Morgunblaðið - 21.12.1968, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 21.12.1968, Blaðsíða 32
RITSTJÓRN • PRENTSMIÐJA AFGREIÐSLA*SKRIFSTOFA sími 'io«'ioa LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 1968 Blaðamannafélagið heldur námskeið í blaðamennsku Tveir kunnir Danir meðal fyrirlesara BLAÐAMANNAFÉLAG fslands befur ákveðið að efna til nám- skeiðs í blaðamennsku. Hefst námskeiðið, sem einkum er ætlað byrjendum í starfi og þeim, sem hafa áhuga á að gerast blaða- menn, í febrúar og stendur í þrjá mánuði. Fer kennsla fram á kvöldin í formi fyrirlestra. Námskröfur á þessu fyrsta námskeiði í blaðamennsku sem haldið er hér á landi eru mið- aðar við stúdentspróf eða aðra sambærilega menntun. Þátttöku- gjald verður 1000 krónur. Meðal fyrirlesara á námskeið- inu verða tveir Danir, sem eru í fremstu röð í sínum greinum í heimalandi sínu, þeir Th. Behrens dósent og B. Nielsen, lektor. Flytja þeir fyrirlestra á námskeiðinu um blaðamennsku fyrr og nú og um tæknihliðar starfsins. Þriðjungur námstímans er ætl- aður íslenzku, en auk þess verð- ur fjallað um prenttækni, um- brot og uppsetningu, heimilda- könnun, hagfræði og tölfræði, dómstörf og sveitastjórnarmál, prentrétt og fleira. Fyrirlesarar! eru sérfróðir menn, hver á sínu sviði. Auk fyrirlestranna verður far- ið í kynnisferðir til blaða og útvarps og annarra stofnana. Umsóknarfrestur er til 20. jan. og ber að senda umsóknir til ívars H. Jónssonar, Frostaskjóli 9, en hann veitir jafnframt allar nánari upplýsingar. '<& O C& O <3>i lEilil - ’ Við húsleit fannst ferðataska, sem í voru hátt á sjöunda þúsund töflur. Rússneskt olíuskip bíður löndunar — Greiðslutrygging á farmi ekki fyrir hendi UM 6 Ieytið á fimmtudagsmorg- un varpaði rússneska olíuflutn- ingaskipið Kostroma ankerum á ytri höfninni í Reykjavík með 11 þús. tonna gasolíufarm tii fs- lands að verðmæti tæpra 30 milljón króna. f gærkvöldi var ekki byrjað að landa úr skipinu þar sem olíufélögin höfðu ekki getað veitt greiðsluábyrgð fyrir farminum. Kostnaður við að láta skipið bíða er um 100 þús. kr. á dag. Olían er til allra olíufélag- anna. Skipstjóri olíuflutningaskips- ins hefur ströng fyrirmæli um það frá Rússlandi að tengja ekki Séro Ingþór kjörinn prestur í Hverngerði ATKVÆÐI voru talin í gær í skrifstofu biskups í prestkosn- ingum, sem fram fóru 8. des- ember í Hveragerðisprestakalli í Árnesprófastsdæmi. Á kjörskrá voru 852, þar af kusu 598. Atkvæði féllu þannig, að séra Ingþór Indriðason hlaut 335 atkvæði, séra Tómas Guð- mundsson 215 atkvæði og Brynj- ólfur Gíslason cand. theol., 41 atkvæði. Auðir seðlar voru 5 og ógildir 2. Var séra Ingþór Indriðason því kjörinn lögmætri kosningu. löndunarleiðslurnar fyrr en trygging er sett fyrir greiðslu. Við höfðum samband víð Vilhjálm Jónsson fTamkvæmda- stjóra Olíufélagsdns h.f. í gær ag inntum hann frétta af málinu. Vilhjálmur sagði að ástæðan fyrir því, að ekki væri byrjað að landa úr skipinu væri sú, að ekki hefði fengdzt opnuð ennþá ábyngð fyrir farminum. Sagði Vilhjátonur, að eftir gengisfell- inguna þyrftu oldufélögin mun meira fjármagn tdl greJðslu, en fyrir gengisfellinguna og sagði hann að olíufélögin væru búin að tapa á þessu ári um 50 milljón- um vegna gengisbreytingar. Ekki verða lestuð fleiri rúss- nesk olíuskip fyrir Íslendinga ef ábyngð verður eikki komin á farmana á umsömdum opnun- andegi fyrir gjaldeyrisábyrgð, að því er Vilhjálmur sagði. „Það er í raun búið að brjóta samninga við Rússa með því að opna ekki ábyrgðina fjrrir greiðslu á réttum tíma og geta þeir því sent skipið héðan hve- nær sem er“, sagði Vilhjálmur. Hann gat ekki sagt um hvont málið leystist næstu daga. Sagði hann það fara eftir því hvort bankarnir gætu leyst úr þessum vanda með ábyrgðarveitingum þar sem olíufélögin sjálf hefðu enga peninga til þess að leysa málið. Málíð mun nú vera í athugun hjá Landsbankanum og Útvegs- bankanum. Aukii framlag til nýbygginga hafna I RÆÐU er Jón Áraason formað- I m.a. fram að fjárveitingar til ný- ur fjárveitinganefndar hélt á bygginga, hafna og lendingabóta Alþingi í gær, er fjárlagafrum- hækka um 25,585 millj. kr. Með varpið kom til 3. umræðu, kom | hinu aukna framlagi verður hægt að framkvæma hin nýju hafnarlög að fullu, en samkvæmt þeim skal ríkissjóður greiða að fullu hluta sinn á framkvæmda- árinu. Hæsta fjárveiting til ein- stakra hafna er til ísafjarðar- hafnar 8,4 millj. kr. f3 DAGAR TIL JÓLA Töfluneitendur handteknir — Töflunum stolið úr Garðs-apóteki RANNSÓKNARLÖGREGLAN hefur nú í annað skiptið á skömmum tíma upplýst töflu- þjófnað úr apóteki og eru þrír karlmenn viðriðnir bæði málin. Aðvörun frú lögreglunni RANNSÓKNARLÖGREGL- AN hefur beðið Morgunblaðið ’ ' að birta aðvörun til fólks, að það skilji ekki pakka eftir í | i bílum sínum nema læsa bíl- unum örugglega. Einnig vill, 1 rannsóknarlögreglan aðvara i konur, að þær gæti vel veskja I sinna í jólaösinni, einkum j , þegar þær eru að verzla í, búðum. I gærmorgun lagði ’ kona ein frá sér veskið stund- arkora inni í verzlun og | missti þar með um 7000 kr. Aðfaranótt sl. þriðjudags var stolið úr Garðs-apóteki nokkrum þúsundum taflna; aðallega tauga róandi, m. a. Librium og Valium af ýmsum styrkleika. Á fimmtu- dag bárust rannsóknarlögregl- unni fréttir af því, að í ákveðnu húsi í Reykjavík sætu menn að „töfluáti" og fór hún strax á staðinn. Handtók rannsóknarlög- reglan þar fimm menn og vori fjórir þeirra greinilega undir á- hrifum taugaróandi lyfja; þar af einn meðvitundarlaus, en einn hafði aðeins neytt áfengis. Við leit í hýbýlunum fann rannsókn- arlögreglan ferðatösku, sem í voru hátt á sjötta þúsund töflur. Tveir mannanna hafa viðurkennt að hafa stolið töflunum úr Garðs-apóteki. í ljós kom, að þrír þessare manna höfðu áður verið hand- teknir fyrir að neyta taugaró- andi taflna, sem fyrr á þessu ári var stolið úr Ingólfs-apóteki. — Stór hluti þess þýfis hefur enn ekki komið í leitirnar. — Þá voru mennirnir handteknir í sama húsi og nú. Síldarbátar í veður ofsa á heimleið — Líðon sæmileg EINS og skýrt var frá í blaðinu í gær varð 72 ára gömul kona fyr- ir bifreið í fyrradag. Konan sem heitir Sigurlaug Björnsdóttir til heimilis að Guðrúnargötu 2 var flutt í Landakotsspítala og líður eftir atvikum. Guðrún fékk heila- hristing, rifbrotnaði og bæði herða blöðin brotnuðu. Jólafagnoður Verndar JÓLAFAGNAÐUR Vemdar verð ur aff þessu sinni haldinn í Hafn arbúffum á afffangadág. Þar verff ur framreiddur hátíffamatur, út- hlutaff jólapökkum og fatnaffi til þeirra er vilja. Þangaff eru allir velkomnir, sem ekki hafa tækifæri til aff dvelja meff vin- um effa vandamönnum á þessu hátíðakvöldi. Húsið verffur opn- aff kl. 5,30. — Jólanefnd Verndar. SÍLDARBÁTAR á heimleið frá Norðursjó lentu í mjög slæmu veðri í fyrrinótt og gærdag o slóuðu flestir. Bátar, sem lögð af stað frá Færeyjum í gær- morgun sneru við til hafnar aft- ur vegna veðurofsans og mikill- ar ísingar. Kolvitlaust veður var á hafinu frá Færeyjum að Bret- landseyjum. Á Færeyjabanka, sem er fyrir sunnan Færeyjar slóuðu m. a. tveir Vestmannaeyjabátar, ís- leifur og ísleifur IV., en báði. bátarnir eru á leið frá Þýzka landi til íslands með saltfram ti Ársæls Sveinssonar í Vestmanní eyjum. Á Færeyjabanka voru S vindstig um hádegi í gær og vai þá aðeing farið að lægja og bát- arnir ætluðu að reyna að sigla áfram. Bátarnir sem voru farnú að nálgast ísland voru í betra veðri og t. d. var Arnfirðingur um 70 mílur út af Alviðruhömr- um í gær kl. 4 í ágætu veðri. Nóg heitl vatn hjó hitaveitunni ir. Jóhannes sagði, að nóg væri af heitu vatni og þyrftu not- endur ekki að kvíða að óbreyttu ástandi,* hitaveitan þyldi að minnsita kiosti þessa kulda áfram. VEGNA kuldaihretsins undan- farna daga hafði Mbl. samband við Jóhannes Zoega, hita- veitastjóra, í gær, og spurði hann um hitagjafamagn hitaveituninar um þessar mund- 11,5 milljónir kr. bíða eigenda sinna ÞAÐ slys varð í Keflavík í gær um 6-leyt.ið, að 7 ára gömul telpa varð fyrir biifreið á Hafnargötu, en stúlkan hljóp skyndilega út á götuna. Stúlkan var flutt í sjúkrahús og var við fyretu at- hugun ekki talin beinibrotin, en átti að vera áfram til rannsókn- ÚTBORGUN hjá Happdrætti Háskólans hefur nú staffiff í 4 daga og aff sögn Páls H. Pálssonar framkvæmdastjóra hafa veriff greiddar út sam- tals 1.2,5 milljónir kr. af út- dregnum vinningum í des- embermánuffi. Vinningar í desember eru samtals 24 milljónir kr. og bíffa því 11,5 milljónir eftir eigendum sínum. Páll sagffi aff happdrættiff hefffi margt fólk viff útborg- un vinninga nú fyrir jólin, og þyrfti því enginn aff bíffa. Nú er affeins einn greiffsludagur eftir fyrir jól, nk. mánudag, en þá verffa vinningar greidd- ir frá kl. 10—11 og 1.30—4 í aðalskrifstofunni Tjamar- götu 4. Kvaffst Páll vona aff þeir sem unniff hefðu notuffu þetta tækifæri meffan af- greiffslufólkið er sem flest — jafnvel þó kalt sé úti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.