Morgunblaðið - 22.12.1968, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 22.12.1968, Blaðsíða 10
Erlendur Jónsson skrifar um BÓKMENNTIR SVIPMÓT UNDIR SMÁSJÁ Thor Vilhjálmsson: Fljótt fljótt ísagði fuglinn. 278 bls. Helgafell Reykjavík — 1968. „Raddirnar. Heyrirðu ekki taddirnar? Raddir, hvaða radd Ir? spyr hin röddin, hin sem var hann sjálfur líka í sjálfum hon- um.“ Svona hefst lokakaflinn í Fljótt fljótt sagði fuglinn eftir Thor Vilhjálmsson. Þetta er eng jinn orðaleikur, gaeti þvert á móti skilizt sem lykill að sög- unmi, stuttorður leiðarvísir að J>ví síbreytilega myndasafni, sem hún geymir. Hittir ekki líka sjálfur útgef- » andi naglann á höfuðið þar sem hann segir aftan á kápu bók- arinnar: „Varla fer hjá því, að sögu- tækni Thors minni lesanda á aðr lar greinar listarinmar: myndlist, kvikmyndatækni, ljóð, mælsku- list.“ Thor er einn þeirra höfunda, Sem setja svip á samtíðina ekki aðeins með snjöllum ritverkum, heldur einnig með persónu Binni. ótrauður í ádeilu, leiftur- gnar í tilsvari, grimmur, eftir- minnilegur, annað hvort á förum suður í lömd eða nýkominn það- an heim — mundi hann ekki koma þannig fyrir sjónir eða fekki langt frá því að minnsta kosti? Sumum veitist erfitt að lesa slíkan höfund og vera hlut- laus, finmst sem höfundurinn Btandi á bak við hverja síðu, rödd hans heyrist í hverju orði. En Thor er líka — og þá á ég aðeimis við hann sem höfund, það er að segja eins og hann kemur ■ íyrir sjónir í bókum sínum — evipmikili rithöfundur, einarður bg persónulegur. Fáir íslenzkir höfundar eiga sér nú persónu- legri og auðkenmilegri stíl. Og fáir taka fastari tökum á efni sínu. Þar er hvorki slakað á kröfu listarinnar né falsaður steðji veruleikans. Stíll Thors er Blípaður em ögrandi eins og beinar brautir með óvæntum Stanzmerkjum, afdráttarlausu einsatkvæðisorði t.d., samvizka lesandans hrekkur upp við ó þægilegt passkontrol. Sögusvið Thors er vettvang- tir mannsins í ótakmarkaðri merkimg, og tími sögunnar er tími mannsins sömuleiðis án tak- marks. Fljótt fljótt sagði fuglinn ger- 'ist hvorki amnars staðar né á öðrum tíma, önnur landamæri eru þar ekki ti'l, né heldur ann- að tímatal. Sama máli gegnir um kínamúr hugtakanna: einstaklimg ur og fjöldi. Á sviðinu stendur einn karl og ein kona, sem hvort um sig bera þó óteljandi andlit fjöldans. Það væri borin von, að þau rúmuðust inni í nöfnum eins og Jón og Guðrún. Þau eru eins og öldur á vatni, sem eru allar eins í fjarlægðinni, þó hver um sig sé engri annarri lík. Yrkisefni af þessu tagi verður ekki til í þröngum afdal, þar eem fáeinir skrýtnir karlar og kerlingar tákna sama sem mann- lífið allt. Thor er Evrópuhöfundur, stór borgamaður. Það er svipur hins ótölulega, streymamdi manngrúa þar sem enginm einn verður í svip greindur frá öðrum nema af ytra borðinu einu saman, án þess að nokkur ævisaga fylgi, það er svipur þess fjölda, sem er greypt ur í andlitin í þessari sögu. Sú mynd er í senn kvik og kyrr- stæð, birtist, hverfur og varir þó, stresrmir eins og tíminn og með tímánum: „í óraunveruleik og samnleika járnbrautarstöðvarinnar og hverf ulleikanum þar sem svo margt Staðfestist í andartaksins þyt með stundardvöd í tímaleysi und ir öllum klukkunum með kom- andi og farandi lestir sem þjóta héðan í aUar áttir, og í mann- Streyminu iðulausa, þar stendur hann kyrr.“ En hvar er maðurinm einn, ef ekki í mannstreyminu iðulausa? Thor Vilhjálmsson „Hvernig eigum við sem erum svona nálægt hvort öðru að fara að sjá hvort annað. Sjá hvort annað án þess að þurfa að fara burt ti'l að sjá hvort annað. Til að sjá loksins til í hrópandi þrá sem finnur ekkert nema nafn þitt til að horfa á í auðn fjalla sem er náttúrlega aldrei auðn, og í jarðgöngum öskrandi farar- tækja þar sem engimn sér annan hvað þá heyrir annan.“ Þó texti þessarar bókar sé byggður upp af raðkvæmum myndum, nákvæmum, hverfulum, em jafnframt varanlegum í sam- hengi sínu, finnst manni, eins og maður sé staddur á einhverri alls herjar biðstofu, þar sem allir eru að koma og fara, en eru þó sama fólkið. Ótal andlit ber fyrir augu, maður festir sjónir á eimu og einu, um leið og það hverf- Vésteinn Lúðvíksson: ÁTTA RADDIR ÚR PÍPU- LÖGN. 167 bls. Skuggsjá. Reykjavík, 1968. ÁTTA raddir úr pípulögn — það er nokkuð sniðugt heiti á bók. Þessar átta raddir eru raunar jafnmargar smásögur. Og það er ekki út í hött eða ófyrirsynju, að höfundur kallar þær raddir, þvl þættirnir eru mestmegnis eintal sálarinnar, bergmál úr fjarska. Sögufólkið talar við sjálft sig og um sjálft sig. Vitaskuld er það ekki að rekja ævisögu sína, þar eð það er ekki að tala við aðra, heldur sjálft sig. Það veit ekki af lesandanum og beinir því ekki máli sínu til hans. Og höf- umdur lætur það ekki vita af sér, truflar það ekki, blandar sér ekki í mál þess. Það er því að sumu leyti berskjaldað, þó það standi á bak við gler, járn og múra. Sjaldan komumst við svo nærri því, að við þekkjum hvern drátt í svipmóti þess né skynj- um við hlutina, sem það hand- leikur. Að lesa þessar sögur — er það ekki einmitt eins og leggja eyr- að við pípulögn og heyra af til- ur, reynir að ráða þær rúnir, sem lesa má út úr svip þess, því annað veirt maður ekki um þá persónu, sem ber það — svip- mót hennar andartak, það er allt og sumt. Og samstundis er það horfið og komið nýtt í stað- inn og nýtt og nýtt og nýtt — og þó er eins og það sé alltaf sama andlitið. Það er manmlíf stórborgarinnar, nafnlaust, óper- sónulegt, en mikilfenglegt, sem er einnegin líf manns sjáifs. Það á sér ekkert upphaf og engan endi. Og þannig verður og saga þess. Frjálst er okkur að sakna þess, að fólkið í Fljótt fljótt sagði fuglinin skuli ekki ein- kennt með nöfnum, svo við geit- um borið það saman við fólkið í næsta húsi og beðið þess, að það trúlofist eða fari sér að voða í lífsins ólgusjó og bjarg- ist svo að lokum á undursam- legan hátt. En vitneskja um nöfn, heimi'lisföng og fæðingar- daga þess mundi ekki færa okk- ur nær sannleikanum um það. Að lýsa inn í hugskot fólks, láta það tala upphátt við sig sjálft, halda sýningu á daglegu lífi sínu og svo framvegis — það er aðferð út af fyrir sig. En Thor, fer ekki þannig að. Hann lætur sitt fólk tjá sig með staf- karlaletri því, sem tíminn hefur rist í svipmót þess og ber svo kannski fyrir sjónir aðeins and- artak. Eða hann skyggnir veru- leik þess eftir hreyfing eða lát- bragði: einn kækur getur ljóstr- að upp langri sögu, ef maður nennir að lesa hana, eitt ósjálf- rátt viðbragð má al'lt í einu koma upp um það leyndasta, sem inni fyrir býr, ef maður ger- ir sét það ómak að taka eftir því. Og að lokum: Fljótt fljótt sagði fuglinn er viðamikið skáldverk og flókið og þó út- reiknað og samslungið að allri bygging. Ætli þetta sé ekki út- smognast og haglegast saman skrifuð bók Thors Vilhjálmsson- ar til þessa? Það vil ég meina. Erlendur Jónsson. viljum eitthvert skraf einhvers staðar frá? Maður veit ekki, hver talar, ekki beinlínis heldur, að minnsta kosti ekki fyrst, hvað talað er um, né heldur þekkir maður rödd þess, sem talar. Orð- in í rörinu — þau eru allt og sumt. Vésteinn Lúðvíksson er tízku- höfundur og skrifar um ein- manaleikann, stefnumótið, sem fórst fyrir: maður á von á stúlku í heimsókn, hún lætur ekki sjá sig, svo hann má láta sér nægja að upphugsa, hvað gerzt hefði, ef hún hefði komið (Gegn innrás). Eða maður talar í rör í bókstaflegum skilningi og ætlast til, að orðin komist til skila og hefur ekki neitt beinna samband við aðra menn (fyrsta sagan: Talað í rör). Átta raddir úr pípulögn er frumverk síns höfundar. Byrj- andaverk vekur alltaf eftirvænt- ing: Ávallt er forvitnilegt að geta sér til, hvað býr í ungum rithöf- undi. Á maður ekki von á skemmtilegum klaufaskap t. d.? Kannski kemur höfundurinn ein hvern veginn upp um sig, sýnir of mikið af sjálfum sér, svo mað- ur þykist geta reiknað út upp á lífstíð, hvað fyrir honum muni liggja. Kannski má ráða af skrifum hans, 'hvað er í tízku þá stundina. Hvern eða faverja stæl- ir hann? Það er spurningin. Gagngerðra nýjunga væntir maður tæpast. Það telst til und- antekninga, ef höfundur slær í gegn með fyrstu bók, og trauðla er þess að vænta, að nýr höfund- ur spretti fram á sjónaraviðið með einhver ný Bréf til Láru eða einhvern nýjan Tómas Jónsson. Átta raddir úr pípulögn er mjög svo haglega unnið byrjandaverk. í fyrsta lagi sýnist Vésteinn hafa sloppið fram hjá lýtum, hnökrum og þverbrestum, sem svo oft einkenna frumverk ungra rithofunda. í öðru lagi er athyglisvert, hve Vésteinn er þegar orðinn fastmótaður höf- undur, hve persónulegur hann er orðinn af svo ungum rithöfundi að vera. Hann er sýnilega búinn að nema fagið. Reynandi er að leita að venjulegum byrjenda- skyssum í þessari fyrstu bók hans. Hætt er við, að sú leit beri ekki ríkulegan ávöxt. Hitt er svo annað mál, að sé skyggnzt u-ndir dáslétt og fægt yfirborð þessara átta sagna, kem- ur þar ekkert sérstakt í ljós, sem óvænt gæti talizt. Lífsskilningur er lengur að lærast en stíltækni að ávinnast. hefur að bera lotningu fyrir aldri og reynslu roskinna oð ráð- settra, hættir til að líta á mann- inn sem virðulegan speking, gæddan guðlegri sjálfstjórn og BETRA er seint en aldrei, segir máltækið, og vonandi á það einn ig við, er nú er farið að gefa umsögn um plötu þá, sem tán- ingahljómsveitin Flowers lét frá sér fara í næstliðnum mánuði. f Flowers eru 5 ungir menn: þeir bræðurnnr Karl og Sigurjón Sighvatssynir, sem leika á orgel og bassa, Arnar Sigurbjörnsson gítarleikari, Gunnar Jökull Há- konarson trommuleikari og Jón- as Jónsson, sem sér um söngihn. Hljómsveitin var stofnuð sumar- ið 1967 með þeim hætti, að rjóm- inn var fleyttur ofan af þrem helztu táningahljómsveitum bæj- arins og var þá þegar ljóst, að Flowers myndu verða framúr- stefnuhljómsveit. Sést það bezt á nafninu, en þá voru hippíar og blóm mjög í tízku meðal viss hóps unglinga um allan heim. Flowers komust þegar í hóp topp hljómsveita hérlendis og söfnuðu um sig stórum aðdáenda'hóp, enda vanda piltarnir mjög til flutn- ings þeirra laga, sem þeir leika, og einnig leggja þeir meiri rækt við sviðsframkomu en títt er um ísl. hljómsveitir. En hinu er ekki að leyna, að tónlist Flowers- manna fellur ekki í allra smekk. Nokkuð er síðan farið var að tala um hugsanlega útgáfu með Flowers, og nú 'hefur Tónaút- gáfan á Akureyri sent frá sér 4 laga plötu með hljómsveitinni. Er hún tekin upp í London í De Lena Lea stúdíóinu, og pressun fór fram í verksmiðjum Pye plötufyrirtækisins og er ekkert hægt að setja út á tæknilegu hliðina, sem jafnast fyllilega á við það, sem gengur og gerist á heimsmarkaðinum. Plötuhulstrið er smekklegt með góðum mynd- um í bak og fyrir, og kostur er, að textarnir fylgja á lausu blaði. óvenjulega skammur tími leið frá því, að platan var tekin upp og þar til hún kom í búðir, eða rétt um rpánuður. Platan sjáif er að því leyti Vésteinn Lúðvíksson • j dularfullri vizku. „Aifrek manns- andans“ stíga honum til höíuðs, af því að hann veit ekki, hvað það dæmi er í raun og veru ein- falt, allt að því hégómlegt. Það er ekki fyrr en seinna, að hvort tveggja ber að á aamri stund, að maðurinn kastar grím- unni og afklæðist og „nakti ap- inn“ kemur í ljós og í öðr.u lagi, að höfundurinn gerist svo ósvíf- inn að segja refja og undandrátt- arlaust, það sem hann áður renndi kannski grun í, en telur sig nú hafa fengið staðfest. Fyrrum þótti fullseemandi við- urkenning til handa ungum höf- undi að segja hann væri efnileg- ur. Ef sú umsögn dugir ekki Vé- steini Lúðvíkssyni fyrir þessa fyrstu bók hans, þá kann ég hon- um ekki betri einkunn að gefa. Erlendur Jónsson. óvenjuleg, að á henni er eitt lag, sem eingöngu er spilað, og er það fágætt hérlendis. Nefnist það „Blómið“ og er eftir Karl Sig- hvatsson. í undirleiknum ber mest á píanói, en laglínan er spil- uð á flautu, og sér Jónas um það. Þetta er ijóðrænt lag með svokölluðum ,Tamla Motown“ hreim í einum kaflanum. „Andvaka“ nefnist lag eftir þá Arnar Sigurbjörnsson og Karl Sighvatsson. í upphafi ber mest á orgeli og gítar. auk söngsins, en seinna koma trommurnar og bassinn inn í á mjög svo snotran hátt. í heild er þetta nettasta lag plöturnar og vinnur á við nánari kynni „Glugginn" eftir Rúnar Gunnarsson er næstur á dagskrá. Gítarinn byrjar, en skömmu síð- ar er öll hljómsveitin komin af stað í frekar hægu en hrífandi tempói. Lagið enda svo í einni allsherjar „improvinseringu" allr ar hljómsveitarinnar, en í því taka engir Flowers fram. Jónas syngur þetta af miklum krafti, en sums staðar gægðist eitthvað í gegn, sem manni finnst vera stæling á söngmáta Rúnars Gunn arssonar. Þetta er bezta lag plöt- unnar. „Slappaðu af“ er eina er- lenda lagið, og hefst það á helj- armikilli og góðri sóló þeirra Karls og Gunnars og lýkur svo með annari sóló í svipuðum dúr. Þó er svo, að einu teljandi mis- tök þessarar plötu eru í þessu lagi, þ. e. a. s. textaframburður söngvarans. Er lengi vel ekki hægt að greina, hvort maðurinn syngur á íslenzku eða ensku og textinn því alls óskiljanlegur með köflum, en það skal tekið fram, að í hinum lögunum er framburðurinn hnökralaus að mestu. Höfundur allra textanna er Þorsteinn Eggertsson, og kemst hann nokkuð vel frá sínu hlut- verki, þótt „Glugginn" beri af. Þar er um að ræða texta af svipaðri gerð og „Gvendur á eyr- Skafii og fágað Haukur Ingibergsson skrifar um: HLJÓMPLÖTUR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.