Morgunblaðið - 24.12.1968, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 24.12.1968, Blaðsíða 3
MORGUNBÚLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. DESBMBER 1968 Dr. Sigurbjörn Einarsson, biskup: MÁL JÓLANNA ÉG ætla ekki að skrifa um jól- in. En þess bið ég, að jólin tali til þín, að nóttin helga nái í gegnum næturskuggana þína, að þögnin hennar snerti þögn- ina þína, setm í þér býr innst, Ihljóðið djúpa, sem þar er, spurningin, gátan þögla, sem dyilst þar, og bíður, eins og auga í myrkri, sem starir opið en á ekki Ijósið sitt, ljósið, sem það er gjört til að greina og njóta. Hvað tala jólin, hvaða mál nemur þú á helgri nóttu? Ef til vill enduróma úr heimi ’ljúfra minninga, endurskin frá kertaljósi, sem var svo stórt af því þú varst svo lítill, svo bjart af því þú varst svo sa'klaus. Ef til vill bergmál úr bernsku- heimi, kannski baðstofu, sem er fallin, eða fjarlægan óm frá vörum, sem ekki mæla meir. Kannski rifjasit upp bjarminn af móðurbrosi, sem er slokkn- að, eða ylux úr lófa, sem nú er kaldur. Víst eiga jólin sitit minninga- mál og heilagt er það og mátt- ugt, og þú skalt gefa því hljóð á helgri næturstund, minnast og þakka og blessa alla ást, sem þér var gefin. En ekki er það þetta, sem jól- in vilja segja, það heyrir jólun- um til, en það er ekki erindi þessarar nætur, ekki hennar mikla mál. Þú getur rennt huga yfir álf- ur og aldir. Þú hefur heyrt í útvarpinu klukknahljóm frá fæðingarkirkjunni í Betlehem, hann berst út um allan heim í kvöld og í nótt, og þú hugsar um óminn frá þúsund og aftur þúsund klukkum og kirkjum, þar sem fagnaðarefni jólanna er túlkað og þakkað á ödlum tung- um, öllum strengjum. Og þú getur látið þig gruna þá bylgju, það fossandi flóð af fögnuði og lofgjörð, sem stigið hefur upp frá jörðinni þessa nótt, síðan litli sveinninn frá Betlehem heilsaði þessum heimi með gráti á fjárhúsgólfi, og mamma hans sefaði grátinn við brjóst- ið sitt. Víst er það mikið að hugsa um þetta, sagan, hin áþreifan- lega mannkynssaga, á ekki ann- að undur stærra til. Og samt hafa jólin ekki talað þótt þú íhugir þetta og undrist það, líka þetta heyrir jólunum til, en það er ekki þeirra mál. Auðvitað ekki, hugsar þú, það þarf ekki að segja mér, hvað presturinn er að fara, maður veit alltaf fyrirfram, hvað þeir ætla að segja, jólin tala ekki jarðneskt mál, það eru raddir himnanna, sem þau flytja til vor. Raddir hknnanna? Hverjar eru þær? Fornir menn gríiskir töldu sig hafa hugboð um hnattanna (hljóm, ljómi stjarnanna og geislastafir eru glitrandi streng- ir, ósýnilegir fingur snerta þá og harpan ómar, harpa al- geimsins. En það dýrðarspil nær ekki mannlegum eyrum, það gleður a.ðeins hina sælu guði, en sæla þeirra er m.a. fólgin í því, að þeir þurfa ekki að hugsa um jörðina né hafa áhyggjur aí amstri og eymidum dauðlegs manns. Þetta er skáldslegt, stórt æv- intýri, en á um það sammerkt við svo marga djúpa hugsun og marga stóra list, að það er í námunda við áleitin tregastef í blóði mannsins, sem hvísla með svölum, þungum hreimi, að alheimsspilið sé hrikalega hlut- laust um niðinn í mennskum æðum og enda barminn og hjartað og það sem bærist þar. Hljómur hnattanna, mál geimanna, raddir himnanna? Fyrir nokkrum árum var isagt frá þvi í blöðum hér, að vís- indamönnum í stjörnutumin- um á Palómarfjalli í Kaliforníu hetfði tekizt að ljósmynda sprengingu, sem talið er að hafi orðið í stjörn.uþyrpingu í geimn um fyrir hálfri annarri ára- mlljón. Og það er talið senni- legt, að þessi sprenging standi ennþá yfir. Stjörnuhlutar úr sprengingunni, sem nægja til að mynda 5 milljónir hnatta á stærð við sólina, eru á fleygi- ferð út í geiminn og fara með allt að 36 millj. km. hraða á klukkustund. Þannig var fréttin. Og þetta lesa líklega flestir án þess að staldra við, rétt eins og verið væri að segja frá spilagaldri eða stórvöxnu svindli, eða þá geimskoti og öðru slíku föndrj. Hivaða mál tala feiknin í geimnum? Eitt er alveg víst: Þú leggur ekki undir þig þenn- an geim, hvort sem þú ert marxisti eða kapitalisti. Þú stýrir ekki þeirn öflum, sem æða þar. Hvers er að vænta þaðan? Er eitttovað, sem sézt ekki úr stjömuturnum, eitt- hvert afl ofar feikn,unum? Er það hlutlaust um þig og þitt, er það fjandsamlegt eða vinveiitt, er vit í því, tilfinning ,hugur, hjarta? Og nú kemur að því, sem jól- in tala. Þau tala ekki um hnattahljóm, ekki um guðlega strengleika og himneskt hlut- leysi, ekki um firnin í djúpum geimanna, ékki um annarlegar verur á öðrum hnöttum eða sviðum. Þau tala um barn, mannsibarn á jörð. Þau flytja mennsk orð, þau boða mikinn fögnuð. Ekki yfir þVí, að hnett- irnir syngi eða dansi eða springi í einhverjum hástemmd um gleðskap yffirjarðneskra vætta eða afla. Ekki vegna þess að einlhverjum tekst að fika sig fáeinar tommur út í gekninn héðan, þau boða fögnuð yffir þvi að þú ert til og Guð er til og Guð elskar þig og Vill eiga þig, bjarga þér, gleðja þig, blessa þig. Elska þig og eiga þrátt fyrir smæð og heimsku og saurgun, elska þig og lýsa þér, þótt allar sólir sortni, elska þiig og eiga þig, þótt allar vetrar- brautir bresti. Þér er frelsari fæddur. Og þetta til marks: Þér munuð finna ungbam í jötu. Finna ungibam í jötu. Það er ekki mikil ' uppgötvun á öld undranna. Það skyldi þó ekki vera að þetta væri eina undrið, sem varðar þig. Guð kom, almáttug- ur eilífur Guð kom í þessu barni, kom alla leið offan á þdna lágu skör, niður á stig þinnar mennsku til þess að verða þinn, þirta þér sjálffan sig og taka þig að sér, allt, sem er afflaga hjá þér, allt, sem er dimmt, allt, sem er erf itt, allt, sem er synd. OrðiÖ hans, hans hjartans mál, varð hold, barn, maður, og það orð er þetta: Ég elska þig, ég er frelsari þkun, Þetta birtir Jesús Kristur, bamið heilaga, maðurinn full- komni, fæddiur þér, krossfestur fyrir þig, með þér alla daga. Þegar Nóbelsverðlaunium var útihlutað í Stokkhólmi 1963, vakti Mtið atvik eftirtekt. Einm hinna frægu manna, sem áttu að taka við verðlaunum, var lamaður. Þegar konungur ætl- að að fara að afhenda honum verðlaunaskjalið, sé hann, að hann kamst ekki upp þrepin upp að öndveginu og konungur fár offan til hans alla leið og krýndi hann þar hinni miklu sæmd. Konungur hknnanna kom, ekki í reyðarþrumu, ekki á fljúgandi diski, halastjömu eða geimfari, hainn kom í barni. AJ þvl þú ert ekki masifcína, heldur mannsibarn. Kom ofan alla leið og klæddist dufti, aí því þú ert duft, steig niður tál þin af því þú ert með brotinn væng og lamaðan fót og rökkv- aðan,' blindan hug. Þú hefur ekki unnið til hknnes'kra verð- launa, ekki fremur en ég. Hann kom samt. Þú heffur hrasað, fallið, þú ert í tötrum syndugs manns, hann kemur samt, tefcur tötrana, lætur þig fá skrúðann sinn. Þetta er mál jólanna, þannig tala þau. Ég bo'ða yður mikinn fögnuð, sem veitast skal öllum, yður er í dag frelsari fæddur, sem er Drottinn Kristur. í dag. f dag er hann þinn, og á morg- un, að eilífu er hann þinn. JÓLALESBÓK Morgunblaðsins er komin út og var hún borin til áskrifenda í |gær. Hún er fjölbreytt að vanda, 2 blöð, en efni hennar er eftirfarandi: Bls. 3: Jólahuigvekja eftir séra Sigurð Hauk Guðjónsson. — 4: Þrjár bernskumyndir efltir Hanraes Pétursson. — 5: Andlit látinnar konu, etftir Nóbelsskáldið Kawabata. — 6: Séra Sigurður í Holti etftir Guðmund Daníelisson. — 8: Huigurinn reikar víða eftir Gíisla Sigurðsson. — 9: Ljóð eftir Þorigeir Sveinbjarnarson. — 9: Jólapistill eftir Hannes Jlónsson. — 10: Jórdan — áin helga. — 11: Ljóð effitir Jón úr Vör. — 12: Er Gunnhildur enn í gluggarnum hjá Agli? eftir Magn- ús Finnason. — 18: Rauð box eftir Slvövu Jakobsdóttur. — 14: Galswor.tihy og saga Forsyte-ættairinnar. — 16: í Skálholti eftir Matthías Johannessen. — 18: Jólin í Odda eftir Steimgrim Maittihíasison. — 21: Verðlaunamiyndagáta. — 22: Gárar á hljóðri nótt etftir Árna Johmsen. — 2í3: Ljóð eftir Árna Johneen. — 24: Barua a Soldaní efitir Karen Blixen. — 28: Páll postiuli og andmælenduir hans eftir S.G.F. Brand on. — 31: H.C. Andersen og jólin eftir Ernst Fhilipeort. — 33: Áhætta kæNeikans, predikun eftir próf. Harald Niels- son. — 35: Vegleg gjöf frá ítalíu. Þýðing Halldórs Þorsteinssönar á flormála hinnar ljósprentuðu útgáfu Borso-bilblíunn- ar, sem ræðismenn íslands á Italáu hafa gefið isilenzka ríkinu. — 36: Síðasti valsinn í Vínarborg eftir S. C. Burchell. — 41: Þýtt ljóð eftir Siigbjörn Obstffelder. — 42: Nú skulum við punta eftir séra Gísla Brynjólfsson. — 44: Niður með ánni eftir Friðrik Sigurbjörnsson. — 47: tJr þjóðsögum Jóns Árnasonar. — 48: Viðtal við Högnu Sigurðardóttur, arkitekt um nútfcna torfbæ hennar eftir Elínu Pálmadóttur. — 50: Þeir efldust vi'ð hverja raun eftir AtJa Steinarsson. — 52: Geislar frá gróinná menningu eftir Vignir Guðmunds- son. — 54: Hverjir fundu ísland? efltir Árna Óla. — 56: Svartlistin sækir fram. Bjöm Vignir ræðir við Einar Hákonarson, listmálara. — 57: Ljóð eftir Sigríði Björnsdóttur, Önnu Kristjánsdóttur og Richard Beck. — 58: Glugginn. Rætt við Andrés Indriðason sem upptökur og fleira í umsjá Baldvins Jónssonar o.g Sveins Guð- jónssonar. — 62: Jól á Grænlandsgrund eftir Aage Gilberg. — 63: Verðlaunakrossgáta. Jólavopnahlé í Nígeríu? Lagos, 23. des. NTB. HERSVEITIR sambandsstjórnar Nígeriu biðu í dag efftir endan- legri tilkynningu um átta daga vopnahlé, sem aðskilnaðarsinnar í Biafra hafa stungið upp á, og var almennt taliði að Lagos- stjórnin skýrði frá afstöðu sinni í kvöld. Lagos-útvarpið hefur ekkl minnzt á vopnahléstillögu Biaframanna og talsmenn Lagos- stjómar hafa neitað að láta i ljós álit sitt á henni. Leiðtogj Biaframanna, Odu- megwu Ojukwu ofursti, kom með tillögu sína í útvarpsræðu þar sem hamn sagði að tillagan væri svar við áskorunum hvaðanæva úr heiminum um átta daga jóla- vopnahlé. Seinna í dag sagði Lagos-út- varpið að kunnugir hefðu dregið í efa að einlægni væri á bak við tilboð Biaframanna um vopna hlé, og bætti því við að upp- reisnarmeran vildu flytja fleiri vopn og málaliða til landsins. Þessi ummæli hafa dregið úr vonum um vopnahlé, þótt því væri ekki vísað á bug í útvarps- sendingunni. - MINNISBLAÐ Framhald af bls. 26 Mjólkurbúðir verða opnar á aðfanigadag frá kl. 68 tdfl. 13, lokaðar é jóladag, en opnar á annan í jóluim milli kl. 10 og 12. Strætisvagnar Reykjavikur verða í föruim aðffangadag á ödl- um leiðum til kd. 17.30 en ó eftirtöldum leiðum verður ekið án fargjalds efftir þann tifcna. Leið 2, Seltjamarnes: kl. 18.30, 19.30, 22.30, 23.30. Leið 5, S'kerjaffjörður kl. 18, 19, 22, 23. Leið 13, Kleppur-hraðferð ki. 17.55, 18.26, 18.55, 19.25, 21.23, 22.25, 22.55, 23.25. Leið 15, Vogar-hraðferð kl. 17.45, 18.15, 18.45, 19.15, 21.45, 22.15, 22.45, 23.15. Leið 17, Austurbær—Vestar- bær kl. 17.50, 18.20, 18.50, 19.20, 21.50, 22.20, 22.50, 23.20. Leið 18 Bústaðahverfi-hraðferð kl. 18.00, 18.30, 19.00, 19.30, 22.00, 22.30, 23.00, 23.30. Leið, 22, Austurhverfi kl. 17.45, 18.15, 18.45, 19.15, 21.45, 22.15, 22.45, 23.15. Leið 27, Árbæjarih'Verfi kl. 18.05, 19.05, 22.05, 23.05. Leið 28, Breiðholt kl. 18.05, 19.05, 22.05, 23.05. Á jóladaig verður ekið ffá kl. 14.00 til kL 24.00 og á annam í jólum frá kl. 10 til 24. Leið 12, Lækjarbotnar: Síðasta ferð vagnsins á aðfangadag er kl. 16.30, en á jóladag er ekið frá kL 14.00 og á annan í jólum frá KL 10.30. Athyigli sfcal vakin á þvl, að ó jóladag hefst aks'tur M. 11 og é annain í jólum kl. 07 á þeám leið- um, sem að undanffömu hefur verið ekið á frá kl. 07 til 10 ó sunnudögum. Nánari upplýsinga er að leita í sifcna 12700. Landleiffir — Reykjavik— Hafnarfjörður. Á aðfangadag er síðasta ferð frá Reykjavik kl. 17, en frá Hafnanfirði kl. 17.30. Á jóla daig (heffjasit ferðir kl. 14 og elkið samkvæmt sunnudagsáætlun. Á annan í jólum er ferð frá Reykja- vík kl. 08.00, en frá Haffnarfirði kl. 08.30. Reglubundin sunmnu- dagsáæt'lun hefst kl. 10. Strætisvagnar Kópavogs verða í fferðum á aðffangadag eins og venjuilega till kl. 17. Eftir þann tíma verður ein hringferð um Kópavog á hverjum heilum kluikkutfcna til kl. 22 og er þó e'kið án fargjalds. Á jóladaig hefst a'kstur kl. 14 og er ekið efcis og venjulega til kl. 24. Á annan í jólum hefst akstur kl. 10 og er ekið eins og venjuilega til kl. 24. Leigubifreiffastöffvar verða opnar um jólahátlðima, sem hér segir. BSR — Bifreiðastöð Reykja- víkur lokar kl. 20 á aðfangadag og opnar afur kl. 10 á jóladatg. Biíreiðar stöðvarinnar verða þó sumar hverjar á förnum vegi og afgreiða siig sjá'lfar í sáma stöðv- arinnar 11720. STEINDÓR lofcar kL 18 á að- fangadag og opnar aftur kl. 12.30 á jóladag, sími 11580. HREYFILL lokar kl. 22 á að- famgadaig og opnar aftur kl. 10 á jóladag, sími 22422. BÆJARLEIÐIR loka kl. 22 á aðfan.gadag og opna afftur ki. 10 á jóladatg, sifcni 33500. BORGARBÍLASTÖÐIN lokar á aðfangadag kl. 22 og er opin til kl. 02, svo sem aðrar nætur. Á jóladag opnar stöðin kl. 13. Bifreiðar stöðvarinnar munu þó suimar hverjar verða á förnum vegi í lokunartfcnanium og munu þá einnig afgreiða sig sjálfar í sfcna stöðvarinnar 22440. Flugþjónustan — Björn Páls- son: En.gar áætlunarferðir verða yfir hátáðirnar, en sjú'kraflug- simar eru: 34269, 32127 og 21611.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.