Morgunblaðið - 29.12.1968, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 29.12.1968, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLABIÐ, SU'NNUDAGUR 29, DESEMBER 196« Eru 1000 bændur geröir gagnslausir? VIÐ fslendingar höfum lengi flutt út landbúnaðarafurðir fyr- ir mjög óhagstætt verð. HalLann af þessum útflutningi hefur rík- issjóður tekið að sér með því að greiða útflutningsuppbætur, en þó aðeins að því marki að út- fhrtningurinn fari ekki fram úr 10% af heildar verðmæti land- búnaðarframleiðslunnar. Vegna síaukinnar landbúnað- arframleiðslu er nú svo komið að flytja þarf út meira en það, sem ríkissjóður greiðir útflutn- ingsuppbætur á. í byrjun ársins var áætlað, að 80-100 millj. skorti á að út- flutningsuppbætumar nægðu á verðlagsárinu 1967-1968, og var gert ráð fyrir, að tekjur bænda- stéttarinnar lækkuðu um þá upp hæð. Þetta veldur forustuliði bænda skiljanlega töluverðum áhyggj- um, og er það að líkum rétt, að vandinn sé nú meiri en áður, þar sem minni hópur þjóðfélags- þegna þarf að bera tapið. Aukafundur Stéttarsambands bænda haldinn 7. feb. virtist ekki binda neinar vonir við það að stjórnarvöld fengjust til þess að auka útflutningsuppbætumar. En fulltrúum virðist hafa verið Ijóst, hversu slæm viðskipti það eru að framleiða þetta vörumagn fyrir erlendan markað og vildu því helzt fría stéttarbræður sína við því. Þeir leituðu ráða til þess að minnka framleiðsluna. Helzta úrræði þeirra var til- laga um kjamfóðurskatt. Skatt- luinn var að nokkru hugsaður þannig að landbúnaðarvörufram leiðendur yrðu flokkaðir í eig- inlega bændur þ.e. lögbýlismenn og aðra framleiðendur. Síðan var hugmyndin að skattíeggja sérstaklega óæðri framleiðendur til þess að bæta upp tekjurým- un hinna. Með þessu var einnig ætlun- in að fæla þessa framleiðendur frá áframhaldandi framleiðslu, og í því aambandi var skírskotað til aðferða annarra atvinnuhópa er takmarka starfsréttindi utan- stéttarmanna. Þó að framangreindar hug- myndir falli mér ekki í geð og að áliti mínu séu ekki samboðn ar íslenzku þjóðfélagi þá virð- ast mér þær boða nokkuð gott. Fram til þess tíma virðist mér almennt það hafa verið álitin dyggð í sjálfu sér að stunda land búnað, en þessar hugmyndir benda til þess að það teljist rétt ara að meta gildi framleiðslunn- ar eftir markaðnum. Það skal því fært þeim til af- sökunar, sem mótað hafa land- búnaðarstefnuna á undanföm- um árum, að það hlýtur að vera erfitt að koma á heilbrigðri stefnu, þar sem fyrrgreint sjón- armið hefur verið ríkjandi. Nánari ástæður fyrir því að forustuliði bænda er nokkuð í mun, að framleiðslan minnki eru þær, að það, sem fæst fyxir þann hluta framleiðslunnar, sem fluttur er út án útflutningsupp- bóta, nægir rúmlega til greiðslu kostnaðar í sláturhúsum og mjólkurbúum. Fyrir hvert kíló dilkakjöts, sem flutt er út fást ca. 35 kr. Slátur og flutningskostnaður er oa. 15 kr., svo að bóndinn fær oa. 20 kr. í sinn hlutt. En verðið, sem bóndinn þarf að fá fyrir eitt kg. af dilkakjöti, er á sarna tíma áætlað 77,53 kr., sam- kvæmt núverandi verðlagsgrund velli. Mjólkurframleiðsla til útflutn- ings er svo nokkru óhagstæðari, því að þar er nær ekkert eftir fyrir bændurna. Það hefði þess vegna hverfandi áhrif á tekjur bændastéttarinnar í heild, þó að þessi hluti mjólkurframleiðslunn ar yrði aldrei fluttur í mjólkur- bú, heldur helt niður heima hjá bændunum. Á framleiðsluárirru 1967-1968 Elías H. Sveinsson. má gera ráð fyrir, að tekjur með albónda geti lækkað um ca. 9000 kr. vegna útflutningsins, og það þrátt fyrir 253 millj. kr. út- gjalda ríkissj óðs vegna þessarar framleiðslu. Til þess að gera sér gleggri grein fyrir þeirri stefnu, sem nú er fylgt, er að sjálfsögðu gott að kynna sér nokkuð lög um lanöbúnaðirm. í lögum um „Stofnlánadeild landbúnaðarins, landnám, rækt- tm og byggingar í sveitum" kem ur ljóslega fram áhugi stjórn- málamanna á því að auka fram- leiðsluna. Þessi áhugi sýnist mér vera mjög einkennandi fyr ir lagasetningar landbúnaðarins. Þar segir í 1. gr.: „Tilgangur þessara laga er að efla og auka byggð í sveitum landsins roeð því að stuðla að fjölgun nýbýla, ræktun og bygg ingar í sveitum og þá m.a. stækk un túna á þeim jörðum, þar sem ræktun er skemmst á veg kom- in.....“ í 53. gr. sömu laga segir: „Skylt er núbýlastjóm að spyma við því eftir föngum, að jarðir fari í eyði, sem að dómi trúnaðarmanna nýbýlastjórnar og jarðræktarráðunauts Búnað- arfélags íslands em vel fallnar til jarðræktar og búreksturs. Skal hún hafa um það sam- ráð við hlutaðeigamdi sveitar- stjórnir að notaðar séu heimild- ir ábúðarlaganma til að koma í veg fyrir jarðnýðslu og að byggi legar jarðir séu lagðar í eyði. Nýbýlastjórn ber enn fremur að vinma að því í samráði við hlut- aðeigandi sveitarstjómir, að jarðir, sem komnar eru í eyði, en veita þau skilyrði til búrek3tr ar er að framan greinir byggist aftur þar til hæfum mönnum“. Þessi lög ásamt fjölda mörg- um öðrum virðist ekki tryggja heillavænlega þróun þessara mála eins og þau standa í dag. Lögin bafa þann tilgang að auka framleiðsluna á sama tíma og offramleiðsia landbúnaðar- vara hefur kostað þjóðina 1220 millj. króna í útflutningsuppbæt ur síðastliðin 9 ár. Lögin reyna að spoma við því, að býlum fækki, þó slíkt sé tal- in eðlileg þróun í fleatum vest- rænum löndum að dómi efna- bagssérfræðinga. Lög leyfa ekki að ríkisjarð- imar séu eigi endurleigðar þeg- ar þær losma úr ábúð, þó slítot hækkaði tekjur bænda um millj ónir öllum að kostnaðarlausu. Lög mæla svo fyrir að inn- heimt skuli 1% gjald af heildar- tekjum bænda til að efla Stofn- lánadeild landbúnaðarins, en henni er ætlað að auka fjárfest- ingu landbúnaðarins, sem síðar mun lækka tekjur hinna skatt- lögðu vegna offramleiðslurmar. Lög mæla einnig svo fyrir, að bændur séu hvattir til jarðræbt ar- og byggingarframkvæmda með árlegum styrkjum, er skipta tugum millj. á sarna tíma og full trúum Stéttarsambands bænda er stefnt til aufcafundar vegna offramleiðsluvandamália. Hvers vegna gætir slíks óraun sæis? Er hér um að ræða vanhæfni og áhugaleysi stjármmálamanna, eða hafa þeir í atkvæðaleit far- ið um of eftir vanhugsuðum kröfum forustumanna bænda? Vandinn, sem steðjar að land búnaðinum er aðallega sá, að heildartekjur til hans aubast til tölulega mjög Utið við aukna framleiðslu, og verðmætasköp- un hans hefur ekki getað greitt nægilega fyrir vinnuafl og fjár- magn, sem í hamn hefur verið lagt. Eina raunhæfa leiðin til úr- bóta, þegar horft er fram á við, er að draga úr auknimgu fram- leiðsluþátta eða hreint og beint að minnka þá. Til þess held ég, að eftirfar- amdi ráð séu æskilegust a. Fækha býlum. b. Dnaga úr styrkjum til jarða bóta. c. Minnba útlán Stofnláma- deildar landbúnaðarins. Skal nú nánar vikið að þeas- um atriðum. Það er viðurkennd staðreynd, að tækniþróun í vestrænum lönd um hefur valdið hlutfallslegri fækkun þeirra, er vinna við land búnaðanstörf. Aðstoð margra þjóða við bænd ur hefur meðal annars verið í því fólgin að auðvelda brott- flutning þeirra úr iamdbúnaðar- vöruframleiðslunni til annarna framleiðslugreina. Á þann hátt hafa þær minnkað framleiðsluna og færzt nær því marki að tryggja bændum tekjujafnvægi við aðrar stéttir. Tækniþróunin gerir einnig það að verkum, að hagkvæmasta rekstrcireiningin stækkar, en sú þjóð, sem vill keppa að sem mestum hagvexti, verður að stuðla að slíku. Stefna oktoar íslendinga hefur tekið allt aðra rás. Við höfum stefnt að fjölgun býla og ekki gefið því, nægilegan gaum, að það er auðveldara fyrir þjóðina að styrkja fáa en marga bænd- ur. Ein sjálfsagðasta breytingin á stefnu oktoar, tel ég vera al- gera stöðvun nýbýlastofnana á vegum Landnáms ríkisins og auka fé til jarðakaupasjóffe, sem er það ætlað að baupa jarðir, er óhjákvæmilega leggjast fyrr eða síðar í eyði legu sinnar vegna. Stjórnarvöld hafia að undan- förnu viðurkermt þá nauðsyn að draga úr fnamleiðslunni með því að stuðla að samdrætti í bú skap á ríkisbúum. Til samræmis við þá stefnu mætti vænta þess, að ríkissjóður hætti að leigja út ríkis- og kirkjujarðirnar jafnóð- um og þær losna úr ábúð. Með því væri hægt að koma í veg fyrir hluta af þeirri framleiðslu, sem lækkar tekjur bændastétt- arirmar um nokkrar milljónir, jafnframt því sem rítoissjóður hreinlega sparaði sér útgjöld vegna leigu þeirra. Um armað a/triðið er það helzt að segja, að atyrkjum er ætlað að hvetja meir til framkvæmda en tilsvarandi fjárupphæð varið til hæktounar vöruverðs gerði. Þessi aðferð var lofsverð áður fyrr, þegar farsæld þjóðarinnar var háð því, að bændur efldu at vinnuveg sinn sem mest. Að beita sömu aðferð, þegar offram leiðsla veldur tilfinnanlegum vamdræðum, er vægast sagt ó- raunsætt. Þegar þessi styrkjapóUtík næg ir ekki til þess að koma í veg fyrir framleiðslurýmum vegna kals og harðæris, er gripið til ráða harðærisnefndar að styrkja rnenn til baupa á innfluttum fóð urbæti. En fóðurbætiskostnaður- inn einn líklega þó meiri en það, sem fæst fyrir vöruna útflutta. Til styrtotar því að dnaga úr útlánum Stofnlánadeildar land- búnaðarins skal á það bent, að við núverandi marbaðsaðstæður geta heildartekjur bændastéttar innar vart hækbað, þó útflutning ur afurðanna aukist, vegna þess að verðið nægir rétt til greiðsiu áfallins kostnaðar eftir að þær fara frá bóndanum. Öll aukning á fjármagni land- búnaðarins mun því læktoa á- vöxtun þeas. Gamla rullan um aukið fjár- magn, lækkaða vexti og lengri lánstíma gildir því alls ekki hér. Þvert á móti mun alikt gera þeim bölvun, sem eiga fjármagn sitt bundið í landbúnaðinum. Oft heyrist sú spuming, hvað eigi að gera við bændur og það fjármagn, sem losnaði, ef fleiri fjarðir leggðust í eyði. Því er helzt til að svana að umrætt vinnuafl og fjármagn er nær igagnslauist fyrir þjóðarheildina, svo að spumingin er í eðli sínu eú, hvort við getum notað það til einhvers gagns. Ef þeirri spumingu væri svarað neitandi, er mitoilli vantrú lýst á land og Þjóð. Þeir, sem spyrja þessa, verða einnig að hafa það hugfast að á undanförnum árum hefur verið mikil eftirspum eftir vinnuafli, eins og verðbólga undanfarandi ára ber vitni um. Flestir, sem á annað borð hafa kynnt sér, hvað útflutningur landbúnaðarvara er óhagstæður, Framhald á bls. 25 FLUGELDAR nlls konor Skipoflugeldar, tunglfluugur, eldfluugur, stjörnufluugur, Jokerblys, Bengulblys, stjörnugos, gull- og silfur-regn Mjög fjölbreytt úrval GEísiPf Vesturgötn 1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.