smekkvís var hann á góðar bækur og unni öllum ís’lenzkum fróðleik. Ræð- inn var hann í vinahópi og hafði frá mörgu skemmtilegu að segja ef því var að skipta. Hann var traustur fjölskyldufaðir og unni sinu heimili aif öllum huga. Þann 19. október, 1931 kvænt- ist Rögnvaldur eftirlifandi eig- inkonu sinni Elísabet J. Theo- dórsdóttur og eignuðust þau 3 syni, sem allir eru á lífi. Þeir eru Bjarni Theodór, kennari í Vestmannaeyjum. Pétur, búsett ur í Bandaríkjunum. Sveinn bú- settur í Kanada. Ég og fjölskylda mín, vottum þeim okkar dýpstu samúð í harmi þeirra. Páll Sigurðsson frá Skarðdal. fluttu til Sauðárkróks. Eftir ferm ngu flutti fjölskylda hans að Saur bæ við Siglufjörð. Á Siglufirði urðu okkar fyrstu kynni í leikjum og það fór alltaf mjög vel á með okkur. Síðan skildust okkar leiðir, er hamn réðist til Trýggva Jónatanssonar á Akureyrí til múrsmíðanáms. Síðar flutti hann aftur til Siglufjarðar og lauk sínu námi hjá Hróbjarti Jónas- syni. Árið 1942 flutti hann með fjölskyldu sína til Reykjavíkur og bjó þar síðan. Árið 1952 byrj uðum við að starfa saman við Ljósafossvirkjun og unnum þar saman í alllangan tíma. Okkar vinátta hélzt óslitin upp frá því Við unnum saman í félagi að húsasmíðum og við önnur störf í allmörg ár og ég hef verið tíður gestur á heimili hans. Hann t Alúðarþakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við and- lát og jarðarför eíginmanns míns og föður, Páls Kjartanssonar Guð blessi ykkur öll. Guðbjörg Guðmundsdóttir, Svanur Pálsson. t Hjrtans þakkir færum við öllum nær og fjær fyrir auð- sýnda vináttu, hjálp og sam- úðarskeyti við andlát og jarð- arför móður okkar, tengda- móður, ömmu og langömmu, Sigríðar Þórðardóttur Hafnargötu 78, Keflavík. Sérstaklega þökkium við lækni, hjúkrunarkonium og starfsstúlkum sjúkraihúss Keflavikur fyrir dásamlega hjúkrun og aðhlynningu síð- asta mánuðinn sem hún lifði. Guð blessi ykkur öll og gefi ykkur gleðileg jóL Börn, tengdaböm, baraa- böra og baraabarnaböm. BÓKAÚTGÁFAN HILDUR I SUMARSOL Fjórcía bók MARGIT RAVN í nýrri úfgáfu — GEISLANDI AF SÓL O G ■ÆSKUFJÖRI ÞRETTANDI KOSSINN . ... en einnig fyrsti kossinn, sém verður örlagavaldur í lífi ungrar sfúlku, sem berst fyrir ást sinni. 4> ELDUR OFRR SKYJUM Frahski flugkappinn PIERRE CLOSTER- MANN segir frá mestu loftorustum stríðsins — orusfunni um Möltu, sjálfsmorðsárásum Japana o. f|. r t’ eldub - OJT*JR SKTUUM JOHANNA Saga ungrar stúlku, sem berst við láfækf og fordóma og rétti sínum ti! að njóta ástar í lífinu. & Eaa&Q&ss Leyndardómur hallarinnar var Mörfu knýjandi úrlausnarefni, en í leit sinni drósf hún sífellt nær hættunni, sem ógnaði saklausu lífi hennar. RODD ASTAR- W INNAR w ms. m f‘ /i.GurfiAg :w RÖDD ÁSTARINNAR Bækur CAVLINGS eru í sérflokki - CAVLINGS—bók er alltaf aufúsugestur — CAVLINGS-bók veldur aldrei vonbrigðum. BÓKAÚTGÁFAN HILDUR Lokað í dag kl. 10—12 árdegis vegna jarðarfarar. LANDGRÆÐSLUSJÓÐUR, Fossvogsbletti 1.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.