Morgunblaðið - 24.12.1968, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 24.12.1968, Blaðsíða 12
\ \ — Gunnar í Leiftri Framhald af bls. 14 — Hvað er þér á hondum? — Ég hef heyrt að hér gæti ég fengið að læra prentiðn. — Hvað gerir þú? — Ég vinn á daginn hjá Carlquist. — Heldurðu að þú lærir að prenta á nóttunni, drengur minn? Þar með lokaði Ólafur dyr- umum og samtalinu var lokið. En ég gafst'ekki upp. Næsta dag fann ég Ólaf í skrifstof- unni þar sem hann var að le-sa próförk með öðrum og hvorugur tók eftir að ég var kominn inn, fyrr en eftir langa mæðu. Og Ólafur sagði: — Þú ert kominn aftur, drengur. Ég bar upp erindið á ný. Þá sagði hann mér að fara fram og tala við Herbert (Sigmundsson). Herbert spurði mig hvort ég væri læs. 'Ég sagði það sæmilega. Hann fékk mér handrit að sögu Björnssons „Á guðs vegum“, og mér gekk sæmilega að stauta mig fram úr því. Þá athugaði hann á mér hendurnar, hvort þar værj ekki kartnögl á hverjum fingri. Síðan sagði .íann mér að koma um mánaðamótin. Þá byrjaði ég með því að mér var s-agt að læra á kassann fyrir hádegið og þá yrði þVí að vera lokið (að læra á kass- ann er að þekkja hvernig letri er raðað í leturkassa, en þá var sem kunnugt er allt hand- sett). Þetta tókst og eftir há- degið var ég byrjaður að iðka prentun. Og þannig hefir þetta geng- ið fyrir Gunnari. Við þetta starf hefir hann haldið æ síð- an. Hann setti fyrstu stafina í Morgunblaðið og þeir sam- .an Guðmundur Magnússon, Ágúst Jósepsson og Jón Sig- ■urjónsson. Þetta var eftir- vinna hjá þeim, eftir að þeir voru allan daginn búnir að isetja Alþingistíðindin. Þá var unnið frá kl. 7 að morgni til kl. 8 að kvöldi. Svo liðu árin og margt breyttist. Þar kom að árið 1929 tók Gunnar við stjórn ísafoldarprentsmiðju og stýrði henni í stórsjóum og framfaratímum prentsmiðj- unnar, er hún fluttist neðan úr Austurstræti upp í stór- hýsið við Þingholtsstræti. Það fór svo að þar hætti Gunnar störfum árið 1955 og hóf eigin Tekstur. Þeir munu ekki margir, sem unnið hafa öðr- um allt frá því fyrir fermingu og þar til þeir hafa tvo um sextugt og hjá sama aðila í 48 ár, og hefja þá eigin rekst- ur fyrir eigin reikning. Segja má að Gunnar byrjaði að lifa sjálfstætt á sjötugsaldri. Er það furða þótt maðurinn sé ennþá ungur? Hann, sem er rétt að byrja. — En oft hefirðu nú verið þreyttur, Gunnar? — Já, sennilega. Þá fékk ég mér göngutúr upp í holt eða suður í mýri og lagðist þar milli þúfna eða steina. Að vera andlega þreyttur er það versta, það er eins og yfirísað skip. Annars fær maður svo litlu um lífið ráðið sjálfur. Ég hef verið brokkgengur í iíf- inu, enginn reglumaður, stund aði sund fyrr á árum og hryggurinn á mér er í S, fór þannig í mógröf austur í sveit þegar ég var s-trákur. Ég læknaði hann að ráði Snorra Hallgrímssonar með gömlu húsráði, fékk mér skinn af svörtum fressketti og batt það við bakið og sneri holdrosan- um út. Þetta var „diatermi" forfeðra vorra, rafmagn í dökku hárinu og stöðugur hiti við bakið. Ég hef hvorki farið vel eða illa með mig. En mín- ir hafa orðið gamlir. Ég held að hver maður sé fæddur með flestum þeim einkennum, sem fylgja honum gegnum lífið. — vig.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.