Morgunblaðið - 29.12.1968, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 29.12.1968, Blaðsíða 7
MORGUNÐLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. DESEMBER 196« 7 „í Istanbul, ekki í Konstantin- opel, hófst okkar ástarsaga” segja Hovenshjónin frá Hollywood, sem skemmta nú á Hótel Loftleiðum „Auðvitað fellur mér betur við að skemmta fólki, en að stunda mína eiginlegu atvinnu. Er það ekki alltaf svo, að fólki finnst skemmtilegra að fást við það, sem í fyrstu er ekki raun- verulegt brauðstrit þess. Ég er tæknifræðingur að mennt, fæst við rafmagnsfræði og sjónvörp, og ég er ekkert að hugsa um að hætta við það, sæki alltaf námsskeið í New York annað slagið, til að halda mér við efn ið, til þess að ryðga ekki í „fag inu“, og ekki getur maður orðið ellidauður í skemmtiiðnaðinum, og þá er alltaf gott að eiga eitthvað til að halla sér að.“ Það er Hovons frá Holly- wood, sem þannig mælti við okkur, þegar við komum að máli við þau hjónin, rétt áður en þau skemmtu í fyrsta skipti að kvöldi dags fyrir gesti Loft- leiðahótelsins. Að íslendingasið byrjuðum við á því að spyrja þau um ætt þeirra og uppruina. „Ég er fæddur í Betgíu, í Antwerpen, og er 49 ára gamall. Hræðilegur aldur í tölum, en mér finnst ég alltaf vera að yngjast. 1961 gerðist ég inn- flytj andi í Bandaríkjunum, og við hjónin búum nú í Holly- wood í Kalifonníu. Við köllum okkur The Hovens, en það er dregið af mínu rétta nafni á belgísku, sem var van Velthov- en. Konan min, hin elskulega, Evelyn Rued, er frá Vestur- Þýzkalandi, en þá var aðeins eitt Þýzkaiand til.“ „Og mættum við svo næst fá að heyra örlítið frá ykkar ást- arsögu, eða er máski svolitið frekt að spyrja um slíkt?“ „Alls ekki. Og eiginlega er nú saga að segja frá því. Það gerðist í Istanbul, ekki Konstan tinopel, eins og segir í kvæð- inu. Við vorum þar á ferð með sitthvorum leikflokknum, hún var með balletflokki, en ég við annain mann. Mig minnir það væri 1957, en þá hafði ég skemmt í Evrópu síðan 1954. Þetta varð ást við fyrstu sýn upp á gaimla mátann. En svo skyldu leiðir okkar um sinn. Evelyn fór til Beirút 1 Líbanon en ég til Bagdad í fran, en svo varð draumurinn að veru- leika, að hjónin The Hovens, skemmtu saman í fyrsta simn, og það var í Teheram í Persíu. Síðan lá leið okkar til Karacci í Pachistan, og nú köllum við saman ferðaist tvisvar sinnum umhverfis hnöttinn, og leikið í flestum löndum heims, t.d. á Eravanhótelinu í Bangkok, sem lengi var það einasta og bezta þar í borg, í Tokyo, í Þýzka- landi og Bamdaríkjunmn. Era- van á máli þeirra í Thailandi þýðir raunar fíll, „elefant" og þeir eiga þar miklu falliegri konur en menn, en það pr auð- vitað allt önnur saga. Auk þess höfum við skemmt á Norður- Hjónin, The Hovens, gera örlítið grín að sem allir þekkja. Staðreyndin er að sanna á f jörur okkar rekið. Andrews-systrum, grínista hefur upp löndum, í Malaya, Indonesiu, Afríku, Aiaska og Finnlandi." „Þið hafið máski séð ís fyrr en hér?“ „Hingað höfum við aldrei komið fyrr, og eiginlega aldrei séð ís, nemia „on the rocks“, eins og ameríkanar balla það“. Við létum nú þessum spum- ingaleik lokið að sinni við þau hjón, en héldum niður í Vík- ingasal til þess að horfa á fyrstu sýningu þeirna hérlendis, þegar frá er skilin sýning þeirra fyrir börnin á jólatrés- skemmtun barna Loftleiðastarfs manna og gesta þeirra, sem fram fór um miðjan dag á 3. í jólum. Leið nú að þeim tíma, þegar hjónin birtust þar. Eftirvænting in skein úr allmörgu auga, og mönnum varð tíðlitið til „sen- unnar", þar sem sat hin ágæta hljómsveit Karls Lilliendahl með söngkonunni Hjördísi Geirsdóttur. Og nú birtust þau. Þau komu fyrst fram í gerfi Andrews- systra og þar gaf nú á að líta. Þá tók við Titó Gobbi i óper- unni Rakaranum frá Sevilla eft ir Rossini. Hygg ég að sá þátt- ur hafi vakið einna einlægasta hrifningu af þeim öllum, sem hjónin sýndu. Áhorfendurnir urðu meira að segja þátttakend ur og sungu „barytón". Evelyn varð eftir á sviðinu eftir fyrsta atriði, gekk að hljóð nemanum og sagði: „Hún“, og átti við hann,“ er maðurinn minn. „Það er mitt vandamál, ekki ykkar“. Svo kom Harry Belafonte með trumburnar sínar litlu frá Jamaica og ekki má heldur gleyma söngkonunni frá Vínar- skógum, með heilt Mjólkurbú Stramdamanna I baxminum, enda sagði Evelyn um hana, að mikil framtið væri fnaman við hiana. Spike Johnes hitti þama og verðugan staðgengil sinn, en þó fannst mér vainta klósettið. Og þannig gekk sýning hjón anna frá Hollywood, einhverra eftirsóttustu s k em mtiikrafta um þessar mundir. Sjónvarpið ís- lenzka var þarna með fulitrúa Sinn, og er ekki rnokkur vafi á, að því er fengur að slíkum grínista. The Hovens ætla til að byrja með að dveljast hérna í 4 vik ur, en til marks um vinsældir þeirra má geta þess að eitt sinn úti í löndum höfðu þau 3 vikna samning, sem sjálfkrafa varð að 8 vikum, sakir þess, að það var alltaf fullt hús. Ég spái því, að svo verði hérna. Slíkur reki á fábrotnar fjörur skemmtanal'ífs obkar er sjald- séður og torgæfur. Hvað skyldi annars Islendinga vanhaga um frekar á þessum misvindatím- um, en fólk, sem kann að gera grín að sjálfum sér og mann- lifinu í heild? Og með það héld um við ánægð út af Hótel Loft- leiðum, út í vaxandi veðurblíð- una og minnkandi frostið. — Fr. S. OKKAR A MILLI SAGT FRÉTTIB Samkomur Votta Jehóva Reykjavík: „Hvemig leysa má úr Hjóna- bandserfiðleikum". Fyrirlestur fluttur í Félagsheimili Vals við Flugvallarbraut kl. 5. Hafnarfjörður: Fyrirlestur í Góðteonplaarhúsinu kl. 2. „Virðið skipulag Jehóva". Keflavík: Fyrirlestur fcl. 4. „Hvernig verð ur framtíð þín mótuð. Kvenfélag Hallgrímsklrkjn hefur hafið fótaaðgerðir fyrir aldr- að fólk í Félagsheimili kirkjunn- ar alla miðvikudaga kl. 9-12. Síma- pantanir i síma 12924. Hjálpræðisherinn Surmudaginn 29. des. Helgunar- samkoma kl. 11 Hjálpræðissam koma kl. 8.30 Kapt. Krötö talar. Kapt. Haugsland stjórnar. Bænastaðurinn Fálkagata 10 Kristileg samkoma sunnuadginn 29.12. Bænastund alla virka daga kl. 7. e.h. Allir velkomnir. Breiðfirðingar Munið jólatrésfagnað Breiðfirð- ingafélagsins í dag 29 þ.m. kl. 3. e.h. Félag Borgfirðinga eystra Jólatrésskemmtun I Breiðfirð- ingabúð fyrsta iaugardaginn í jan- úar. Nánar bréflega. Kristileg samkoma verður í samkomusalnum Mjóu- hlíð 16 sunnudagskvöldið 29. des. kl. 8. Verið hjartanlega velkomni. Filadelfía Reykjavík Almenn samkoma sunnudags- kvöld kl. 8 Ræðumaður: Willy Hansson frá Nýja Sjálandi. Safn- aðarsamkoma kl. 2 TURN HALLGRÍMSKIRKJU Útsýnispallurinn er opinn á laug ardögum og sunnudögum kl. 14-16 og á góðviðriskvöldum þegarflagg að er á turninum. VÍSUKORN Ef við létt á laga gorm leggjum minnsta fingur, oft í staðinn fyrir form fæðist misskilningur. Sigurður Kristjánsson bóksali. Minningarspjöld Minningarspjöid orlofs húsmæðra eru seld í verzluninni Rósu, Að- alstræti, verzl. Halla Þórarins, Vest urgötu, verzluninni Lundi við Sund laugaveg, verzl. Tótý við Ásgarð og hjá nefndarkonum. 10 ÁRA ÁBYRGD x TVÖFALT EINANGRUNAR 20ára re F3 ynsla s hi s árl a ei ndis 1 SÍM111400 EGGERT KRISTJANSSON a ,CO HF | r 10 ARA ABYRGÐ Fyrir áramótafagnaðinn Síðir og stuttir sam- kvæmiskjólar. Glæsilegir jerseykjólar frá Alundco. Tízkuverzlunin Rauðarárstíg 1. Sími 15077. Látið okkur smyrja bílinn yðar reglulega. •e- Sparið tíma -b- Pantið tíma Opið til kl. 6 eh. Súni 10585 — 21246. HEKLA H F. LAUGAVEGI 170—172.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.