Morgunblaðið - 22.12.1968, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 22.12.1968, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. DESEMBER 1968 * 13 - - FÍFULJÖS Framhald af bls. 11 að vegabætur voru gerðiar í Hafnarfjarðarhrauni, og var vegagerðin langt komin árið 1874 þegar Kristján konungur lx reið milli Reykjavíkur og Hafnarfjarðar þjóðhátíðarsumar- ið. Ólafur Þorvaldsson segir eft irfarandi sögu: „Dag þann, sem kóngurinn kom til Hafmarfjarð- armenn að vinnu sinni. Þeg- ar, voru vegagerðarmenn að vinnu sinni. Þegar þeir sáu til ferða konungs og fylgdarliðs hans, röðuðu verkamennirnir sér upp báðum megin vegar og heilsuðu og fögnuðu konungi. Konungur stöðvaði hest sinn milli raða verkamanna, tók nokkrum sinn- um hamdfylli af silfurmynt úr vösum sínum og stráði á veginn, þar sem hann var sléttur. Þeg- ar konungurinn hélt ferð sinni áfraim, varð nokkur handagang- ur við að ná í eitthvað af aur- unum, sem meira var til minn- ingar heldur en til nota.“ Menn geta dregið ályktanir af þessari sögu eftir innræti sínu, en óneit- alega virðast íslendingar hafa verið frumstæður þjóðflokkur í augum konungs þessa. Kaflinn um þegar jólin hurfu Hafnfirðingum, er dágóð viðbót við greinina Hafnarfjörður á tímamótum. Lýsingin á skipstjór anum M. Nygaard, heiimsóknum hans í brauðgerðarhúsið, sem var vinnustaður Ólafs, kemur sem skemm-tilegt mótvægi við þær staðreyndir og fræðslu, sem jafn an situr í fyrirrúmi hjá höfund- inum. Ekki væri samt sann- gjarnt að telja frásögnina af hin um geðþekka skipstjóra eins- dæmi; það glittir víða í forvitni legar persónulýsingar eins og í minningunum um séra Þórarin Böðvarsson í Görðum og Guð- mund Halldórsson jámsmið. Saga Kaldársels er mjög snot ur þáttur. Um Kaldársel orti séra Friðrik Friðriksson: Eitt sinn ég kom að Kaldárseli, eyðistað í ógna hrauni, gömlu býli og bæjarrústum. Einmana tóttir: eftir stóðu. Ólafur Þorvaldsson leitast við svo notuð séu hans eigin orð „að tengja saman fortíð og nú- tíð þessa forna býlis.“ Hann seg ir einnig þessi athyglisverðu orð um Kaldársel, en þau eiga við um fleiri staði á landinu: „Þegar einn eða annar staður, af skekktur og fjöldanum lítt þekktur, kemst af einhverjum or sökum allt í einu á dagskrá menningar og framfara, þá er fyrir allmörgum sem staðir þess ir ,hafi þá af himnum dottið, hafi ekki áður til verið og þar með enga fortíð átt né sögu.“ Eg geri ráð fyrir, að mest gildi fyrir framtíðina hafi frá- sagnir Ólafs Þorvaldssonar af störfum alþýðu til lands og sjáv ar: mótaki, handverki kaupa- viiinu og veiðiskap hvers kon- ar. Skuggsjá í Hafnarfirði hefur gert þessa bók vel úr garði. Hún er kærkomin viðbót í það mikla fróðleikssafn, sem eykst jafnt og þétt með hverju ári, breytir naumast viðhorfum til sögunnar, en á það ekki skilið að vera hundsað, hvorki. af al- þýðu né þeim, sem betur þykjast vita. Þess skal að lokum getið, að nafn bókarinnar er með fá- dæmum vel til fundið. Margir mættu öfunda Ólaf Þorvaldsson af þeirri hugkvæmni, sem lýsir sér í því. Jóhann Hjálmarsson. BÚNAÐARBANKINN er bunki fólkwin* Þólður Kristófersson úrsm. Sala og viðgerðaþjónusta Hrtsateig 14 (Hornið við Sundlaugaveg.) Sími 83616 ■ Pósthólf 558 - Reykjavík. Þessi læknasaga KERRY MITCHELL er spennandi og hrifandi ástarsaga um líf og starf á sjúkrahúsi, sorgir og gleði, ástir og afbrýði. Verð kr. 279,50 m/söluskatti. BÓKAÚTGÁFAN SNÆFELL. Vöruskemman Grettisgötu 2 Nýjar vörur daglega, sama lága verðið. Hárþurrkur frá kr. 650, hárþurrkuhjálmar kr. 1170, herrasokkar kr. 39, barnasokkar kr. 25, crepesokkar kr. 25, nælonsokkar kr. 25, nær- föt kr. 30, svæfilsver kr. 35. Mikið úrval af herra-, dömu- og barnapeysum á kr. 50 til kr. 495. Arinsett úr kopar kr. 590. Alls konar gjafastyttur frá kr. 165 til kr. 750 og margt fleira. Glæsilegur bókomarkaður ó I. hæð Barnbækur frá kr. 25 — kr. 85. Kaupið ódýra jólabók handa börnunum. Leikfangamarkaður II. hæð Mikið úrval af leikföngum tekið upp daglega. Kynnið ykkur hið ótrúlega lága verð. Skómarkaður II. hæð Mikið úrval af inniskóm. — Gerið góð kaup. Vöruskemmun Grettisgötu 2 Klapparstígsmegin. lœkjartorgi & vesturveri — OPIÐ I DAG Jólaskreytingar SENDUM HEIM. HÓTEL SÖGU SÍMI 12013. Sigurður Jónasson, úrsmiður Laugavegi 10 — Bergstaðatsrætismegin — Sími 10897. Eldhúsklukkur Stafaklukkur Hilluklukkur Armbandsúr í miklu úrvali. ÁRSÁBYRGÐ Á ÖLLUM. Nytsamar jólagjafir. Allt á gamla verðinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.