Morgunblaðið - 22.12.1968, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 22.12.1968, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. DESEMBER 1968 i 16 lið verða í loka- keppni um bikar KSÍ — og þar gildir ekki reglan um að láta vítaspyrnukeppni ráða úrslitum ÞAÐ verða 16 lið, sem taka þátt í lokakeppni Bikarkeppni KSÍ næsta sumar. Við höfum áður sagt að þau væru 10, en tillögu stjórnar KSÍ þar um var á síð- ustu stundu breytt með breyting artillögu á þingi KSÍ. Það kom fram í umræðum á þinginu í framsöguræðu Hafsteins Guðmundssonar framsögumanns nefndar þeirra er um málið fjall- aði að talan 10 í lokakeppni væri óheppileg, þar sem eftir 1. um- ferð í lokakeppni væru 5 lið eft- ir og eftir aðra umferð væru 3 Landsliðin leika í dag í DAG kl. 2 fer fram á grasvelli KR leikur milli tilraunalandsliðs KSÍ og liðs KR. Þetta er þriðji æfingaleikur landsliðsins í des- ember en á 2. jóladag leika lands liðið og Unglingalandsliðið. Unglingalandsliðið er einnig í æfingaleik í dag. Heldur það til Selfoss og leikur þar kl. 2. Eftir þann fund verður fundur um knattspyrnumál á Selfossi. lið eftir. Talan 12 var litlu betri og gat Hafsteinn þess að bezt væri að liðin væru 8 eða 16 í lokakeppninni. Kom þá þegar í stað fram breyt ingartillaga um að hafa þau 16 og var hún siamþykkt með meg- inþorra atkvæða. Út af fyrir sig lengir þetta ekki keppnina, því undankeppn in verður aðeins styttri fyrir bragðið. Lokakeppnin hefst nu er 8 lið eru eftir í undankeppn- inni í stað 2 áður. Þá bætast í 'hópinn 8 liðin í 1. deild. Annar liður tillögu stjórnar KSÍ var að lokakeppni yrði ekki gert út um leið með vítaspyrnu- keppni — vítaspyrnukeppnin væri aðeins notuð í undankeppn- inni. Þetta var samþykkt. \Í7.76m jí kúlu lA INNANFÉLAGSMÓTI í / frjálsum íþróttum í fyrra- \ kvöld setti Guðmundur Her- 4 mannsson nýtt íslandsmet í í kúluvarpi innanhúss. — Guð / mundur varpaði leðurkúlunni ) 17,76 m. / Knettir fyrir um 15 jbús. kr. NÚ nýlega barst Körfuknattleiks sambandinu góð gjöf. Voru það 12 knettir fyrlr körfuknattleik og var gjöfin mjög kærkomin fyrir KKÍ sem er ekki fjársterkt sam- band, frekar en flest önnur sér- sambönd á Lslandj. Háikon ka.upmaðuir í Sportt á Laugavegi 13 færði sambandinu þessa góðu gjöf, og sagði við af- hendinguna að gjöfin væri gefin fyrir góðan árangux og sérstak- lega góða framkrvæmd Polar-Cup keppninnar á s.l. vori. Hákon sí gði, að engum sem með fylgdist dyldjst að mikil gróska veeri í körfuknattleiksíþróttinni og hjá KKÍ væri valinn í bverju sœti í stjórn. Bogi Þorsteinsson form. KKl þekkaði þess ágætu gjöf og hlý- leg orð i garð sambandsins og stjórnarinnar. Þess má geta að gjöf Hákonar er ekki minna en 15 þús. kr. virði ,,á lægra verðinu" og eru knettirnir af þrernur gerðum eða gæðaflokkum og sá laikasti er sú gerð er notuð var é síðasta Evrópumóti en eftir það hafa nýjar ger'ðir bolta komið fram og fær nú KKÍ að reyna þá. Fógæl mynd ní kunnum mönnum ÞÓ ÞESSIR menn sem hér eru á myndinni séu vel kunnir í röð- um íþróttamanna, þá hefur ekki tekizt að koma því í framkvæmd að taka mynd af þeim samian um mörg undanfarin ár. En loksins festi Sveinn Þormóðsson þá á pappír. Þetta er stjórn Körfu- knattleikssambandsins. í fremri röð eru frá v. Magnús Björns- son varaform., Bogi Þorsteinsson, formaður og Helgi Sigurðsson form. Útbreiðslunefndar. f aftari röð eru Jón Eysteinsson form. laga og leikreglnanefndar, Magn- ús Sigurðsson féhirðir, Guðmund ur Þorsteinsson, fundarritari og Hólmsteinn Sigurðsson, form. kappleikjanefndar. Færðir úr B í A-flokk Docherty til Aston Villu TOMMY Docherter, „vandræða- barnið“ í enSkri knattspyrnu, hef ur nú verið ráðinn friamkvæmda stjóri Aston Vill-a. Var ráðning hans einróm-a í stjórn félagsins og sagt: „Við höfum peningana sem hann krefst í laun og við stöndum 100% á bak við hann.“ Docherty var áður fram- kvæmdastjóri Chelsea og fór það an með miklum látum. SAMKVÆMT árangri úr mót- um síðastliðins vetrar hafa eftir- taldir skíðamenn verið fluttir úr B-flokk í A-flokk: Frá Reykjavík. Bragi Jónsson, Á. Sigurður Guðmun-dsson, Á. Sigmundur Ríkharðsson, Á. Örn Kjærne- sted, Á. ísafirði: Jóhannes Bj. Jóhannesson, H-erði. Frá Sigl-ufirði Hjálmar Jóhannesson, Skíðafé. Sigluifj. Skíðaborg. Sigurður Helga-son, samia félagi. Frá Ólafsfirði. G-uðbjörn Jakobsson. Frá Akureyri. Árni Óðinsson, KA. Bjarni Jensson, Þór. Bergur Finnsson, Þór. Jónas Sigurbjörnsson, Þór. Yngvi Ólafsson, KA. Frá Húsavík. Björn iHaraldsison, -Héðinn Stefánsson, Sigurjón Fálsson, Þónhallur Bjarnason, allir úr Völsungi. Frá Seyðisfirði. Ólaifur Ólafsson, Huginn. Þor- valdur Jöhannesson, Huginn. Frá Neskaupstað. Jens Pétursison, Þrótti. Þor- leifur Ólafsson, Þrótti. Langflestir þessara manna eru 17 og 18 ára gamlir og bætist því glæsilegur framtíðarhópur í röð hinna beztu. Skipting þessi er fyrst og fremst notuð innan héraða og á „punktamótum", en á íslandsmóti gilda aðrar reglur. HJÖRTUR Hansson KR sýndibezta hittni í vítakörfu-m á Reykj-avíkurmótinu í körfukniattleik. Hitti hann í 72% þeirra vítakasta er hann tók. Hl-aut hannstyttu KKRR -að lau-num og tek- ur hér við henni frá Ólafi Jóns-syni. Að neðan veitir Þorsteinn Hallgrímsson fyrirliði ÍR, Reykjavík- urmeiistarabikarnum viðtöku.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.