Morgunblaðið - 22.12.1968, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 22.12.1968, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. DESEMBER 1968 Stefanía Snorradóttir Minning Elín Kjartansdóttir Nordal — Minning F. 27. marz 1954. D. 18. desember 1968. Kveðja frá bekkjarsystrum. HÚN Stefanía er dáin. Fréttin um lát hennar kom sem reiðarslag. Er við settumst í landsprófs- deild í haust, þrjátíu stúlkur, sem hofðu frarn á veginn, til vorprófanna, óraði okkur ekki fyrir öðru en að við myndum allar fylgjasi að til vors. En svo fór þó ekki. Á unglingsárum finnst manri dauðinn órafjarlaegt nugtak, og Jþví er erfitt að skilja að hún skuli hafa verjð tekin í burtu í blóma lífsins. Stefanía blandaði lítið geði við okkur bekkjarsystur sínar, og því kynntumst við henni næsta lítið. En þeim, sem náðu að kynnast henni, var hún góður vinur. Stefanía var gaedd afbragðsgóð- um gáfum, og skoðanir hennar voru fast mótaðar. Einnig hafði hún hlotið í vöggugjöf ágaeta kímnigáfu. Hún var dagfarsprúð og lítið fór fyrir henni í skólan- um. Þessi fátæklegu orð eru okkar hinzta kveðja til horfinnar bekkj ansystur. „Svo örstutt er bil milli blíðu og éls, og brugðizt getur lánið frá morgni til kvelds“. „En gott áttþú, sál hver, sem Guði veitir frið, þó gæfan þín sé (hverful) um veraldar svið“. M. J. t Móðir okkar og tengdamóðir, Guðbjörg Kristjánsdóttir Garðarstræti 11, andaðist að Hrafnistu 20. des- ember. Guðrún Ögmundsdóttir, Friðrik A. Jónsson Benedikt Ögmundsson, Ingibjörg Ögmundsdóttir, Dagbjört Gísladóttir, Sveinn Ögmundsson. t Marinó Kjartan Stefánsson, frá Akureyri, andaðist á sjúkralhúsinu á ísafirði 19. desember. Jarðar- förin fer fram frá ísafjarðar- kirkju kl. 2, 27. desember. Fyrir hönd ættingja, Agnar Stefánsson. t Þökkum innilega öllum þeim sem auðsýndu okkur samúð og vinarhug við fráfall og jarðarför, Stefáns Ásgrímssonar Þökkum sérsitaklega læknum og hjúkrunarliði Landsspítal- ans fyrir frábæra hjúkrun. Jón A. Stefánsson, Auður Kristjánsdóttir, Sigurlaug Stefánsdóttir, Gunnar Markússon, Ásgrímur Stefánsson, Sigurlaug Kristjánsdóttir, Guðrún Stefánsdóttir, Eyþór Bollason, Magðalena Stefánsdóttir, Sigurður Baldvinsson, Jensey Stefánsdóttir, Agnar Jörgenson, Elín Stefánsdóttir, Magnús Gunnlaugsson, Lóa Stefánsdóttir, Birgir Sigurðsson, barnabörn og systkini hins látna. Við vottum foreldrum og syst- kinum Stefaníu okkar dýpsitu samúð og biðjum Guð að vera þeim stoð í sorg þeirra. Bekkjarsystur. Fáein minnimgarorð. Það virðist ótrúlegt, að Stafnaía skuli vera dáin. Mér finnst ör- stutt síðan við lásum saman undir jólaprófjn, þá lék allt í lyndj, hún var glöð og áhyggjulaus. Nú er hún dáin. Þetta er bezta vin- konan, sem ég hefi nokkum tím- ann eignazt. í rauininni vissi ég ekki hvað sönn vinétta var fyrr en ég kynntist Stefaníu. Hún var mjög sterkur persónuleiki, ákaf- lega gáfuð, hreinskilin og raunsæ, en einnig var hún bjartsýn og hafði að því er vjrtist nær ótak- markaða kímnigáfu. Hún var hjartgóð, og hafði óvenju ákveðn ar skoðanir á mönnum og mál- efnuim. Stefanía hugsaði mikið og sjálfstætt, framstíðin brosi við henni björt og full fyrirheita. Dauði hennar var eins og þruma úr heiðskíru lofti. En Stefanía mun ávallt lifa í ljúfum endur- minningum þeirra, er bezt þekktu hana. Hún var ekki aðeins vinkona. Hún var systir. Guð blessi hana. Ó. P. t Innilegar þakkir færum við öllum fjær og nær, sem sýndu ofckur samúð og vinar- hug við andlát og jarðarför Rögnvaldar Bjarnasonar múrara. Elísabet Theodórsdóttir og synir. t Alúðarþakkir fyrir auðsýnda samú’ð við andlát og jarðar- för móður minnar, Hólmfríðar Þórðardóttur Sigrún Jónsdóttir, Húsavík. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför, Sigurðar Einarssonar, Fitjum, Skagafirði Helga Steindórsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. Kynslóðir koma, kynslóðir fara, allar sömu ævigöng. Gieymist þó aldrei eilifa lagið við pílagrímsins gleðisöng. Ég hef nú títt kvatt það fólk, sem komið var á manndómsskeið um þær mundir, er ég fór fyrst að veita iífinu í kring um mig ait- hygli. Ég ætla hér að minnast konu, sem átti sitt hugljúfa blómaskeið í mínu nágrenni, meðan ég enn var að slíta barns- sikónum og lék mér örugg og óvitandi um sorgir og vonbrigði veraldarinnar. Þessi kona er Elín Kjartans- dóttir frá Holti umdir Eyjafjöll- um, er síðar hlaut ættarnafnið Nordal. Hún andaðist síðastlið- ið vor 1. júní, að elli- og hjúkr- unarheimilinu Grund í tleykja- vík. Elín var fædd í Holti undir Eyjafjöllum 25. maí 1887, dóttir séra Kjartans Einarssonar, prófasts að Holti og fyrri konu hans Guðbjangar Sveiwbj amiar- dóttur Guðmundssonar prests að Holti. Elín var yngst þriggja syst- kina, hin voru Sveinbjöm, elztur og Sigríður, er giftist séra Jakob Ó. Lárussyni, en hann gerðist eftirmaðuT séra Kjartans í Holti. Sveinbjörn giftist ’ Sigurlínu Grímsdóttur frá Nykhóli í Mýr- dal og fluttust þau til Amerítou og settust að í Manitoba. Elín var ennþá í bernsku þegar hún missti móður sína. Fyrst í stað eftir lát frú Guðbjargar, veitti Sigríður systir hennar, sem var í Holti heimilinu forstöðu. En það leið ekki larngur tími þar til séra Kjartan gifti sig aftur og gekk þá að eiga Kristínu Sveinbjamardóttur. Hún kom úr Reykjavík og veit ég engin deili ættar hennar. Kristín var hin mesta fyrirmyndar húsfreyja og sannarleg góða stjúpa. Bömin elskuðu hana, sem móður, enda varð henni sjálfri engra bama auðið. Séra Kjartan bjó að því er þá var talið stóru og umsvifa- miklu búi. Það var margt fólk í heimili, ekki einungis verka- fólk, sem stór búskapur ferafðist í þá daga, sem véltæknin var óþekkt fyrirbæri, heldur voru margir munaðarleysingjar bæði umgtr og gamlir, er þar áttu sér skjól. Holt var líka í þjóðbraut og þurfti þá oft að hýsa bæði marga menn og hesta, því að þá runmu menm ekki um héröð á vélknún- urn faratækjum. Býst ég við að aldrei hafi verið seldur greiði í Holti, það var vist ekki siður undir Eyjafjöllum í þá daga. f Holti var þá öllum vel fagn- að, hvort sem þeir vom ungir eða gamlir, ríkir eða fátækir, langt að komnir, eða úr næsta nágrenni. Ég minnist þess, að mér kom það heldur umdarlega fyrir, að heyra konurnar í Holts- hverfinu, tala tum að fara heim að Holti, þar sem ég sá þó ekki betur, en að þær væru þá, ein- mitt heima hjá sjálfum sér. Seinna þegar ég varð vitrar' t Innilegt þakklæti til allra fjær og nær fyrir auðsýnda samúð vi'ð andlát og jarðarför Eiríks Gunnars Guðjónssonar bifreiðast.jóra frá Isafirði. Guðbjörg Jóhannesdótir, Hafsteinn Eiríksson, Kristín Bjömsdóttir, Sigurður Eiriksson, Ingibjörg Eiríksdóttir, skildi ég þetta þannig, að í Holti fundu allir sér fagnað eins og í föðurhúsum. Mér er ennþá í fersku minni í fyrsta skipti, sem við Eimar bróðir minn vorum send að Holti einhverra smáer- inda, að sjálfur prófasturinn kom inn á kvemnaloft, til þess að heilsa okkur, þar sem við vorum sett inn til þess að þiggja góð- gjörðir. Ég var þá ákaflega feim- in og vandræðateg, þvi að ég vissi að prófastinum bar mikil virðing! En það hafði verið föst regla r°ra Kjartans, að láta engan koma á sitt heimiili, ef hann var heima, að hann ekki heilsaði og spyrði uim líðan heimilanna. Aldrei gleymi ég heldur stóru kertunium, sem frú Kristín sendi ofckur og vísit fleiri nágranna- börnum á aðtfangadagskvöld. Þau voru svo stór að við gátum tungið þeim ofan í rúmshomið fyrst um sinm, Þau höfðu verið steypt í strokk. Visisi ég ekki til að slík stórmennska tíðkaðist þá lenigur á neinum bæ undir Fjöll- unuim. Alilir létu sér nægja með vE xkertin, sem þá var orðið hægt að fá úr Víkinni. En hvað þau voru lítilmótleg hjá toertunum hennar frú Kr;stínar! E!ín var víst lengstum heima í Holti á æskuárum sínum og hjálpaði stjúpu sinni við mót- töfeu gesta og annað heimilishald, nema hvað hún var send til til Reykjavífeur að læra þar fata- saum. Hún var lífea sólargeislinn á heimilinu, allra bæði gkyldra og vandalausra, hún vildi vera öll- uim til gagns og gleði. Það er ennþá í minni haft heima undir Fjöllum, að Geiri gamli ráðs- m aður prófas'ts, sem efeki var með neinar blíðugælur að jafn- aði, sagði það um Elínu: að hún hún væri eims og ljós, sem log- aði stillt í húsi. Þetta þótti sterk og ávefengjanleg lýsing, þar sem hún kom frá Geira gamla. Það þótti þungt áfallt fyrir alla s\reitina ,hvað þá heimilið í Holti, þegar séra Kjartan féll frá fyrir aldur fram, aðeins 58 ára, um páskaleytið 1913. Þá faufe í margra skjól, þaT sem heimilið tvfetraðist að mestu. Frw Kristín fluttist til Reykja- víkur með 2 fósurdætur, Dýr- finnu Guðjónsdóttur, því nær uppkomna og Guðbjörgu Svein- bjamardóttur Kjartanssonar, hún þótti of unig til að fyligja foneldrum sínum vestur um haf. Hún var þá enin á barnsaldri ekki nema 5 ára gömu'l. Sjálfsagt hefur risna einihvem tírna verið um efni fram í Holti, því þegar allt hafði verið upp- gjört, kom það í ljós að frú Kristín var fátæk kona, sem þurfti að berjast harðri baráttu fyrir tilveru sinni og litlu Guð- bjarigar, sem hún gekk dyggilega í foreTdra stað. Kristín bjó á Skólavörðustíg 35 og hafði þar matsölu. Studdi Dýrfinina Guðjónsdótt- ir hana þar alla tíð með ráðum og dáð launaði hún þannig vel uppeldi sitt í Holti. En Elín sjáltf ljósið í húsinu, var að frændaráði gift frænda sínum Páli Sigurðssyni að Ár- kvörn í Fljótshlíð. Sýndist víst flestum að þar hefði verið vel fyrir hennar ráði séð, því að Árkvarnarheimilið var talið mesta myndar- og efnaíheimili. En fár veiit hverju fagna skal. Það tókust ekki góðar ástir með þeim hjónum, eins og stundum bar við í örlagasögum okkar ís- lendinga. Þeim varð þó eirnnar dóttur auðið. En hún var ekiki orðin eins árs, þegar Elín bar 'hana á handlegg sér til næsta bæjar, þaðan lá svo leið þeirra mæðgna austur að Holti til séra Jakobs og Sigríðar systur Elínar. Það var vísrt hrygg og um- komulaus kona, sem þá kom aftur til æs'kuíheimkynna sinna, þar sem hún eitt sinn hafði verið ljós og allra eftirlæti. Það var lika af sem áður var, flestir voru horfnir á braut, sem mundu hennar hlýju hjálpandi hendur. Tímarnir voru breyttir frá því sem áðúr var og í hryggð sinni fann hún sjálfsagt ekki þá hvíld, sem hún þráði af finna heima. Þó neyndu hjónin í Holti a vera henni all't það er þau gátu. Séra Jakob, sem var mjög hjartagóðúr og hugiheill reyndist h;nni mjög góður mágur, Allir henrnar görnlu sveitungar voru líka á 'hennar bandi, þar f.unnst víst eniginn, er gæfi henni s<>k á því 'hverniig fór. Fólik þótt- ist vita sem var, að þetta var ekki í fyrsa súm, sem heimurinn kærði sig ekki um ljósið! Elín dvaldi nú með lilu dóttur sina Guðbjörgu Sigríði í Holti full 8 ár og hjálpaði systur sinni með bömiin, sem fæddust nær áilega, þau urðu 8, sem lifðu og upp komust. Munu þau öll hafa verið fædd þegar Elín fór. Þetta voru því engir þæginda- tímar hjá þeim systrum. En gleð- inn var líka stór við það, að sjá börnin blómsra og dafna, var li'tla Guðbjörg þar engin eftir- bátur, því hún var óvenjuelsku- legt bam'. En Elín var eins og rótslitið tré, hún gat ekki notið rueins af því, sem í kringum hana var, nema auðvitað návistar einkabarnsins síms. Henni fór nú eins og srvo mörg- uin öðrum hafði farið í fátækt og getuleysi sínu, að hún sá hiHa undir stóra landið í vestri, Ameríku, sem svo margir höfðu leitast við að sveipa í ljóma ævintýsins, að það var í margra auigum naumast veruleikans og örðugulei’kanna heimikynni, sem það þó oftar en einu sinn hafði reynzt fátækum og umkomulaus- um landnemum, allt fram yfir síðari heimsstyrjöld. Þegar Elín fór að huigsa um vesturför, var það mjög á móti skapi séra Ja'kobs mágs hennar. Hann hafði um tíma verið prest- ur í íslendinigabyggðum vestra og vissi auðvitað, að þar varð enginn ágætur af engu, frekar en hér heima. Elín var ekki annað en eignalaus kona með ósjálf- bjarga barn. En hún lét þá ekki neitt letja sig fyrst 'henni var það orðið ríkt í hu'g. Hún átti líka siinn ein- asta ástkæra bróður þar, kannske, reið það allan baggamuninn. Nú sneri hún sér til góðrar og tryggrar fóstursystur sinnar, Kristjönu á Efstu-Grund, sem er næsti bær við Holt. Átti Elín þar vissa hauka í horni, því að húsbóndinn þar Björm Guð- mundsson var náimn frændi Innilegt þakklæti færi ég börnum mínum, tengda- og barnabörnum og öðrum vin- um mínum, sem með heiro- sóknum, gjöfum og heillaósk- um auðsýndu mér vinaifiug á sjötugsafmæli mínu, 20. nóv. s.l. Guð blessi ykkur öll. Laufey Gunnlaugsdóttir, Sóleyjargötu 12, AkranesL

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.